Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.07.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN «■< « <<<<<■;■-»:<<<<<<<<<< <-<-<<< <<< <<<<<<<<<<<<<<<<<<<< «■««<-< ROBERTA LEIGH: ' Ndlomynda - hjónabandið.: 6 * FRAMH ALDSSAGA * að til baka undir eins, því að hann sá að ef hann færi inn mundi hann ekki geta stjórnað skapi sínu. En það var einkennilegt, að honum skyldi finnast þetta koma sér við. Hvers vegna hafði hann reiðst og komist í uppnám? Hann reyndi að hugsa skýrt og hitalaust og kryfja þetta til mergjar, þar sem hann skálmaði fram og aftur um skrifstofugólfið hjá sér. Fannst honum að gengið hefði verið á eign- arrétt sinn? Eða var hann hræddur um, að hneykslis- mál gæti orðið úr þessu? Nei, það var eitthvað annað — það var eins og sjálf myndin af þeim tveimur angraði hann og særði. En kannske var það hégómagirnd hans sjálfs, fyrst og fremst. Lyndis var kon- an hans, þó að hann hefði útskúfað henni, og hann hafði ekki rétt til að krefjast, að hún gæti setið einmana. Nei, hann gat ekki krafist þess — það var miðalda-hugsunarháttur, en hann gerði það samt. Hann hafði vanist því að Lyndis væri alltaf á sínum stað. Það var eitthvað svo notalegt, eitthvað hlýjandi við myndina af Lyndis, sem sat við teborðið fyrir framan arininn, að Nic- holas hafði oft gefið sér tíma til að fara heim til að drekka te, í staðinn fyrir að láta senda sér það á skrifstofuna. En hann hafði aldrei hugsað um hvernig Lyndis leið. Hann hafði hugsað meira um sin- ar eigin tilfinningar en svo, um ást sína til Carole. En nú kvaldi það hann, að Lyndis hafði hlýjar tilfinningar gagnvart öðrum manni. Hann vildi hafa hana án þess að gefa henni nokkuð í staðinn, annað en nafnið sitt. En nú fannst honum varða mestu, að hafa stjórn á tilfinningum sínum þegar þau sæjust í kvöld og hann færi að tala við hana. Nic- holas hafði afráðið að tala við hana undir eins í kvöld, en láta bíða að minnast á atvikið þangað til þau væru skilin, það var báðum fyrir bestu. En hann fann samt að sér mundi veitast erfitt að tala rólega og rökrétt. Eitt- hvað uggvekjandi og frumrænt hafði náð valdi á honum, þessi eignarréttur, þessi frum- stæði eignarréttur, sem hann gat ekki haft vald á. Og þó! Hann óskaði að hann hefði ekki séð þau í faðmlögunum, þó að honum þætti gott að hafa uppgötvað þetta í tæka tíð. Ritara hans reyndist erfitt að fá greið svör hjá húsbónda sínum, sem annars var alltaf svo skýr og skorinorður. ,,Nú er ungfrú Sheraton í simanum aftur,“ sagði hún í fjórða skipti. „Segið henni, að ég sé í önnum,“ sagði Nic- holas óþolinmóður. Ritarinn varð forviða. Það var í fyrsta skipti sem hún hafði fengið þetta svar hjá Hamalton lávarði, þegar ungfrú Sheraton var í símanum. „Hún hefir hringt hvað eftir annað,“ sagði ritarinn. „Jæja, ég skal tala við hana,“ sagði Nic- holas önugur. Hann tók símann. „Hvað gengur að þér, elskan mín?“ sagði röddin í símanum. „Ég er alls staðar að leita að þér. Ég ætlaði bara að segja þér, að mér tókst að losna við þennan leiðinlega fjöl- skyldumiðdegisverð í kvöld, svo að við getum hitst, ef þú vilt.“ Nicholas hnyklaði brúnirnar óafvitandi. „Góða Carole,“ sagði hann. „Nú stendur svo á, að ég verð bundinn í kvöld sjálfur. Og mér er ómögulegt að sleppa.“ Það var eitthvað í rödd hans, sem hindraði að Carole reyndi að telja honum hughvarf. Röddin var köld og hörð, það var rödd kaup- sýslumanns í annríki, en þá rödd hafði hún aldrei heyrt í honum áður. Það leið ekki á löngu þangað til Nicholas kcm auga á Carole, sem sat inni í skrifstof- unni hans, Carole sem hafði varið mörgum klukkutímum til að dubba sig upp, enda var árangurinn eftir því. Klæðaburður hennar var töfrandi smekklegur, ofan frá litla kollu- hattinum með slæðunni og niður að skónum. Loðkápan, sem hún var í, var einföld í sniðum en glæsileg. „Hvað gengur að þér, góði?“ spurði Carol blíðlega. „Er einhver snurða komin á þráð- inn milli okkar?“ Hún gekk til hans og staðnæmdist svo nærri honum að hann gæti fundið ilminn af henni. „Þú ert eins og eitur í blóði mínu,“ sagði Nicholas og kippti henni snöggt að sér. 1 æsingnum, sem hann var í, virtist hún verða helmingi meira lokkandi en hún átti að sér. — En svo mundi hann faðmlög Lyndis og Johns. Nei, hann varð að vera heima í kvöld, og Carole var líka ánægð með að fá þessa stað- festingu á því valdi sem hún hafði á Nicholas, hinum ríka, fríða og tigna manni. Hún sagði blíðlega: „Ég er heima í kvöld, ef þú vilt hitta mig. Eg bíð ...“ Nicholas borðaði miðdegisverðinn með Lyndis án þess að segja orð og Lyndis talaði að venju á þann hátt, sem honum féll svo vel, — það var viðfelldin, einföld hversdagssam- ræða. Þau sátu andspænis hvort öðru við kaffi- borðið og þjónninn var farinn út. Nick horfði á fíngerða, fallega andlitið, það var bjart, vinalegt og opinskátt, en um leið sá hann John Masters vera að kyssa þetta sama andlit, og þess vegna fannst honum hann sjá allt gegnum rauða þoku. Hann hafði einsett sér að missa ekki stjórnina á sjálfum sér, en þegar hann tók til máls þekkti hann ekki sína eigin rödd. „Mér datt í hug að líta heim í dag og sjá hvernig gengi með myndina,“ sagði hann. „En það var þá allt annað, sem ég fékk að sjá þcgar ég leit í gættina.“ . Hann sá að Lyndis fölnaði og honum var ánægja að því að geta pínt hana, því að hann vildi hefna sin á henni fyrir það illa, sem hún hafði gert honum. Jæja, Nick hafði þá séð þau. Það var hann sem hafði opnað dyrnar og fótatak hans, sem hún hafði heyrt, er hann var á leiðinni niður stigann. Lyndis hafði vonað í lengstu lög, að það hefði verið einhver þjónanna, sem var á gangi. Það hefði verið slæmt, en þó var það skárra. „Ertu að hugsa um að giftast John Mast- ers þegar þú ert skilin við mig?“ spurði hann hvatskeytislega. Það var rétt komið fram á varir Lyndis að svara, að það kæmi honum ekki við og hann mundi eflaust gilda það einu, en hún komst_ ekki svo langt, þvi að Nich hélt áfram: „En það er kannske óþarfi fyrir hann að giftast þér. Mér sýndist hann geta fengið það sem hann vildi, án þess.“ Nick fann á sömu stundu, að orð hans særðu sjálfan hann eins mikið og þau særðu Lyndis. Hann fa-nn líka grimmdarlöngunina, sem var að magnast í honum, hann vildi kvelja hana — kvelja hana enn meira. „Hann getur fengið þig þegar ég er búinn með þig,“ öskraði hann allt í einu. „En fyrst vil ég smakka á kossunum þínum, sem þú ert svo gjöful á.“ Nick þreif til hennar og kyssti hana, hart og þrælslega. Lyndis vissi að þetta var haturs- koss, en samt ... Nick skyldi líka hve hættulegur þessi þjösnakoss var, hrinti Lyndis frá sér óg fór út. Honum hafði ekki tekist að stilla sig, eins og hann hafði ætlað sér. Hvað var það við þessa stúl-ku, sem gerði han-n hamslausan, og vakti hjá honum tilfinningar, sem hann hafði ekki þekkt áður? Lyndis hafði sagt Devon að svara að hún væri ekki heima, ef John Masters sí-maði. Dag- arnir urðu svo einkennilega tómir og efnis- lausir. Lyndis fannst að Nick gengi á snið við hana, væri jafnvel hræddur við að finna hana, en hún fyrir sitt leyti gerði sitt besta til að hitta liann. Hún var alltaf heima, alltaf ein- hvers staðar þarna í stóra húsinu. Hún hafði látið þess getið við Nick, að hún ætlaði sér ekki að hitta John Masters framar. Hún bætti því við, að hún ætti enga sök á því, að John hefði orðið ástfanginn af henni. Nick svaraði engu, en Lyndis vonaði og þráði að Nick hitti Carole ekki jafn oft og áður og stundum var svo að sjá, sem samfundum þeirra hefði fækkað. Og þá varð hún innilega glöð. Kannske ætlaði Nick að sýna henni sömu nærgætni og hún sýndi honum? Einu sinni hafði hún beðið bílstjórann að vera til taks, því að hún ætlaði í verslanir og það var rigning. Hún gleymdi sannast að segja stundum, að hún hafði bifreið og bil- stjóra til umráða. Þegar hún kom út á götuna datt glerið af armbandsúrinu hennar og brotn- aði. Bílstjórinn bauðst undir eins til að aka henni til gullsmiðsins, gullsmiðs Hamaltons

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.