Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 15.06.1956, Blaðsíða 4
FÁLKINN Hreíndýríð - er húsdýr lapponna en kemur dldrei í hús Á síðari árum hefir hreindýra- stofninum hér á landi verið sýnd meiri athygli en áður. Það lá við að fólk væri að gleyma því að hreindýr væru til, og þeir sem mundu eftir þeim töldu flestir að þau væru orðin úrkynja og muhdu deyja út einhvern harðindaveturinn. En þá var það sem Helgi Valtýsson fór á stjá og ferðaðist um austuröræfin og komst að þeirri niðurstöðu að stofninn væri með full- um þrótti. Síðan Helgi gaf út bók sína um hreindýrin í Kringilsárrana hefir fólk ekki verið í vafa um að viðunan- leg iífsskilyrði eru fyrir þessar skepn- ur hér á landi. Og nú er fylgst með fjölgun og þróun stofnsins og leyft að drepa hreindýr til búsílags að hæfi- legri tiltölu við fjölgunina. íslensku hreindýrin eru komin frá Noregi eins og þjóðin sjálf og á norð- urhjara Noregs, Svíþjóðar og Finn- lands eru enn mestu hreindýraslóðir Evrópu. Og þar eru þau, auk hunds- ins, eina húsdýr kynstofnsins sem þar býr, og gefa honum skinn til fata og mjólk og kjöt og mör til matar. Lapparnir hafa verið í sambýlí við hreindýr í mörg þúsund ár. Áður en þeím lærðíst að temja þau veiddu þeir þau í grafir, og það þótti góð eign að eiga mikið af þessum gryfjum. Sið- ar lærðist Lappanum að nota lassó til að handsama hreindýrin. Það að talað sé um taminn hrein, má ekki skilja svo, sem hann sé jafn gæfur eins ,og húsdýr flest. Hann er sauðstyggur, svo að þegar eigand- in þarf að ná í skepnuna til að marka hana eða slátra henni, verður hann að nota lassó. Eitt af því fyrsta sem Lappakrakkar iæra er að kasta þessu handfæri þannig, að lykkjan festist á skepnunni og renni að. Þó að Lappar og hreindýr hafi verið í sambýli í þúsundir ára hefir aldrei tekist að gera dýrin gæf og elsk að manninum, eins og önnur húsdýr. Liklega stafar það af þvi að það þiggur ekki fæðuna úr hendi mannsins. Og hreindýrið vil) ráða ferðum sínum sjálft. Það er furðu nægjusamt og getur lifað á mosanum, sem aðrar skepnur líta ekki við, en hlýtur að vera mjög nærandi. Hreindýrin lifa þvi á því, sem ekki kæmi að notum annars — það tekur ekki mat frá neinum. Á ör- æfunum hér á landi mundu eflaust geta lifað hreindýrahjarðir, sem nægja mundi þúsundum manna til matar, án þess að jiokkuð væri spillt hagbeit fyrir öðrum skepnum. Þau hafast við uppi á fjöllum, hátt yfir byggðu bóli. Þar draga þau fram lífið sumar og vetur, aðeins i mestu aftökum rekur hungrið þau niður i byggðir. En það er vafasamt að margir ís- lendingar vildu taka að sér að vera hreindýrasmalar. Þeir verða að fylgja hjörðinni og hafast við þar sem hún finnur eitthvað matarkyns, lifa sann- kölluðu flökkulífi. Því að beitin skipt- ir um stað eftir árstíðum. Um hávet- urinn hafast dýrin við á hinu lægra fjalllendi, þar sem fönnin er ekki eins mikil og á háfjöllunum. Það getur verið erfitt að komast niður að mos- anum á veturna, einkum þegar bloti kemur í snjó og frýs á eftir, svo aS þykkur skari kemur á snjóinn. En undir eins og vorar fara dýrin að sækja á brattann, jafnóðum og jörðin kemur undan snjó. Og þegar hitnar i veðri sækja dýrin upp á hæstu fj'ðll, þvi að þau þqla mjög illa hita. Og best líður þeim ef þau sjá snjó ein- hvers staðar nærri sér. í hitum sækja hreindýrin alltaf á móti golunni og aldrei eru þau eins óþæg og rásmikil eins og í hitunum. Þá reynir smalinn oftast að króa þau inni, til dæmis á nesi út i vatn, svo að hann missi ekki af þeim. Yfir sumarið eru dýrin á sí- feildri hreyfingu, svo að smalarnir verða að breyta um næturstað á hverj- um sólarhring. Þeir verða að fylgja þeim hvernig sem viðrar, eða eiga Simla með kálfinn sinn.' ella á hættu að týna hópnum og sjá hann aldrei aftur. Hann á erfiða daga og hefir margs að gæta. í mai byrjar „sauðburðurinn". Þá bera kvendýrin eða simlurnar, sem svo eru kallaðar. En meðan á þessu stendur verður smalinn að hafa nánar gætur á simlunum og láta þær hahla sig á mjúkri, ógrýttri jörð. Oftast nær gengur burðurinn greitt, þess eru jafn- vel dæmi að simlurnar gjóti kálfunum á hlaupum. En stundum þarf smalinn að hjálpa til, og verður hann þá að handsama simluna með lassó til þess að komast að henni. Kálfurinn er furðu fljótur að verða sjálfbjarga. Þeg- ar móðirin hefir karað hann og nostr- að við hann nokkra klukkutíma staul- ast hann á fætur. Hann dcttur oft fyrsta kastið, en eftir tvo daga er hann orðínn svo fótfrár að enginn maður hleypur hann uppi. Meðan dýrín eru að tímgast, í sept- ember — október, er ófriðlegt i hjörð- inni, því að tarfarnir eru miklir fyrir sér og láta ófriðlega og eru í sifelld- um áflogum. Hornin eru aðalvopnin og tarfarnir stangast svo að horna- skellirnir heyrast langar leiðir. En stundum kemur það fyrir að hornin flækjast saman, svo að hvorugur tarf- urinn losnar. Séu báðir jafnsterkir getur viðureignin orðið Ijót, tarfarnir draga hvor annan og blóðið lagar úr þeim og hornakvíslarnar brotna og stundum hrotnar allt hornið af. En þó kemur örsjaldan fyrir að tarfarnir týni lífinu í þessum hólmgöngum, nema þá helst þannig að þeir gæti sín ekki og hrapi fyrir björg i ofs- anum. Þegar tímgunartíminn byrjar eru tarfarnir feitir og pattaralegir en í lok hans eru þeir orðnir grindhoraðir. Hreindýrahópurinn hefir fengið nægju sína að éta og er „lagstur á meltuna". Þeir hafa nfl. ekki gert annað allan mánuðinn en eltast við simlurnar og berjast þess á milli, og hafa alveg gleymt að éta! Eftir tímgunartimann detta hornin af törfunum, en simlurnar missa ekki hornin fyrr en eftir að þær hafa borið i maí. Þetta er góð ráðstöfun af nátt- úrunnar hendi, að simlurnar halda hornunum meðan kálfurinn er svo lítill, að hann þarf verndar við. Undir eins og kálfurinn er orðinri fær i flest- an sjó, missir móðirin hornin. Tarf- urinn missir hornin eftir timgunar- tímann, þvi að þá er hernaðinum lokið, og liann hefir ekkert við horn að gera fyrr en tilhugalífið byrjar næsta haust. Hreindýrasmalar segja þá sögu að á vorin geti simlurnar stökkt törf- unum á flótta, ef þeir ætla að gera kálfunum þeirra mein, því að þaer eru hyrndar en tarfarnir ekki, þótt simlu- hornin séu að vísu smásmíði hjá tarfa- hornunum. En hyrnd simla hefir við kollóttum tarfi. Annars er það furðulegt að hrein- dýrin skuli missa horn á hverju ári og hve hin stóru kvíslóttu tarfahorn vaxa fljótt. Milli klaufanna á áftur- löpp hreinanna er kirtill, og á vorin liggja dýrin og nudda hornin með þessum kirtli. Ekki hafa smalarnir getað komist að til hvers dýrin geri þetta. Sumir halda að þau smyrji vessa úr kirtlinum á hornin, þar sem nýjar kvislar vaxa út. — Fyrst i stað eru hornin skinnguð, en í septcmber skafa hreindýrin skinnið af — draga þau úr sliðrum áður en striðið hefst. Stundum verður erfitt um björg hjá hreindýrunum á veturna. Sérstaklega þegar frýs á snjó eftir blota, því að þá getur skarinn orðið svo sterkur að þau geti ckki brotið hann með klaufunúm. Á haustin getur lika kom- ið ising á mosann, sem gerir dýrunum crfitt fyrir. Og eins á vorin. En þó að snjórinn sé mikill gengur dýrunum vel að krafsa niður á mosa ef snjórinn er ekki harður. Og hegar blæs af brún- um í skafrcnningi sækja dýrin þangað. Þegar hríðarbyljir og veðurofsi helst dagcl'íir dag verður smalinn eða eigandinn — scm oft hefir alla fjöl- skylduna . með sér — að hýrast i gamma sínuni dag cftir dag, ýmist í moldárko'fa með árcnti cða eins konar t.ialdi úr hreindýrafcldi. Dýrin vila á sig veðui', 03 verða ókyrr þegar ill- viðri cr i aðsigi og erfitt að tjónka vio ])au. Er þá rcynt að króa þau cinhvers staðar þar, sem erfitt er að komast undan. Verst þykir smalanum ef dimm þoka fellur á, því að þá getur hann ekki notað kikinn, sem nú er orðinn ómissandí tæki í Lapplandi. í dimmunni á haustin, áður en sn.jór fellur, cr líka erfitt að vera' hrein- dýrasmali, þvi að þá er ekki hægt að sjá hvcrt dýrin rása. En kuldinn gerir lireindýrunum ekkert til; þeim

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.