Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 22.06.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Fjölbregtt bntíðnrhöld Á þjöðbátíðnrdngiifn Nýja versilunin við Trygg-vagötu. Bsti Kðmjmvmliin laitdsíns 40 íra Elsta veiSarfœraverslun landsins, Verslun O. Ellingsen, atti fjörutíu ára ai'mæli 16. júni s. 1., og var í því tilefni gestkvæmt á heimili forstjórans Otliars Ellingsen að Gunnarsbraut 40 í Reykjavík. Stofnandi verslunarinnar, 0. Elling- sen, var norskur að uppruna, fæddur i Norður-Þrændalögum, og hafði feng- ið heiðursverðlaun fyrir bátasmiði á fiskveiðisýningunni í Þrándheinii 1896. Hingað til landsins kom hann árið 1903, 28 ára gamall, ásamt konu sinni, Marie Ellingsen. Var hann ráðinn ti! Slippfélagsins í Reykjavík og starfaði þar, uns hann stofnsetti sína eigin verslun 16. júní 1916. Veitti hann •henni forstöðu til dauðadags, árið 1936, en þá tók sonur hans, Olhar Ellingsen við rekstrinum. Hefir Versl- un O. Ellingsen jafnan verið rekin með dugnaði og séð vel fyrir hinum margvíslegu þörfum útvegsins. Verslun sína byrjaði Ellingsen í Kolasundi, en flutti liana árið 1917 i Hafnarstræti 15, þar sem hún hefir verið síðan. Nýlega var opnuð ný sölubúð á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu, rétt hjá gömlu búðinni. í hinum nýju húsakynnum eru aðal- lega seldar útgerðarvörur og vinnu- fatnaður, en i gömlu versluninni málning, vélaþéttingar og verkfæri. Starfsfólk fyrirtækisins er milli luttugu og þrjátiu, og hafa tveir menn starfað hjá því í 37 ár og aðrir tveir í 24—27 ár. í tilcfni afmælisins hefir fyrirtækið samið við Ásmund Sveinsson mynd- höggvara um að fullgera myndina „Björgun úr sjávarháska", sem var hafnað i verðlaunasamkeppni fyrir nokkrum árum, en þykir samt mjög fagurt listaverk. * Myndin sýnir sinfóníuhljómsveitina, sem lék á palli fyrir framan Lands- símahúsið við mikla hrifningu undir stjórn Wilheíms Schleuning. Ljósm.: Sveinn Sæmundsson. í heiminum eru 60 tungumál töluð af meira en fimm milljónum manna. 450 milljónir manna tala kínversku, 225 milljónir ensku, 100 milljónir þýsku og 65 milljónir frönsku. Platinakettir svonefndir eru mjög sjaldgæfir í Evrópu. Eru þrjár teg- undir til af jiessu kattakyni, sem er fram komið við kynblöndun siams- katta og grágulrar kattartegundar. Víða um land var þjóðhátíðardags- ins minnst með fjölbreyttum hátiða- höldum. Ilér í Reykjavík var mjög almenn þátttaka i þeim og margt til skemmtunar. Veður var gott viðasl norðanlands, en sunnanlands spilltist veður talsvert um kvöldið og rigndi nokkuð. Hátíðahöldin í Reykjavík voru með svipuðu sniði og áður og hafði Reykja- vikurbær veg og vanda af þeim, en formaður þjóðhátiðarnefndar var Þór Sandholt. Dagskráin hófst með skrúðgöngu skönunu eftir hádegið. Safnaðist fólk saman á nokkrum stöðum í bænum, og gengið var niður á Austurvöll, þar sem formaður þjóðhátiðarnefndar setti hátíðina formlega. Að iþví loknu var guðsþjónusta í Dómkirkjunni að viðstöddum forseta íslands, ríkis- stjórn, borgarstjóranum í Reykjavík o. fl; Að guðsþjónustunni lokinni lagði forseti íslands blómsveig að minnis- varða Jóns Sigurðssonar og forsælis- ráðherra flutti ræðu af svölum Al- þingishússins. Síðan flutti Anna Guð- mundsdóttir leikkona ávarp Fjallkon- unnar, en það var samið af Jakob Jóh. Smára. Hátiðahöldin á íþróttavellinum hófust kl. 15.30, en á leiðinni þangað suður eftir var staldrað við í kirkju- garðinum við Suðurgötu, þar sem for- seti bæjarstjórnar lagði blómsveig ó leiði Jóns Sigurðssonar. Barnaskemmtun hófst á Arnarhóli kl. 16,00, og var þar margt til skemmt- unar, sem börnin liöfðu gaman að, og reyndar fullorðnir líka. Meðal skemmtiatriðanna var leikþátturinn „Örkin hans Nóa“ eftir Loft Guð- mundsson. Gat þar að líta Nóa sjálfan og dýrin hans, sem vöktu mikla at- hygli hjá yngstu kynslóðinni. Um kvöldið voru tónleikar við Austurvöll og síðar kvöldvaka á Árn- arhóli með fjölbreyttri og vandaðri skemmtiskrá. Ritari þjóðhótíðarnefnd- ar, Pétur Sæmundsen, setti kvöldvök- una, en siðan flutti borgarstjórinn í Reykjavík ræðu. Karlakórinn Fóst- bræður söng, piltar úr KR sýndu áhaldaleikfimi, Gestur Þorgrimsson fór með gamanþátt, óperusöngvararnir Stina Britta Melander, Einar Krist- jánsson og Magnús Jónsson skemmtu með söng og þjóðkórinn söng undir stjórn Páls ísólfssonar. Dansað var til klukkan tvö um nótt- ina ó götum bæjarins. * Anna Guðmundsdóttir sem „Fjallkonan“. Mannfjöldinn á Arnarhóli, þegar barnaskemmtunin var þar. Ljósm.: P. Thomsen.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.