Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Undrnlandið KONQO Qaldrnmenn og smringnr ■; ílalski blaðamaðurinn Felice Bellotti hefir fyrir nokkru skrifað bók um hið v •; 2. j mikla land Kongo og íbúa þess. Mestur hluli þessa lands er belgisk nýlenda, I \ Gr. en hinir hvítu drottnarar þess hirða lítið um vclferð landsbúa. Kongo er I V/ \:{ j :• í ríkt land og Belgar græða of fjár á úran-grýti þaðan. }- í GALDRALÆKNINGAR. Svertinginn tekur því seni að hönd- um ber, en hirðir ekki um að kryfja ástæðurnar fyrir þvi. Hann veit að rigningartími kemur eftir þurrktima, en veit ekki hvers vegna. Hann lítur á náttúrufyrirbærin, sjúkdóma og annað, líkt og Evrópumaðurinn lítur á umhverfið þegar hann er staddur í frumskógi i fyrsta sinn, óvopnaður um miðja nótt. Skrjáf í blaði eða ýlfur í dýri getur táknað dauðann — skríð- andi nöðru eða leóparða, eða villi- mann sem leggur eiturör á bogann. Hvíti maðurinn verður óstjórnlega hræddur — við hið ókunna. Því að hann þekkir ekki þessi óhljóð og kann ekki að gera sér grein fyrir hvaðan þau koma. Hann verður jafn skelk- aður við gól ibisfuglsins eins og við hvæs nöðrunnar, af þvi að hann þekk- ir ekki frumskógalifið. Eins er það með svertingjann og lífið. Allt er ráðgáta í meðvitund lág- stæðra ])jóða, nema það senv þeir hafa lært af reynslunni og tekið sem sjálfsögðu. Dauðinn, til dæmis. Svert- inginn veit, að allir verða að deyja, ýmist úr elli, sulti eða pest, því að það hefir hann reynt. En þegar dauð- inn stafar af öðru, t. d. lungnaveiki, svefnsýki eða manndrápum — hefir hann ekki nema eina skýringu: daua. Það er að segja galdra, eða „illa lengi rignir og akrarnir verða að svaði? Hverjum er þetta að kenna? Ef til vill sést ekki nokkur antílópa þegar veiðitíminn er genginn í garð. Hver hefir galdrað skepnurnar? Allir eru hraustir og heilbrigðir, en allt i einu ler fólkið að hrynja niður. Negr- arnir vita ekki að þetta er farsótt, þeir vita ekki að moskítóflugan ber með sér gulu sóttina og tse-tseflugan svefnsýkina. Hver hefir litið „illa auganum" til þeirra og hvernig eiga þeir að verjast? Eina ráðið er að fara til galdralæknisins. Gamall höfðingi, sem hafði átt skipti við hvíta menn árum saman, sagði við mig: — Ég veit eins vel og þið, að galdralæknarnir eru verstu þorparar, en hver á að verja okkur fyrir daua, ef við hengjum þá alla eða setjum í fangelsi? Og hvers vegna hættu hvítu mennirnir ekki sjálfir illvirkjum og morðum, ef þeir vilja uppræta hjátrúna? Galdralæknirinn er eins konar at- hvarf villimannanna, og þeir geta ekki án hans verið. Ilraustur maður á besta aldri leggst veikur og deyr úr ókunnum sjúkdómi. Ættingjarnir leita lil galdralæknisins, sem hefir frétt um atburðinn. Þeir biðja hann um að komast að hver hafi litið illa auganu, svo að þeir geti hefnt sín. Galdralæknirinn fer i skrúða sinn og ráðfærir sig við undra- gripi sína, steina, mannabein, tréfæt- ur eða talandi völvu. Svo kveikir hann á eldspýtu, og meðan hún logar nefnir hann nöfn á ýmsum grunuðum. Ef loginn slokknar meðan eitthvert nafnið er nefnt, er hrappurinn fund- inn. Hann er dæmdur morðingi og kvalinn og drepinn. En eftir nokkra daga deyr nýr mað- ur úr fjölskyklunni úr sama dular- fulla sjúkdómi. Hefir galdralækninum skjátlast? Nei, alls ekki, annars mundi stofninn líða undir lok. Fólkið er með öndina í hálsinum meðan galdralæknirinn fer kofa úr kofa, þylur særingar og stráir kynja- dufti kringum sig. Þegar hræðslan hefir náð hámarki er tíminn kominn. Galdralæknirinn segist þurfa sannan- ir til að finna glæpamennina, og allir þyrpast kringum hann og hrópa: Sannanir! Við heimtum sannanir! Og svo hefst atliöfnin. SÆRINGADANSINN. Karlmennirnir setjast í hring kringum galdralækninn. Þeim er boð- ið sterkt öl, sem bruggað er úr rúgi og banönum: pombe. Galdralæknirinn stráir kynjaduft- inu úr litlum poka. Við hlið hans sitja tvær konur, ataðar hvítri máln- ingu á höndum og andliti, og þær eiga að særa fram sannleikann. Onnur hef- ir gát á kynjaduftinu en hin á öl- kagganum. Sannleikurinn felst í ölv- uninni — eða öl er innri maður. Þegar fer að dinnna og bálið hefir verði kveikt byrjar „afhjúpun'ardans- inn“. Karlmennirnir dansa i hring. Þeir eru allir með hnífkuta, spjót eða kylfur. Ölkannan er fyllt á ný, galdra- læknirinn sáir dufti í hana og svo býður önnur konan einum hermann- inutn að drekka. Hann þambar og skipar sér svo í hringinn aftur. Svona gengur lengi, en smám saman fara þeir sem þola minnst, að gerast svínkaðir. Ef einhver hikar við að drekka bendir galdralæknirinn á liann og segir, að þarna sé sá seki, og þá er úti unt hann. Hinir ráðast að honum með linifum og kylfum og drepa hann. En ekki er þar með búið. Þeir eru svo margir sem kasta illa auganu. Dansinn heldur áfram og fleiri eru drepnir . .. Árangurinn af einum svona dansi var sá að 17 menn í 150 íbúa þorpi voru drepnir á einni nóttu. Galdra læknirinn var dæmdur til dauða af belgiska dómstólnum og hengdur þar, sem særingar hans höfðu farið fram. Ilann Icit fyriflitlega á snöruna og sagði að þegar hann væri dauður skyldi hann koma aftur og strá hvítu dufti við dyr svertingjaböðlanna tvcggja, sem hann tóku af lífi. Þá þverneituðu báðir að hengja liann og hvítir menn urðu að gera það. HVÍTIR TÖFRAR OG SVARTIR. í Afríku eru tvenns ko'nar galdra- læknar: þeir sem tigna illu andana og þeir sem berjast gegn þeim. Maður sem vill losna við óþægilegan keppinaut, hvort heldur er um konu, eign eða arf, þorir ekki að drepa hann sjálfur. Þess vegna laumast hann lil svartagaldursmanns og biður um augað“. Svertinginn veit að hann getur dáið ef hann hefir drukkið eitur eða særst af eiturör, en hann veil ekki hvers vegna hann deyr af þvi. Það er ekki eitrið sem hann hugsar um þá, heldur aðeins um daua: illa augað. Daua er grasstrá, sem fávís svertinginn stingur gegnum hurðina á kofanum símun meðan gahlralæknirinn þylur særing- ar á meðan, af hræðslu við dauðann. Daua er svefnsýkin og gula sóttin. s Afleiðing þessarar hjátrúar er sú, að fólk Mið-Afriku er síhrætt tim lif sitt. Afríkusvertinginn er alls ekki rag- ur. Pygmæi, sem hefir aðeins spjót að vopni, er hinn rólegasti þó að liann mæti fíl, þótt liann viti að fillinn gæti sent hann inn i eilífðina með því að dingla rananum. Hermennirnir þerj- ast ótrauðir við fjandmennina þó að þeir viti, að svo geti farið að þeir lendi i matarpottinum þeirra. Þcir ganga syngjandi með spjót og trumb- ur til orrustu við Ijón og leóparða, og vita vel hvaða hættur vofa yfir þeim. Þeir fara frarn úr hávöðunum i ánum á eintrjáningnum sinum og gösla í fenjunum þó að krökkt sé af krókódílum þar. Þær taka mótlætinu með þögn og þolinmæði. En þegar ])eir standa andspænis því, sem ]>eir áttu ekki von á, verða þeir viti sinu fjær af hræðslu. Hvernig eiga þeir að vcrjast þegar það óskiljanlega ber að höndum? Til dæmis þegar kornforðinn er þrotinn og rigningarnar ættu að vera byrjað- ar en koma of seint. Eða þegar of Að ofan: Galdralæknirinn á heimili sínu. Á veggjunum eru ýmiss konar töfragripir, sem hann selur dýru verði þeim, sem geta borgað. Til hægri: Villimaður skemmtir sér við að horfa á dans og hristir í sífellu höfuðbúnaðinn, sem gerður er úr hári af apa-rófum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.