Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 22.06.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 sínar á strengnum. Þegar hann kom til Buenos Aires var smá- bylting þar í borginni, og Mitri forseti, sem hafði heyrt af sýn- ingu Blondins í Rio, bað hann um að skemmta uppreisnarmönnun- um í hálfan þriðja tíma, meðan herliðið væri að komast á vett- vang. Þetta tókst. Uppreisnar- mennirnir gleymdu tímanum með- an þeir voru að horfa á Blondin, og gáfust upp þegar herinn kom. Einu sinni bar það við á sýningu hjá Blondin á Spáni, að vitskert- ur maður skar á strenginn, sem hann var að leika listir sínar á, með konuna sína á bakinu. — Fallið var tíu metrar, en þau sluppu bæði ósködduð, eða svo til. Pilsið á frú Blondin vafðist um spottann á stregnum og dró úr fallinu. En það segir Blondin sjálfur, að þá hafi reynt mest á taugarnar í sér, er hann átti að ganga á streng milli siglutrjánna á tveim- ur skipum, sem voru á fullri ferð úti í rúmsjó. Það var lítill sjór eða enginn meðan Blondin var að koma strengnum fyrir, en þegar hann átti að byrja ,,dansinn“ voru öldurnar farnar að falda hvítu. En Blondin kunni ekki við að gefast upp við sýninguna og heimtaði að ganga milli skipanna, þó að þeir sem sýningunni stjórn- uðu vildu fresta henni. — Hann var náfölur þegar hann byrjaði — en ekki vegna þess að hann væri hræddur, heldur vegna þess að hann var svo sjóveikur, að hann var í þann veginn að æla! Hann varð að halda sér dauðahaldi í hvert þrep í siglunni. Dóttir hans, Adele, sem var viðstödd, hefir sagt svo frá í endurminningum sínum, að faðir hennar hafi verið tvo tíma að komast upp í siglu- toppinn, en í góðum sjó mundi hann hafa gert það á sex mínút- um. En hann komst milli skip- anna. Og það stóð á sama hve fífl- djarft það var, sem hann bauðst til að gera — á strengnum. Hann var ódrepandi þar. Og tvimæla- laust er hann mesti afreksmað- urinn, sem lifað hefir í línudans- aragreininni. Að minnsta kosti hefir enginn leikið eftir sumt af því, sem hann gerði. Jean Francois Gravelet andað- ist á sóttarsæng 1897, og var þá 73 ára gamall. Fram á efstu ár hafði hann leikið listir sínar, þrátt fyrir ellina. Og jafnvægis- stöngina sína vildi hann láta liggja fyrir framan rúmstokkinn sinn meðan hanp lá banaleguna. — Hvers vegna liættuð þér starfinu, sem þér höfðuð síSast, ungfrú? — Ég kyssti forstjórann. — Já, einmitt ... hm-lim! Þér getið byrjaS liérna á morgun. BJÖRGUÐU LÍFINU. — Flugvél átti fyrir nokkru að fljúga frá Sviss til Englands með 46.000 nýklakta kjúkl- inga en komst ekki af stað vegna þoku. Og loksins þegar flugfært varð kom það á daginn, að ekki var rúm nema fyrir 41.000 í vélinni. Þess vegna voru 4.000 drepnir, en þúsund gefnir hverj- um sem hafa vildi. — Hér sést ein kjörmóðirin með kjúklinginn sinn. Forsetinn í „American Motors Corporation" segir aS farþegabila- gerSirnar í Bandaríkjunum muni fara smækkandi á næstunni. ÁstæSurnar til þessa eru m. a. þær bve þröngt er um stæði til að leggja bílunum á, og að það gerist algengara að sama fjölskylda á tvo bíla eða fieiri. Glenn L. Martin-flugvélasmiSjurnar í Baltimore hafa fengið einkaleyfi á fallhlíf fyrir flugvélar. Eru falllilíf- arnar í hylki ofan á flugvélinni og eru notaðar til þess að gera ‘hraSfleyg- um vélum auðveldara að lenda á liti- um flugvöllum. í ágústmánuði síðasta ár var gúmmíframleiðslan 1G5.000 tonn í heiminum, eða 20.000 tonnum meiri en árið áður. Cinerama Co. er fyrsta kvikmynda- félagið, sem ræðst i að gera kvikmynd af friðsamlegri nolkun kjarnorkunn- ar. Þetta verður breiðfilma og tekin i samvinnu við kjarnorkustöð Banda- ríkjanna. Á dögum Cæsars var miklu meira vatn lil almenningsþarfa í Rómaborg en i dag. Þá runnu 13.500 lilrar af vatni á sekúndu inn í borgina eftir ellefu vatnsrennum, en i dag er vatns- notkunin ekki nema 8.500 sekúndu- lítrar. Hraði ljóssins er 300.000 kílómetrar á sekúndu. Á einu ári verða þetta 9M> billjón kílómetrar, og það er þessi vegalengd sem stjörnufræðingarnir kalla ijósár. Sumar kanínutegundir hafa 190 gráða sjónvídd, þ. e. þær geta séS meira en helming sjóndeildarhrings- ins samtimis. Brúni hérinn sér þaS sem að baki honum cr þó að liann sé á flótta og horfi fram. ÖLLU VANUR. — Sá má ekki vera kulvís og kveif, sem sest úti og fer að lesa í blaði, í 15 stiga kulda og aðeins í baðskýlu. En þessi er líka að koma úr finnsku baðstofubaði! Húsmæður í New York elda matinn sinn við jarðgas, sem er leitt i pipum alla leið frá Texas, úr 3000 kílómetra fjarlægð. í Suður-Afríku eru 90.000 alkóhól- istar. Samkvæmt athugun iækna eru 80% af þessum drykkjusjúklingum bláeygðir. Hænan Lorthe i Bad Hombnrg verpti eggi með þremur rauSum í. ÞaS vóg 30 grönnn, en hænunni varS svo mikið um fæðinguna að liún sálaSist þegar hún sá eggið. Húsmæðurnar í Tennessee i Banda- ríkjunum þurfa ekki að hafa áhyggjur af þvottinum sinum þó að þær fari í bíó. Þær skila óhreina þvottinum við innganginn um leið og þær kaupa sér aðgöngumiða, og þegar sýningunni er lokið fá þær hann þveginn og strokinn til baka. í bollenska þinginu liangir málverk af sir Winston Churchill. Hann cr eini útlendi stjórnmálamaSurinn, sem hefir verið sýndur sá heiður aS hengja upp málverk af i þinghúsinu. Samkvæmt aflaskýrslum síSustu hvalveiðavertíðar Norðmanna reyn- ast kven-hvalirnar stærri en karl- hvalirnir. Af bláhval veiddust 344 kvendýr, sem voru yfir 85 fet, en aðeins 25 karldýr voru svo stór. Og af finnhval veiddust 1483 kvendýr 75 fet eða lengri, en aðeins 25 karldýr. HÚN VILL PRINS. — Ef einhver prins les þetta, getur hann fengið tækifæri til að giftast bráðfallegri ungri stúlku. Hún er svo rómantísk (eða hégómleg) að hún vill ekki nema kynborinn prins. Stúlkan heitir Glor- ia Pell, sýnir sig í sjónvarpi í Ame- ríku og hefir hneykslað allar meiri- háttar frúr. Um þessar mundir er hún í Englandi og sýnir fegurð sína í sjónvarpi þar. Vitið þér...? að fíllinn hefir það til að „leika slökkviliðið“? Ef hann er svo heppinn að vera nálægt vatni þegar liann er umkringd- ur, fyllir Iiann ranann með vatni og sprautar því á veiðimanninn, alveg eins og slökkviliðið sem dælir vatni á fólk, sem gert hefir uppþot. að Kepospýramídinn egyptski er ótrúlega nákvæmlega byggður? Hellusteinarnir utan á pýramidan- um falla svo vel saman, að ekki er hægt að stinga nál í samskeytin. Og allir steinarnir liggja nákvæmlega lá- réttir. Það er talið víst að bygginga- meistarinn hafi ætlað sér að láta ýms rúmfræðileg mál og formúlur varð- veitast i pýramídanum, þar á meSal hlutfallið milli þvermáls hringsins og hringsins sjálfs, sem kallað er „pí“ og hefir tölugildið 3,1416. að skýin halda jörðinni þurri? Þetta virðist í fljótu bragði vera öfugmæli, en ef vatnsgufan í loftinu þéttist ekki um smáagnirnar sem eru á sveimi í andrúmsloftinu og yrði að skýjum, mundi raki setjast alls staðar á yfirborð jarðarinnar, þannig aS alls staðar yrði vott. r~ Drekkið CBÍls-ai

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.