Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 29.06.1956, Blaðsíða 6
6 F Á L KI N N Hann taldi fram peningana og hvarf. „Heyrðu,“ sagði Lúra. „Við vorum ekkert að gera þegar þú komst inn. Hann var að lesa í lófa minn. Hann er nöðrulækningamaður og stjörnu- spámaður.“ „Ja, hvert í heitasta!“ „Hvað kemur þetta þér við, með leyfi að spyrja?“ sagði hún. „Ekki baun,“ lireytti ég út úr mér. Ég var móðgaður, fann ég. „Hann segir að ég sé fædd undir Yins-merkinu,“ sagði hún. Alveg eins og það væri eitthvað til að setja í blöðin. „Og hver er Yin?“ spurði ég. „Það er tígrisdýr — á kínversku,“ sagði hún. „Náðu þér þá í ketbein til að naga,“ sagði ég og skellti á eftir mér hurð- inni. Það varð ekkert úr vinsamlegri samvinnu við Lúru þann daginn. Daginn eftir kom hann enn. Ég forðaðist matstofuna, en þegar ég var að rjátla í kring kom ég auga á þau við tígrisbúrið. Við höfðum nýlega fleygt priki inn til tígrisins, svo að hann hefði eitthvað til að brýna klærnar á. Og nú sat hún á prikinu. Tígrisinn lá með hausinn i keltu hennar og Villti Bill gægðist inn á milli rimanna. Hann þorði varla að draga andann. Ég kom ekki svo nærri að ég gæti heyrt hvað þau sögðu. í staðinn fór ég að bilskrjóðnum og fór að at'huga flautuna í honum. Eftir þetta kom hann nokkrum sinn- um meðan Duke var að heiman. Og eitt kvöldið heyrði ég vörubil skröngl- ast í hlaðið og mér fannst ég þekkja hann á hávaðanum. Það liðu dagar þangað til ég heyrði hann aka burt aftur. N’okkrum vikum seinna kom Duke til mín að bensínstöðinni. „Taktu í liöndina á mér,“ sagði hann. „Ég á barn í vonum!“ „Hvað er að heyra þetta!“ sagði ég. „Það getur maður nú kaliað fréttir!" En þegar ég minntist á þetta við Lúru, gætti ég þess vel að Duke væri ekki nærri. „Óska þér til hamingju," sagði ég. „Það er svo að sjá sem þú sért sér- fræðingur í að hleypa inn Rómeóum." „Hvað meinarðu með því?“ spurði liún. „Ekkert sérstakt,“ sagði ég. „Eg heyrði bara þegar hann kom akandi hingað eitt kvöldið. Svo að nú er tunglið víst í Cupidomerkinu, get ég hugsað mér. Jæja, þetta er allt gott og blessað, nieðan þú getur lialdið því gangandi.“ „Ó, óhó!“ sagði hún. „Einmitt,“ sagði ég. „Það er lögu- legt tvískinnungshlutverk sem þú leikur. Ég hélt að þetta væri ekki til nema í skáldsögum." Hún horfði á mig þangað til kþipir fóru að koma í munnvikin á henni og augun fylltust af tárum. Hún reyndi að þurrka þau af, en það tókst illa. „Þetta er enginn tvískinnungur," sagði hún. „Ég fór ekki út þessa nótt og hleypti heldur ekki neinum inn. Framhald úr síðasta blaði. Það var ætlunin að strjúka saman, en svo ...“ Hún þagnaði því að liún fór að gráta. Ég þrýsti henni að mér. „Eg skil,“ sagði ég. „En svo varstu vör við þetta þarna ... Er það það, sein þú átt við?“ Hún kinkaði lcolii. Það er hart að vera með kvenmann í fang- inu, sem er að gráta eftir öðrum lcarl- manni. En þetta fór hríðversnandi þegar frá leið. Lúra gat verið almennileg tvo daga í röð og reyndi að láta sér líka við Duke á ný, vegna barnsins sem liún átti í vonum. En daginn eftir gat hún verið eins og skass, með aug- un svo djúpt í tóttunum að varla var liægt að grilla í þau, og ekki heyrðist nokkurt tíst í henni. Erfiðu dagana, þegar Duke var ekki íheima, hélt hún sig mest hjá tígris- dýrinu. Hún sat og mændi á skepnuna þegar hún svaf, eða lék sér við hana. Það varð ekki annað séð en skepnan hefði eins gaman af þessu og hún. Þegar við fengum tígrisinn var hann ungur, og skinhoraður og skáldaður svo að telja mátti í honum rifin. En nú var hann nærri sex vetra og stríð- alinn svo að hann var orðinn feitur og pattaralegur og strokinn. Ég hefi víst aldrei séð stærra tígrisdýr. Yeru- lega stór tigris getur orðið öllu stærri en ljón, og stundum þegar Rajah var að nudda sér upp að Lúru fannst mér hann líkari hesti en ketti. Bógarnir á honum náðu henni upp fyrir mitti, og þegar liann lagði haus- inn á hné henni náði hann út yfir báða fæturna. Þegar hann vafði róf- unni utan um hana var liún líkust nöðru. Vigtennurnar gátu haldið vöku fyrir hugrökkum manni lieila nótt. Tígrisinn hefir stærstar tennur allra dýra kattakynsins, og tennurnar í Rajah voru tíu sentimetra Jangar, hvítar sem fílabein og íbognar eins og riddarasverð. Ég hefi aldrei séð geigvænlegri morðtæki. Þegar Lúra varð að hypja sig á fæð- ingarstofnunina bar þetta svo bráðan að, að hún hafði ekki tima til að taka með sér sómasandeg föt. Daginn eftir varð Duke að taka til föt i tösku handa lienni, og hann var á báðum buxun- um, því að barnið hafði orðið strákur, og Lúra kallaði hann Róna. En hann var ekki eins borubrattur þegar liann kom út aftur. „Sjáðu hvað ég fann,“ sagði hann og dró eitthvað upp úr vasanum. Það var ormshringurinn. „Hvað er að segja um það,“ sagði ég. „Svona hringi selja þeir fyrir tiu cent hvar sem er í landinu.“ „Hm ...“ sagði liann og vóg hring- inn í hendi sér. Og síðar um daginn, þegar liann kom aftur, sagði hann: „Tiu cent, sagðirðu? Ég fór með hann til gullsmiðs og liann bauð mér 200 dollara í hann. „Þá hefðirðu átt að selja hann,“ sagði ég. „Þeir eru óheillagripir, þess- ir ormahringir.“ Duke fór eitthvað út í buskann und- ir eins og Lúra var komin lieim af fæðingarstofnuninni, og um stund gekk allt sómasamlega. Iíún sá ekki sólina fyrir stráknum, og mér fannst hann meira að segja skrítinn og efni- legur. En svo kom Duke aftur, og yfir hádegismatnum fór hann að masa um hringinn. Lúra svaraði engu, en liann hélt áfram og loks gat hún ekki stillt sig. „Jæja,“ sagði hún. „Það kom annar maður liingað og ég varð ástfangin af honum. Hann gaf mér hringinn og það táknar að við erum eitt. En ég strauk ekki með honum, og þú veist sjálfur hvers vegna. Ég reyndi að láta mér þykja vænt um þig aftur, vegna hans Róna litla, og hver veit nema það takist. Konan getur lagt talsvert mikið á sig, ef hún vill. Jæja, svona er nú þessu varið. Og ef þér fellur það ekki, þá segðu bara hvað þú ætiar að gera.“ „Hvenær var þetta?“ spurði Duke. „Það er orðið langt síðan. En ég liefi sagt þér að ég rak hann burt, og það stend ég við.“ „Það mun hafa verið um sama leyti sem þú uppgötvaðir að Róni var í uppsiglingu?“ sagði hann. „Bíddu hægur,“ sagði ég. „Þú ættir að haga orðum þínum betur.“ „Alveg eins og ég hélt,“ sagði hann án þess að skeyta orðum mínum. „Róni. Það er merkilegt nafn á dreng. Mér fannst það kynlegt undir eins og ég heyrði það fyrst. Róni ... Róni, það er eins og hlátraskellur ... Að mér, get ég hugsað mér?“ „Þú lýgur því,“ sagði hún. „Þú lýg- ur til þess að það sé þér haganlegra. Og það er ekki í fyrsta skipti sem þú lýgur að mér. Eða reynt að ljúga áð mér ... Ha, þú setur upp dýraboga uppi í fjöllum, ha? Og hvað veiðirðu í dýrabogana þína?“ En svo varð henni litið til mín og þá kingdi hún afganginum. Mig fór að gruna að kötturinn væri ekki það cina, sem bæri á milli. „Gott og vel!“ byrjaði hún aftur. „Segðu bara hvað þú ætlar að gera. Láttu það koma. Út með það!“ En hann sagði það ekki. „Róni,“ gelti hann. „Það er lögulegt." Og svo lór hann út. Daginn eftir var laugardagur og Duke hagaði sér undarlega allan dag- inn. Hann sagði ekki orð, hvorki við Lúru né mig, en nokkrum sinnum heyrði ég að hann var að tauta eitt- hvað. Eftir kvöldmatinn sagði hann við mig. „Hvernig búum við með bensín?“ „Við höfum nóg,“ sagði ég. „Bensín- bíllinn kom í gær.“ „Það er vissast að þú farir inn í bæ og sækir dálítið meira,“ sagði hann. „Þetta sem við höfum verður varla nóg.“ „Ekki það?“ sagði ég. „Það nægir að minnsta kosti í liálfan mánuð.“ „Á morgun er sunnudagur," sagði hann. „Og þá gengur fljótt á það. Það er best að þú sækir hundrað gallón- ur og biðjir um að setja þær á reikn- inginn.“ Ég vildi heldur láta undan jiessu undarlega tiltæki en að þurfa að ríf- ast við hann, enda datt mér ekki í hug, að fiskur lægi undir steini hjá lionum. Þess vegna var ég ekki viðstaddur það sem gerðist á eftir, en Lúra sagði mér það allt síðar rneira, og það var svona: Lúra hafði ekki látið sér detta neitt í hug í sambandi við bensínið. Hún tók til eftir kvöldmatinn, eins og hún var vön, og fór síðan inn til barns- ins. Þegar hún kom lit þaðan skildi hún dyrnar eftir opnar til þess að lieyra ef það færi að orga. Svefnher- bergið var við hliðina á setustofunni, því að i húsuhum okkar í Kaliforníu er aðeins ein bygging og herbergin öll hlið við hlið. Svo skaraði hún í eldinn, þvi að kalt var, og horfði á logana. Duke kom inn og þrammaði fram og aftur um stund, en fór svo út aftur. „Láttu aftur á eftir þér!“ sagði hún við hann. „Ég kem strax aftur,“ sagði hann. Svo sat liún þarna og horfði í eld- inn, hve lengi vissi hún ekki, kannske fimm mínútur, kannske tíu. En eftir dálitla stund fannst henni húsið nötra. Hún hélt að það gæti verið jarðskjálfti og leit á myndirnar á þilinu, en þær 'héngu allar rétt. Svo fann hún sama liristinginn aftur. Hún lilustaði, en enginn vörubíll var fyrir utan, og enginn var heldur að sprengja grjót eða þess háttar á laugardagskvöldi. Svo kom 'hristingurinn einu sinni enn, en nú kom liljóðið reglulega einu- tvisvar-jþrisvar-fjórum sinnum. Og nú skildi hún allt í einu hvað þetta var og hvers vegna Duke hafði verið svona undarlegur allan daginn, og hvers vegna hann hafði sent mig eftir bensini, og 'hvers vegna hann hafði látið dyrnar standa opnar. Tvö hundr- uð kílóa köttur var á labbi um húsið, og Duke hafði hleypt honum út til að myrða hana. Hún leit við og Rajah stóð og horfði á hana á tveggja metra færi. Fyrst gerði hún alls ekki neitt, sat bara og hugsaði um livilíkt flón Duke væri, að láta sér detta í hug að tígrisinn mundi gerast morðingi fyrir liann, úr því að hún gat leikið sér að honum eins og kettlingi, þó að Duke vissi það að vísu ekki. — Svo fór hún að tala við hann. Hún hélt að Rajah mundi koma og leggja hausinn i kelt- una hennar, en liann gerði það ekki. Hann stóð þarna og urraði og lagði kollhúfurnar. Henni varð órótt og nú mundi Iiiin eftir barninu. En ekki hafði henni fyrr dottið það í hug en Rajah vissi að hún ætlaði að komast að dyrunum, og áður en hún var stað- in upp var Rajah kominn að dyrunum. Því að tígrisinn hefir matvit, eins og ég hefi minnst á áður. Nú urraði hann jafnt og langdregið, cn hann hafði ekki þefað barnið uppi ennþá en stóð og starði á Lúru. Hún sá að nú var ekki við lambið að leika sér. Hún rétti höndina að arninum og náði í logandi eldibrand og rak VER.ST KULDANUM. — Elsti íbúinn í dýragarðinum í Odense er pelikani, og þeim líkar ekki sem best vetrar- veðrið á Norðurlöndum. Það er því ekki nema sjátfsögð öryggisráðstöfun til að verjast kvefi, að aldursforsetinn pelikani gengur með trefil um liáDsinn,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.