Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 þráð að eiga. En hún vissi að það sem Lyndis krafðist af lífinu gat hún ekki gefið henni — heldur aðeins reynt að hjálpa henni til að öðlast það, eins og hún var að gera núna. Gat hjá því farið, að Nicholas fyndist Lyndis dásamleg, eins og hún var núna þarna sem hún stóð, hálffeimin og hálfhreykin í dyrunum, með fallega hárið og andlit, sem var orðið enn unglegra og elskulegra en áður? Gat hann verið svo blindur að hann stæðist þetta, hann Nicholas? Mikil hátíð var í vændum, og Lyndis hlakk- aði til. Það var gaman að vera falleg, gaman að vekja aðdáun annarra og það gerði hana öruggari og jók henni sjálfstraust. En þó gat hún ekki losað sig við gömlu feimnina og við- kvæmnina. Það var sérstaklega einn maður, sem varð starsýnt á Lyndis, eins og hann hefði aldrei séð hana áður, en þó þekkti hann hana svo vel, einkum þegar hún horfði niður fyrir sig. Hann horfði á svipinn, sem hann hafði viljað ná á myndina af henni en ekki tekist. Og hon- um haf ði heldur ekki tekist að ná tilfinningum hennar. John Masters gleypti Lyndis með aug- unum — það var dásamlegt og óvænt að hitta hann hérna í París. „Er hún ekki falleg?“ spurði lafði Carew John Masters. „Hún er fallegri en ég hélt mögulegt,“ svar- aði hann. „Ég vildi óska að hann bróðursonur minn væri jafn glöggur og þér eruð, John Masters,“ andvarpaði gamla konan; „En sá hafi betur sem betri er ...“ John Masters heyrði ekki síðustu orðin, því að hann var kominn til Parísar og Lyndis varð hissa á sjálfri sér er hún fann hve gott henni þótti að hitta hann aftur. Þau hittust dag- lega eftir þetta. John fór með hana á bestu veitingastaðina. Og hann fór með hana í morgunkjallarana og þar borðuðu þau lauk- súpu í dagrenningu, eftir að hafa dansað alla nóttina, og þau fóru saman á sýningar og John var alltaf jafn stoltur og glaður yfir að geta haft Lyndis með sér. Hún var svo falleg og tignarleg, að hún vakti athygli alls staðar, og nýju kjólarnir og hárgreiðslan báru af öllu. Lyndis var sæl — eða nærri því sæl — meðan á þessu stóð, en svo komu næturnar og þá gat endurminningin um Nicholas orðið svo sterk að svefninn flúði á burt og tárin komu í staðinn, og hún braut heilann um hvort Nic- holas mundi nokkurn tíma hugsa til hennar, eða muna eftir að hún var fjarverandi. Var ekki réttara að gleyma honum alveg? Næstsíðasta daginn sem hún var í París hittust þau John að vanda og John tók um báðar hendur hennar og horfði fast í augun á henni. SITT AF HVERJU UM SKÍÐI. 1. Norðurlandabúar hafa notaö skiði i meira en 4000 ár. 1 Lapplandi fundust skíði í jörðu árið 1943 og vísindamaðurinn, sem rannsakaði fundinn, full- yrti að þau væru frá kringum árinu 2000 f. Kr. — Nú eru bindingarnar alltaf skrúfaðar ofan á skiðin, en það eru ekki nema 30 ár síðan þær voru dregnar gegnum rifu í skiðinu, en þetta veikti skiljanlega skíðin um miðjuna. 2. Friðþjófur Nansen notaði manna fyrstur tvo skíðastafi er hann gekk yfir Grænlandsjökulinn árið „Ég krefst ekki mikils af þér,“ sagði hann lágt. „Aðeins þess að fá að sinna þér einn dag. Ég krefst ekki ástar þinnar, því að ég veit að þú hefir gefið Nicholas hana í eitt skipti fyrir öll, en ég geri mig ánægðan með að fá að orna mér við það sem afgangs er af henni, einhvern tíma. Viltu lofa mér að koma til mín daginn sem Nicholas yfirgefur þig?“ Lyndis kinkaði kolli í þegjandi örvæntingu. Renndi John ekki grun í hve hræðilegt það var fyrir hana að hugsa til þess dags er Nicholas ræki hana frá sér? En henni þótti innilega vænt um John, og þau voru jafn óhamingjusöm bæði, að fá ekki að njóta þeirrar ástar, sem þau báru í brjósti. Hann til Lyndis en hún til Nicholas. Lyndis hafði ekki sent Nicholas neitt bréf frá París, en er þær höfðu ákveðið heimferð- ina símaði lafði Carew honum. Lyndis sendi ekki svo mikið sem kveðju, en hún velti fyrir sér hvort hann mundi koma og taka á móti þeim er þær kæmu. Öryggið, sem hún hafði fundið til í París hvarf allt í einu þegar hún fór að nálgast England og Nicholas. Þau höfðu ekki sést síðan nóttina dásamlegu og hræðilegu. Lafði Carew horfði á konuna, sem hún var að koma með frá París. Hún var nett og tigin í gráum göngukjólnum, brúnum ökklastígvél- um, með brúna tösku og nertskraga. Allt var upp á það fullkomnasta, en augu Lyndis voru 1883. Áður notuðu menn einn staf — langan. — Elstu skíðin voru úr furu. Nú er amerískt valhontutré talið besta efnið i skiði. Ýmsar tegundir eru af því, en Þær ganga undir sameiginlega nafninu „hickory". Bæði skíðin eru smíðuð samtímis og eiga að vera úr sama trjábolnum. Annars „vinna þau ver saman". Nítján stykki fara í hvort skíði. Þau eru límd saman með lími sem þolir vatn og síðan þurrkuð i ofni áður en þau eru sniðin til og fáguð. — 1 Bandarikjunum hafa menn búið til „sjálfsmyrjandi" skíði. Þau eru úr hickory með plasthúð, sem gegndreypt er í harpix. Þau renna vel undir eins og þau vökna að neðan. ekki í samræmi við hitt; þau voru hrædd og flóttaleg. „Þú mátt ekki líta út eins og þú værir á brúðarbekknum og værir í vafa um hvort brúðguminn mundi koma eða ekki,“ sagði lafði Carew. „Þá er kjóllinn frá Fath gagns- laus, og hatturinn frá Reboux og hárgreiðslan hans Francois líka. Annars er enginn vafi á því að Nicholas kemur, hann hefir meiri beyg af mér en svo, að hann forsómi það. Og svo er hann vitanlega forvitinn líka.“ Lafði Carew var sannspá. Nicholas var vandræðalegur og forvitinn. Fyrst hafði hann talið ferð Lyndis sem eins konar flótta, og fannst hún sýna gunguskap, en þegar frá leið og hann frétti ekki neitt af henni, fór hann að verða órólegur. Hann fékk tækifæri til að hugsa margt, hann var eirðarlaus og órór, og nú lék honum hugur á að sjá Lyndis eftir Parísarveruna. Nicholas átti erfitt með að leyna aðdáun sinni þegar hann sá Lyndis, þessa Lyndis, sem í aðra röndina var sú sama sem han hafði séð áður, en þó allt önnur manneskja, svo örugg Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. Adamson flengir Amor!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.