Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1956, Side 4

Fálkinn - 10.08.1956, Side 4
4 FÁLKINN Undrnlandið HONQO Hjúskopur oq heimilislíf Italski bíaðamaðurinn Felice Bellotti hefir fyrir nokkru skrifað bók um hið mikla land ICongo og íbúa þess. Mestur hluti þessa lands er belgisk nýlenda, en hinir hvítu drottnarar þess hirða lítið um velferð landsbúa. Kongo er ríkt land og Belgar græða of fjár af úran-grýti þaðan. FLESTIR svertingjar lifa í fjölkvæni. Jafnvel þeir, sem hafa alist npp í kristinni trú, eiga stundum margar konur. Sumir reyna að korna á lögum, sem leggja þungar refsingar við fjöl- kvæni. Þau lög geta verið gagnleg í Evrópu en svertingjar liafa mestu skömm á þeim. Hjá frumþjóðunum eru karlmenn jafnan í meiri lífshættu en kvenfólk, og þess vegna eru kon- urnar miklu fleiri. Og meðal bantúnegra er kona nr. 2, nr. 3 o. s. frv. tákn um bættan efna- hag, og þetta léttir erfiði og skyldum af fyrstu konunni, sem ávallt er aðal- konan. Það er altítt að kona biðji manninn sinn um að fá sér aðra konu, eða jafnvel þá þriðju. Einnig verður að líta á það að bantúkonan gefur barninu brjóst þangað til það er komið á þriðja ár til að verja það garnaveiki, og bún á engin börn á meðan. Fjöikvæni iiefir einnig þá þýðingu að styrkja vináttubönd ættbálka og afstýra stríði. Og vegna þess að menn verða jafnan að borga álitlega fúlgu fyrir konuna sína verður fjölkvænið til þess að gera fjárhagsástæður manna jafnari. Og svo er upphefð að því að eiga margar konur — það er mæli- kvarði á getu og höfðingstign manns- ins. — Og ef svertingi á aðeins eina konu leitar bann lags við konur utan beimilisins. Erfðavenjurnar stuðla einnig að fjölkvæni. Maður getur fengið nýja konu í arf, eða neyðst til að giftast ekkju eftir bróður sinn og aðra vanda- menn. Stundum verður hann að gift- ast konum föður síns. Fornar venjur verða ekki afnumdar með lögum, og ekki víst að nýju sið- irnir geri meira gagn en skaða. KONA í HVERJUM KOFA. Kunnasta gerð fjölkvænis, en sú sjaldgæfasta nú orðið, er kvennabúr- ið. í Kongo eru kvennabúrin ekki fleiri en svo, að maður getur talið þau á fingrum sér. Gömlu höfðingj- arnir, sem áttu mörg hundruð konur, eru horfnir úr sögunni. IJins vegar er fjölkvæni í smærri stíl algengt um allt Kongo, og hver kynstofn befir sína siði. Höfðingj- arnir eiga að jafnaði 5—6 konur, sjaldan fleiri. En það er ekki hlaupið að því að ná sér í konu. Fyrst verður að borga fyrir hana, og það verður að fara með hana sem dýrmæta eign. Þvi að hún er hyrningarsteinn heimilisins, stjórnar því, yrkir jörðina og elur upp börnin. Maðurinn er oftast að heiman, á veiðum, í stríði eða opinber- um erindum. Hann er skyldugur til þess, ef bann hefir ekki vinnusamning við bvitan mann. Og ef hann svíkur þann samning tekur lögreglan liann og lætur hann vera í fangelsi um hrið og rekur bann svo aftur í vinnuna. Því stærri jörð sem svertingi á því fleiri konur þarf bann að eiga til að yrkja hana. Þó á þetta ekki við nema sums staðar, því að það er sjaldgæft að svertingjar eigi jörð út af fyrir sig. Víðast er það ættbálkurinn sem á jörðina í sameiningu, en bver maður er eigandi að þeim reit, sem hann hefir sáð í, þangað til til bann hefir hirt uppskeruna. En heimilisfaðirinn þarf eigi að siður á nokkrum konum að halda, því að hann verður að sjá gömlu fólki og börnum farborða. Venjulega er fyrsta konan aðal manneskjan á heimilinu, því að hún er móðir frumburðarins. Það er hún, sem skipar hinum fyrir, skammtar matinn og lítur eftir öllu, þegar mað- urinn er ekki heima. — Þegar ný kona kemur á heimilið afrækir bóndinn þá gömlu fyrst i stað, en þegar ástar- bruninn fer að sljákka í honum snýr hann sér aftur að þeirri gömlu, og hún skeytir skapi sínu á yngri kon- unni, sem hefir gerst henni keppi- nautur um skeið. Höfðingjar og særingamenn giftast oftast konum úr öðrum ættum en sín- um eigin. Það hefir pólitiska þýðingu fyrir höfðingjana. Þeir borga kon- urnar dýruni dómum til þess að sýna að þeir séu ríkir og voldugir. Og höfð- ingjadætur eru líka háttsettar persón- T. v.: Ung stúlka af bantú-kyni. Hún minnir á Indverja, með túrbaninn og krosslagðar hendurnar. — T. h.: Ung bantú-brúður. Sumar bantúmeyjar eru mjög fallega vaxnar, eins og þessi, sem er eins og myndastytta úr gljáandi kopar. ur og því miklu dýrari en annað kvenfólk. Kýr eru oft notaðar sem borgun fyrir kvenfólk, en stúlkan verður að vera góð og gallalaus ef faðir hennar á að geta fengið heila kú fyrir liana. Það er nefnilega nóg til af stúlkum, en kýr eru sjaldgæfar, og sums staðar í Kongo eru þær alls ekki til. Annars er borgað með svo eða svo mörgurn hnífuni, bogum, spjót- um eða kjúklingum. Og í öllum kaup- samningum er ákvæði um, að ef stúlk- an reynist gölluð, þ. e. geti ekki átt barn, sé ótrú eða löt verði faðir henn- ar að taka við henni aftur! En hjúskap er nær aldrei slitið nema að undangengnum dómi, sem höfðinginn kveður upp, er annað hvort eiglnmaðurinn eða faðir hefir kært. Ef kona fer heim til föður síns 'kærir hann yfir því að hann hafi látið af hendi nýja stúlku, en hún hafi komið aftur notuð, En þetta gildir ekki ef stúlkan er ófrjó eða hefir verið manni sínum ótrú. En eig- inmaðurinn færir þau rök á móti, að hafi hann notað stúlkuna þá hafi faðirinn mjólkað kúna, étið eggin úr hænunum eða slitið hakanum og skóflunni, sem liann borgaði með. í þorpi einu sendi bóndi konu sína lit föður hennar eftir tíu ára hjóna- band, vegna þess að hún væri löt. En konan hafði strokið 6—7 sinnum áður og maðurinn alltaf sótt hana. Nú var hann hins vegar orðinn leiður á henni. Hann hafði borgað sjö skóflur fyrir konuna, og þegar hann heimtaði þær aftur, fékk faðirinn honum gamalt járnarusl. „Þetta eru skóflurnar, sem þú borgaðir mér,“ sagði hann. Úr þessu varð mál. Maðurinn kærði og sýndi leifarnar af skóflunum sjö. — Hvernig á ég að yrkja jörðina með þessu — eða kaupa nýja konu fyrir það? spurði hann. Faðiiúnn benti á konuna, sem liafði misst alla æskufegurðina og svaraði: — Og hvernig á ég að geta selt þessa dóttur?

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.