Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 13.07.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 lávarðar, eins og hann komst að orði. Hann mundi gera við úrið á klukkutíma. Þau námu staðar við fagra verslun og Lyndis las yfir dyrunnm „Crombie & Fitch, lcgl. hirðskartgripasalar“. Hún sýndi úrið og var sagt að það mundi líklega taka tvo daga að gera við það, og svo var hún spurð að nafni og heimilisfangi. Þegar Lyndis nefndi að hún væri lafði Hamalton kom Crombie þegar sjálfur og heilsaði, „hann hefði ekki haft þá æru áður“. Og svo spurði ha-nn hvern- ig frúnni hefði líkað afmælisdjásnið, sem hún fékk. „Það var svo erfitt að ná í réttu smaragð- ana,“ sagði hann ísmeygilega. „Hamalton lá- varður heimtaði að það væru smaragðar, en svo gátum við náð í þá frá París, og þeir voru fyrsta flokks.“ Lyndis vonaði að það sæist ekki á henni hvernig henni varð innanbrjósts. Henni fannst klaki setjast að hjartanu á sér. Þessir smar- agðar höfðu vafalaust verið keyptir handa Carole, og hún mundi núna, að hún hafði heyrt talað um að ungfrú Carole Sheraton ætti afmæli núna einhvern daginn. Æ, þetta var allt svo Ijótt og auðvirðilegt. Nick gat ekki stillt sig um að gefa Carole gjafir, þó að líklega mundi hann ekki koma í afmælisveisluna hennar á Claridge Hotel. Lyndis mundi ekki hverju hún svaraði Crom- bie kaupmanni, er hún fór út úr versluninni. Mikið flón gat hún verið. Henni hafði í raun- inni tekist að gleyma Carole, láta eins og hún væri ekki til, á sama hátt og maður reynir að ímynda sér að sjúkdómur sé hættulaus. En þarna skaut Carole upp aftur og lét minna á sig á grimmilegan hátt, svo að allt varð verra en áður. Lyndis fannst þægilegt að geta hjúfrað sig í horninu á bílnum, þar sem minnst bar á henni, og nú bað hún bílstjórann að aka til Gunters í Park Lane, svo að hún gæti fengið sér te. Hún varð að fá að sitja í ró og næði einhvers staðar. En óheppnin elti hana. Hún var ekki fyrr komin inn fyrir þröskuldinn en hún sá Carole, og nú nagaði hún sig í hand- arbökin fyrir að hafa farið á svona tískustað, sem Carole vandi auðvitað komur sínar á. Hún gat ekki þotið út, því að vitanlega hafði Car- ole séð hana, þó að hún létist ekki taka eftir henni. Lyndis drakk úr tebollanum og bjóst til burtferðar — hún vildi ekki hitta Carole, þær áttu ekkert vantalað saman. En hins vegar vildi Carole hitta Lyndis og kom nú beina leið að borðinu hennar og sett- ist, heilsaði alúðlega og fór að masa. „Ég hefi eiginlega engan tíma til að slóra hérna, sagði hún og hallaði undir flatt, „en þessi piltur þarna ginnti mig hingað,“ sagði hún og benti á ungan mann, sem beið rjóður FUGLAAUGU. 1. Augaö er íullkomnasta skilningarvit fuglanna. Augun i ránfuglunum vega tvöfalt meira en heilinn í fuglinum — og það er nærri ótrúlegt hve vel þeir sjá. Þaö er t. d. fullyrt að sumar haukategundir og fleiri fuglar sjái kúlur úr byssum, þegar skotið er á af hrifningu yfir því að hafa fengið að drekka te með Carole Sheraton, hinni frægu, fögru dömu. „Ég á afmælisdag í dag og hefi mikið að hugsa,“ hélt Carole áfram og hneppti frá sér jakkanum. Á brjósti hennar glitraði á eitt- hvað, sem hún vildi auðsjáanlega að Lyndis tæki eftir. Það var smaragðanælan, sem ljóm- aði þar, ekki síður en augun í Carole. Lyndis fölnaði og starði eins og dáleidd á djásnið sem hún hataði. „Þetta er falleg næla, finnst yður ekki?“ tísti Carole. „Afmælisgjöf. Karlmennirnir eru gjafmildir þegar þeir eru ástfangnir — sér- staklega ef þeir eru ríkir, eins og Nick! Ég geri ráð fyrir að þér hafið séð Hamalton- smaragðana frægu — þessi næla er í sama stíl.“ Hvert einasta orð sem hún sagði var eins og svipuhögg. Lyndis gat ekki komið upp nokkru orði, hún vildi ekki svara ögrunar- orðum Carole. Hún vildi ekki leggjast svo lágt að stökkva upp á nef sér, og segja Carole til syndanna. Loksins, eftir að Carole var farin, ók Lyndis beina leið heim til sín — hún varð að tala við Nick. Hún gat ekki afborið þetta — að vera móðguð og hædd og höfð að leiksoppi. En Nick var ekki heima, og Lyndis spurði Devon hvað eftir annað, hvort hann hefði ekki skilið eftir nein skilaboð. Devon dró við sig svarið og sagði svo nei, þangað til hann játaði með semingi, að hann hefði aðeins beðið fyrir skilaboð til ungfrú Sheraton, um að Hamalton lávarður mundi koma í veisluna þá, og víki sér undan þeim. Þess vegna sé svo erfitt að skjóta þessa fugla. 2. Uglan sér í myrkri. Standi maður í náttmyrkri 15 metra frá kertaljósi, sér maður ekki mús sem skríður við fæturna á manni. En ugla sér mús sem reynir að fela sig í grasinu, þótt hún sé 500 metra frá ljósinu. Og ennþá betur ef hún er á lofti fyrir ofan músina. hennar, jafnvel þó að það yrði seint, vegna annrikis. Lyndis bað um að láta færa sér miðdegis- verðinn upp í herbergi, sitt, henni fannst hún mundi ekki geta setið upprétt við borðið, hún hefði ekki þrótt til þess. Hún gat ekki sofið, en lét loga á náttlampanum og horfði á klukkuna mæla óendanlega langar mínútur og kvaldist af tilhugsuninni um að vita Nick og Carole saman. Nú voru þau sjálfsagt að dansa saman og augun í Carole geisluðu eins og harðir demantar. Það var árangurslaust að reyna að sofa. Hún vildi heldur bíða þangað til Nick kæmi heim, og kringum klukkan þrjú um nóttina heyrði hún loks gætilegt fótatakið hans. Lyndis kallaði og heyrði að Nick stansaði og hikaði áður en hann kom að dyrunum. „Ég verð að tala við þig,“ sagði Lyndis og röddin brast. „Ég er þreyttur, svo að ef það er ekki áríð- andi samtal, sem þú óskar, væri gott að það gæti biðið þangað til á morgun,“ svaraði Nisk þreytulega. Kvöldið hafði verið langt. Langt og einkennilegt og honum íiafði fund- ist allt svo formlaust, fullt af ósamræmi og tilgangsleysi. Hann hafði verið að reyna að Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjöri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. ADAMSON Adamson flytur legubekkinn sinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.