Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 29.06.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Heimsmet í sjóðþurrð Spánskur ballett í Þjóðleikhúsinu Síðasta verkofni Þjóðleikhússins á þessu starfsári er spánskur ballett, sem sýningar eru að hefjast á. Það er Rosario-ballettinn frá Madrid, sem hér um ræðir, en stjórnandi hans, frú Rosario, er talin frægasta dansmær Spánar. Hún hefir sjálf samið dans- ana og dansar aðalhlutverkin. í ballett-flokknum eru tuttugu og tveir dansarar og hljóðfæralcikarar, þar á meðal heimsfrægur gítarleikari, Juan Garsia de la Mata, og tveir pianó- leikarar. Lciktjöld og búningar komu erlendis frá og hljómlistin er öll spönsk. Verða sýndir spánskir þjóðdansar og list- dansar. Fyrsta sýningin er 28. júní, en alls hefir verið ákveðið að efna til sex sýninga. Héðan fer flokkur- inn til Norðurlanda og síðan til Ame- ríku. * Heimsmet í þjófnaði — 19 milljón krónur i einu — var framið af ame- rískum bófaflokki, sem 11 manns voru í. Nú hefir blið og bljúg kona, Minnie Mangum frá Norfolk í Kaliforníu yfirgengið þetta met langsamlega og reynst meira en 11 bófa maki. En að vísu stal hún ekki allri fúlgunni í einu, sgm hún liefir komist yfir, heldur var hún talsvert lengi að því. Hún hefir verið bankabókari í Norfolk i tuttugu ár og stolið alls tæpum 50 milljón krónum. Það var ungur bókhaldari sem fyrst renndi grun i að ekki væri allt með felldu, og gerði bankastjórninni að- vart. En enginn vildi trúa að ungfrú Minnie hefði yfirsést. Hún var kunn dama í bænum og í miklu áliti. Fyrst var saknað 100.000 dollara en svo hækkaði upphæðin jafnt og þétt. Þó tók út yfir er það kom á daginn, að Minnie hafði stolið öllum vara- sjóði bankans, sem var 2,1 milljón dollarar. Með þessari viðbót komst stolna upphæðin í nær 50 milljón krónur. Bankinn varð gjaldþrota, Minnie fór í tukthúsið, en hefir verið látin laus gegn hárri tryggingu. Og nú er verið að rannsaka livernig hún hafi farið að þessu og hvað lnin hafi gert við peningana. Hún var mjög trúrækin og hafði tekið þátt í safnað- arstarfseminni árum saman og gefið mikið til kirkna og líknarstofnana. En svo hafði luin líka gefið sig að spákaupmennsku i kauphöllinni og það mun hafa orðið þungur baggi á henni. LA PRENZA ENDURIIEIMT. Snemma í febrúar tók Gainza Paz að- alritstjóri á ný við stjórn stórbiaðsins La Prenza í Buenos Aires. Hinn 25. janúar 1951 tók Peron einvaldsherra blaðið af eigendum þess og ritstjór- inn varð að flýja úr landi, því að La Prenza hafði verið eina blaðið, sem þorði að segja Peron til syndanna. Síðan blaðið varð frjálst aftur hafa áskriftir að því streymt að úr flest- um liindum heims. — Hér sést Paz ritstjóri með ,.La Prenza“. Hann var við uppskipun á hafnar- bakkanum þegar vírstrengur út i skip- ið slitnaði og spoltinn slóst í höfuðið á lionum og hann rotaðist. Hann lá í óráði á spítalanum í tíu daga, en loks- ins þegar hann kom til sjálfs síns sagði liann. — Svona slæma timburmenn iiefi ég aldrei fengið áður. Hverjum skratt- anum skyldi ég hafa suilað i mig? Fulltrui Frakka r 1 „Miss Universe“ keppninni Fegurðarsamkeppnir liafa verið haldnar í mörgum löndum að undanförnu í því skyni að velja fulltrúa til þátttöku í keppninni um titilinn „Miss Universe" í Long Beach núna í sumar. Hérna á myndinni sjást þrjár verðlaunadísir frá Frakklandi, sem tólcu þátt i forkeppninni, og sú í miðið verður fulltrúi Frakka í Long Beach. Hún heitir Claudio Petit, er fegurð- ardrottning Parísar og er 18 ára. Vinstra megin við liana stendur Marguerite Claire, 20 ára gömul, sem varð önn- ur. Hægra megin er Monique Joly, sem varð þriðja. Hún er 23 ára gömul og lrafði verið kjörin „ungfrú Mið- jarðarhaf".

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.