Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 14

Fálkinn - 20.07.1956, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN RAFVÉLAVERKSTÆDI HALLDÓRS ÓLAFSSOHAR Rauðarárstíg 20. — Sími lftlS. Framkvæmum allar viðgerðir á raf- magnsvélum og tækjum. Vinding á rafmagnsmótorum og dyna- moum. Viðgerðir á rafkerfi bíla. Raflagnir í hús. í---------------~^~^~^^---------------------------^^^^^--------.^~^^> ASKOftM! 7 Leihlístarshólí tekur á móti nemendum næsta haust, og hefst hann 1. október. Námstími er 2 leikár 1. okt. til 15. maí. Kennsla fer fram síðari hluta dags. Umsóknir um skólavist skulu sendar Þjóðleikhússtjóra fyrir 1. sept. Umsóknum fylgi fæðingarvottorð, afrit af prófskírteinum og meðmæli leik- ara eða leikstjóra, sem nemandinn hefir fengið kennslu hjá. Inntökupróf fer fram síðustu vikuna í september. Þjóðleikhússtjóri. Þvoið með einhverju af gömlu þvottaefnunum. Prófið á hlutlausan hátt þau þvottaefni, sem að- eins tala um hvítan þvott Reynið síðan Omo, bláa þvottaefnið, sem raun- verulega gerir hvítt. Já, reynið |>au öll ©g: niður staða yðar mun *erða J, SKILAR YÐUR 0M0 heimsins Hvmsm Þvomi Áskorun til allra kvenna í landinu. Gerið tilraunir með hin ýmsu þvottaefni sem á markaðinum eru og takið vel eftir árangrinum. Þvoið síðan með Omo, hinu ilmandi bláa þvottadufti. Og skiljið ekkert eftir, tínið til óhreinustu fötin, sem hægt er að finna, og dembið þeim i hina glitrandi froðu Omo-þvotta- efnisins. Þegar komið er að því að strauja þvottinn, þá gerið samanburð, og þá munuð þér reiðubúin að fallast á, að Omo gerir hvítara en þér hafið nokkurn tíma áður séð. Hvort heldur sem Omo fæst við venjuleg óhrein- indi eða bletti, þá er eitt víst, að það skilar þér hvít- asta þvotti í heimi. MacPherson hafði oft orðið ósáttur við konuna sína, en í þetta skipti tók út yfir. Hann fór í sparifötin sín og hvarf. Hann var fjarverandi í tólf löng ár, en eitt kvöldið kom hann inn í stofuna eins og ekkert væri, settist i gamla stólinn sinn og fór aS lesa blaðið. Nú kom konan hans úr eld- húsinu og segir agndofa: ¦— Hvar hef- irðu verið, MacPherson. — Úti, svaraSi hann. Yfir arninum á heimili Fred Ast- aires í Hollywood hangir gulnaS bréf með áprentuðum haus Metro-Goldwyn, í skrautlegum ramma. Er þetta endur- minning frá þvi er Astaire gerSi fyrstu tilraunina til að fá starf hja kvik- myndafélaginu. Blaðið er frá árinu 1931 og er þar vitnisburðurinn, sem Astaire fckk eftir tilraunina: „Fred Astaire. Óbrúkandi sem leikari, byrj- aður aðverða sköllóttur. Getur dans- að svolitið." Leslie Roberts skinnakaupmaður í Panama hefir stefnt útgefanda blaðs- ins „Panama News" og krafist 860 dollara skaðabóta. Hann hafði setið í besta hægindastólnum sínum með vindil í munninum og „Panama News" í höndunum og verið að lesa blaðið, en steinsofnað. Vindillinn datt ofan í stólinn og kveikti í honum og fötum Poberts. Nú heldur Roberts því fram, að þetta hafi verið blaðútgefandum að kenna, því að ef blaðið hefði ekki verið hundleiðinlegt hefði Roberts ekki sofnað frá þvi. Ingrid Berghs, sem er 22 ára hjúkr- unarkona og frönsk, þó að nafnið bendi á norrænan uppruna, tók þátt i visindaleiðangri til Kenya. Þegar leiðangurinn var aS búast til brott- farar kom höfðinginn þarna á staðn- um til leiðangursforingjans með tvær kýr, og vildi hafa skipti á þeim og Ingiríði. Tvær kýr væri venjulcgt gjald fyrir ógallaða 1. flokks stúlku, sagði hann. Leiðangursforinginn var þrjá daga að sannfæra höfðing.jann um, að þess háttar kaup væru ólögleg i Evrópu. X-OMO 8/fl-I725-50 Drekkia^ COLA Spur) Z)*y/C/C

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.