Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Breytingin á Alíred T/AFIÐ þér séð að nýja fólkið er *.*¦ komið í húsið? spurði frú Holst þegar hún hitti Kari Vang hjá græn- metissalanum. — Eigið þér við húsið hans Mon- sens? spurði Kari og dró Pétur son sinn ofan af einum kassanum við búðardiskinn. — Já. Það var auðvitað að það mundi ekki standa tómt lengi. Svo- leiðis íbúðir eru ekki á hverju strái nú á dögum. — Hvernig fólk skyldi þetta ann- ars vera? sagði Kari jneð sinni ásköp- uðu forvitni. — Kannske þurfa þau einhverrar hjálpar við, þessi hjón. Ég gæti litið inn og spurt. Það er oft eitthvað sem vantar, þegar fólk kem- ur í ný húsakynni. Frú Holst fussaði gröm. — Mér fyrir mitt leyti finnst, að þegar fólk kemur vaðandi inn til bráðókunnugs fólks, stafi iþað fyrst og fremst af forvitni. Kari skyldi sneiðina, og vegna ])essarar athugasemdar fór hún ekki inn til nýja fólksins, eins og hún hafði hugsað sér, heldur beint 'heim. Og þegar heim kom þurfti hún að hugsa um matinn og þvo upp, svo að hún gleymdi alveg nýja fólkinu. Það var ekki fyrr en löngu síðar, er hún sá þrjár manneskjur þramma inn Eikihlíðarveg að það rifjaðist upp fyrir Kari að hún hafði eignast nýja nágranna. Hún stóð og góndi á fólkið úr svefnherbergisglugganum og varð einkum starsýnt á drenginn, sem var litlu stærri en hann Pétur hennar. — Dæmalaust er þetta hreinn og snyrtilegur drengur, hugsaði hún með sér og andvarpaði. Ljósgráu sumarfötin hans voru svo gerólík bómullarpeysunni og bættu brókunum hans Péturs. En þessi nýi drengur var fölur, hann var með stór hornspangagleraugu og gekk rólega milli foreldra sinna. Hann virtist ekki hafa neina löngun til að hlaupa eða bregða á leik eins og aðr- ir drengir. Hann var lifandi eftir- myndin hans föður síns. Hann var líka með hornspangagleraugu og fölur og áhyggjufullur á svipinn, en liugs- andi og greindarlegur. Frúin var i svartri kápu og með hatt, sem fór henni illa. Ekkert þeirra sagði orð. Karli hirsti úr þurrkunni út um gluggann, og frúin niðri á götunni leit upp. Kari fannst hún líta á sig með ýmugusti. Þau virðast ekki vera mannblendin, hugsaði Kari rneð sér og sneri sér frá. Nýja fjölskyldan, Andersen, visaði hæversklega á bug öllum viðkynn- ingartilraunum nágrannanna, cn þess varð ekki langt að bíða að krakkarnir í hverfinu hefðu myndað sér skoðun á nýja drengnum. Það var nú, þrátt fyrir allt, ekkert gaman að heyra mæður sínar tönnlast á því i sífellu, að hann Alfred litli Andersen sliti aldrei gat á olnbogana á sér eða týndi húfunni sinni, og að hann væri alltaf hreinn og svo einstaklega prúður. Slík dyggðablóð hafa aldrei verið vinsæl í strákahópi. Pétur Vang, sem hafði erft forvitni og framhleypni af móður sinni, liljóp á eftir Alfred á heimleiðinni úr skól- anum og spurði: — Hvers vegna kem- ur þú ekki í garðinn okkar og leikur þér? Við höfum tjald þar og getum matreitt handa okkur sjálfir. — Mig langar ekkert til þess, svar- aði Alfred og leit varla upp úr bók- inni, sem hann var að rýna í á leið- inni. Lotta, tvíburasystir Péturs, leit á hann. — Þú ert víst eitthvað skrítinn, drengur, sagði hún. — Langar þig ekkert að leika þér við okkur? Alfred skimaði kringum sig og leit á litlu, nýmáluðu Juisin og háu eikina, sem vegurinn hét eftir, og hann virtist verða forviða er hann sá hvar hann var. Svo leit hann í bókina og siðan á Lottu, sem nú var að róla sér i hliðinu. Hann :hélt fingrinum eins og bók- merki og sagði: — Hún mamma vill ekki að ég ieiki mér við ókunnug börn, þar sem hún getur ekki séð til anín. — Við erum ekki ókunnug, sagði Lotta og rak út úr sér tunguna. Alfred fór inn um sitt eigið hlið og skömmu síðar skellti hann forstofu- hurðinni í lás. Það er hugsanlegt að það hafi verið þetta samtal ,sem olli byrjuninni að breytingunni á Alfred. En hann 'hélt áfram að rýna í bæk- urnar á heimleiðinni úr skólauum. Hann langaði ekkert til að klifra upp í tré eða leika kúreka og Indíána, eins og önnur börn. Eini munurinn á honum var sá, að hann hafði gaman af að vera með Lottu. Á heimleiðinni úr skólanum urðu börnin að fara yfir brú á læk, sem rann í tjörn rctt neðan við brúna. Þetta var uppáhalds leikvöllur krakk- anna við Eikihlíðarveg. Þau busluðu í tjörninni og ólátuðust þarna allt lið- langt sumarið. — Komdu hérna, þú hefir ekki hug- mynd um hve gaman er i vatninu, kallaði Lotta þegar Alfred fór fram hjá. Hún hafði vaðið út i tjörnina og hoppaði, svo vatnsgusur gengu yfir hana. — Mamma segir að ég megi ekki vaða, svaraði Alfred. Hanscn, eigandi grænmetisverslun- arinnar, reykti pípuna sína við annan brúarsporðinn og horfði áhyggjufull- ur á hann. — Þú ert aumi sérvitring- urinn, sagði hann. — Það er rangt að drengir á þínum aldri séu svona mikið einir. Þú átt hvorki bræður né systur — hvers vegna leikur þú þér ekki við hin börnin? — Ég átti bróður einu sinni, sagði Alfred og hnyklaði brúnirnar og varð eins og smækkuð mynd af föður sín- um. Svo stakk hann bókinni i handar- krikann og flýtti sér heim. ÉG botna ekkert í þessu barni, sagði Kari Vang við manninn sinn. — Fyrst í stað hélt ég að þetta væri prúður og vel upp alinn drengur — og ég verð að játa, að ég hefi óskað að hann Pétur okkar líktist honum — en nú finnst mér hann vera of daufur. Hann gerir að vísu allt, sem hún móðir hans segir honum, en það getur orðið of mikið af þvi góða. Hver hefir sínar hugmyndir um barnauppel'di, svaraði Vang. — Faðir hans er afar hæglátur líka. Hann hafði ágæta stöðu, sem framkvæmdastjóri í kaupstað fyrir norðan. En hann sótti um að komast á nýjan stað og lenti svo í þessum afkima. Hann sagði mér það í strætisvagninum á leiðinni í bæinn," einn morguninn. — Það er ekki að sjá að hann langi til að kynnast fólki, sagði Kari og hristi höfuðið. Pétur og Lotta fengu hvolp i af- mælisgjöf. En það var Lotta, sem lék sér mest að honum. I hennar augum hafði jafn dásamlegur hvolpur aldrei fæðst í þennan heim, og hún ætlaði að springa af monti þegar hún kom út í hliðið 'til að sýna Alfred hann. — Er hann ekki indæll? spurði hún og strauk hvolpinum. Hvolpurinn brölti upp á öxlina á henni, lagði skítugar lappirnar á hvítt skyrtubrjóst Alfreds og sleikti hann i framan. — Hefirðu séð yndislegra? andvarp- aði Lotta hrifin. Alfred lokaði bókinni sinni og klappaði hvoipinum. — Hann er ansi fallegur, sagði hann með semingi. — Þú ættir að sjá hann þegar liann hleypur, sagði Lotta. Hún setti hvolp- inn niður á götuna og festi ólina i háls- bandið á lionum. Hvolpurinn skildi þetta sem bendingu um að brölta upp eftir fallegu hálfsokkunum á Alfred, og sem snöggvast fór bros um litla andlitið alvarlega Lotta gekk með lionum upp götuna og hvolpurinn hoppaði og dansaði kringum hana, valt fram af gangstétt- arbrúninni og gelti. Þetta varð of- raun, jafnvel fyrir fyrirmyndarbarn eins og Alfred. Hann lagði bókina varlega á grindarstólpann og fór að hlaupa á eftir hvolpinum. — Ertu óvanur að hlaupa? spurði Lotta og fyrirlitningin skein úr rödd- inni þegar Alfred náði henni aftur. — Þú ert að springa af mæði! — Mamma segir að ég megi ekki hlaupa, kreisti Alfred upp úr sér og tók öndina á lofti og reyndi að drag- ast ekki aftur úr Lottu, sem hljóp við fót og að grasblettinum undir cikinni. — Skelfingar vitleysa! sagði Lotta í vandlætingartón. Frú Andersen stóð fyrir utan dyr, eins og hún var vön, til að vita hvort hún sæi ekki Alfred koma úr skól- anum. Hún starði agndofa á það sem hún sá. Þarna kom Alfred í óhreinni skyrtu, skítugur á hnjánum, með stelpu- gæskninu hans Vang og með hvolp, sem líklega var morandi i flóm! — Alfred! kallaði hún snúðugt, og Alfred fór hlýðinn en þó nauðugt inn um hliðið. Aldrei þessu vant langaði hann mest til að gera uppreisn. Kari frétti dálitið nánar um atburð- inn í grænmetissölunni. Það var Han- sen, sem gat frætt hana. — Litli drengurinn nýi sagði mér að hann hefði átt bróður. Ég veit ekki hvað kom fyrir hann, en kannske er það út af honum, sem frú Andersen er svona hrædd um drenginn. Hún eyðileggur hann alveg með allri þess- ari varúð, sagði gamli maðurinn gramur. — Hann ætti að fá að leika sér og ólátast aneð hinum krökkunum. Kari leit við þegar hann þagnaði og nú sá hún að frú Andersen var komin inn í búðina. — Mér er ómögulegt að halda krökk- unum mínum burtu frá tjörninni, nöldraði Kari. — Þau koma heim, forug upp undir hné á hverjum ein- asta degi. Það er ekki nema dýpsli parturinn af benni, sem hægt er að synda í, en það er eins og þeim þyki mest gaman að vaða i drullunni á grynningunum. — Hvers vegna látið þér þau fara þangað? spurði frú Andersen. Kari hló. — Er ihægt að verja ond- um og krökkmu vatnið. Hún varð hissa að sjá hvernig svip- ur frú Andersen breyttist þegar hún nefndi „vatnið". Það var líkast og slæða væri dregin fyrir hið drunga- lega andlit, en hún sagði ekki eitt orð. Svo borgaði hún fyrir gulræturnar sínar og fór út. — Hún lítur svo skelfing raunalega út, sagði Kari allt í einu við frú Holst, sem kom inn í sömu svifum. — Hún vildi ekki einu sinni koma inn til mín og fá kaffi, þegar ég bauð henni það. Hún hafði svo margt sem þurfti að stoppa í. Mér finnst það fábjánahátt- ur að fara lieim og stoppa í sokka, þegar maður getur fengið kaffi i staðinn. Frú Holst lækkaði róminn og hvísl- aði. — Já, það er talsvert einkenni- legt. Ég skal segja yður — mér finnst eitthvað grunsamlegt við þetta fólk. — Hann hafði miklu betri stöðu þarna fyrir norðan, sagði maðurinn minn mér, sagði Kari er þær urðu samferða- út úr búðinni. — En hann bað uua að fá að breyta una verustað. — Já, það verður ekki annað sagt cn það konai einkennilcga fyrir sjónir, sagði frú Holst. — Og þau tala aldrei um sjálf sig, og helst að sjá að þau vilji helst ekki eignast neina vini.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.