Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1956, Qupperneq 11

Fálkinn - 20.07.1956, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN Afturgnngon IIÚSIÐ nr. 13 í South Street, hliðar- götu í Hammersmith í London stóð autt. Þetta var skuggalegt fjögurra liæða hús, með ofurlitlum grasgeira götumegin og garði að húsabaki. Það hafði staðið autt i 25 ár, en eigand- anum hafði hvorki tekist að leigja það eða selja. Ýmsir eru hjátrúarfullir og vilja ekki eiga heima i nr. 13, en þó var það ekki aðalástæðan. Orð iék á að reimt væri þarna. Fyrir 25 árum liafði morð verið framið í húsinu. Ung stúlka, Elizabeth Hardner hafði fundist kæfð í herbergi sínu á 4. hæð. Hún lá að heita mátti allsnakin á gólfinu og allt benti á að sálsjúkur maður hefði verið að verki. Aldrei varð uppvist um morðingjann. Nágrannarnir töluðu enn um þetta Ijóta morð, og það var það, sem olli þvi að enginn flutti í húsið. Orð lék á að myrta stúlkan væri á sveimi þarna. Á dimmum rigningarkvöldum þóttist fólk sjá 'hana i glugganum ú 4. liæð. Hún liafði teygt liendurnar, biðjandi, út i náttmyrkrið. Staðið svona litla stund og síðan horfið aftur. Siðdegis í nóvember 1931 kom mað- ur til húsamiðlarans, sem hafði um- ráð yfir South Street 13, og bað um að fá að skoða húsið. Það var auðsótt mál og brúnin hækkaði á miðlaranum, og hann fékk manninum lyklana. Þetta var maður um fimmtugt, hár og grannur með hvöss augu, vel til fara og virtist vera efnamaður. Hann nam staðar fyrir ulan húsið áður en hann stakk lyklinum í skrá- argatið, og andaði djúpt að sér. Virtist hann gerbreytast allt i einu og verða æstur. Fölt andlitið varð enn fölara og dökk augun enn dekkri. Var hann hræddur? Hafði hann heyrt uni aftur- gönguna og hvitu veruna, sem sást í glugganum um dimmar nætur? Hann opnaði og kom inn í lítið and- dyri. Þaðan var stigi niður í kjallar- ann og annar upp á efri hæðirnar. Maðurinn gekk upp stigann á 4. liæð. Hann virtist mjög æstur og höndin skalf er hann opnaði dyrnar að einu herberginu, og fór inn. Nú hafði æs- ingin yfirbugað hann, hann riðaði út að þilinu og studdi sig þar. Svo varð honum litið á eina lnisgagnið þarna, kollustól, og settist á hann. Hérna var það. Loks var hann kom- inn á morðstaðinn. Einkennileg fíkn í að koma hingað ásótti liann í öll þessi ár og ágerst uns hún var orðin óviðráðanleg. Hann varð að koma hingað. Nú lagði hann aftur augun og sá glæpinn gerast fyrir innri sjón- um sínum, þátt eftir þátt, eins og hann væri að horfa á leikrit. Mörg hundruð sinnum hafði hann upplifað þetta á þessum 25 árum, sem liðin voru, en aldrei eins skýrt og átakan- lega. Ilann sá allt eins og það hefði skeð í gær. Dimma götuna, stúlkuna, sem hrópaði á hjálp, er ráðist hafði verið á liana, hvernig hann hafði slegið þennan mann rothögg er hann kom að og bjargaði stúlkunni úr klóm bófans. í þakklætisskyni hafði hún boðið honum heirn til sín i South Street 13, en þar átti hún heima á 4. hæð. Hún var alein heima, sagði hún honum -— og svo hafði hún boðið honum glas af víni. Hún liafði farið niður í kjallarann til að sækja það. Þegar hún kom upp aftur heyrði hann fótalak hennar færast nær og nær, og allt í einu greip morðfýsnin hann. Hún var ung, falleg og girnileg, og liann fékk óstjórnlega löngun til að svivirða hana og drepa hana. Og þeg- ar hún kom inn í herbergið réðst hann á hana og kyrkti hana .... Maðurinn á kollustólnum sat með lokuð augun og glæpahrollurinn fór um hann. Allt var hljótt. Hljótt eins og dauðinn. Allt i einu hrökk hann upp. Hafði hann ekki heyrt hljóð niðri í kjall- aranum? Hann hlustaði. Nei, það var skynvilla. Hann lagði augun aftur. Þá heyrði hann bljóðið aftur. Það var KIDD KAPTEINN - œvintvramnöurinn mihli Bellmont lávarður gerði hann að sjóræningja, sveik hann síðar til að komast yfir fjúrsjóði hans, en fann þá ahlrei. SAGAN af Kidd kapteini Iiefir verið uppáhaldslesning unglinga í meira en tvær aldir, enda er hún um fólgna fjársjóði og djarfan mann. En enginn veit hverrar þjóðar söguhetjan var, þótt líklega hafi hann verið Skoti. Hans er fyrst getið i Boston, Mass., út af því að hann fékk 150 sterlings- punda gjöf frá yfirvöldunum fyrir vaska framgöngu í sam- bandi við óeirðir. Eitthvað átti hann af peningum fyrir og nú keypti hann skip og var falið að herja á franska sjóræningja, sem höfðust við úti fyrir strönd Nýja Englands, og fékk hann heiður af afrekum sinum þar. Svo fór hann til London 1695. Var honum vel tekið þar og fékk að skilnaði ágæt meðmæli lil landstjórans í Massachusetts. En hann var tregur á að taka Kidd í sína þjónustu. Þá varð ríkur Englendingur, Bellmont lávarð- ur til þess að safna fé í herskip handa Kidd. Var hann kvaddur til Englands aftur til að taka við skipinu, sem átti að halda i vík- ing. Kidd átti að fá ákveðinn hluta af herfanginu en Bellmont liitt. Skipið hét „Adyenture“ og lét í haf frá Plymouth í maí 1696 með 30 fallbyssur og 80 manns um borð og liélt til New York. Átti að taka fleiri menn þar. Á leiðinni vestur tók Kidd drekk- lilaðið vöruskip á leið til Evróþu. Frá New York hélt liann til Madeira og tók þar kjöt, vin salt og lifandi grísi og hélt til Madagaskar, en þar var margt glæpamanna og ævintýramanna úr öllum áttum. Þeir fengu landsýn af Madaga- skar i febrúar 1697, en hvergi sá Kidd sjóræningjaskip. Þaðan til Malabarstrandar og loks til Comoroeyja, en þar var skipið sett upp í fjöru til hreinsunar. Svo var haldið norður í Rauða- haf enga bráð fundu þeir enn, og voru nú sínu fátækari en er þeir fóru frá Englandi. Var nú kominn kurr í liðið. Loks urðti þcir varir 15 skipa við Arabiuströnd. Kidd valdi sér máriska galeas til að ræna, en hún var svo vel vopnuð að Kidd varð að flýja. Svo að byrjun hans sem sjóræningja varð ömurleg. En nokkru síðar náði hann márisku skipi við Malbarströnd, og handtók skipstjórann, Parker, sem var enskur, og portúgalann Don Antonio. — Hinir voru settir í skipsbátinn eftir að liafa verið pyntaðir, og látnir sigla sinn sjó. En þeir komust til Goa á vesturströnd Indlands og sögðu frá athæfi Kidds, svo að þegar hann kom þangað skömmu síðar, komu tveir menn frá Austur- Indíafélaginu um borð og kröfðu hann sagna. Hann neitaði að hafa Parker og Don Antonio um borð og kvaðst aldrei hafa verið sjó- ræningi. En samt var gert út portúgalskt herskip til að taka Kidd, eftir að hann var látinn i haf, og skutust skipin á, en Kidd slapp undan í myrkri og hitt skipið komst i liöfn með naumindum. Eftir þetta fór honum að ganga betur, og rændi hann mörg skip. Og loks tók hann skipið „Quedda Merchant“, sem var lilaðið gulli og dýrum vörum. Þetta skip var miklu betra en „Adventure", og flutti Kidd sig i það og hélt nú suður fyrir Gtiðararvonarhöfða og til Vestur-India. Þegar þangað kom frétti hann að hann væri dæmdur griðlaus fyrir sjórán og fé lagt til liöfuðs honum. Bell- mont sór að hann ætti engan hlut að leiðangri Kidds, en þó treysti Kidd honum, að hann mundi verja mál hans. Svo hélt liann til Boston á litlu skipi, en lét einn trúnaðarmann sinn sigla burt á „Quedda Merchant". Þegar til Boston kom var hann fangels- aður ásamt sjö af mönnum sín- um og sendur í járnum til >Eng- lands. Og i maí 1701 stóðu þeir fyrir rétti í Old Bailey i London, kærðir fyrir sjórán og Kidd að auki fyrir að liafa drepið fall- byssumann sinn. Rétturinn dæmdi þá alla til hengingar. „Mylord — þetta var mjög harður dómur!“ sagði Kidd er hann heyrði úr- slitin. Þeir voru hengdir saman allir sjö vikum siðar, 23. maí 1701. En Rellmont lávarður naut aldrei ávaxtanna af þvi að liafa gert „Adventure" út. iÞví að „Qucdda Merchant“ fannst aldrei. En ofur- litið af fjársjóðum Kidds kapteins fannst eigi alls fyrir löngu á Cardiner-eyju. En enginn veit hvar mestur hlutinn af fjársjóð- um Kidds er niðurkominn. Það leyndarmál tók Kidd með sér í gröfina. * % V 3 3. 3. 3 3 ekki um að villast. Fótatak! — Tripp- trapp — tripp-trapp! Ógurleg breyting hafði orðið ú manninum. Hann skalf og svitinn kom fram á enninu á honum. — Og fóta- takið færðist nær og nær ... Svo varð allt hljótt aftur. Einhver hafði staðnæmst við dyrnar og stóð fyrir utan. Nú hreyfðist handfangið á lásnum. Svo heyrðist óp. Skelfingaróp, sem bergmálaði uni allt húsið. Það var maðurinn á stólnum, sem æpti, um leið og hann datt dauður niður af stólnum. „Aldrei hefi ég vitað verra,“ sagði húsvörðurinn í nr. 13, þegar hann var að segja frá þessu i bjórkránni. „Ég gekk stundum inn í nr. 13 og leit eftir, þvi að miðlarinn hafði beðið mig um það. Hvers vegna varð maðurinn svona hræddur þegar ég opnaði hurðina?“ * Vltið þér...? að við étum okkur í hel? Rannsóknir, sem WIIO — heil- brigðismálastofnun UNO —hefir látið fara fram, sýna að i þeim löndum sem hafa nóg af mat eru hjarta- og blóð- sjúkdómar algengasta banameinið. Einkum ofát feitmetis og vöntun á hreyfingu valda þessum sjúkdómum. Nu væri það eðlilegast að ráða fólki til að breyta lífsvenjum sínum sam- kvæmt þessu, en reynslan sýnir að það stoðar lítið. WHO styrkir hins vegar sérfræðinga til þess að finna læknisráð og læknislyf til að tcfja fyrir sjúkdómum þeim sem stafa af ofáti. að Bandaríkjamenn íhuga að nota dráttarkafbáta til herflutninga? Bátar þessir verða án vélar, en atómknúnir dráttarbátar eiga að draga þá í kafi. (Þeir eiga að rúma mörg hundruð manns eða tilsvarandi þyngd af varningi. Atómknúði kafbáturinn „Nautilius" hefir siglt i kafi 80 tima samfleytt og fer miklu hraðar en aðrir kafbátar.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.