Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN <¦<¦<¦<-<-<-<<<¦<-<-<¦<<•<<-<-<-:^^^ ROBERTA LEIGH: ' Mdlamynda - hjónabondið. - * FRAMH ALDSSAGA * >>>>>>>>>>>>>>>>¦>¦>-:>>>>>>->¦>¦>¦>¦>> >>y>->->->>>>>>>->> >>>>>>->->->->->¦>¦>>>->->->-> >»»»>¦»¦: hrekja þessa kennd á bug, en það hafði ekki tekist., „Ég verð að tala við þig," endurtók Lyndis æst, og nú kom Niek að rúminu, þar sem hún sat í rauðu ljósinu frá náttlampanum. „Ég get ekki haldið þessu áfram svona, lengur," sagði hún úrvinda. „Við verðum að slíta þess- um samningi, hvað sem það kostar. Ég vil ekki láta móðga mig, þó að þú gefir öðru kvenfólki dýrgripi, ég vil ekki verða að at- hlægi í London — ég hefi alls ekki til þess unnið." Lyndis hafði einsett sér að vera stilliieg og tala rólega við Nick, en allt í einu þyrmdi yfir hana og hún hágrét eins og harmandi barn. Nick horfði á hana, horfði á grannan hnakkann og silkimjúkt hárið, sem féll niður yfir hálsmálið á náttkjólnum. Ómótstæðileg viðkvæmni kom yfir hann og hann faðmaði Lyndis að sér og hvíslaði í mjúkt hárið: „Fyr- irgefðu mér, Lyndis", áður en varir hans snertu munn hennar. Lyndis lá með hálflokuð augu, eins og milli draums og vöku. Það var líkast og unaðsleg rödd hvíslaði að henni: „Nú ertu kona Nicks!" Klukkan var orðin nær ellefu er hún kom niður í borðstofuna daginn eftir og hringdi á morgunverðinn. Síminn freistaði hennar sí og æ — hún þráði svo innilega að heyra rödd Nicks aftur, heyra hana jafn viðkvæma og heita og hún hafði heyrt hana í nótt. Loks gat hún ekki stillt sig lengur. Það var ritari Nicks sem svaraði ísímann og Lyndis bað um að fá að tala við Nicholas, en eftir dálitla stund kom kuldalega röddin aftur og sagði, að lávarðurinn væri bundinn og gæti ekki talað við frúna. Lyndis varð svo óumræðilega vonsvikin, því að hún hafði þráð þetta augnablik svo mikið. Óvissan og vonbrigðin vildu ekki missa taks á henni, þó að hún hefði manna best átt að vita hve mikið forstjóri Hamalton-flug- félagsins hafði að gera og hve oft hann hafði fundi, sem ekki var hægt að víkja frá. Nú spurði Lyndis Devon í staðinn, hvort Nick hefði biðið fyrir nokkur skilaboð, en það hafði hann ekki gert. Hins vegar var bréf þarna, stórt umslag, og Lyndis þekkti þegar hina stórgerðu rithönd Nicks á því. Nicholas hafði vaknað snemma um morg- uninn, vaknaði við það óvenjulega að eitt- hvað lá við hliðina á honum í rúminu. And- stæðutilfinningar höfðu barist í sál hans er hann horfði á Lyndis sofandi í rúminu, og hún virtist brosa í svefni. Nicholas rankaði allt í einu við sér og mundi hvað gerst hafði um nóttina. Það var tjón, sem gerst hafði, hann skildi það núna í skímunni frá dögun- inni. Von hans um að láta ógilda hjónabandið var að engu orðin — þetta hjónaband var orðið hjónaband í raun og veru, og Lyndis var konan hans. Og það þýddi, að hann og Carole urðu að bíða í þrjú ár áður en til mála kæmi að fá skilnað eftir enskum lögum. Nicholas fór fram úr og inn í herbergið sitt. Hann hataði sjálfan sig og hataði Lyndis. Nicholas undi illa við að fá ekki að vera sinn eigin herra. Réttur hans til að ákveða hafði verið tekinn af honum og fenginn í hendur konu. Hann langaði til að hata hana, en gat það ekki. Hann vildi kvelja hana! Nicholas kvaldi sig til að fyrirlíta Lyndis, og allt í einu gerði hann sér ljóst í æsingar- hamnum að hann haf ði verið gabbaður. Þetta hafði allt verið gert að yfirlögðu ráði! Lyndis hafði blátt áfram ætlað að lokka hann í snör- una. Hún var sama gamla Eva, og hann var flónið Adam, sem lét ginna sig. Þannig var honum innabrjósts er Lyndis fékk bréfið hans. Hún las þessar hræðilegu línur í flýti: „Þökk fyrir í gær! Það munaði minnstu að ég léti dragast á tálar af álúðinni þinni, en nú lít ég á þetta með fullri skyn- semi, svo að það ert þú, sem leikur á sjálfa þig, ef þú héldur að þú getir vafið mér um fingur þér. Eg óska þér til ham- ingju með að það munaði minnstu að þér tækist að blekkja mig." Ekkert ávarp og „Nicholas" krotað undir. Orðin fóru gegnum merg og bein! Þetta bréf særði hana svo hræðilega, því að hún hafði verið svo vonglöð fyrir. Hún var svo óviðbúin þessu — þetta var eins og að berja nakta persónu upp úr þurru. Og tárin fóru að hrynja niður kinnarnar. Þannig kom Carew, hin þrekmikla frænka Nicholas, að henni, er hún kom i óvænta heim- sókn. Það þýddi ekki að reyna að leyna neinu fyrir henni og eftir dálitla stund hafði Lyndis stunið upp úr sér raunasögu sinni. Lafði Carew gaf sér ekki tíma til að hughreysta hana, en tók í axlir henni og ýtti henni að speglinum. „Sjáðu hvernig þú lítur út!" sagði hún vin- gjarnleg en einbeitt. „Hertu upp hugann og búðu þig til orrustu. Eins og þú lítur út núna, er engin von um að þú sigrir í samkeppninni við fríðu konurnar í samkvæmislífinu." ,,Ég er ekki nógu falleg," kjökraði Lyndis. „Jú, þú ert fallegri en flestar aðrar. Þú hefir yndislegan litarhátt og fallegar hreyf- ingar. Þú hefir meira til brunns að bera en flestar aðrar, og ég veit hvað ég tala um, því að ég hefi séð svo margar fagrar konur rísa og falla um dagana — en þig vantar enn síð- ustu slípunina, „raffinement" — skilurðu." „Fágunina?" spurði Lyndis barnalega. „Já, einmitt fágunina," sagði lafði Carew. Viltu fela þig mér á hönd og láta mig um fágunina? Ég býst við að hafa mikið gaman af því sjálf, meðan á því stendur, og það kemur þér að gagni á allan hátt. Við förum saman til Parísar og kaupum kjóla þar, og svo fer ég með þig til Francois vinar míns og bið hann um að ganga frá hárinu á þér, þannig að tekið verði eftir því ..." Lafði Carew hafði auðsjáanlega gaman af þessari hugmynd og var svo áköf, að hún gleymdi sér. Lyndis hlustaði á, og var bæði hrædd og hugfangin. „Kjóla frá 'París," andvarpaði hún. „Það verður skelfing dýrt!" „Já, ekki er það peninganna vegna sem þú hefir gifst honum bróðursyni mínum, það sé ég á öllu!" sagði hún þurrlega. „Hann verður nú að punga út með hærri upphæðir þegar hann giftist þessari Carole, reiddu þig á það. Hann er forríkur, strákurinn, og þú verður að klæðast eins og honum hæfir, ég skal sjá um það. Jæja, hvað segirðu um þetta?" „Það væri dásamlegt," sagði Lyndis. Jú, hún var heiiluð af þessu áformi, og síðdegis þennan sama dag sátu þær laf ði Carew og hún í flugvélinni til Parísar. Lyndis þurfti ekki að hafa mikið með sér, því að hún ætlaði að kaupa allt nýtt utan á sig eftir ráðum lafði Carew, og Lyndis einbeitti sér að því að hugsa um kjólana og ekkert annað. Og þegar hún var komin til Parísar reyndist þetta ekki erfitt. Hún gekk um eins og í vímu í tísku- verslununum og það lá við að hana sundlaði í sölunum, sem hún prófaði kjólana í. Hún gat varla trúað að svona fallegar flík- ur væru til! Föt sem gerðu hana' að nýrri manneskju, sem féliu svo vei við vaxtarlag hennar, og litirnir sem samræmdust svo vel hári hennar og litarhætti. Jú, París gat látið konur gleyma hjartasorgunum og brostnu vonunum. Og lafði Carew lagði sig auðsjá- anlega fram um að láta Lyndis ekki fá tíma til að hugsa. Þær borðuðu hádegisverð á gildaskálanum úti í borginni og síðdegis voru þær í teboðum hjá hinum óteljandi vinum lafði Carew, þegar þær voru ekki í tískuverslun- unum, og Lyndis fékk gott tækifæri til að sýna öll nýju fötin sín. En þó var það ógert enn sem mestu skipti: og heimsækja hársnyrt- ingarsnillinginn, monsieur Francois ... „Jæja, þér viljið að ég geri yður fallega," sagði karlinn glettnislega og leit á hárið á henni. „Ég vil að þér gerið mig enn fallegri," svar- aði Lyndis brosandi. „Það er heili undir fallega hárinu," svaraði Francois ánægður. „En ég er hræddur um að ég verði að taka til skæranna, en ekki klippa þó meira af hárinu en svo, að þér getið breytt til og haft hnút í hnakkanum eða fléttu um höfuðið. Þér eruð líklega orðin leið á flétt- unum? Og þegar þér viljið getið þér haft hárið í mjúkum liðum, svo að það sýnist stutt. Ég skal sýna yður hvernig farið er að því, og á eftir skal hún dóttir mín sýna yður, hvernig maður á að farða sig. Það er list, sem engin ensk stúlka getur kennt sér sjálf," andvarp- aði monsieur Francois. Lyndis var alls í fimm tíma hjá Francois og var eins og ný manneskja þegar hún kom aftur heim í Hotel Ritz, þar sem lafði Carew beið hennar. Lafði Carew horfði á Lyndis eins og hún væri dóttir hennar, sem aldrei hafði fæðst, og sem hún hafði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.