Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1956, Qupperneq 7

Fálkinn - 15.06.1956, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 HAMINGJA. En árið 1942 — um sama leyti sem liann sá Joan Barry fyrst kynntist hann líka Oonu O’Neil, dóttur hins fræga leikritahöfundar Bugene O’Neil. Þau giftust áriö eftir ■— í júní 1943 — og meðan á hinum ógeðfelldu mála- ferlum stóð reyndist Oona honum hin besta stoð og varð honum til ómetan- legrar huggunar. Hún var aðeins 18 ára er ])au gift- ust. Hann var 54 — nákvæmlega þrisvar sinnum eldri, en þetta er eina lijónabandið hans sem hefir reynst haldgott og fyllilega hamingjusamt. Oona var sú eina af konum hans sem þráði að eignast heimili en hirti ekki um að komast á græna grein sem kvikmyndadís. Þó að hún væri svona ung tóksl henni fljótt að stjórna hinu stóra 'heimili, og þó að hún hafi sistækk- andi barnalióp að hugsa um er hún fyrsta konan sem hefir getað hlíft Chaplin við amstm og ergelsi heima fyrir. Allt gengur um hennar hendur, en hún reynir aldrei að trana sér fram við hliðina á sínum fræga eiginmanni. — Ég er bara konan hans, sagði hún einu sinni við blaðamenn, sem vildu fá hana til að segja eitthvað um manninn, heimilisstörfin og börn- in. — Ég hefi ekkert að segja. En allijr sem sjá þau saman eru sannfærðir um að þau séu hamingju- söm. Ofsóknirnar héldu áfram og nú var þess blátt áfram krafist að liann yrði gerður landrækur, þvi að hann hefði dvalið í Ameríku í 35 ár og neitaði enn að gerast ameriskur ríkisborgari. Og þess var krafist, að „hinar við- bjóðslegu kvikmyndir hans verði leknar af sýningarskrá kvikmynda- húsanna, svo að æskulýðurinn verði ekki fyrir illum áhrifum.“ Þessi illviga sök náði liámarki árið 1952. En Chaplin reyndi i lengstu lög að láta árásirnar eins og vind rim eyrun þjóta, og hélt áfram að vinna. Hann gerði tvær myndir i viðbót. MONSIEUR YERDOUX — SIÐLAUS MYND. Sú fyrri hét „Monsieur Verdoux“ og byggðist á hugmynd frá Orson Welles. Það tók tvö ár að gera hand- ritið en myndatakan byrjaði sumarið 1940. Þessi mynd var gerólík öllum myndum, sem Chaplin hafði gert áð- ur. Nú var umrenningurinn á stóru stígvélunum orðinn nettur og snyrti- legur bankaritari, samviskulaus níð- ingur sem hafði aðeins eitt áhugamál: að myrða kvenfólk fyrir peninga. Chaplin sagði að myndin væri skop- mynd af kynslóð þeirri, sem aðeins hugsar um strið. „Monsieur Verdoux" varð fyrir heiftarlegum árásum en vakti líka hrós og aðdáun. Fólk deildi mikið um myndina og deilir enn um þeð sem i henni felst. Nú voru synir Chaplins háðir komn- ir heim úr striðinu. Sá eldri, Charles fór undir eins að starfa við útvarp og sjónvarp í Hollywood, en Sydney, sá yngri, stofnaði leikfélag ásamt tveimur kunningjum sínum. Þeir leigðu sér leikhús skammt frá Holly- wood og tókst að koma sér upp sæmi- legum leikflokki, sem þeir stjórna með góðum árangri. „LIMELIGHT". Eitt kvöld árið 1948, þegar Sydney Chaplinfjölskyld- an. Efst Chaplin og Sydney, sonur Litu Grey. T. h. Oona Chaplin og í miðju börnin fjögur: Geraldine 9 ára, Michael 7 ára, Josephine 4 ára og Victoria 2'/2 árs. Charles yngri og yngsta barnið, Eugene vantar á myndina. stóð bak við tjöldin og beið eftir að tjaldið væri dregið upp, var honum sagt að verið væri að spyrja eftir honum i sirna. Það var faðir hans. — Ég hefi hlutverk handa þér i næstu kvikmyndinni minni, sagði Ghaplin. — Komdu til mín á morgun, við skulum tala um þetta. Handritið var ekki fullgert. En efnið var þrauthugsað. Myndin átti að fjalla um gamlan vísnasöngvara, sem hafði farið í liundana vegna ofdrykkju. Var það kannske faðir hans, sem var að ganga aftur þarna? Ohaplin var heilt ár að skrifa þetta handrit. Það varð 750 blaðsíður. Var óhjákvæmilegt að stytta það mikið — venjuleg kvikmyndahandrit eru kring- um 120 síður. En eftir allan „niður- skurðinn“ varð myndin þó í lengsta lagi. Það tekur meira en tvo tíma að sýna hana. Sydney átti að leika sihungraðan tónlistarmann. En hann var full pattaralegur til þess. — Hvað ertu þungur? spurði Chaplin. — Áttatíu kíló, svaraði strákur. — Þú verður að megra þig, sagði pabbi gamli. Eins og vant var auglýsti Chaplin eftir leikara í aðal kvenhlutverkið. Hann las bréf svo þúsundum skipti og prófaði mörg hundruð stúlkur fyrir myndavélinni, en líkaði ekki við neina þeirra. Kunningi hans sem var nýkominn frá London, sagði lionum frá ungri stúlku, sem liéti Claire Bloom. Hann hafði séð hana i nýtisku leikriti í London. Chaplin bað liana um að koma til New York. Hann lét hana prófa sig fyrir ljósmyndavélinni og tók hana í hlutverkið. Síðan sendi hann marga ljósmyndara til London til að taka útimyndir af ýmsum stöðum í borg- inni, en sprengjur Hitlers höfðu eyði- lagt ýmsa þessa staði, svo að Chaplin lét gera eftirmyndir af þeim eftir minni, á leikstöð sinni i Hotlywood. Hann samdi tónleikana fyrirfram og gekk frá dönsunum og teiknaði búningana. — Ég hugsa að hann liefði saumað skóna líka ef hann hefði liaft tíma til þess, sagði Sydney. Ghaplin réð til sín ýmsa gamla listamenn, sem ekki höfðu liaft at- vinnu í mörg ár. Hann sýndi mikla þolinmæði er hann var að fá þá og reyndi að auka sjálfstraustið hjá þeim. í „Liinelight“ eru margir úr Ghaplinfjölskyldunni. C-harles, eldri sonurinn leikur trúð. Og öll börn Oonu, nema það yngsta, sjást i byrj- unaratriðinu, þar sem Chaplin gengur fram hjá með lírukassann sinn á leið heim til sin. Oona er líka í myndinni. Hún hljóþ í skarðið fyrir Claire Bloom eftir að hún varð að fara lil London og er í þeim atriðum myndarinnar, sem sýna veiku stúlkuna í fjarlægð. Margir álitu að of mikið væri tal- að í þessari mynd og margir söknuðu umrenningsins frá gamalli tið. En allir voru sammála um að þessi mynd sé með þeim bestu, sem Chaplin hefir tekið. Og lagið, sem gengur gegnum alla myndina hefir orðið eitt vinsæl- asta dægurlag síðustu ára, undir nafninu „Kveðja“. Það heyrist frá öllum útvarpsstöðvum Evrópu, er leikið af litlum kaffihúsahljómsveit- um i Sviss og sungið af dægurlága- söngvurum í París og hlístrað af sendisveinum um allan heim. Margaret prinsessa var á frumsýn- ingunni í London. Þar var Chaplin hylltur af mannfjöldanum og varð að fara upp á pallinn og hneigja sig. Hann hafði Claire Bloom með sér og lofaði mikið leik hennar í myndinni. „DISPLACED PERSON“. En meðan þessu fór fram fór að- staða hans til Bandarikjanna siversn- andi. Það hafði verið tilkynnt að frá því augnabliki sem Chaplin færi frá Bandaríkjunum, yrði hann talinn í hópi þeirra útlendinga, sem ekki væri óskað eftir að kæmi aftur. Og lionum mundi ekki verða leyft að koma aftur fyrr en rannsókn hefði leitt í ljós, að hann ætti skilið að fá landvist. Eftir 40 ára starf var Chaplin þannig gerður útlægur, og byggðist þetta á óstaðfestum fullyrðingum um að hann væri kommúnisti. Hann er óefað frægasti núlifandi útlagi ver- aldar. Hann varð ekkert hissa á þessu og virtist ekki taka sér það nærri. Hann hafði farið með fjölskyldu sína með sér til London, en nú fór konan til Ameriku lil þess að ráðstafa búinu. Hún var Amerikumaður og ekki hægt að neita henni um landgönguleyfi. Hún koni aftur eftir viku, og nokkur hluti af eign Chaplins var yfirfærður til Sviss, því að þar ætlaði hann að setjast að. Þau keyptu sér hús i Vevey við Genfarvatn. Það er hátt uppi i lilíð og stór og fagur aldingarður í kring. Sagt er að þessi bústaður hafi kostað Chaplin yfir 4 milljón krónur. í Vevey cignaðist Oona fimmta barnið sitt. Það var strákur, og heitir í höfuðið á Eugene O’Neil, afa sín- um. Og i Vevey situr Chaplin og er að semja handrit að nýrri kvikmynd, sem hann ætlar að taka í Englandi. Mesti kvikmyndajöfur veraldar, Sam Goldwin aðalforstjóri Metro- Goldwin-Mayer, er einn af þeim fáu úr sinum hóp, sem þorað liefir að láta álit sitt i ljós á ofsóknunum gegn Ghaplin: — Ef þeim likar ekki að ég taki svari hans þá geta þeir reynt að hyggja mér út úr Ameríku lika, segir hann. — Ennþá 'hefir enginn reynt að taka svari Charlies. Allir hafa þagað. Það er timi lil kominn að eitthvað sé Framhald á bls. 11. Frá frumsýningunni á „Limelight" í London 1952. Margaret prinsessa (t. v.) heilsar frú Oonu Chaplin.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.