Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN NOKKRUM dögum siðar stóð Kari og var að horfa i búðarglugga. Einhver nam staðar við hliðina á henni og þegar hún leit við sá hún að það var frú Holst. Henni virtist vera mikið niðri fyrir, og Kari horfði forviða á hana. — Nú skal ég segja yður tíðindi, byrjaði frú Holst. — Ég sat inni í kökubúðinni og var að drekka te með henni frú Berg, og þá gekk frú And- ersen fyrir gluggann, og frú Berg fór að minnast á ýmislegt, sem hún hafði heyrt um hana. — Þekkir hún hana? spurði Kari. — Já — að minnsta kosti af af- spurn. Systir frú Berg á heima fyrir norðan, og hún þekkti frú Andersen vel. Og nú skal ég segja yður nokkuð. Fyrir nokkrum árum, já, það stóð meira að segja i blöðunum — drukkn- aði annar drengurinn þeirra, og ýms- ir héldu þvi fram að það hefði verið föður hans að kenna. Finnst yður það ekki hræðilegt? Rödd frú Holst var þannig, að hún virtist fremur hlakka yfir þessu en vorkenna það, og Kari blöskraði þetta. — Æ, þetta er hræðilegt! sagði hún. ÞVílíkur harmur þetta liefir verið fyrir þau! Kannske er það af þessu, að frú Andersen er svo fáskiptin. Kannske heldur hún að fólk tali um menn á bak. — En ef fólk talar ekki um það veit maður ekki hverju maður á að trúa, sagði frú Holst. — Það er ekki nærri allt, sem mann langar til að segja öðrum, sagði Kari stutt í spuna. Eftir á hugsaði hún með sér: Kannske það væri betra fyrir frú Andersen ef hún gæti talað um það við einhvern. Það er engin furða þó að hún sé hrædd um hann Alfred litla. Það var þetta samtal sem kom henni lil að segja við Lottu dóttur sína: — Mér finnst að þú ættir að vera góð við hann Alfred og leika þér við hann. Það er ekki gaman fyrir hann að vera alltaf einn. Lotta fór út í garð til að hugsa betur það sem móðir hennar hafði sagt. Henni þótti vænt um Pétur og það var enginn vandi að vera góður við hann, nema þegar lienni sinnaðist við hann. Og henni þótti líka vænt um hvolpinn sinn, og það var ekki hægt annað en að vera góður við hann þegar liann mændi á hana með biðjandi augnaráði. En hvers vegna átti henni að þykja vænt um strák, sem var svo stór upp á sig að hann talaði varla orð við hana á heimleið- inni úr skólanum? Og sem alltaf stakk fingrinum inn í opnuna á bókinni sinni, ef hann leit upp úr henni til að svara einhverju. Og sem aldrei vildi koma út og leika sér. En hún varð að gera eina tilraun enn. Lífið var svo fullt af gleði og eftir- væntingu hjá Lottu, að Alfred gat ekki annað en smitast af þvi við og við. — Hvers vegna drekkur hún mamma þín aldrei kaffi hjá hinum mömmun- um? spurði Lotta hann einn daginn. — Mamma hefir oft kaffigesti, og þá lætur hún mig og Pétur fara út í garð til að leika okkur. —• Hún mamma hefir svo skelfing mikið að gera. Hún saumar, sagSi Al- fred. — En fer hann pabbi þinn aldrei út að ganga með þér? — Hann er alltaf að vinna á kvöld- in. En hann hjálpar mér með lexíurnar. — Lexíur — uss! sagði Lotta með fyrirlitningu. — Nú hefir hann Lubbi lært ýmsar listir, hélt hún áfram hróð- ug, og hvolpurinn settist undir eins á rassinn og hallaði undir flatt. Augun i Alfred ljómuðu. Engan gat grunað hve mikið hann langaði til að eiga svona hvolp, en hann vissi vel, að sú ósk gæti aldrei gengiS eftir. Hugsum okkur bara hve mikil óhrein- indi svona hvolpur bæri inn í húsið! Samt hafði hann spurt einn sunnu- daginn, þegar foreldrar hans sátu við sin venjulegu verk — sauma og lest- ur: — Haldið þið að ég gæti fengið hvolp i jólagjöf? — Það er nóg sem ég hefi til að halda hreinu, svo að ekki er á það bætandi, svaraði frú Andersen dræmt, — og þar sem skepnur eru koma alltaf sóttkveikjur lika. Ég vil ekki eiga á hættu að þú verðir veikur, Alfred. — Og svo gæti það líka tafið þig frá lexíunum þínum, sagði faðir hans alvarlega en þó 'ekki óvingjarnlega. Alfred tjóaði ekki að mögla. Hann þagði. NÚ kom langur bliðviðriskafli. Og hver veit nema það hafi verið sólin, sem hafði svo undraverð áhrif á Al- fred. Hann fór jafnvel að ganga í ermastuttum skyrtum. Hinir strák- arnir hlógu að grönnu hvítu hand- lcggjunum á honum og sýndu honum stælta vöðvana i sínum eigin hand- leggjum, og Lotta sagði: —¦ Þú yrðir fallegri ef þú væri sólbrenndur! Alfred roðnaði. Hingað til hafði hann haldið sig heima með bækurnar sinar. Hann hafði aldrei veitt þvi athygli, að fyrir utan hliðið var ævintýralcgur heimur, sem var þess verður að hann væri kannaður. Og einn heitan og fallegan síðdag, þegar loftið var þrungið ilmi af nýslegnu heyi og hrópin heyrðust frá krökkunum, sem voru að leika sér við tjörnina, kom allt i einu ný freist- ing yfir hann — svo sterk að hann stóðst hana ekki. — Það er svo heitt. Farðu úr skón- um og komdu og buslaðu í tjörninni, sagði Lotta. Hún gaut augunum til hliðar og þetta augnaráð var ómót- stæðilegt —¦ það vissi hún sjálf. — Þú getur haft hann Lubba með þér út í tjörnina, hann veit ekkert betra, sagði hún lokkandi. Alfred hefði kannske getað staðist eina freistingu, en þarna voru tvær: að baða hundinn og vera með Lottu —¦ það stóðst hann ekki. Hann fór yfir brúna og niður að tjörninni, og grasið kitlaði hann á mjóalegg.junum. Hann sparkaði af sér skónum og sokk- unum og óð út í, en Lubbi kom hJaup- andi á eftir og gusurnar stóðu í allar áttir. — Það eru ekki nema stóru strák- arnir, sem geta farið í hinn endann á tjörninni, þar sem dýpið er, sagði Lotta og hysjaði upp um sig pilsið. — Hann pabbi hefir lofað að sauiða handa mér svolítinn bát þegar ég hefi lært að synda. Kannt þú að synda? — Nei, sagði Alfrcd. — Ég kann það — nærri því. Eg get synt með handleggjunum ef hann Pétur heldur um lappirnar á mér, og ég get synt með fótunum líka — en ckk imeð höndum og fótum i einu. Alfred horfði alvarlegur á hana. Hann var kominn í nýjan ham, vatnið, sólskinið og leiksystkinin hans ollu því. Alfred — slillta barnið — fór að hoppa og dansa og æpti eins og Indíáni. 1 hinum enda tjarnarinnar stóð Arild Iversen í leikfimibuxum, með stóru strákunum sem kunnu að synda, og steypti sér kollhnýs í vatninu. Lotta hoppaði út í rétt hjá Alfred og gusurnar skullu á honum og settu stóra bletti á hreinu skyrtuna hans. — Komdu, nú skulum við kenna hon- um Lubba að synda, sagði hún. Lubbi sá hve áköf hún var og hljóp fram og til baka á bakkanum gelt- andi, og stökk við og við út i tjörn- ina, en alltaf færðist hann nær hyln- um i henni. Og krakkarnir eltu. Allt í einu varð Lottu fótaskortur og hún hvarf ofan í tjörnina. Alfred stóð sem steini lostinn og horfði á loftbólurnar, sem komu upp þar sem hún hvarf. Vatnið var miklu dýpra þar. Hann rak upp óp, og frú Andersen, sem var á leið heim úr strætisvagninum með Kari, nam stað- ar á brúnni og horfði dauðhrædd út a tjörnina. — Þetta er víst ekkert hættulegt, sagði Kari, — krakkarnir æpa alltaf svona, þegar þeir eru að leika sér. En frú Andersen var orðin náföl. — Alfred! hvíslaði hún og tók til fótanna. Og í sömu svifum heyrðust hróp og köll um alla tjörnina. — Það er hún Lotta, sagði Kari og tók til fótanna líka. Þær voru ekki nema svipstund að komast niður að tjörninni, en mæðr- unum fannst það eilífðartími. Þegar þær komu til krakkanna stóð Arild þar og hélt í Lottu, rennblauta og snöktandi. Eldri bróðir Arilds hafði dregið upp úr tjörninni skelfing skítugan strák: hinn fyrrverandi hreina og strokna Alfred. Hann skalf eins og laufblað og hafði misst gleraugun. — Hann reyndi að bjarga mér, en kann ekki að synda, sagði Lotta. Lubbi hafði hypjað sig í land og hristi sig. — Við skulum flýta okkur heim, sagði Kari. Og innan skamms stóðu þær á hvítskúruðu eldhúsgólfinu heima hjá frú Andersen. — I baðið, undir eins, sagði Kari og ýtti Alfred á undan sér. — Fáið þér yður sæti, frú Andersen, ég set upp ketilinn. Lotta getur farið úr föt- unum hérna, cr það ekki? Innan úr baðherberginu heyrðist busl og hlátur. — Lubbi er að baða sig líka! kallaði Alfred. Frú Andersen leit forviða á dyrnar. ¦— Að hugsa sér að hcyra Alfred hlæja og kalla — eftir það sem skeð hefir! sagði hún. —• Á ég að fara upp til hans, sagði Kari. — Það litur líklega ekki vel út í baðklefanum, en ef Alfred hefir ekki haft illt af þessari kaffæringu ... — Hann óskaði sér að fá hvolp í jólagjöf, og við neituðum honum um það ... og ef hann hefði nú drukkn- að ... — Hann getur fengið helminginn af honum Lubba, sagði Lotta. ¦— Hann hélt að ég væri að drukkna og æltaði að bjarga mér. Mcr fannst hann vera hugaður. í baðherberginu höfðu skvetturnar gengið út um allt gólf. Kari þurrkaði og þrifaði til og sagði Alfred að fara upp í rúm og láta sér hitna. — Nú skuluð þér fara upp og lita á soninn yðar, sagði hún þcgar niður kom. — Ég held að hann hafi ekki haft neitt illt af þessu. — Nei, ég held hann hafi ekki haft neitt illt af því, sagði frú Andersen þegar hún kom niður aftur. — En ég geri samt lækninum orð, til vonar og vara. — Ef Alfred kynni að synda, sagði Kari hugsandi. — Hann langaði til að vita hvorn helminginn af Lubba liann ætti að fá, sagði frú Andersen brosandi. — Ó! Það var eins og Lotta iðr- aðist ... — Getur Lubbi ekki verið hérna um tíma, og svo getur frú Andersen sent hann heim i kvöld, sagði Kari. Hún drakk út úr bollanúm. — Eg get ekki lýst hve þakklát cg cr," sagði frú Andersen lágt. — Ég hefi ekki komið mér til að segja neinum frá þvi, að hann bróðir hans Alfreds drukknaði fyrir norðan — þér hafið kannske heyrt það. Maðurinn minn átti enga sök á því. Þetta gerðist svo fljótt og hann hugsaði mest um aS bjarga Alfred fyrst, því að hann var minni, og svo ... — Það hlýtur að hafa verið hræði- leg fyrir yður, sagði Kari með tárin í augunum. Frú Andersen þurrkaði sér um aug- un. — Kannske viljiS þér koma og drekka kaffi hjá mér einhvern dag- inn. Þér hafiS veriS svo góS viS mig, og Alfred hefir talað svo mikið um Lottu. — Mér var ekki alvara að hann ætti að fá helminginn af honum Lubba, sagði Lotta kjökrandi. — Alfred fær hvolp bráðum, hugsa ég, sagði frú Andersen. BLOM HANDA DROTTNINGUNNI. Þessi töfrandi litla stúlka fékk þá sæmd að vera vaíin til að færa Eliza- beth drottningu blóm er hún kom í heimsókn til! Nigeriu. Hún hefir æft sig vandlega undir þetta, og samkvæmt landvenju leggst hún á hné er hún afhendir blómin. HÆTTULAUS SKOTHRIÐ. — Enski RAF-flugmaðurinn, sem vanur er að handleika vélbyssur, æfir sig þarna í snjókasti, til tilbreytingar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.