Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1956, Qupperneq 6

Fálkinn - 15.06.1956, Qupperneq 6
6 FÁLKINN CHARLIE CHAPLIN VI. Réaur útlegð. Claire Bloom og Chaplin í síðustu kyikmynd hans „Lmelight“. CHAPLIN liafði gert alla sína áætlun löngu áður en England fór í stríðið, 1939. Áætlunina um „Einræðisherr- ann“. Hann sá fram á, að þetta varð að vera talmynd, og nú lét Chaplin heyra röddina i sínum fræga píslar- krák í fyrsta skipti. í þessari mynd er hann Gyðingur og rakari. Chaplin leikur líka annað hlutverk í myndinni — hlutverk Hitlers, sem lieitir Adenold Hynkel í myndinni. Og þar notar hann röddina alveg eins og Hitler gerði og hermir eftir honum á allar lundir. Myndin var ekki frumsýnd fyrr en í október 1940. Þetta var dýrasta myndin, sem Chaplin hafði nokkurn tíma gert, og gagnrýnendunum fannst hún alltof alvarleg. Ameríka var ekki komin í stríðið þá, og mörgum fannst Chaplin hafa brotið gegn hlutleysinu. En almenningur sóttist eftir að sjá myndina. Það varð ekki hjá því komist að niyndin yrði bannfærð í ýmsum Ev- rópulöndum, ýmist af hræðslu við Þýskaland, eða af hræðslu við að sýna ekki nægilega mikið hlutleysi. Þessi mynd var talin sú besta sem kom fram á þessu ári, en um hana segir Chaplin sjálfur: — Þetta er mynd sem ég varð að gera. Fólk hefir hlegið að öllum fyrri myndum mínum, enda voru þær talsvert skemmtilegar — er ekki svo? í þetta skipti langaði mig til að láta fólk hlusta á mig — og skilja hvað er að gerast. Ég 'hefi gert þessa mynd fyrir Gyðinga um allan heim. Ég vil að mannúðin komi aftur til mannkynsins. Ég er enginn kommúnisti, en aðeins venjulegur maður, sem þrái að öðlasl frclsi frá djöfullega hugarfarinu, sem drottnar í heiminum núna. GAGNRÝNI OG ÖFUND. „Einræðisherrann“ kom fram um líkt leyti og þau Chaplin og Paulette Goddard skildu. Og svo kom engin mynd frá Chaplin fyrr en „Monsieur Verdoux“ 1947. Hvað var að gerast lijá Chaplin öll þessi ár? Fyrst var það nú skilnaðurinn við Paulette. Og svo fór Amerika í stríðið, og þangað fóru báðir synir Ghaplins. Chaplin sjálfur hélt oft ræður í Madison Square Gardens Hall og krafðist „nýrra vígstöðva". Þessar ræður voru mjög svipaðar ræðunum, sem um líkt leyti voru haldnar í Englandi, af mönnum sem voru annarra skoðana i stjórnmálum en Chaplin var. En ræður hans voru túlkaðar á mjög ólíkan 'hátt er alda and-kommúnista flóði yfir Bandarikin eftir stríðið. Þær voru túlkaðar þann- ig, að Chaplin væri ldynntur kommún- istum. Chaplin liafði orðið var óvildar úr ýmsum áttum um margra ára skeið, fyrst og fremst af því að hann vildi ekki gerast amerískur ríkisborgari. Það gátu Ameríkumenn ekki fyrirgef- ið honum. Meðal kvikmyndafólks voru auðvit- að margir, sem öfunduðu Chaplin af auðlegð hans og vinsældum, og af því að hann gat gert allt að kvikmynd- unum sínum sjálfur — skrifað liand- ritin, leikið og stjórnað leiknum, samið dansa og meira að segja tón- listina. Öfund og afbrýðisemi var undirrót þeirrar gagnrýni, sem nú var beint gegn honum. En því verður ekki neitað að Chaplin er öðru visi en aðrir menn, bæði í starfi sínu og að þvi er snertir vðihorfið til mannlífsins. Meðan ver- öldin dáði hann og skjallaði fyrir afrek hans i kvikmyndalistinni, var hann steinhissa á þessu, og gat ekki skilið, að hann tæki öðrum mönnum fram i nokkru. í ástamálum var hann mjög hverfiyndur, en hin mörgu hjónabönd lians voru alls ekkert eins- dæmi í Hollywood. HÓTAÐ AÐ DREPA HANN. Enn eitt af því sem bakaði honum mestar óvinsældir á striðsárunum voru skipti hans við Joan Barry. Árið 1942 var hann að starfa að undribúningi nýrrar kvikmyndar. Hann hafði ky/ypt leikrit af Paul Vincent Carroll, sem hét „Skuggi og raunvera“. Hafði liann áformað að leika ekki í þessari mynd sjálfur, en aðeins stjórna leiknum. Paulette Goddard hafði átt að leika aðal-kven- hlutverkið, vinnukona sem var eins konar nýtisku „Mærin frá Orleans". En nú var hann skilinn við Paulette, og Tim Durant, sem sá um sölu Chaplin myndanna benti honuin á nýja leikkonu frá Broadway, sem hét Joan Barry. Þau hittust lieima hjá Durant. Chaplin taldi ekki að stúlkan væri hentug í hlutverkið. Ilún var óreynd og Chaplin þóttist sjá að hún ætti mikið ólært. Hann lét liana fá sér kennslu hjá Max Reinhardt, og á eftir fór hann að kenna henni sjálfur. En hún reyndist miður en hann hafði gert sér vonir um. Hann sagði lienni það og nú fór í hart milli þeirra. Hann hafði borgað henni hundrað dollara á viku meðan hún var að læra, og þegar hann sá hve hún tók sér nærri dóminn yfir sér, hélt hann lienni áfram og borgaði henni 150 dollara lágmarkskaup á viku, henni til raunaléttis. En hún lét ekki huggast, og tveimur mánuðum siðar — rétt fyrir jólin — kom hún heim til hans í örvæntingu, og hótaði að skjóta hann og sjálfa sig á eftir. Hann hafði hana ofan af því og hún fór sína leið. En áður en vika var liðin kom liún til hans á ný — og í þetta skipti simaði Chap- lin til lögreglunnar. Joan Barry var dæmd í 90 daga fangelsi, skilorðsbundið. Ilún fór til New York, en kom aftur i mai vorið eftir. Einn daginn sást hún skríða inn um glugga hjá Chaplin. Var liún nú tekin föst fyrir flakk og fékk 30 daga fangelsi. Rétturinn leyfði að hún dveldi á heilsuhæli lengst af þessum tíma. Þetta vakti auðvitað feikna athvgli, og blöðin drógu ekki fjöður yfir það. Svo vitnaðist að stúlkuveslingurinn var ólétt, og vitanlega var Chaplin kennt barnið. Hollywoodblaðamaður skrifaði lýs- ingu á fyrstu samfundum Chaplins og Joans, eins fjarri sannleikanum og liugsast gat. Eins og áður getur hittust þau fyrst á heimili Tims Dur- ant, og fyrir rétti játaði Joan að þetta væri rétt. En blaðamaðurinn sagði, að eitt kvöldið hefði Chaplin verið á gangi á Hollywood Boulevard og séð „raunalega stúlku, sem var fátæklega til fara“, og gefið sig á tal við liana. „JOAN BARRY-MÁLIГ. í réttinum sagði Joan, að sér hefði fundist bikarinn fullur, er henni var neitað um að leika aðalhlutverkið í „Skuggi og raunvera", og hún varð viti sinu fjær af reiði er hún frétti að Chaplin væri hættur við myndina og ætlaði að byrja á annarri. Joan Barry-málið skiptist í þrjá kafla. Fyrst var Chaplin sakaður um að hafa ætlað að reyna að koma Joan úr landi og jafnframt um „saurug áform“. Þetta hefði kostað 23 ára fangelsi og 10.000 dollara skaðabæt- ur. En hann var sýknaður af þessum kærum. N'æst var hann sakaður um að hafa reynt að koma þvi til leiðar að hún væri svipt borgararéttindum. En liann var líka sýknaður af þessu, og í bæði skiptin gullu fagnaðaróp áheyrenda við í salnum. Þriðja ákæran var sú, að hann væri faðir að barninu. Ghaplin hafði áður látið málaflutningsmann sinn bjóða Joan 5000 dollara út i hönd og 100 dollara á viku þangað til dómurinn félli. Barnið fæddist í október 1943. Það var stúlka. Blóðrannsókn var gerð á Chaplin og sýndi hún að hann gat ekki verið faðir barnsins. En málaflutningsmaður Joan Barry hélt því fram, að „samkvæmt lögum Kalifórníu væri blóðrannsókn engin úrslitasönnun" og yfirlýsing lækn- anna var talin einskis virði. Sex af sjö konunum í kviðdóminum voru á Chaplins bandi, og fjórir af fimm karlmönnum i dóminum voru með Joan. Þetta urðu sjö gegn fimm Chaplinsmegin. En svo kom krafa um að málið yrði tekið upp að nýju og eftir langa mæðu féll svo dómur árið 1946. Chaplin tapaði málinu. Oharlie sagði: — Alla tíð síðan ég gerði „Einræðisherrann" liefi ég ver- ið ofsóttur — sérstaklcga þó síðan ég hrósaði Rússum fyrir vörn þeirra gegn þýska innrásarhernum og var að halda ræður um „nýjar vígstöðv- ar“ til að létta þungann austurvíg- stöðvunum — en það er krafa sem þúsundir manna tóku undir í þá daga. Það leyndi sér ekki, að hafin var sókn lil þess að bola honum burt. Jafnframt var lagður gífurlega hár tekjuskattur á hann og hann var sak- aður um skattsvik. En það mál vann hann og gat fært sönnur á að hann hefði ofgreitt 10.000 dollara i skatt. Þá upphæð fékk hann endurgreidda. En ofsóknirnar hættu ekki. Flest- ar greinarnar gengu í þá átt, að Ghaplin yrði neitað um landvist í Ameríku „því að hann skopast að luig- sjónum vorum og hefir spillt smekk almennings í fast að því hálfa öld.“ Chaplin sem morðinginn „Monsieur Verdoux“ (1947). Hann taiar í síma við konuna sem hann ætlar að drepa, en hugurinn er hjá blómasölustúlk- unni, Barbara Slater.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.