Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1956, Blaðsíða 10

Fálkinn - 15.06.1956, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN BANCJ3T HIUMPUR og vinir hans * MYNDASAGA FYRIR BÖRN * 16; — Ætli það væri ekki gott að rétta úr löpp- — Þetta dugir ekki. Ef hvessir fara eggin ijl — Þú mátt ekki vera svona hroðvirk þegar unum, Krabsi. Ég er þreyttur í mínum tveimur mér en verða ekki að ungum. Lyftu mér.ffl >ú gerir hreiður næst! Þú mátt þakka fyrir og þú ert vist þreyttur í öllum þínum! Krabsi. [fl ið við skulum rekast hingað. -— Eigum við að keppast niður að skip- — Ég þarf bara að æfa mig, það er svo langt — En hvað er skrítið að fara i kapphlaup við inu? Ég ætla mér að vinna kapphlaupið. síðan ég hefi talið — Einn — tveir — þrír . . . af þig, Krabsi! En mig svimar ef ég horfi á allar Ég skal gefa merkið. stað! lappirnar á þér. Gjöfum veitt móttaka með þakk- iæti ... Málaflutningsmaðurinn varð ást- fanginn af leikkonunni og einsetti sér að fá hana til að giftast sér. Hann bauð henni á dansleiki og veitinga- hús, þegar hann komst höndunum undir. En þetta var gætinn maður og til vonar og vara þótti honum réttast að láta upplýsingastofu eina grennsl- ast fyrir um siðferðisástand leikkon- unnar, áður en hann bæði liennar. Skýrsla upplýsingastofunnar var á þessa leið: „Það einasta varhuga- verða sem hefir uppgötvast um þessa konu er, að hún sést mjög oft með málaflutningsmanni einum, sem hefir miður gott orð á sér.“ Miðlungsmaðurinn gengur 20.000 skref á dag, hjartað í honum slær 100.800 sinnum. Hann andar 23.400 sinnum og talar 4800 orð. Á 50 dögum borðar hann þyngd sína af mat. í heiianum á honum eru 7 milijón frumur, og hann byltir sér 7—8 sinn- um í rúminu á hverri nóttu. Strákarnir eru að gorta af feðrum sinum og reyna að yfirbjóða hvor annan. — Hann pabbi getur rakað sig án þess að taka út úr sér pipuna á meðan, segir annar. — Og hann pabbi minn getur klippt neglurnar á tánum á sér án þess að fara úr sokkunum á meðan, svarar hinn. Slátrari einn i París verslaði með fieiri tegundir af keti, en þær sem venjulega eru í ketbúðunum. Það komst upp um hann að hann seldi ungar stúlkur til Suður-Ameríku, og fékk að jafnaði um 13 þúsund krónur fyrir stykkið. Það þarf ekki að taka fram að þær voru seldar „á fæti“. Sinn er smekkur í iandi hverju, að því er kvenfólkið snertir. Á norður- löndum vilja karlmennirnir helst grannar stúlkur, en Tyrkir viija hafa þær feitar. Tyrkir meta mikils að stúlkurnar séu sem ljóshærðastar en Persar vilja hafa þær svarthærðar. En það er sameiginlegt með flestum þjóðum, að vilja að stúlkurnar hafi sem minnstan munn. Lederle-efnarannsóknastofan í USA hefir fundið nýtt lyf, sem talið er að geti unnið bug á svefnsýkinni, sem verið hefir landplága uin alla Mið- Afríku og verður fjölda fólks að bana. Það eru örsmá sníkjudýr, „trypanoso- mar“, sem valda sýkinni. Sníkjudýrið hvarf úr blóði sjúklinganna þremur sólarhringum eftir að i'arið var að gefa þeim lyfið. Það heitir puromycin. Nýr sjúkdómur hefir verið skráður í Mið-Evrópu. Hann heitir „meningo- encephalitis“ og er ekki ósvipaður lömunarveiki. í samræmi við blómin. Blindur farþegi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.