Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 6
FÁLKINN 4? 4» 4* 4? 4* 4? 4» 4? 4» 4» 4* 4» 4* 4» 4* 4» 4* 4* 4* 4* 4» 4? 4* 4* 4* 4* 4» 5C Eva Qabor: 3 ORKIDEUR OG SAIAMI Sramháldssaga 4» 4» 4» 414* 4? 4» 4? 4» 4* 4» 4? 4* 4» 4» 4* 4» 4* 4» 4» 4* 4» 4? 4? 4? 4» 4? 5? MEÐ SPENNTA REGNHLÍF I BIL. Mér leið vel i Hollywood um þess- ar mundir. Leikæfingar frá morgni til kvölds. Vinnuharka og hispurs- laus umgengni setti svip á lífið. í m'atsalnum fékk ég fyrst að sjá stór- mennum svo sem Marlene Dietrich og Dorothy Lamour bregða fyrir, er þœr komu svifandi til að fá sér brauð- sneiö með sardínu ofan á. Þær borð- uðu i litlu stofunni inn af matsalnum — þar fékk aðeins úrvalið að koma. Þegar frá leið fór að koma tóma- hljóð í budduna og ég varð að selja það lítið sem ég átti af skartgripum. Nokkur hluti andvirðisins fór fyrir bifreið, sem einhvern tíma hafði ver- ið með blæju til að draga niður — og upp. En blæjan var týnd fyrir löngu. Þegar rigndi var ég vöh að aka á kvikmyndastöðina með uppslegna regnhlíf i annarri hendinni. Þetta varð til þess að vekja ýmiss konar fár- ánlegar hugmyndir um ungversku þjóðina. Þegar dagsverkinu lauk borðaði ég miðdegisverð og fór i kvikmyndahús. Ég fór inn og settist á minn stað kl. sjö, og sat þar þangað til mér var fleygt út um lágnættið. Tilgangurinn með þessari þaulsætni var sá að læra cnsku, og ég fann að ef ég sá sömu myndina tvisvar eða þrisvar, skildi ég betur hvað sagt var. Eric var hins vegar á kvöldskóla á hverju kvöldi. Eftir nokkra mánaða sælumók dal- aði ég bægt »g bítandi niður á jörðina aftur. Mér fór að skiljast, að ég mundi ekki verða „leading lady" Gary Coop- ers. Kúrekastelpur með ungverskum málhreim voru ekki beinlinis i háveg- um um þær mundir. í átta mánuði beið ég eftir tækifærinu. Loks kom það. Ég fékk að leika til reynslu undir Ronald Colman- kvikmynd, scm hét „Samlif mitt og Caroline". Leiksviðið var stigi. Ég kem niður stigann glöð og kát til að taka á móti eiginmanni minum, sem er að koma heim úr langferð. Ég hleyp á móti honum, barmafull af ástríki og eldi, en hvað gerir hann, béaður dón- inn? Hann segir mér að hann hafi afráðið að fara frá mér. Nú er líf mitt einn öskuhaugur og ég fer að gráta. Þctta var endurtekning á annarri prófrauninni minni. Hin snöggu um- skipti frá gleði til sorgar. Þessi tilraun tókst vel, en ég fékk ekki hlutverkið. Dómurinn hljóðaði á þá leið, að ég væri of ungleg. En fyrirhöfnin varð þó ekki til ónýtis. Eftir þessa tilraun endurnýjaði Paramount samninginn tíl heils árs, og Iét mig fá hlutverk í annarri kvikmynd. KVENNATÁR ... Ég átti að leika barnfós'tru, og þeg- ar fatadeildin hafði dubbað mig upp í blátt og hvitt með hettu á bausnum, þrammaði ég inn í myndasalinn til að standa fyrir máli mínu. Þegar leik- stjórinn sá mig sagði hann: — Hvað viljið þér hingað? Mér sýnist að yður veiti ekki af barnfóstru sjálfri! Ég var langt of ung í þetta hlut- verk líka, og vonbrigðin urðu svo mikil að ég fór að skæla. Ég stóð þarna og háorgaði. Tárin runnu niður kinnarnar ásamt roða og augnabrúna- svertu. Ég grét svo að táralækirnir bunuðu niður barnfóstruburuna. Ég nísti tönnum, saup hveljur og blánaði í framan. Forstjórinn, sem þarna var við- staddur, þoldi ekki að horfa á þetta. — Ungfrú Gabor, sagði hann. — Ef þér hættið að gráta, lofa ég yður því, að þér fáið annað hlutverk i þessari mynd. Ég var nákvæmlega þrjár sekúndur að komast i samt lag aftur. Hann efndi loforðið og fann annað hlutverk handa mér. Þetta var pinulítið hlutverk, en það var fyrsta hlutverkið mitt, þó ekki væri annað. Svo komu fleiri smáhlutverk, sem tókust upp og niður. Einu sinni var ég spurð hvort ég gæti sungið. Ég sagðist ekki kunna að syngja, en ég gæti reynt það. Ég fégg söngtíma í þrjá daga og kom svo til að láta prófa mig, sannfærð um að ég yrði ekki lakari en Jenny Lind. Ég setti mig i skorður upp við slaghörpuna, reigði hausinn aftur og slengdi úr mér tón- unum. Leikstjórinn hlustaði þegjandi á mig í nokkrar niínútur. Svo stóð hann upp og gekk út. Og þar með lauk framabrautinni minni hjá Paramount. Þeir gáfust upp á mér, en ég gafst ekki upp. Ég var staðráðin í að verða fræg fyrir kvik- myndaleik. OG nú var ég farin að þroskast. Ég hafði fengið meira mótstöðuafl, og þó að ég gæti ekki enn staðið augliti til auglits við beinharða raunveruna, vissi ég þó að minnsta kosti að hún var til. Ég vann á hverjum degi og fór heim á kvöldin til að hugsa um heimilið og búa til matinn. Ég nota orðið „matseld" í víðtækustu merk- ingu. Þegar ég sagði við manninn minn, að ég skyldi tína saman eitt- hvert snarl, þá verð ég að játa, að það var einmitt það, sem ég gerði. Eftir að Paramount og ég vorum skilin að skiptum kom tímabil sem mér leið verulega illa. Ég var sorg- mædd og ringluð. Mig langaði svo mikið til að verða kvikmyndaleikkona, en enginn kom og bauð mér vinnu. Og jafnframt fjarlægðist cg manninn minn, því að ég gat ekki um annað luigsað en sjálfa mig og mín eigin viðfangsefni.,Ég hafði gifst Eric áður en ég var orðin svo þroskuð að ég vissi hvers ég óskaði mér i lífinu, og nú var það hann, sem varð að líða fyrir að ég var svo illa undirbúin ]jegar ég tók honum. Okkur skildist báðum, að hjónabandið gæti ekki orð- ið varanlegt. Svo leið hálft ár. Ég kom minka- kápunni og veðlánaseðlunum á vísan stað, seldi hilinn fyrir 30 dollara og fór tilNew York, i þeim erindum að gera skyndiárásir á leikhús borgar innar. Zsa Zsa systir mín kom til New York um sama leyti og ég. Ég einsetti mér að vaxa Zsa Zsa i augum með því að taka á móti henni á flugvellinum nieð svartan hatt með barði, sem minnti á hina frægu fljúg- andi diska. Og í ofanálag hafði ég sett slæðu a hattinn. Hún slóst í gol- unni eins og fáni á þjóðhátíðardegi. Meðan ég var í Hollywood vildi enginn vita af mér, en frá því að cg steig fæti niður í New York komu simskeytin eins og fjaðrafok til min og textinn var: „Komdu aftur! Komdu aftur!" Þessi neyðaróp frá umboðs- manni mínum vöktu þær tilfinningar hjá mér að ég hefði brugðist kvik- myndaiðnaði Bandaríkjanna einmitt þegar hann mátti síst án min vera. En þegar umboðsmaður minn símaði að David Selznick mundi veslast upp ef ég 'kæmi ekki áftur í skyndi, gekk alveg fram af.mér. Ég hljóp upp i fyrstu lestina sem ég sá, og ók beina leið til Hollywood. Þegar ég hafði sest að í kvikmynda- borginni í annað sinn varð ég þess brátt visari að hinn deyjandi David Selznick var á batavegi og hættur við að veslast upp. Hann hafði engan tíma til að tala við mig, þvi að hann var allur í samningum við frú Tsjang Kai-sjek, sem var nýkomin i bæinn. Meðan ég beið eftir að Selznick kæmi og byði mér tíu ára samning upp á fimmtiu milljónir á ári ,fékk ég til- boS frá Fox-Film. Og — eins og við segjum á ungversku — „gömul hæna í dag cr betri en kjúklingur á inorg- un". Ég tók tilboðinu. En Fox-Film lét mig ekki fá neitt hlutverk. Ég var gerð afturrcka niður á ncmendastigið — í biðina og iðju- leysið. Nú flaut út af. Ég var svo reið að ég hefði getað drepið mann. Hér var ég komin aftur — að kvikmynd- unum og þó ekki að kvikmyndunum. Ég kvikmyndaði til reynslu í blut- verkum, sem ég átti aldrei að fá. Ég fór að líta gagnrýnandi á þjón- ustustúlkurnar í veitingahúsunum. I Hollywood verður maður annað hvort leikkona eða frammislöðustúlka. Mig dreymdi um að hakka David Selznick í smábita og matreiða hann með súr- káli og grænum baunum. En loks fékk ég hlutverk í mynd, sem Tallulah Bankhead lék aðalhlut- verkið í. Ég man eftir að ég var á nálum fyrsta skiptið sem ég áttí að leika, meðan Tallulah sat og horfði á mig. Charlcs Coburn lék á.móti mér, hann hafði margra ára leikhúsreynslu að baki. Sein betur f ór mistókst Coburn þennan dag. Hann var alltaf ao' gleyma tilsvörunum sínum, og það jók mér sjálfstraust. Enginn setti of- an í við Coburn. Og þá átti mér að vera óhætt á meðan. Helsti viðburðurinn meðan á þess- ari myndatöku stóð var sá, að ég kynntist hinum nafntogaða Ernst Lubitsch, og fór vel á með okkur. Eg var oft gestur í hinu skrautlega spánska stórhýsi hans, þar sem hvert berbergi var stórt eins og danssalur — og eldhúsið líka. Hafði hann prýtt stofurnar með alls konar heimilisiðn- aði frá Mexico og eftir Indíána. Bóka- safnið hans var virkilegt bókasafn og Ernst Lubitsch Iiafði lesið allar bæk- urnar. Eftir þessa mynd varð ég aftur „á lausum kilií'. Það byrjaði með snöggu iðjuleysi og endaði sem ólæknandi atvinnuleysi. ANNAÐ HJÓNABANDIÐ. Meðan ég beið eftir „tækifærinu" lék ég i leikhúsi. Eitt kvöld eftir sýn- ingu hitti ég Charles Isaacs. Það var árið 1943. Eg var atvinnulaus í augna- blikinu — og tilfinningalífið líka — en Charles Iét mig fá nóg að gera. Og það verður ekki annað sagt en Iukkuhjólið hafi snúist. Ég hafði orð- ið að velta hverjum eyri tvisvar, en allt í einu var ég gift inanni, sem velti sér í peningum. Eg sprakk út eins og blóm sem húsfreyja á hinu ríkmann- lega og fagra heimili Charles, og gat tekið lífinu með mestu ró. Charles gerði mig kenjótta. í hans augum gat ég hvorki sagt né gert annað en það sem rétt var. Þegar ég hafði rangt fyrir mér varð það Charles Isaacs giftist Evu og gat veitt henni allt. En hún undi ekki hjá honum — hún vildi ná frama sem leikkona.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.