Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 29.06.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Hákon konungur ræðir við Haile Selassie, er liann kom í opinbera heim- sókn til Oslóar fyrir nokkrum árum. inn, og koma á umbótum í skólamál- um og heilbrigðismálum. Það tekur tíma að kenna 15 milljón sálna þjóð að lesa, en öllu þokar i áttina og land- inu fer fram. Haile Selassie stefnir að því marki að gera Eþíópíumenn að forustuþjóð hinna sjálfstæðu ríkja i Afriku. Eftir stríðið hefir Haile Selassie gert viðreist um heiminn til að stofna til kynna og sambands vð vestrænar þjóðir. Hann hefir verið í Bandaríkj- unum og Kanada og liann hefir heim- sótt Norðurlönd og fcngið ýmsa sér- fræðinga til sín frá Noregi og Svi- þjóð. Ilonum hefir tekist að lialda sér utan við reiptog stórveldanna og lieyr- ist sjaldan nefndur i sambandi við kalda striðið og sömuleiðis ekki við deilurnar í Afríku. „Alll rólegt í Eþíópiu-hilleröd". Landið á mikla framtíðarmöguleika. Þó að það sé fullnærri miðjarðarbaug liggur það svo hátt yfir sjó að lofts- lagið er sæmilegt. Þarna eru ógrynni af ræktanlegu landi, og með vatns- veitum má græða upp mikil flæmi, sem nú cru eyðimörk. Iívikfjárrækt er aðalatvinna landsbúa, og kaffirækt mikil, en ágæt skilyrði til að rækta bómull og sykurreyr. En ennþá háir samgönguleysi þrifum landbúnaðar- ins. Aðeins ein járnbraut er þarna til hafnar, brautin frá Addis Abeba til Dijbuti í franska Somalilandi, en bíl- færir vegir eru ekki lengri samtals en á íslandi. Lögðu ítalir mikið af þeim, nieðan þeir réðu yfir landinu. Kaffi, húðir, skinn, óunnin bómuil og málniar eru helstu útflutningsvörur þjóðarinnar, en inn er einkum fiutt unnin bómull, olía, vélar og !>ifreiðar, en aðal viðskiptalöndin eru Banda- ríkin, England og Indland. Haile Sclassie hefir lagt kapp á að anka fræðslu ahnennings, en því verki miðar hægt. Hafa verið stofnaðir kennaraskólar, verslunar- og tækni- skólar auk barnaskólanna, en fyrir fjórum árum nutu þó ekki skóla- fræðslu nema 50 þúsund unglingar af þeim 15 milljónum manna, sem byggja landið. Ondvegisstéttin i Eþiópiu er af amharakyni, og játar liún fornkristna trú, en almúginn er að mestu leyti heiðinn og tignar ýmsa guði. í norð- vesturlandinu búa galla-ar svonefndir og tala þeir hamítamál, eigi óskylt egyptsku, en austan og sunnan til í eru somalíumenn og danakílar. Marg- ir af þessu fólki eru múhameðstrúar, eins og flestir Arabar. Stóriðnaður er enginn í borgunum, enda eru þær fámennar. Höfuðborgin Addis Abeba hefir 400.000 íbúa en aðr- ir helstu Iiæir eru Diredava (30.000), Harar (25.000) og Gondar (24.000). Allur þorri þjóðarinnar lifir á kvik- fjárrækt, einkum nautgripa, sem munu vera yfir 2 milljónir í landinu, og álíka margra geita og sauða. En af húsdýra- afurðum er ekkert flutt út nema skinnin. í sárabætur fyrir yfirgang ítala hef- ir Haile Selassie fengið yfirráð yfir nágrannalandinu Eritreu, sem áður var ítölsk nýlenda. Keisarinn er ein- valdur, en liefir sér til ráðuneytis stjórn og þing í tveimur deildum, en allir þingmennirnir eru kosnir af keisaranum sjálfum en ekki þjóðinni. Eins og menningu þjóðarinnar er háttað þykir slíkt stjórnarfar hentug- ast, en Haile Selassie hefir hug á að auka menntun þegna sinna svo að þeir geti smám saman tekið meðferð mála sinna i eigin hendur, fyrst i sveitastjórnarmálum og síðan með Stjörnulestur eftir Jón Arnason, prentara. Sumarsólhvörf 1956. Alþjóðayfirlit. Vatnsmerkin cru yfirgnæfandi í áhrifum. Áhrifin munu því velta mjög á tilfinningum og því mun álitamál um um árangur tiltektanna. — Sólin í hádegisstað íslenska lýðveldisins. Hefir hún allar afstöður góðar og' því ættu áhrifin að vera happadrjúg. — — Tölur dagsins eru: 2 + l + 6 + 5 + 6= 20 = 2. Er þetta dauflegur árangur af fjárhagsaðstæðunum. Dauf og gagn- lítil áhrif. — Jarðskjúlfti ætti upptök sin 11 stigum fyrir austan Reykjavík, einnig gæti orðið vart jarðskjálfta á tveim stöðum í Vesturlieimi eða eld- gos. Lundúnir. Sól í 10. Iiúsi. Góð afstaða stjórnarinnar iheima fyrir, aðstoð frá óvæntum aðilum, einkum i fjármálum, frá þinginu og jafnvel frá samgöngum og ferðalögum. — Satúrn ræður 3. húsi. Ferðalög ættu að vera sæmileg og þó mun fjárhagslegi árangurinn tæpur. — Tungl í 4. húsi. Óáhyggileg afstaða bænda og landbúnaðarmanna og landeigenda. Mun stjórnin eiga i vök að verjast. Koma þau áhrif meðal annars frá utanríkisviðskiptum. Mars i 7. húsi. Slæm áhrif frá Portúgal og jafnvel frú íslandi. — Merkúr i 10. húsi. Umræður miklar um afstöðu stjórnarinnar og gagnrýni sýnileg. Berlín. — Sól í 10. húsi. Afstaða stjórnarinnar ætti að vera góð i flest- um greinum og fjárhagsvonin sæmi- leg. — Neptún í 2. húsi. Óábyggileg afkoma bankanna svo að gætni verður að vera vakandi. — Satúrn í 3. húsi. Samgöngur innanlands undir dálitlu fargi og dráttur gæti orðið á fram- kvæmdum, taprekstur sem á rót sína i ófyrirsjáanlegum aðstæðum. — Mars í 6. húsi. Urgur og örðugleikar meðal verkamanna og hitasóttir tíðar. Eldur í góðgerðastofnun verkamanna. — Merkúr í 9. húsi. Óábyggileg afstaða utanlandssiglinga og viðskipta. Moskóva. — Sól í 9. húsi. Utanlands- siglingar ættu að vera mjög á dagskrá og ganga sæmilega. Þó gæti óánægja nokkur komið i ljós og andmæli. — Úran í 10. húsi. Undangröftur og bak- makk er áberandi og sumir ráðend- anna eiga í vök að verjast og aðstaða til þess er góð frá almenningi. — Júpíter í 11. húsi. Afstaða æðsta ráðs- ins ætti að vera sæmileg og ef til vill til peningamálanna. — Satúrn í 2. húsi. Tafir nokkrar gætu komið í ljós i rekstri þessara mála og jafnvel or- sakað vandkvæði. — Tungl í 3. húsi. Óábyggileg afstaða til flutninga, ferða- laga og urgur gæti átt sér stað vegna þeirra starfsgreina. — Mars í 5. liúsi. Urgur og harátta á sér stað í leik- húsastarfsemi og meðal leikara og eldur mun koma upp í skennntistað. Tokyó. — Sól i 7. húsi. Utanríkis- málin mjög á dagskrá og ættu að bafa hæði góða og þróttmikla aðstöðu. Stjórnin hefir góða sanmingaaðstöðu. — Mars í 2. liúsi. Urgur og barátta innan fjármálaafstöðunnar og bank- anna og eldur gæli brotist út í banka- byggingu. — Júpíter í 8. húsi. Hátt- settir menn gætu hrokkið upp af. — Neptún í 10. húsi. — Stjórnaraðstaðan beinum áhrifum á stjórn landsins í lieild. Hann aðhyllist lýðræðisstefnu vestrænna þjóða, en telur þjóð sina ekki færa til þess að ráða málum sin- um ennþá. * er mjög vafasöm og svik gætu komið i Ijós innan stuðningsmanna liennar, jafnvel frá hendi gamalla embættis- manna. — Satúrn i 1. húsi. Hindranir gœtu komið i ljós í framkvæmd laga og tafir eiga sér stað og dráttur. Washington. —- Sól, Merkúr og Ven- us í 12. húsi. — Góðgerðastofnanir, betrunarhús, vinnuhæli og spitalar undir athugun og relcstri þeirra veitt almenn athygli. Ættu umbætur nokkr- ar að koraa tii greina. — Úran i 2. húsi. Ekki álitleg afstaða með tilliti til fjárhagsmálanna og bankarekstur athugaverður. Sviksemi gæti átt sér slað á meðferð banka og verðbréfa- viðskipta. — Júpíter i 3. húsi. Flutn- ingar og-samgöngur- blöð og bækur, fréttaþjónusta og póstur og sími og útvarp undir heppilegum áhrifum, þó gætu hindranir eða takmarkanir kom- ið í ljós frá hendi verkamanna og þjóna. — Neptún í 5. húsi. Skennnt- anir, leikhús og leikarar undir atlruga- verðum áhrifum. — Satúrn í 6. húsi. Tafir og hindranir í greiðslum verka- manna og þjóna og tap gæti komið í ljós. — Mars í 9. húsi. Frekar slæm af- staða til siglinga og utanríkisverslun- ar og urgur og barátta í aðsigi og eld- ur gæti komið upp í flutningaskipi. tSLAND. 11. hús. — Sól og Venus i húsi þessu. — Stjórnin og afstaða hennar mjög á dagskrá, tiltektirnar gagnrýndar mjög. Afstöðurnar frekar góðar með tilliti til almennings. 1. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Hefir slæmar afstöður. Barátta mik- il á sér stað og örðugt að sjá hvað verður. 2. hús. — Almenningur trúir ekki á rekstur peningamálanna og barátta gegn því ástandi sem ráðendur liafa skapað í þeim greinum verða gagn- rýndar. 3. hús. — Neptún ræður húsi þessu, -— Óábyggileg áhrif á flutninga, bólra- gerð, blöð og fréttaflutning og útvarp, undangröftur og sprenging í farar- tæki. 4. hús. — Satúrn í húsi þessu. — Andstaða ráðendanna mun færast í aukana og tafir koma í ljós í rekstri búnaðarins og framtaki bænda. 5. hús. — Stúrn ræður húsi þessu. — Tafir og stöðvun mun koma í ljós í leiklistarlífi og skemmtana. Fjár- liagsvonin dvínar. 6. hús. — Satúrn ræður liúsi þessu. — Kvillar, sem orsakast af kulda geta komið til greina og afstaða verka- manna og þjóna örðug. 7. hús. — Mars í liúsi þessu. — Örð- ugleikar í utanríkismálunum eru áber- andi og baráttan harðnar, einkum gegn Bandaríkjunum. 8. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. — Ríkið gæti eignast fé sem arf eða eign sem gjöf. 9. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Utanlandssiglingar undir athugaverð- um áhrifum. Barátta gæti átt sér stað á kaupskipaflotanum og verkföli í að- sigi. 10. hús. — Merkúr er í húsi þessu. — Er þetta hættuleg afstaða og verða þeir að vera hyggnir, sem eiga að iiafa upp úr krafsinu. Hcppnin er liæpin. 12. hús. — Júpíter og Plútó í húsi þessu. — Hætt er við að góðgerða- stofnun verði fyrir örðugleikum nokkrum og jafnvel aðköstum nokkr- um. Ritað 14. júní 1956.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.