Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1956, Qupperneq 9

Fálkinn - 15.06.1956, Qupperneq 9
FÁLKINN 9 sem viS 'ge'rum. Ef við giftum okkur í kyrrþei, ætla foreldrar iþínir að sleppa sér, og ef við höldum stórt og myndarlegt brúðkaup, finnst okkur súrt í brotið, því að þá getuin við ekki eignast heimili í þeim stíl, sem við höfum ihugsað okkur. CAHOL skrifaði vikublaðinu ekki strax, til að láta vita að hún gæti ekki þegið boðið. Henni fannst það vera eins og að afsala sér allri von. Æ, þetta var svo flókið. Hvers vegna liafði Dick ekki þannig starf, að einu gilti fyrir hann livort skrifað var um hann eða ekki? Það var ekki eins og þetta væru óþægileg skrif. Fjöldi af ungu fólki hefði orðið himinlifanðj yfir að fá þetta tækifæri, sem hún varð að afsala sér núna. Þegar sem allra verst lá á henni — venjulega.á kvöldin eftir að hún hafði boðið Dick góða nótt — fór hún að lmgsa um, hvort þau mundu yfirleitt giftast nokkurn tíma. Hún hafði verið svo sæl þegar þau trúlofuðust — ævi- brautin framundan virtist svo bein og torfærulaus. Hvern hafði grunað að torfærurnar yrðu svona margar áður en þau kæmust upp að altarinu? Stundum var Carol að hugsa um að fara til Rapperton lávarðar og spyrja hann um hvað honum fyndist um þessa hugmynd, með greinaflokk um ráðsmanninn hans. En hún sá að Dick mundi reiðast ef hún færi á bak við hann. Foreldrar Dicks sátu fast við sinn keip um brúðkaupsveisluna. Þar varð engu um þokað. Carol hafði misst allan áhuga á máiinu og var dauf og sinnulaus. Dick þekkti hana varla aftur fýrir sömu manneskju. — Hertu upp húgann, lífinu er ekki lokið enn! var hann vanur að segja, og sitt hvað fleira því Hkt. — Mörg- um er meiri vorkunn en okkur. Að minnsta kosti hefi ég góða atvinnu, og við erum bæði heilsuhraust. — En eitt kvöldið spurði Dick hana ekki eins og venjulega: — Hvernig líður þér í dag? Hann horfði á hana aðdáunaraugum og sagði: — Elskan mín, þú ert svo glaðleg i kvöld. Hef- irðu unnið í happdrættinu? — Hérna er dálítið, sem þú verður að lesa — það kemur okkur báðuni við, svaraði liún íbyggin og fletti upp i miðppnunni í kvöldblaðinu. Þar var stór mynd af Veru Rapperton, dóttur húsbónda hans. Og á eftir kom löng grein, þar sem hún sagði frá áform- unum sem hún hefði gert um fram- tíðina. Hún sagði frá hve mikið hún ætlaði sér að komast af með til lieim- ilisins, hvað brúðarkjóllinn hennar kostaði — og það var meira að segja getið um hve mörg börn hún ætlaði sér að eignast. Carol átti bágt með að stilla sig um að hlæja. — Ef Rapperton lávarður lætur sér standa á sáma um hvort svona cr skrifað um dóttur hans, þá stendur honum áreiðanlega á sama þó að skrifað sé uni okkur, sagði hún. Dick var svo hissa að liann gat ekk- ert sagt. ■— Jæja þá! Þú vinnur, góða mín, andvarpaði hann. — Skrifaðu blaðinu og segðu að þú takir tilboðinu. En allt i einu sagði samviskan til sín. — Heyrðu, Dick, sagði luin var- lega, — finnst þér þetta ósmckklegt? Við þurfum ekki að gera það, ef þú kannt ekki við það. Hann brosti til hennar. •— Eins og ég hefi sagt þér áður, verð ég alveg eins og flón jiegar farið verður að k \ Vs. ' % % $ % 6000 manns fórnað lil goðanna Aztekar voru grimmir en Spánverjar drápu bá til að ná í gullið þeirra. FYRIR 500 órum voru Aztekar voldugasta Indiánaþjóð Norður- Ameríku. Þeir höfðu sest að 'í Mexico nokkur hundruð árum óður en hvítir menn komu þang- að og stofnsett borgina Tenock- titlan, þar sem nú er Mexico City. Síðan gerðu þeir Indíánana í Tezcuco og Tlacopan háða sér. Þeir tignuðu marga guði og her- guðinn Huitzilopocktli var vernd- arvætlur Tenocktitlans. Tungl- guðinn Quetzalkoatl hafði áður verið vendari borgarinnar en farið burt, og lofað að koma aft- ur og frelsa landið. Aztekaríkið var ekki keisaradæmi heldur sambandsríki og setuliðið í borg- unum hafði stjórnina. Árið 1502—28 réð Montezuma öllu í Mexico. Hann var bróður- sonur fyrri stjórnandans og hafði verið valinn til forustu af þvi að hann var dugandi herforingi. Hann vann margar orrustur, en var eyðsluseggur og drambsamur. Urðu Aztekar og aðrir i Mexico að greiða honum dráps-skatta. Varð hann óvinsæll og þjóðin vonaði að tunglguðinn kæmi og svipti hann völdum. Einn daginn frétti Montezuma að hvítir menn væru komnir í landið. Þetta var Fernando Cort- ez og hinir gullþyrstu herménn hans. Montezuma sendi menn með gjafir til komumanna, en bannaði þeim jafnframt að koma til Tenocktitlan. Spánverjarnir ráku upp stór augu er þeir sáu gjaf- irnar: alls konar gullsmíði og gimsteinar. Þetta ýtti undir þá og þeir vildu fyrir hvern mun komast í borgina, sem átti slíka fjársjóði. Cortez hélt áfram og sigraði, fyrst Tlascala-Indíána, og gerði bandalag við þá. Síðan var haldið til Cholula, hinnar helgu borgar Azteka. Hún var fræg fyrir 177 feta liátt must- eri, sem var likt pýramída í lag- inu. Þar var goðunum blótað 6000 manns á hverju ári! Cortez komst á snoðir um að borgarbúar sátu á svikráðum við liann og tók grimmilegar hefndir. Hann lét brytja fólkið niður og týndu mörg þúsund manns lífi í blóð- baðinu. Loks komst Cortez í höfuðborg Montezumas og fengu þar höll mikla til að búa i. Corlez víggirti höllina þegar og eftir viku hafði hann náð valdi á aztekahernum og kúgað hann til hlýðni við Spánarkonung. Hann reyndi að kristna Aztekana en það tókst ekki. Framan af fór alll með friði en það stóð ekki lengi. Aztekar reyndu að taka hina víggirtu höll, en voru jafnan hraktir til baka og misstu fjölda manns. En smám saman þraut Cortez vistir. Þá datt honum ráð í hug: að gera Montezuma að sáttasemjara. Montezuma tók það að sér, þvi að hann komst ekki hjá því. Gekk hann nú fram fyrir fjöldann og hélt ræðu og bað Indiána um að semja frið. En þeir svöruðu með grjótkasti og örvaskotum og Montezuma særðist illa. Dó hann þrem dögum síðar, 30. júní 1520. Hann vai; þá um fertugt og átti mörg börn. Tveir synir hans voru drepnir síðar, en sumar.dæturnar giftust spönskum aðalsmönnum. Franska drottningin Evgenía er sögð komin af Montezuma. Eftir að foringinn var fallinn æstust Indíánar enn meira, og Cortez afréð að fara úr borginni. Aðfaranótt 1. júlí lögðu her- mennirnir af stað út á grandann, sem tengir borgina við land, en ekki gátu þeir komið öllu gullinu með sér, sem þeir höfðu hramsað. Koldimmt var og rigning. Þegar hermennirnir voru komnir út á miðjan grandann kvað við heróp og Aztekar hófu árás frá báðum endum og skutu örvum á her- mennina, af bátum sínum. Cortez konist ó burt, en hafði misst 800 af liði sínu, sem var 1300. Aztekar ráku ekki flóttann, annars hefðu þeir gert út af við Cortez. Árið eftir gerði Cortez nýja atlögu. Guatemozin, eftirmaður Montezuma varðist hraustlega, en loks náðu Spánverjar honum. Hann þverneitaði að segja hvar fjársjóðir Montezuma væru fólgn- ir, hvernig sem hann var kvalinn. Loks var hann látinn laus, en 1525 var hann handtekinn, salc- aður um samsæri og hengdur. Stendur líkneski lians enn á torginu í Mexico City. En eng- inn veit enn hvar fjársjóðir Montezuma eru niður komnir. Fernando Cortez dó 2. des. 1547, 02 ára gamall, í litlu þorpi skammt frá Sevilla. Þá hafði hann misst aleigu sína og var gleymd- ur öllum gömlum vinum sínum. Kista hans var flutt til Mexico, en enginn veit nú hvar gröf hans er. * Bóndi var kvaddur sem vitni fyrir rétti. Málflytjandi andstæðingsins reyndi eins og hann gat að flækja hann og láta hann komast i mótsögn við sjálfan sig, en bóndinn fór sér skrifa uin mig. En ég er motninn af þér, og langar til að sem flestir viti, að ég er giftur þér. Láttu blaðstýruna bara koma í brúðkaupið — og borga það. Ég er til í allt! hægt og hugsaði sig vel um svörin, svo að hinn vann ekkert á. I.oks strauk málaflutningsmaðurinn svit- ann af enninu og sagði: — Þér eruð óvenjulega greindur maður, af manni í yðar stöðu að vera. Vitn-ið leit á hann, kímdi og sagði: — Ef ég hefði ekki unnið eið að því að scgja aðeins sannleikann, mundi ég sló yður gullhamra líka. FÁRVIÐRI. — Óvenjulega geyst fár- viðri gekk yfir Danmörku og Suður- Svíþjóð í janúar og olli miklu tjóni, en þó er það ekki nema barnamatur hjá fellibyljunum, sem stundum ganga yfir Floridaskaga. — Myndin er af manni, sem er að reyna að þoka sér aftur á bak yfir veginn á móti veður- ofsanum í Florida-fellibyl. UPPHITUN Á VERÐINUM. — í kuldunum sem gengu í vetur var varð- mönnunum fyrir utan konungshöll- ina í Bruxelles mikil huggun að því, að fá rafhitun í varðskýlin sín. Raf- magnsáhaldi, sem sendir frá sér infra- rauða hitageisla, er komið fyrir á varðhúsinu. SÆNSKU KONUNGSHJÓNIN. Gustaf Adolf Svíakonungur og Louise drottning höfðu viðdvöl í Sviss á leið sinni til ltóm, og komu m. a. til St. Gallen, en þar er heimsfrægt bóka- safn. — Hér sjást konungshjónin koma út úr bókasafninu.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.