Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1956, Qupperneq 3

Fálkinn - 10.08.1956, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 Þann 17. júlí var afhjúpað í sal Alþingishússins á neðstu hæð málverk Gunnlaugs Blöndal af þjóðfundinum 1851. Sigurður Bjarnason, forseti neðri deildar, flutti stutta ræðu við það tœkifæri og lýsti tildrögum að gerð myndarinnar. — Það var árið 19'+3 sem Gísli Sveins- son, þáverandi forseti sameinaðs þings og Jónas Jónsson, alþingismaður, beittu sér fyrir því, að mynd yrði gerð af þjóðfundinum og var Gunnlaugur fenginn til þess. Ráðgert var, að myndin yrði til á lýðveldishátíðinni 19ýJj, en verkið reyndist tafsamara og umfangsmeira en œtlað var í fyrstu og var þá aðeins til frumteikning, sem þótti þegar mjög góð og var sett á sýningu. Gisli Sveinsson og Jón Sigurðs- son, skrifstofustjóri Alþingis sömdu svo við Blöndal að halda verkinu áfram, og er því nú lokið. Myndin er 2xý,6 metrar að stærð. Kvaðst forseti neðri deildar vilja færa listamanninum þakkir þingsins fyrir þetta ágæta verk, sem væri brautryðjendastarf á sviði sögu- legrar málarálistar hér á landi. Framan við borðið, frá vinstri: 2. Kristján Kristjánsson, land- og bæjarfógeti. 3. Hélgi Thordersen, biskup. ý. Trampe, greifi. 8. Jón Sig- urðsson, forseti. 9. Jón Gúðmundsson, ritstjóri. 10. Björn Hálldórsson, prestur. 11. Eggert Briem, sýslumaður. — Sitjandi bák við borðið, frá vinstri: 1. Sveinn Níelsson, prestur. 2. Gisli Magnússon, kennari. 3. Þórður Sveinbjörnsson, konferensráð. ý. Árni Böðvarsson, prestur. 5. Þórarinn Kristjánsson, prófastur. 7. Páll Melsteð, sýslumaður. 9. Pétur Pétursson, síðar biskup. 10. Guðmundur Einarsson, prestur. — Standandi bak við borðið, frá vinstri: 6. Jón Jónsson, Munkaþverá. 7. Jakob Guðmundsson, prestur. 8. Þorváldur Sivertsen, Hrappsey. 9. Jósep Skaptason, héraðslæknir. 10. Páll Mélsteð, amtmaður. 11. Jens Sigurðsson, kennari. 12. Ásgeir Emarsson, Kolla- fjarðarnesi. 13. Hannes Stephensen, prófastur. 15. Hálldór Jónsson, prófastur. 16. Ólafur Johnsen, prestur, 19. Jóhann Briem, prófastur. 20. Páll Sigurðsson, Árkvörn. 21. Magnús Stephensen, sýslumaður. — (Þessir eru þjóðfundarmenn, sem hægt var að nafngreina örugg- lega af öðrum myndum, af flestum hinna var engin Ijósmynd til). Hotðiu lappirnar - og hjdlpaiu hjartann scgir hjartasjúkdómasérfræðingur Eisenhowers. Hann vegur ekki nema 70 kíló, en er þó 186 sm. hár. Eisenhower hlýðir hon- um eins og rakki og þess vegna má segja að þessi maður, dr. Paul Dudley White sé verðugri en sjálfur forsetinn. Hann er sem sé læknir hans og segir honum hvað hann má gera og hvað hann má ekki gera. Og Eisenhower hlýðir alltaf. Hár maður gráhærður stigur út úr járnbrautarvagni í New Yorlc með stórar töskur i báðum böndum. Burð- arkarlar koma þjótandi til að bjóðast til að bera töskurnar. — Nei, þökk fyrir, segir sá gráhærði. — Eg ber alltaf töskurnar minar sjálfur ... Þegar hann var farinn segir einn burðarmaðurinn: — Maðurinn er geggjaður. Hafið þið nokluirn tíma vilað, að maður rogist með svoná byrði sjálfur? Þetta gerðist í fyrrasumar. Skönnnu siðar vissu allir burðarkarlar USA, að ekki þýðir að reyna að versla við þann langa gráhærða. Það bafði nfl. spurst að dr. Paul Dudley White, einn af 5 frægustu bjartasjúkdómalæknum Ameríku og iæknir Eisenhowers, liefði sett sér fimm lifsreglur, scm bann brá ekki út af, til að halda bjart- anu í sér sem best við. Þær voru þessar: 1. Þegar þú kemur i borg þá láttu samfcrðafólkið sitja fyrir leigubíln- um. Þú ferð gangandi sjálfur. 2. Ef gistihúsið er ekki nema tíu minútna leið frá stöðinni, þá haltu sjálfur á farangrinum þinum þangað. 3. Sértu í þínum eigin bæ þá farðu gangandi í búðirnar. Þurfir þú að fara langt, þá notaðu reiðhjól en ekki bíl. 4. Mokaðu snjó- inn frá búsdyrun- um þinum sjálfur. 5. Dútlaðu að minnsta kosti hálf tíma á dag úti við í garðinum cða við eitthvað annað. Þessar reglur vill dr. White að allir haldi, ef bjartað í þeim er í lagi. En jafnvel þó að um hjartveikt fólk sé að ræða, er bann á móti of mikilli varúð. „Tilfellið Eisenhower“ sýnir það. Þó að Eisen- bower væri ekki nema hársbreidd frá dauðanum að- faranótt 24. sept. í fyrra, bleypur bann nú upp og niður stigana í hvíta hús- inu en lætur gest- Frh. á bls. 14. Dr. Paul Dudley Wliite.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.