Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 29.06.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN ‘jl-vEGAR Ilaile Selassie keisari var krýndur í Addis Abeba 2. nóv. hófst merkilegt tímabil, bæði i sögu hans sjálfs og þjóðarinnar. Eþíópía, sem fyrrum var oftast kölluð Abess- inia, var fornt menningarríki en þar bafði verið alger kyrrstaSa í mörg hundruð ár. Nú kom liinn nýi keisari lil sögtinnar, gagntekinn af framför- um bins vestræna heims og ólniur í aS lirinda hag þjóðarinnar á leið „með heillar aldar átaki“. En tafir hafa orðið á framkvæmd þeirrar hugsjónar. Einn af draumum Mussolinis var sá að leggja alla Eþíópíu undir sig og gera hana að ítalskri hjálendu, og það tókst honum um sinn. Bþíópar urðu að gefast upp — vopniitlir og ófróðir i herkænsku — fyrir fullkomnum morðvélum ítala, og keisarinn flýði land. En hlutur hans var réttur i heimsstyrjöldinni og nú situr Haile Selassie í ríki sínu og starfar að viðreisn þjóðarinnar. Land Haile Selassie keisara er rúm- lega tíu sinnum stærra en ísland og íbúarnir tæplega hundraðfalt fleiri en íslenska þjóSin. ÞaS hefir heitið ýms- um nöfnum í sögunni. Þannig halda ýmsir því fram að fjallalandið Saba, sem drottningin af Saba kom frá, sú sem heimsótti Salómon konung, sé eitt og liið sama sem Eþíópía. í för meS hcnni voru um fimmtíu höfðingj- ar og þótti þetta frítt föruneyti er það kom til Jerúsalem, en þar var þá hið Austurlenskt skraut einkennir hirðina í Addis Abeba. Hér sést „konungur konunganna“ í skrúða þeim sem hann var krýndur í 2. .nóvember 1930. þrátt fyrir allt þetta hefir hin gullna kóróna „konungs konunganna" jafn- an komist fyrr eða síðar á höfuð þjóð- höfðingja, sem var réttur afkomandi Mekeu Sabadrottningar og Salómons Gyðingakonungs. Ævi núverandi keisara, sem nú er 65 ára, er gott dæmi um að keisara- lignin i Eþiópiu getur verið stopul, og að erfðirnar til tignarinnar eru ekki í föstum skorðum. Áður en Haile Selassie tók ríki hét hann Ras Tafari (ras er tignarheiti héraðshöfðingj- anna í landinu). Og Tafari var alls ekki borinn til ríkiserfða. Faðir lians var voldugur héraðshöfðingi, Ras Makonnen, og einn þeirra hershöfð- ingja er sigraði ítalskan innrásarher undir forustu Baratieri hershöfðingja fyrir sextíu árum í orrustunni við Adua. Ras Makonnen II. var bræðung- ur við Menelik II. keisara — milli Meneliks I. og Meneliks II. er þannig 3000 ára tímaskeið. — En vegna þess að Menelik II. var barnlaus kaus hann Makonnen l'rænda sinn til eftirmanns sins. Ymsum kann að þykja það skrít- ið að austurlcnskur þjóðhöfðingi, með öll sin kvennabúr, skuli vera barn- laus og mætti því halda að Menelik hafi verið ófrjór en ekki allar þokka- meyjar hans. Og þessu eigi Haile Selassie það að þakka að hann situr . nú á veldisstóli, þessi keisari, sem kallaður er „konungur konunganna". Þessi nafnbót er nú ekki eins drenibi- leg og hún kann að sýnast, þvi að hún táknar ekki að keisarinn sé er- »Konungur konunganna« fræga musteri Salómons nýreist. En lengstum var landið kallað Abessinia og það nafn koinst inn í meðvitund fólks um allan beim, ekki síst fyrir áhrif skáldsögu einnar, sem að vísu er ekkert bókmenntaafrek nema hvað lengdina snertir. Sagan heitir „Perla Abessiníu", ævintýrasaga frá Austur- löndum i 14 bindum. Er hún hátt á fjórða þúsund blaðsiður og liefir verið gefin út á fjölda tungna. Þó að Haile Selassie vilji semja sig að siðum vesturlandabúa eru austur- landaáhrifm þó rikari í fari hans, einkum að því er snertir hirðsiði og afstöðu keisarans til þjóðarinnar. Þar eimir enn eftir af andrúmsloftinu úr „1001 nótt“ og liáttum austurlanda- furstanna. Fáir þjóðhöfðingjar munu eiga eins marga titla og Haile Selassie, enda er þessi konungsætt orðin yfir 3000 ára gönnil og langelsta ríkjandi konungsætt í veröldinni. Er Haile Selassie talinn 225. maður ættarinnar í keisarasæti, enda rekur hann ætt sína til ýmissa frægra nafna úr fornri sögu. Þannig telst hann vera kominn í beinan legg af Mekeu drottningu af Saba, eða nánar tiltekið af syni þeim, sem hún eignaðist með Salómon kon- ungi, en þessi sonur nefndist Menelik I. og varð fyrsti konungur hins sam- einaða ríkis Saba-Eþíópía. Margt hefir breyst og raskast á þeim þrjú þúsund árum, sem liðin eru síð- an. Styrjaldir og byltingar liafa gengið yfir landið, bróðurmorð verið framin til þess að kornast í hásætið, og ýmsir þjóðhöfðingjarnir hafa orðið að flýja land, en aðrir tærst upp i myrkrastof- um eða verið hálshöggnir eða verið byrlað eitur í gómsætum vínum. En lendum konungum æðri, lieldur að hann sé konungur allra höfðingjanna — nesjakónganna — í Eþíópiu. En nú ber þess að gæta, að Eþíópíu- menn hafa álls ekki kvennabúr að austurlandasið. Þcir líla þvert á móti á fjölkvæni sem mestu viðurstyggð. Þetta stafar af því að Eþíópía er kristið land — elsta kristna landið utan Evrópu. Kristindómurinn þar er kallaður „koptisk kristni" og svipar mjög til frumkristninnar eins og hún var á dögum Páls postula, en síðan hafa kirkjuþing og kreddustofnanir gert ýmsar breytingar á frumkristn- inni, og í því liggur munurinn á kristindómi Evrópubúa og Eþíópíu- manna. Þess vegna hafði Menelik II. alls ekkert kvennabúr og engin börn, og þess vegna er Haile Selassie keisari nú. Að vísu gerðist það ekki slyðru- laust, þvi að ýmsir reyndu að bregða fæti fyrir liann, höfðingjar sem þótt- ust eiga meiri rétt til ríkisins. En Haile Selassie hafði ekki sitið lengi í hásætinu er syrta tók í lofti. Mussolini sendi her manns til Eþíopíu og tókst að leggja landið undir sig 1936, Haile Selassie flýði til Englands eftir að hafa talað fyrir daufum eyrum yfir Alþjóðabandalaginu í Geneve, sem bar .skyldu til að hjálpa honum og hamla yfirgangi Mussolininis. Út- legð keisarans var löng en eftir fall Mussolinis var úti um ítölsk yfirráð i Eþíópíu og síðan hefir llaile Selassie setið öruggur að veldisstóli og friður verið í landinu þrátt fyrir öll um- brotin, sem verið liafa í Afríku undan- farið. Keisarinn hefir kvatt fjölda út- lendra sérfræðinga til þess að endur- skipa atvinnumál þjóðarinnar og her- Haile Selassie og drottningin á Ueið til St. Georgsdómkirkj- unnar í Addis Abeba á 25 ára afmæli krýn- i n o,'íi r i n n íir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.