Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 15.06.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 í huganum, er hann fór til sinnar heitelsk- uðu Carole til að segja henni frá erfðaskránni. Sár örvænting greip hana. Hún var svo ein- mana. Nú hafði maðurinn, sem hún elskaði, neyðst til að hata og fyrirlíta hana. Trupp klappaði henni feimnislega á öxlina, til að reyna að stöðva táraflóðið. „Hamalton lávarði þótti svo vænt um yð- ur," sagði hann. „Hann vildi yður ekkert nema gott, hann elskaði son sinn en fyrirleit ungfrú Sheraton — og þér þekktuð hvernig hann var. Hann var viljasterkur maður, og vildi ráða — líka eftir dauðann. Hann treysti því óhikað, að hann væri mannþekkjari og að hann hefði rétt fyrir sér, og þess vegna hefir hann gert þetta. Við verðum að skilja afstöðu hans." „Nicholas giftist mér aldrei hvort sem er," sagði Lyndis. „Og ég vil ekki giftast honum, upp á þessa kosti." „Þér verðið að gera það," sagði Trupp fast- mæltur. „Við verðum að hjálpa Nicholas." Nicholas kom æðandi inn i herbergið, sem Carole beið í. Stamandi og hamslaus af reiði sagði hann henni frá hvernig komið var, og hann sá að Carole reiddist og að augun urðu svört í henni. „Mig dreymir ekki um að giftast henni," sagði hann æstur. „Heldur skulu peningarnir fara til fjandans." Carole pírði augunum. Hatrið til föður Nicholas brann í henni! Henni hafði litist illa á hann undir eins frá byrjun, og vitanlega hafði hann haft andstyggð á henni, en hún hafði ekki látið sér detta þetta í hug. Hann hlaut að hafa haft gaman af að gera þessa erfðaskrá, til þess að verða henni til bölvunar, en hann hafði gleymt því, að hann gerði syni sínum bölvun um leið. Carole gaf sér ekki einu sinni tóm til að verða afbrýðisöm gagnvart Lyndis. Frá hennar sjónarmiði var Lyndis ekki annað en einhver óvera — skynhelg og skríðandi einka- ritari, sem hafði náð tangarhaldi á gamla manninum. Nicholas mundi aldrei líta við þessari litlausu tjátlu með flétturnar um höfuðið. ' '< i •¦ | En þetta skipti engu máli fyrst um sinn. Aðalatriðið var það, að sjá um að Nicholas gerði ekki neina skyssu í bráðræði eða reiði. „Færðu þá ekkert til að lifa af?" spurði Carole mjúkt. „Ekki nema nokkur hundruð pund, vext- ina af móðurarfinum minum. En ég get feng- ið mér stöou og unnið fyrir mér eins og aðrir — ég þarf elcki að verða leiksoppur flónsku- legra erfðaákvæða." „En Newton Manor þá?" spurði Carole kvíðandi og hugsaði til fallega hússins í Cornwall, sem hún hafði að vísu ekki séð SPANSKI FJARSJOÐURINN. 1. Fyrir 400 árum sökk spánska herskipið „Duque di Florencie" fyrir utan Tobermory á Skotlands- strönd. Sagan segir að skipið hafi verið mörg hundr- uð milljón króna virði í gulli og ýmsum öðrum dýr- gripum. Filippus II. Spánarkonungur hafði ætlað að nota, ef honum hefði farið að vild sirini og spánski flotinn hefði lagt undir sig England. Þá ætlaði Filippus að láta krýna sig í Westminster Abbey. 2. Fyrir nokkuð löngu fór hertoginn af Argyll að leita fjársjóðsins í spánska skipinu. Sama daginn sem fyrstu sprekin úr skipinu sáust sást hvítur svan- ur á sundi skammt þar frá, sem verið var að kafa. Og nú losnaði um málbeinið á fólkinu í Tobermory. Það fullyrti, að í hvert skipti sem reynt hefði verið að kafa niður að f jársjóðaskipinu hefði hvítur svanur komið á vettvang. Og þessi svanur er spönsk prinsessa í álögum, segir fólkið. Elskhugi hennar — enskur aðalsmaður — sökk með skipinu, og hún er á verði og verndar grafreitinn! — Hertoginn af Argyll er þó ósmeykur við.svaninn, enda er varla ástæða til þess. Hann heldur áfram tilraunum sínum. Samkvæmt gömlu konungsbréfi hefir ætt hans einkarétt til að bjarga þessum fjársjóði, með því að borga krúnunni 1% af andvirðinu í afgjald. — Tveir af forfeðrum hertogans misstu lífið vegna þess að þeir neituðu að afsala sér þessum réttindum. En ef núlifandi hertogi nær í fjársjóðina, hefir hann lofað að gefa safni þá, svo að þeir verði eign þjóðarinnar. ennþá, en vissi að var með fallegustu einka- bústöðum í Englandi. „Ég á það að vísu nú þegar, en ég hefi ekki efhi á að eiga það áfram," svaraði Nicholas. Hvers virði var húsíð í samanburði við Car- ole, sem stóð þarna frammi fyrir honum. „Við megum ekki flana að neinu," sagði Carole ísmeygilega og þrýsti sér að Nicholas. „Við verðum að hugsa um framtíðina. Við megum ekki fleygja þessu frá okkur — við verðum að hugsa til barnanna okkar — kannske skilja þau okkur einhvern tíma. Þetta er þó aldrei nema eitt ár, og síðan getur þú fengið skilnað. Við getum haldið áfram að hittast, alveg eins og núna, enginn getur bannað okkur það, og hún hefir engan rétt til að gera neina kröfur til þín. Þetta er að- eins spurning um þolinmæði — og það er þol- inmæðinnar vert. Og þá verðum það við sem vinnum, en ekki faðir þinn og ungfrú Carmic- hael, með allar sínar refjar." Nicholas var æstari en svo að hann fengist tii að líta á þetta úrræði: að giftast Lyndis til að fá arfinn. En loks skildi hann ekki sjálfur hvers vegna hann hafði orðið svona æstur. Þetta voru hræðileg vonbrigði, sem höfðu grafist inn í sál hans. Það var ekki aðeins andúð föður hans á Carole, sem kvaldi hann, það var líka annað: vonbrigðin yfir Lyndis. Hann hafði þekkt hana sem kunningja, hon- um hafði þótt vænt um hana, og þau höfðu oft verið dásamlega nærri hvoru öðru í djúpri, þögulli vináttu, en nú haf ði hún sýnt að hún var fláráð og síngjörn. Hún hafði gerst aðili að ljótum leik, sem hún hlaut að skilja að var honum til kvalar og hrellingar. Leyfðist hon- um aldrei að trúa á manngæsku og göf uglyndi án þess að verða fyrir vonbrigðum? Lyndis hafði setið eftir, inni í skuggalegri stofunni. Klukkan tifaði þunglamalega og truflaði hugsanir Lyndis, sem ekki vildu hlýða henni. Þær snerust í hring en niðurstaðan varð engin. Þarna í hálfrökkrinu var gamli maðurinn, sem hún hafði þekkt svo vel, svo einkennilega nærri henni, og henni fannst hún heyra röddina hans. „Til hamingju, Lyndis," hafði hann skrifað í erfðaskrána. Það lá við að það hljómaði eins og háð, en hann hafði ekki ætlast til þess. Lyndis mundi fyrstu orðin, sem hún sagði við hann, um við- kvæman blett á hjartanu. Já, Nicholas var í sannleika viðkvæmi bletturinn hans, og það var gæfa hans, sem hann hafði verið að hugsa um. Hann hafði ekki skilið, að hann fórnaði Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAD MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjöri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. ADAMSON Lítilsvirt ástúð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.