Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1956, Side 8

Fálkinn - 15.06.1956, Side 8
8 FÁLKINN tivað liöur brúðhaupinu? Carol vildi gifta sig í kyrrþei, en tengdamóðir hennar vildi hafa „hvítt brúðkaup“ og stórveislu. Þetta var erfitt mál, en þá kom Carol gott ráð í hug. — Ú 'hlýtur að sjá að þetta er ekki hægt, Carol! Við getum ekki slegið striki yfir ])að, sem mestu varð- ar. Vitanlega búast allir við því, að þið haldið almennilega veislu! Frú Freemann var orðin rjóð í kinnum og æst, og röddin var ergileg. Carol var óþolin og alltaf að ftera sig til í stólnum. Þetta var í fyrsta skipti sem hún var á öðru máli en tengda- mamma hennar tilvonandi. Hún mændi i vandræðum á Dick, og fannst tími kominn til að liann veitti henni liðstyrk. Þau höfðu talað svo oft um þelta og verið sammála. Brúðkaupið átti að fara fram í kyrrþei, og ekki aðrir viðstaddir en foreldrar þeirra. Dick virtist ekki ánægður. Hann hafði ekki húist við svona öflugri mótspyrnu. En nú skarst hann í leik- inn. Hann stóð upp og það bar hátt á honum, því að hann var mesti raum- ur. Hann sagði skýrt og rólega: — Mamma, við Carol hugsum fyrst og fremst um það sem skynsamlegt er. Við höfum ekki úr svo miklu að spila, fyrstu árin — ég get ekki búist við að Rapperton lávarður hækki við mig kaupið fyrr en ég hefi verið lijá hon- um um stund — og við viljum lieldur nota það sem við eigum í húsnæði og húsgögn, en að eyða þvi i veislur og óþarfa. Frú Freeman ræskti sig og dæsti. Hendurnar titruðu og liún fleygði frá sér prjónunum. Enn einu sinni beindi hún máli sínu til Carol. — Skilurðu ])að ekki, góða mín, sagði hún og lagði áherslu á hvert einasta orð, — að hrúðkaupið er viðburður, sem konan minnist alla ævi sína. Þú iðrast þess sárt, síðar meir, ef þú heldur ekki sómasamlega upp á brúðkaupið þitt. Varir Carol titruðu. Það var alger óþarfi af móður Dicks að nota svona sterk orð. Það lá við að gamla konan liti á Dick og liana sem óbótamenn, fyrir það eitt að þau reyndu að búa sem hest i haginn fyrir sig. Var ekki nær að nota peningana til að kaupa gólfteppi, en að eyða þeim í kampa- vín og dýra vindla? Og var ekki meira vit í því að kaupa fallegan árdegisfatn- að, sem þau gátu notað siðar, en dýr- an, hvítan hrúðarkjól, sem ómögulegt var að hreyta síðar, þannig að ekki sæist til hvers hann hafði verið not- aður i fyrstu. Carol vissi, að ýmsar vinkonur hennar notuðu brúðarkjól- ana sína í samkvæmi, en þeir voru aldrei hentugir til slíkra hluta. Carol beit á vörina til að segja ekki neitt, sem hún kynni að iðrast eftir síðar. Það var augljóst að ekkert þýddi að vera að pexa um þetta frekar, það hefðist ekkert upp úr þvi nema óþæg- indi. — Kannske við Vick ættum að tala um þetta einu sinni enn, sagði liún og reyndi að stilla sig sem hest liún gat. Sannast að segja datt okkur ekki í hug, að þú mundir taka þessu svona. Rjóði liturinn í kinnum frú Freeman bliknaði smátt og smátt og kinnarnar urðu eins og þær áttu að sér áð vera. — Nú hélt hún að húri hefði unnið sigur og vildi vera alúðleg. — Þú kemst áreiðanlega á míria skoðun von bráðar, Carol, sagði hún, Og þar með var samtalinu lokið. En Carol vildi ekki láta telja sér hughvarf. Hún var sannfærð um að lnin og Dick höfðu rétt fyrir sér. Dick hafði nýlega orðið ráðsmaður á óðali Rappertons lávarðar, og þó að þess konar starf virtist vera framtíðarstaða handa ungum, framtakssömum manni, voru launin ekki sérlega há. Þau hjónaefnin liöfðu bæði mestu and- slyggð á að kaupa búsmuni með af- borgunum, en vildu kaupa sem mest gegn borgun út í hönd. Og hún gat ekki haldið áfram í sinni stöðu, eftir að hún giftist. Þau urðu að eiga heima þar sem Dick vann — úti í sveit •— og þar var litið um atvinnu handa hrað- riturum. Auðvitað eiga margar ungar stúlkur foreldra, sem ekki munar um að halda brúðkaup dætra sinna, senda út boðs- bréf og hafa prentaða matseðla, hugs- aði Carol með sér. En faðir liennar, sem vann í banka, gerði ekki betur en að komast af, enda kostaði hann son sinn i háskóla. Carol gat ekki beðið hann um hjálp. — Láttu þig gilda einu um hvað hún tengdamóðir þín segir, mundu eflaust margir segja, en það var hægar ort en gert. Dick þótti vænt um foreldra sina, og Carol langaði ekkert til að koma sér út úr húsi hjá þeim. Þau voru dálítið einstrengingsleg og vana- föst, en að öðru leyti allra viðfelldn- ustu manneskjur. Og jafnvel þó að Carol hefði ekki fallið við þau, hefði það verið flónska að siga þeim á móti sér. DICK fékk bifreið til afnola við starf sitt og næsta sunnudag fór hann með Carol og sýndi henni landareignina og gerði ýmislegt sér til gagns um leið. Loks þurfti hann að skoða naut, sem lávarðurinn hafði keypt nýlega, og lét Carol bíða í bilnum á meðan. — Tuddinn er dálítið baldinn, og það er best að þú sitir í bílnum og lítir í vikublað á meðan. Og það var þá, sem Carol datt ráðið góða i hug. Hún leit fyrst á öftustu blaðsíðuna og þar var spurningadálk- ur lesendanna. — Hvers vegna ekki, hugsaði hún með sér. Ekki var það nein synd að skrifa og spyrja blaðið ráða viðvíkjandi brúðkaupinu? Svo skrifaði hún blaðinu, án þess að minnast nokkuð á það við Dick fyrst. Ilún sagði frá áliti tengdafor- eldranna og svo skoðun sjálfrar sín og Dicks. Og í lok bréfsins spurði hún: „Finnst yður þetta eigingirni?" Svarið kom um hæl. Og hjartað í Carol herti á sér meðan hún var að lesa. Hún hafði í rauninni alls ekki búist við svona svari. Þetta var alveg dæmalaust. Það ieysti úr öllum vand- anum. Frú Freeman gat ómögulega mótmælt þessu. Allir mundu verða ánægðir. Hún varð að nota ritvélarstrokleðrið hvað eftir annað á skrifstofunni þenn- an morgun. Það var erfitt að hafa hugann við vinnuna, af því að lnin taldi mínúturnar þangað til hún gæti sagt Dick frá öllu saman. Hún var ekki yön að líta oft á klukkuna, og telja mínúturnar, en í dag fannst henni tíminn skelfing lengi að liða. Þau Dick voru vön að borða saman í litlu veitingahúsi miðja vegu milli bæjarins og jarðarinnar, sem Dick vann á, til ])ess að geta verið eins mikið sainan og unnt væri. Dick beið við dyrnar þegar lnin hoppaði út úr strætisvagninum. Þau kysstust í skugganum af svölunum, og svo sagði hún honum, rjóð í kinn- um, frá bréfinu, sem hún liefði sent vikublaðinu. — Hún hlýtur að vera hyggin mann- eskja þessi sem stjórnar fyrirspurna- dálkunum, sagði Carol. — Hún segir að við höfum alveg rétt fyrir okkur. Enginn þarf að skammast sín þó að hann haldi ekki stórt brúðkaup, segir hún. En hún gerir sér líka Ijóst, að eldri kynslóðin lítur öðrum augum á hlutina. Gömlu venjurnar eru svo hefðbundnar í hennar augum. Dick horfði ástfanginn á unnust- una og sagði: — Jæja, við erum með öðrum orðum í sömu sporum. Hvers vegna er þér svona mikið niðri fyrir, elskan mín? Þau fóru inn í matsalinn og setlust. Svo hélt hún áfram og hló: — Ég hefi ekki sagt l)ér frá þessu ágæta ráði, sem hlaðið gefur okkur. Hugs- aðu ])ér! Ritstýran segir, að hún skuli sjá mér fyrir kjól og borga veislu fyrir blaðsins hönd, ef við lofum hlað- inu að prenta greinaflokk um okkur. Taka myndir af okkur, verða mér samferða þegar ég fer út til að versla, og skrifa um nýgift hjón, til leiðbein- ingar fyrir aðra, sem ætla sömu leið- ina. Er það ekki ágæt hugmynd? Hún tók ekkert eftir matseðlinum, sem afgreiðslustúlkan lagði fyrir framan liana, en horfði í augun á Dick og þóttist viss um að hann yrði jafn hrifinn og liún var. En hrukkurnar milli augnabrúnanna á honum urðu dýpri og hann brosti ekki. — Það er ómögulegt, svaraði hann. — Mér mundi finnast ég eins og flón, en þó er það ekki það versta. Hvað heldurðu að Rapperton lávarður mundi segja? Ég gæli átt á hættu að missa stöðuna mína fyrir þetta. Hann er ekki þannig gerður að hann vilji hafa blaðaskrif um það, sem snertir hann á einhvern hátt. Nú ætlar dóttir hans að fara að giftast bráðum, og ef farið væri að skrifa eitlhvað bull um okkur, mundi það vafalaust vcrða sett i samband við brúðkaupið henn- ar. Honum væri ekki láandi þó að hann yrði fokreiður við mig. Munnvikin á Carol sigu niður. — Ég held varla að hann mundi skipta sér af því, sagði hún biðjandi. Þú hefir alltaf sagt, að hann væri ein- staklega lipur og alls ekki strangur eða siðavandur. Dick setti frá sér glasið og það kom svo hart við borðið að skvetturnar úr því gengu yfir dúkinn. — Ég vil ekki hætta á það, sagði liann með álierslu. — Þú verður að skrifa aftur og segja, að við getum ekki tekið þessu boði, Carol. Carol reyndi að kæfa niðri í sér grátinn. Það var hægast fyrir Dick að skipa fyrir, en hann gat ekki skilið hvernig henni var innanbrjósts. Með- an um það tvennt var að velja: heim- ilið eða brúðkaupsveisluna, var hann ekki i neinum vafa. En i morgun hafði hún séð möguleika á að fá hvort- lveggja, án þess að fjárhag þeirra væri misboðið. Hana liafði farið að dreyma um hvítan kjól með blúndum, og henni var farið að skiljast, að undir niðri hafði liana alltaf langað til að verða favít brúður. Og nú var þéssi óvænta gjöf tekin fró henni. Hún reygði höfuðið: — Þú verður að skrifa. Ég get það ekki. Hann starði forviða á hana. Drætt- irnir um munninn urðu einbeittir: — Það varst þú sem skrifaðir, og flæktir okkur út i þetta. Ég vil ekki hafa nokkurn veg eða vanda af því, yfir- leitt. — Afsakaðu, góði, sagði liún. Hann tók um höndina á henni og kyssti hana á kinnina. — Ég skil að þetta eru vonbrigði fyrir þig, sagði hann áhyggjufullur. — En ég skal lofa þér því, að bæta þér þetta upp síðar, á einhvern hátt. llún liefði getað grátið er hún heyrði hve raunaleg rödd hans var þegar hann hélt áfram: — Kanriske við ættum heldur að fresta brúðkaup- inu? Eins og stendur get ég ekki séð hvernig við eigum að ráða fram úr þessu þannig að allir verði ánægðir. Ifvað finnst þér, góða mín? Eigum við að bjóða fólki og gera allt sem fullkomnast, og svo að leigja okkur tvö herbergi og láta bíða að eignast heimili? Carol svaraði, en það var enginn hreimur í röddinni: — Ég veit eklci. Við skulum ekki afráða neilt um það ennþá. Það er svo að sjá, sem einhvcr þurfi að verða óánægður, hvað svo

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.