Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 15.06.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN cr miklu verr við rigninguna, sérstak- leg'a.ef rigning og kuldi fer saman rétt eftir aS þau cru farin úr hárum. Hreindýraslátrunin fer fram inn á öræfunum á haustin. Þá eru þau dýr- in snöruð úr hópnum, sem valin erti til frálags, og drepin, ýmist með skoti eSa svæfingarjárni. Hundurinn er smalanum ómissandi stoð, ekki sist í sláturtíðinni á haustin, þegar hjörðin þarf að vera í einum hnapp meðan veriS er að velja úr sláturdýrin og snara þau. Hreinninn ber mikla virS- ingu fyrir hundinum — þó að hann sjái hundlausan mann og heyri hann kalla, virðir hann slikt að vettugi, en ef hundurinn er með i ferðinni er öðru máli að gegna. Duglegur hundur getur haldið hópnum saman mann- laus. Að vísu kemur það fyrir að ihreintarfar ráðast á hunda, en það cr afar sjaldgæft. Hvert hreindýraeigendafélag hefir sitt eyrnamark ásamt undirmarki, sem sýnir hvaða maður i félaginu eigi dýrið. Ef hreindýr eru seld úr einu félagi í annað verður að marka þau upp. í sláturtíðinni verða menn að sjá á löngu færi markið á dýrinu áð- ur en það er snarað, til þess að vita heita tamin, eru oft svo baldin og óþæg, að þau taka ráðin af manninum. Það er list sem fáir læra, að aka sleða með hreindýrum, og Lappar gera það manna best. Það er eins og þeir skilji betur alla dynlina í þessum kenjóttu skepnum, en aðrir Norðuiiandabúar. í Noregi er hvergi um vcrulega hreindýrarækt að ræða nema i Finn- niörku. Þó eru hreindýr lika i SuSur- Noregi, einkum á Harðangursöræfum. Þau hafa gengið þar síðan úr forn- eskju og eru almennings eign, en lika hafa félög verið stofnuð til þess að beita hreindýrum þar, bæði á Harð- angursöræfum og Filefjell. En það gerir þessum hreindýraeigendum erf- itt fyrir ,að „villtu" hreindýrin „stela" hjörðunum þeirra. Ef villtu dýrin komast nálægt „tömdu" hjörðunum, slæðist oftast eitthvað af hinum svo- kölluðu tömdu dýrum, sem kuuna betur við sig húsbændalaus. I Finnmörk er hreindýraræktin hins vegar atvinnuvegur sem um munar. Þar munu vera milli 80 og 90 þúsiind hreindýr, eða helmingi fleiri en fólkið í fylkinu. Þessi dýr eru talin um 6 milljón norskra króna virði. Um 1150 manns hafa hreindýrarækt sem Qarðurinn okkar Nýfæddur hreinkálfur. Eftir tvo daga er hann orSinn svo frár á fœti, að maður getur ekki hlaupið hann uppi. hver á það, eða að minnsta kosti hvaða félag á þaS. Flest af þessum mörkum eru svipuS íslenskum eyrnamörkum, en nöfnin eru öll á lappnesku — eSa samisku — en ekki á norsku. Kálfarnir eru látnir stálpast áður en þeir eru markaSir, og er þaS oft margra daga verk. Hreindýrið hefir til þessa veriS aSal samgöngutæki Lappanna aS vetr- arlagi, því aS um hesta var ekki aS ræSa. Hrcindýrin voru vanin fyrir smásIeSum og mikiS notuS í ferSalög. En sum hreindýr reynist ómögulegt aS temja fyrir sleSa, hvernig sem fariS er aS. Og jafnvel dýr, sem eiga aS aSalatvinnu i Finnmörk og eiga þeir flestir heima í Karasjok og Kaulok- eino. HreindýriS mun vera þaS spendýr, sem fyrst tók sér bólfestu í Norcgi. Jafnótt og jökulinn leysa af landinn komn hreindýrin og lifSu á mosagróSr- inum sem lifnaSi i urSinni löngu áSur en grös fóru aS spretta. Þá var hrein- dýriS konungur i ríki sínu. En eftir aS fólkiS lagði undir sig landið þrengdist kostur hreindýranna, og nú verður þaS aS hafast viS á hálendinu. En þau geta huggaS sig viS að það hálendi verður aldrei lagt undir plóg eða fastir mannabústaðir. * í París eru fastákveðnir taxtar fyrir björgun á fólki úr Signu, en margir lenda i því fræga fljóti, bæði viljandi og óviljandi. Fyrir að krækja í drukknandi mann af árbakkanum og draga liann upp eru björgunarlaunin kringum 100 krónur, fyrir að skjóta út báti til að ná i hann, tæpar 200 krónur, og fyrir aS kasta sér til sunds og bjarga manninum, 300 krónur. DýrafræSingar hafa komist að raun um að fuglarnir éti sem svarar fimmt- ungi líkamsþyngdar sinnar á dag, og því minni sem fuglinn er því meira étur hann hlutfallslega. Ef mennirnir ættu að borða á við fugl mundu þeir ekki komast af með minna en 12—14 kiló á dag. Mizzi Kuss, átján ára ungfrú i Munchen, hefir fengið leyfi til að taka sér ættarnafniS Kruss. Hún sagSist ekki hafa nokkurn friS fyrir piltunum — þeir þóttust eiga heimtingu á aS kyssa hana, úr því aS hún héti Kuss, sem þýSir koss. Heilz Linge, sem fyrrum var her- bergisþjónn Hitlers, er nýkominn úr fangabúSum í iRússlandi, en þar hefir hann setiS siSan 1945. Hefir hann selt ensku forlagi endurminningar sínar og stórblaðið „News of t'he World" byrjaði að gefa þær út sem framhaldssögu i nóvember. Heilz Linge fékk 37.500 steiiingspund í rit- laun, svo að hann verður ekki á ná- strái næstu árin. Tvcir slœmir hdljurtahvillor Æxlaveikin er smitandi sveppas.iúk- dóniur, sem veldur Ijótum, vörtu- kenndum æxlum á rótum káltegunda og i rófum. Garðurinn er smitaður ár- um saman þegar veikin á annað borð kemst í hann. Uppskera verður litil Æxlaveiki í káli. eða engin. Æxlaveikin lierst einkum með káljurtum úr sýktum uppeldis- reitum. Áburður undan gripum, sem étið hafa sýkt kál eSa rófur er einnig smitandi. Æxlavcikin er all útbreidd í Hveragerði og aS Laugavatni og er til víSar í landi garðyrkjustöðva. Spyrjið jafnan hvort káljurtirnar séu aldar upp i ósýktri mold, þegar þið útvegið ykkur þær til gróðursetn- ingar. Látið Atvinnudeildina vita ef vart verður æxlaveiki i görðum ykkar. Kálmaðkurinn nagar kálrætur og rófur lil stórskemmda eins og alkunn- ugt er, ef ekki er snúist til varnar. Kálflugan byrjar oft að verpa um miðjan júni, ef tíð er sæmileg. Vökvun meS Rotmakk Kverk, 5 gr. i lítra vatns nægir á 10—15 jurtir. Moldin á að blotna alveg inn aS stöngli og rót. VökvaS er þegar hin örsmáu, hvitu, aflöngu egg kálflug- unnar sjást efst í moldinni við rótar- hálsinn. LyfiS eySir eggjunum og drepur nýlega skriSna kálmaSka. Oftast nægir ein vökvun, en til ör- yggis má vökva t. d. blómkál aftur eftir 2—3 vikur. Rotmakk Kverk reynist prýSilega á káliS, en rófur geta stundum fengiS óbragð af þvi, einkum ef seint er vökvað. Byrjað er að reyna vökvun meS Lindan á rófurnar og aS blanda Lindandufti saman viS fræið áður en sáð er. D. D. T., einkum Gesarol duft er mikið notað á rófurnar. Því þarf að dreifa yfir þrisvar eSa fjórum sinnum. Aríðandi er að fyrsta dreifing fari fram áður en kálflug-an verpir, því aS Gesarol drepur aðeins flugurnar, en vinnur hvorki á eggjum né kál- niöðkum. Lyfið á aS eySa kálflugunni áSur cn hún verpir. Ingólfur Davíðsson. Æxlaveiki í gulrófum. Pieck forseti A-Þýskalands hefir lát- iS smíSa stálbrynjaSan hixus-.iárn- brautarvagn, meS baSherbergi, út- varpi, talsíma og öSrum þægindum, og sent Mao Tse-tung Kínaforseta hann aS gjöf. Ekki fylgir það sögunni hvaS Mao hefir gefiS Pieck i staðinn. Þó að Glark Gable eigi aS baki sér fjögur barnlaus hjónabönd og sé orS- inn 55 ára, á hann barn i vonum núna. Fimmta konan hans, Kay Williams Spreokels, býst við að ala honum barn í maí, og Clark nær ekki upp i nefið á sér af ánægju. Þegar konan hans fór með honum í apótekiS í vetur til aS kaupa sér fjörefnispillur, keypti Clark slatta handa sjálfum sér um leiS og kvaS sér ekki veita af þcssu til að fjörga sig á. Þeir sem vilja fara til tunglsins eiga á hættu aS koma til baka hvitir fyrir hærum — ef þeir þá koma á annaS borS. Hollomar-stofnunin i New Mexico liefir sent plastbelgi 27—37 kilómetra upp i háloftin meS svartar mýs. Þegar þær komu aftur eftir 37 tíma voru þær farnar að grána. Það cru kosmiskir geislar sem valda þessu. Bráð ofdrykkjunnar. ÁriS 1954 dóu 12.500 Frakkar af ofnautn áfengis, segja hagskýrslurnar. Af þeim dóu 4.106 af bráSri áfengis- eitrun, en langflestir úr lifrasjúkdóm- um, scm leiddu af langvinnri áfengis- nautn. ÞaS er víndrykkjan sem veldur þvi hve lifrarsjúkdómarnir eru al- gengir í Frakklandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.