Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.06.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN í bjsrmo mioiinponia ÉG var alls ckki að leita að þessu á háaloftinu, en vindlakassinn lenti i höndunum á mér og ég opnaði hann því að eitthvað hringláði í lionum. Þar var blýantsstubbur og tóm blek- bytta og nokkur bréf neðst. Gul og snjáð bréf. Þau hlutu að vera mjög gömul. Utanáskriftin var til systur minnar, sem var gift og farin fyrir löngu. Og ég gerði mér enga samvisku af að bretta úr bréfinu, sem í umslaginu var, og lita á það. Ég rak fyrst augun í dagsetninguna, 15. júní 1929 og svo leit ég á undirskriftina. Þin Gerða, stóð þar. Gerða, jú, vitanlega var þetta rit- hönd hennar. Þær höfðu verið svo góðar vinstúlkur, systir min og liún. Alltaf saman og skrifuðust á i ofaná- lag þó ekki væri nema kílómetri á milli þeirra. Gérða. Júli 1929. Tölur og stafir, sem sólskin lék um. IIve gömul var hún þá? Nítján eða tuttugu ára. Já, Gerða var mér sólskin í þá daga. Eða var það kannske örustuttu siðar, sem hún fór að gera tilveruna bjartari? „Hjartans besta! Ég verð að segja þér hve gaman var á Gimli i gær. Eini bresturinn í ánægjunni var sá, að iiugsa til þín og magaslæmskunnar i þér. Líður þér betur núna?. Dolli er gull! Og hvernig hann dansar!“ Dolli? — Dolli? Jú, vitanlega Adolf Björge. Ilana. Jú, ágætur heimilisfaðir ög þess 'háttar. En nú mundu fáir láta sér detta i hug að kalla hann gull, þennan málaflutningsdrumb. Jæja, það var þá hann, sem allt snerist um þá! Bréfið hefir verið skrifað áður en ég kynntist Gerðu. „Og það var gaman á heimleiðinni! Við gengum alla leið — verst livað mér fannst leiðin stutt. Dolli tíndi blóm og setti í hárið á mér, bann var dæmalaust góður. Dolli er alltaf svo góður. Ilann ætlar, held ég, að verða lögfræðingur. Svona lögfræðingar græða ósköp af peningum, er j)að ekki?“ Ójú, hún þurfti sjálfsagt ekki að hafa áhyggjur af Dolla, hvað efna- haginn snerti. Hann var orðinn refur í peningamálum, þessi góði Dolli, sem tindi blómin. „Ég skyldi koma til þín í dag ef ég gæti, en við Dolli ætlum út að róa í dag. Ég hlakka ósköp til ...“ Og svO framvegis ... og svo fram- vegis. Niðurlagið snerti mig: „Ég dansaði tvisvar við hann bróð- ur þinn. Annars liafði hann nóg að liugsa að komast undan Möngu á Brú. Líkar þér við hana? Nú verð ég að hætta ...“ Ég leit af bréfinu og starði á ómál- aðan gaflinn fyrir framan mig. Ég mundi allt í einu eftir þessari sam- konm, mundi hana eins og hún hefði verið í gær og ekki fyrir 25 árum. Skriíið annars, að ég skyldi hafa gleymt þessu þangað til núna. Þessari fallegu sumarnótt, sem ég varð heill- aður af Gerðu. Þegar mér leið illa að sjá hana og Dolla saman, og hafði allt á hornum mér við Möngu á Brú. Miríningarnar komu fram úr þok- unni, sem hafði 'hulið ])ær. Komu og skipuðu sér í langa röð. Bráðum var Dolli horfinn, og Magga lika. Ei'tir vorum við Gerða og sumarið. Langir dagar, þrungnir af gleði. Og fagrir draumar um framtiðina. Svo kólnuðu minningarnar smátt og smátt, og sýndu mér aðrar hliðar á lífinu. Faðir minn dó og ég varð að taka við jörðinni. Myndin af Gerðu var sífellt daufari inni á milli við- fangsefnanna og vandræðanna, sem erfiður fjárhagur olli. Loks var Sumar-Gerða horfin. Ég giftist. Konulaust bú getur ekki blessast, og vitanlega þótti mér vænt um konuna. Hún var dugleg, og góð móðir börnunum okkar. Við vorum samhent, og þegar hagurinn batnaði var það ekki síður henni að þakka en mér. En hvað var orðið af þessu dásamlega, þessu blýjandi og töfrandi, seni hafði verið svo ríkt sumarið sæla, sem.gamla bréfið hafði minnt mig á? Ekkert var orðið eftir af því í minn- ingum, sem komu yfir mig, hver af annarri. Ég þröngvaði hugsunum til baka aftur í tímann. Mig langaði til að endurheimta þessa fegurð. Og nú lilupum við Gerða um grænar grundir, hlógum, dönsuðum um bjartar nætur, létum sólina liita okkur, þegar hún kom upp fyrir austurásana, og fundum hve fagurt það var, þetta líf. Ég ranka við mér aftur er ég heyri fótatak, sem nálgast háaloftsstigann. Ég stend á hnjánum, með gamalt og gulnað bréf milli handanna. Nú fleygi ég bréfinu í kassann og sting lionum niður i koffortið sem ég fann liann í. Og svo reisi ég mig á fætur. Ég er orðinn stirður i hnjánum af að standa á þeim. Ég heyri að það er konan mín, sem kemur upp stigann. Hún er víst að hugsa um hvað ég hafi fyrir stafni þarna. Þarna kemur hún upp úr stigagatinu, nemur staðar og litur kringum sig. Kemur auga á mig. Stígur upp á stigapallinn og það brakar i gólfinu. Hún er alls ekki létt, nú orðið. „Ég var að furða mig á livað hefði orðið af þér,“ segir hún brosandi. „Ja, he, humm.“ Það er eins og eitthvað hafi orðið fast i kokinu á mér. Kannske hefir slegið að mér þarna uppi. Ég lit til konunnar og reyni að ræskja mig. Og hvað er nú þetta? Er eitthvað að aug- ununi í mér líkg? Það er kannske birt- an, sem verkar svona. Eða er það sól frá fjarlægu sumri, sem teiknar brosið hennar — sem speglast i augunum og varpar glóbjarma á grátt hárið? Og sem veldur því að nú finn ég, að ég á allt þetta, sem mig dreymdi einu sinjii um að lífið ætti að gefa mér. Að ég hefi alltaf átt það. Ég er enn með grugg i hálsinum, en það gerir ekkert til. „Það var gott að þú komst, Gerða,“ segi ég. „Þá geturðu hjálpað mér til að leita.“ * Maður nokkur fór með dóttur sína í höfuðstaðinn og um kvöldið lentu þau á fjölleikahúsi, þar sem mikið var af klæðlitlu kvenfólki og yfirleitt ekki allt í sómanum. — Mér þykir leitt að ég skyldi fara með þig hingað, Elsa mín, sagði liann. — Þetta er enginn staður fyrir ungar, saklausar stúlkur. — Nei, svaraði hún, — það er alveg rétt. En þetta lagast með tímanum, sannaðu til. Hann: — Getur það verið rétt að ykkur kvenfólkinu falli betur við nærgöngula menn en hina ... ? Hún: — Ilvaða hina ... ? 3olies Bergere — alklœddur Hinn heimsfrægi skemmtistaður „Folies Bergere" í París hefir eigi hvað sist orðið víðkunnur fyrir hinar léttklæddu og jafnvel alstrípuðu dans- meyjar sinar. í fyrravetur var þessi dansflokkur sendur í sýningarferð til Ítalíu og var frumsýningin í Napoli. En þetta hefir sett Páfagarð á annan endann. Fólk átti bágt með að trúa sinum eigin augum, er stór stúlknahópur i nunnuklæðum, sem kom inn á leik- sviðið kyrjandi Ave Maria eftir Gounod, breyttist skyndilega í alls- naktar, syndum hlaðnar lostadrósir, sem hlupu trylltar um leiksviðið, en kölski sjálfur stóð í miðjum hópnum og barði þær áfram með keyri. Meðal áhorfenda var greifinn Gionvanni di Santaseverina. Hann sneri sér þegar til biskupsins og biskupinn til Páfa- g'arðs. Daginn eftir birti málgagn páf- ans, „Osservatore Romano“ grein, óvenju hvassyrta, eftir því sem gerist í þvi tigna blaði. Þar segir meðal annars: „Frá Napoli er oss tjáð, að þangað hafi verið sóttur frá París sjónleika- flokkur, sem hafi gert það að sér- grein sinni að kitla lægstu hvatir mannanna. Að minnsta kosti þykir það sannáð, að hin svokaliaða list- ræna stjórn flokksins hafi talið nægi- legt að afhenda hverri dansmeynni þrjú frimerki, til þess að nota í fata stað. Nú kvað vera í ráði að koma með þetta saursýningalið til Róm, en þá verður málið ekki aðeins siðferði- legs eðlis 'heldur og stjórnmálalegs. Þeir sem hafa efnt til þessara klám- sýninga vita auðsjáanlega ekki, af þvi að þeir eru útlendingar, að Koncordat- ið (Lateransamningurinn frá 1929) mælir svo fyrir að helgi Rómaborgar sé virt.“ Þetta er í annað skipti, sem Páfa- garður hefir vitnað til Koncor Latsins frá 1929. í fyrra skiptið var það gert 1938, er i ráði var að skreyta Róma- borg hakakrossum, í tilefni af opin- berri heimsókn Hitlers þangað. Forstjóranum fyrir Folies Bergere brá heldur en ekki i brún er hann las greinina i páfablaðinu. Hann flaug mcð fyrstu ferð til Róm, til þess að fá franska scndiherrann til að reyna að hjálna til að bjarga málinu. Fyrirspurnir komu fram í þinginu viðvíkjandi sýningunum, og kaþólska kirkjan undirbjó kröfugöngu til að mótmæla strípuðu stelpunum frá Paris. Sendiherranum tókst að koma sættum á í málinu. Sýningaratriðið af nunnunum, sem breyttust i skækjur var fellt niður, í stað frímerkjanna þriggja voru stúlkurnar látnar fara í kjóla. En aldrei hefir lögreglan í Róm átt erfiðara en þegar hún var að varna troðriingi fólksins er mið- arnir voru seldir að frumsýningunni í Róm. * Lítill drengur kom inn í lyfjabúðina og bað um taugasefandi pillur fyrir fimmtíu aura, handa honum pabba sínum. — Er liann veikur? spurði lyfsalinn með hluttekningu. — Nei, ekki ennþá. En ég á að sýna honum einkunnabókina mína í dag. T ískumyndir MJÖG FALLEGUR FRAKKI. — Hann er ekkert um of áberandi þótt hann sé frá Jacques Griffe. Frakkinn sjálf- ur, sem er sléttur og einhnepptur með vösum, er úr ullarefni. En það er stóri kraginn (kuskeslaget) sem gerir hann svo eftirsóknarverðan. Þennan kraga má taka af þegar vill. Litli kraginn er úr persian. FRANSKUR HVERSDAGSKLÆÐN- AÐUR. — Þessi hlýja treyja er úr ljósgráu ullarefni með marenbláum kanti á vösum, kraga og líningum. Hún cr einhneppt og hefir % ermar (leðurblökuermar). Buxurnar eru úr dökkgráu flaueli með venjulegum herravösum á hliðunum og belti með stroffum, en þrátt fyrir það eru þær ekkert karlmannalegar. Það eru ckki nema fáir, sem hægt er að segja um að þeir sofi „eins og steinn“. f tilraunaskyni voru 150 manns kvikmyndaðir í svefni, og af þeim var aðeins einn, sem hægt var ,að segja þetta um. Hann var sjúkl- ingur á geðveikrahæli. Allir hinir sneru sér i rúminu við og við alla nóttina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.