Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.06.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ROBERTA LEIGH: - Mdlamyndo - hjónabandið. ^ 3 * FRAMH ALDSSAGA * Lyndis vegna Nicholas. Það eina sem hann hafði haft í huga var að hindra hjónaband, sem hann — með sínu gamaldags hugarfari — þóttist viss um að Nicholas mundi iðrast eftir. Hann hafði viljað gefa henni tækifæri til að vinna Nicholas — en afleiðingin af því varð þveröfug við það, sem hann hafði ætl- ast til, það hafði Lyndis þegar séð fram á. Ást Nicholas til Carole Sheraton mundi aðeins hitna við þessa erfiðleika. Lyndis hrökk við þegar dyrnar voru opn- aðar og Nicholas kom inn allt í einu. Carole var með honum, og hún leit ekki á Lyndis fremur en hún væri ekki til. „Ég hefi talað um þetta við unnustu mína,“ sagði Nicholas og röddin var ísköld og hann leit ekki á Lyndis. Lyndis fannst sem hann mundi vera hræddur við að líta á hana, en hún tók eftir hve óþarflega skýrt hann sagði orð- in „unnustu mína“, og það særði hana. „Ég hefi talað um þetta við unnustu mína, og ég hefi afráðið að fullnægja kröfunum. Það er best að afgreiða þetta formsatriði sem fyrst. Ég skal sjá um að útvega sérstakt leyf- isbréf, svo að við getum gifst núna í viku- lokin. Trupp lætur þig vita hvar og hvenær við verðum gefin saman." Nicholas var horfinn á næsta augnabliki. Lyndis sárlangaði að hrópa á eftir honum og segja, að hún tæki ekki í mál að giftast hon- um, en hún mundi loforðið, sem hún hafði gefið Trupp, og henni fannst ósjálfrátt að hún væri skuldbundin gamla lávarðinum og yrði að gera þetta hans vegna. Foreldrar Lyndis urðu heldur en ekki for- vitin er þau heyrðu um þetta skyndilega gift- ingaráform, en þau spurðu hana ekki frekar um það, því að þau sáu, að hún var alls ekki hamingjusöm. Þeim skildist að þarna væri eitthvað öðruvisi en það átti að vera, en af- réðu að bíða þangað til Lyndis segði þeim það sjálf, en Lyndis var hins vegar bundin þagnarheiti. Ástæðan til giftingarinnar átti að vera algert einkamál. „Best að afgreiða þetta formsatriði sem fyrst!“ Þessi orð hljómuðu í eyrum hennar látlaust, meðan á hjónavígslunni stóð, og þó hafði Nicholas verið vingjarnlegur og nær- gætinn við hana. Það voru margir sem furð- uðu sig á þessari brúður, sem var svo föl og annarleg á svipinn — hún líktist grískri gyðju er hún gekk fram kirkjugólfið með Nicholas. En dökku, fallegu augun voru hvarflandi og í þeim var engin sæla. Lyndis mundi eftir athöfninni, ljósmynda- glömpunum og hádegisverðinum eins og í þoku, og henni fannst allir vera glaðir, nema hún sjálf. Nicholas virtist meira að segja glaður, en undir eins og þau voru orðin ein, skildi hún að það var aðeins vegna þess að hann hafði fengið gott uppeldi og gat haft stjórn á sjálfum sér, sem honum hafði tek- ist að vera glaðlegur meðan gestirnir voru nærstaddir, og meðan verið var að ganga frá „formsatriðunum“. Nú óku þau þögul og einmana yfir Eng- land, á leið á lúxusgistihúsið út við hafið, sem Nicholas hafði valið sér fyrir hveitibrauðs- dagana. Langi svar-ti bíllinn hans gleypti hverja míluna af annarri, og Lyndis sat þegj- andi og horfði á sterklegar hendurnar, sem héldu um stýrið. Mundi að hún hafði dáðst að þessum höndum á skrifstofunni, þegar Nicholas rétti henni skjöl eða eitthvað ann- að. Nú voru þetta hendur mannsins hennar. Þetta var óskiljanleg tilhugsun, að Lyndis þóttist sannfærð um, að hún gæti aldrei van- ist henni, enda fann hún að Nicholas heyrði henni alls ekki til. Þetta var aðeins „forms- atriði“ sem batt þau saman, eins og hann hafði sagt sjálfur. Mundu þessar hendur strjúka henni í kvöld? Lyndis varð svo órótt — mundi Nic- holas líta á hana sem konuna sína — fara með hana sem konuna sína, eða yrði þetta allt aðeins formsatriði? Herbergin þeirra voru ljómandi falleg, tvö svefnherbergi ásamt baðklefa, og dagstofa á milli, og svalir þeim megin sem vissi út að sjónum, sem var grár og úfinn þessa stundina. Lyndis skildi, að Nicholas þætti þægilegt að vera á stóru gistihúsi þennan tíma, þar sem þau þyrftu ekki að vera mikið saman. Því að hveitibrauðsdagarnir voru auðvitað forms- atriði líka. En samt gat Lyndis ekki stillt sig um að vanda mjög til klæðaburðar síns fyrsta kvöldið. Hún fékk sér bað og notaði meiri farða en hún var vön, tii þess að gefa andlitinu lit eftir þreytandi ferðalagið. Hvíti kvöldkjóllinn með blúndunum var ljómandi fallegur. Lyndis fann að Nicholas skammaðist sín að minsta kosti ekki fyrir hana, þegar þau gengu saman inn i matsal- inn. En það kvaldi hana hve Nicholas var kulda- legur og stuttur í spuna. Fyrrum höfðu þau verið góðir kunningjar og alltaf haft nóg um- ræðuefni. En nú var líkast og hann þættist mega til að vera sem fálátastur við hana. Lyndis tók líka eftir að Nicholas drakk meira en hann var vanur, eins og hann væri að reyna að vinna bug á sinum innri ömur- leik. Lyndis stakk hvað eftir annað upp á því að þau dönsuðu, svo að hann dryk-ki þó ekki á meðan. Þau dönsuðu vel saman, og það var unaður að finna arm Nicholas um mittið á sér. Hve dásamlegt hefði þetta ekki verið, ef það hefði verið raunvera en ekki leikur og upp- gerð, til þess að fullnægja formsatriði! Nicholas horfði á Lyndis er þau voru að bjóða hvort öðru góða nótt. Hún var hrífandi útlits, að vissu leyti. Ef til vill var það satt, að hún hefði engan þátt átt í arfleiðsluskrá föður hans. Stóru augun voru heit og ljóm- andi, en hún horfði feimnislega á hann. Allt í einu faðmaði Nicholas hana að sér og kyssti hana. Þegar Lyndis fann varir hans við sínar var- ir, varð sælukennd hennar svo takmarkalaus, að það dró úr henni allan mátt. Hún fann að hún gaf sig honum á vald dásamlegt eilífðar- augnablik. En kossinn hætti jafn snöggt og hann hafði byrjað, og jafn óviðbúið og hann hafði þrýst henni að sér, ýtti hann henni nú frá sér. Lyndis vissi varla af sér og nú lá við að hún dytti. Hún heyrði líkt og í draumi að hurð féll að stöfum og Nicholas var horfinn inn í svefnherbergi sitt. Nú greip einveru- og angistarkenndin hana er hún horfði á lokaðar dyrnar. Hún var lok- uð úti — alein. Nicholas vildi ekki koma til. hennar. Nicholas yrði aldrei maðurinn henn- ar, það fann hún á sér. En um leið fann hún kossinn hans enn á vörum sér. Þau komu aldrei nær hvort öðru en þetta, alla hveitibrauðsdagana. Nicholas lék golf frá morgni -til kvölds og Lyndis fór í langar göngur. Þau hittust við máltíðirnar í mat- salnum, sem var hringmyndaður og útsýni þaðan út á sjóinn og yfir golfvöllinn. Ein- stöku sinnum brá gamla kunningsskapar- bragnum fyrir og Lyndis reyndi að vera glað- leg og gamansöm og tala eðlilega — hún gat fórnað sér fyrir sorg sína þegar hún var ein. Alltaf var hún að hugleiða hvort Nicholas m-undi ekki alltaf vera að hugsa um Carole. Hún varð þess aldrei vör að hann skrifaði henni eða símaði, og það þótti henni vænt um. Kannske hafði Carole farið í langferð, kannske ætluðu þau ekki að hittast aftur fyrr en árið væri liðið. Það væri dásamlegt, því að þá gæti hún að minnsta kosti unnið vináttu Nic- holas aftur. Hver veit nema allt yrði betra þegar þau kæmu aftur í gamla húsið í London, þar sem þau höfðu verið svo oft saman fyrrum, og svo vel hafði farið á með þeim. Þar var heim- ili, og Lyndis var staðráðin í að gera allt sem i hennar valdi stæði, til að gera heimilið vist- legt og aðlaðandi. Hún ætlaði að heyja sína baráttu. Rólegt og vistlegt heimili var það, sem Nicholas þurfti fyrst og fremst; kannske var það þetta, sem faðir hans hafði haft í huga með arfleiðsluskránni, en séð fram á, að Carole mundi aldrei geta stýrt rólegu heim- ili, jafn skemmtifíkin og munaðargjörn og hún var. Þau fóru alfarin af gistihúsinu snemma morguns og komu til London fyrir dimmu. Lyndis vandaði mjög til klæðaburðar síns undir miðdegisverðinn. Hún prófaði á sér ýmiss konar hárgreiðslu, en komst að þeirri niðurstöðu, að sléttkembt hárið og fléttu- hringurinn færi sér best, og andlitið nyti sín best undir þeirri hárlögun. Hún fór í hvíta kjólinn sinn undir þennan fyrsta miðdegisverð þeirra í heimahúsinu, því að henni fannst hún verða að hafa sérstaklega mikið við. Og kertaljós loguðu á borðinu. Nicholas kom og gægðist inn um dyrnar þegar Lyndis var að verða fullbúinn, og hún gladdist er hún sá að hann virtist vera ánægð- ur með klæðaburð hennar. Nicholas líkaði auðsjáanlega þessi hvíti kjóll vel. „Það er gott að þú ert fallega klædd,“ sagði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.