Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 10.08.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN Meí Ferrer var góður vinur Evu, og hún lék hjá honum í leikriti sem hét „Kveiktu á eldspýtu". „ÓDÝRT TIL LENGDAR". iSkömmu eftir að ég hafði keypt húsið, fór ég að sjá eftir öllum pen- ingunum, sem ég hafði lagt í það. Ég hafði farið óvarlega með nútíðarinnar fjármuni, til þess að láta eftir ósk minni um að cyða kviðanum fyrir ellinni. Þetta varð til þess að ég tók hátíðlega ákvörðun. Ég ætlaði að spara. En aðferðir mínar til þess að spara eru talsvert vafasamar. Ég er nefnilega liáð hinni algengu en hættu- legu kenningu: „Það borgar sig best — til lengdar." Ef ég ætti alia þá peninga, sem ég hefi eytt samkvæmt boðorðinu „Það borgar sig best til lengdar", gæti ég sest í helgan stein strax i dag. Ég ímynda sjálfri mér að það sé ódýrara til lengdar að kaupa nýjan Cadillác á hverju ári en að notast við þann gamla í þrjú ár. Að vera í Paris i frí- inu sínu borgi sig betur til lengdar en að eyða sumarlcyfinu heima. Að steik sé til lengdar ódýrari en bjúgu. Það er ncfnilega hægt að sjóða súpu úr beinasoðinu og setja í hana æti- sveppa cða aspargus eða eitthvað annað gott. Svona held ég áfram að rýja sjálfa mig i allri viðleitninni á þvi að spara — til lengdar. Einu sinni lét ég fleka mig til að kaupa hlutabréf, cn mér varð engin huggun að því. Maður á svo bágt með að trúa, að svona bleðlar séu einhvers virði. Ekki gctur maður ctið þá. Og ekki getur maður klætt sig í þá. Og ekki getur anaður farið i ferðalag á þeim. Þetta er bara pappír. Sparnaðaræðisköstin mín byrja oft- ast snemma á morgnana og líða hjá ¦um hádegið. Þau stafa vafalaust frá bernskuáhrifunum á undirvitundina. Við áttum frænku, sem átti heima skammt frá okkur i Budapest og alltaf var hún að halda fyrir okkur lang- an fyrirlestur um, hve mikilsvert það væri að spara. Hún var mesti dugn- aðarforkur í sparnaði sjálf — liklega sparsamasta kona veraldarsögunnar. Hún átti feiknamikið safn af segl- garnsspottum, umbúðapappírsblöðum, tómum vindlakössum, gúmmílykkjum, hnöppum, ryðguðum skrúfum og ótal mörgu öðru. Það var þessi frænka, sem kenndi mér hagsýni. En þegar til á að taka fer ég aldrei gætilega með peninga. Það borgar sig miklu betur — til lengdar — að vera dálítið eyðslu- samur. BREFIN FRA TED. Karlmennirnir eru miklu fyrir- ferðarmciri í hinu opinbera lífi „draumastúlkunnar" en i einkalífi hennar. Ég hefi reynt margt af þvi tagi, sumt leiðinlegt, sumt skemniti- legt og sumt blátt áfram hrreðilegt. Það er hræðilegt að fá símahring- ingar frá karlmönnum, sem auðheyrt er að vantar jafnvægi og kunna ekki að stjórna sér. Það er gaman að fá bréf frá mönnum, sem eiga heima þúsundir kílómetra frá manni, og aðeins faafá gleði af því að skrifa kunnri manneskju skcmmtilegt bréf. Það er leiðinlegt að fá bónorðsbréf frá mönnum, sem eru einmana en sannfærðir um, að tilboð þeirra um ást og ektastand sé íhugunarvert. Ég svara öllum bréfum sem ég fæ, nema þeim sem eru svo áleitin, að scndandinn mundi telja sér uppörvun að þvi að fá svar. Það er góð regla, cn eina undantekningu veit ég þó frá því. Ég fékk bréf frá Kaliforníu, frá ungum manni, sem ég ætla að kalla Ted. Tónninn i bréfinu var talsvert _jg>» >Æ?Æ?.Æ?A r^mjm 'Æ.. u ''&,: 1% & %. Óhugn^íileg sjóferð Sextuga konu rak eina á smáskipi frá Hjaltiandi til Noregs. ^5 Elizabeth Mouat var fædd 'x Leirvik á Hjaltlandi 1825, og var eins árs þegar faðir hennar drukknaði á fiskveiðum við Grænland. Fluttist 'hún þá til Scatnes ásamt móður sinni og kom ekki út úr hreppnum fyrr en hún var orðin 61 árs. Þá hafði hún í mörg ár þjáðst af fótar- meini er hún hafði fengið við að detta af hestbaki og varð nú að fara til Leirvikur til að leita Jæknis. Ætlaði faún með fiskiskút- . unni „Columbine" þangað. Skip- verjar voru þrír: James Jamieson skipstjóri og hásetarnir Jeremias og Oliver. Mikill sjór var þegar lagt var af stað. Rokið ágerðist og er skip- stjórinn reyndi að bjarga stór- seglinu skolaði honum fyrir borð. Hásetarnir reyndu að kasta til hans kaðli en það tókst ekki og se.ttu þeir þá út létlibátinn. En hjálpin kom of seint og skipstjór- inn sökk. Réru þeir nú lífróður eftir skipinu, en náði þvi ekki. Elizabeth Mouat hafði verið undir þiljum o'g vissi ekkert hvað gerst hafði. Jeremías og Olivcr höfðu ekki önnur ráð en að leita lands aftur, og höfðu varla við að ausa bátinn. Hafði sést úr landi hvað gerst liafði en engin tök voru á að hjálpa. Loks kom- ust skipverjarnir á þurrt eftir margra tíma barning. En þá var „Comumbine" horfin úr augsýn. Næstu daga fóru ýms skip að leita hennar. en það bar engan árangur. Eiizabeth Mouat lá sjóveik i kojunni þegar slysið varð. Nú leið og beið en loks fór hana að gruna, að ekki væri allt með felldu. Þegar hún kom upp á þilfarið sá hún sér til skelfingar að hún var ein um borð. Fyrst hélt hún að skipið væri strandað og skipverj- arnir farnir i land að sækja hjálp, en brátt sá hún hvernig ástatt var. Sjórinn gekk i sifellu yfir skipið og lirikti i lúkunni yfir lestaropinu. Seglið var rifið i tætlur og bóman slengdist sitt á hvað. Konan varð að hýrast í lestinni en þar var allt á ringul- reið. Þegar dimmdi varð hún að sitja i myrkri, þvi að ekki var hægt að kveikja. Hún heyrði ó- lætin í veðrinu og fann hvernig skipið skoppaði og hristist. Nú fór hún að hljóða og gráta en loksins sofnaði hún. Morguninn eftir lægði veðrið nokkuð og Elizabeth, sem ekki hafði dottið matur i hug, fann að hún var banhungruð. Hún leit- aði í lestinni og fann loks kringl- ur og litla mjólkurflösku og hresstist við það. Síðdegis leit hún út um kýraugað og sá að nú var hætt að snjóa en komin rigning. Og nú var hún ekki sjó- veik lengur. Þannig liðu þrír sólarhringar og þegar Elizabetli stakk hausn- um upp úr lúkunni fjórða morg- uninn, var komið sólskin. í norðri sá hún land við sjóndeild- arhringinn og nú óx lífsvonin. Henni tókst að finna oliutýru og eldspýtur, svo að hún gat kveikt. En þá koai gustur og slökkti á lampanum. Þá grét Elizabeth, þvi að eldspýturnar voru ekki fieiri. Tveimur dögum siðar sá hún snjóhvit fjöll í fjarska og óx nú lmgur aftur. En nú fór að hvessa á ný og skipið rak nær og nær landi, en tók oft niðri og lá lengi kyrrt uns það losnaði aftur. Loks kom leki að því. Elizabeth var orðin svo mátt- farin að hún gat ekki staðið i fæturna. Næst rakst skipið á sker og siglan brotnaði, og i lestinni var sjórinn orðinn meira en fet. Henni tókst að skreiðast upp á þilfarið og sá nú að skipið var skammt frá landi. í fjörunni var fjöldi manns, og einn þeirra lét binda um sig linu og fleygði sér í sjóinn. Honum tókst að komast í skipið og bjarga konunni. Elizabeth Mouat var komin i eyjuna Lepsöy fyrir norðan Ála- sund. Er hún hafði hvílst nokkra daga var hún flutt til Álasunds, þar sem góðir menn grciddu fyrir hcnni. Hún var furðu hress eftir hina dæmafáu hrakninga i átta daga. Þessi ferð varð fræg um allar Bretlandseyjar og fólk gerði sér ferð til Scatnes til að hitta gömlu konuna. Hún dó 6. febrúar 1918, 32 árum eftir Noregsferðina. Kvæði voru kveðin um hana og ævintýralegar ferðasögur skrif- aðar. Og 32 erinda kvæði um „The Voyage of the Columbine" var prentað um hið glæfralega ferðalag Elizabeth Mouat frá Hjaltlandi til Noregs. :i ^ heiinamannslcgur, en bréfið var skemmtilegt og græskulaust, og Ted sagði frá því að hann hefði séð mynd af mér í blaði og að hann hefði lika séð mig í sjónvarpi. Hann ætlaði bara að segja mér, að 'honum þætti vænt um að ég væri til. Hvort ég vildi ekki hætta á að kynnast honum betur? Ég væri honum eins og hitagjafi á þess- ari gömlu köldu plánetu. Þetta var bull, en meinlaust bull, og ég skrifaði honum stutt bréf aftur og þakkaði fyrir hlýleg orð. Svo gleymdi cg honum alveg. En Ted lét ekki þar við sitja. Eftir viku fékk ég nýtt bréf. Það kom frá San Diego. Og svo kom hvert bréfið annað, þó að ég svaraði engu þeirra. Ted gafst ekki upp. Hann var iðinn við kolann og skrifaði i fullri ein- lægni. Hann sagði mér frá þvi í léttum tón, að hann væri eiginlega eins konar lazaróni og lifði á eigin hnyttni og annarra peningum. Hann skreytti þessa lýsingu með þvi að láta þess getið, að hann væri eitt mest aðlað- andi og töfrandi karldýrið, sem skap- að hefði verið á þessari jörð. Ég ætti endilega að nota tækifærið og kynnast honum. Og þáð væri best að ég færi að undirbúa mig undir að sjá hann, úr þessu, því að hann væri á leiðinni og ætlaði að heimsækja mig. Ég skeytti þessum bréfum litið fyrstu vikurnar. Eg tók þessu eins og hverju öðru gamni, jafnvel eftir að hann var farinn að gera sig heima- komnari í bréfunum. 1 fyrsta bréfinu hafði hann byrjað með „Kæra ung- frú Gabor", en von bráðar var hann farinn að skrifa „Kæra Eva", svo kom „Elsku Eva" og loks „My dear baby". h~—- ¦¦ "-.........»>* 'Wi i<mi,ii..nmi.|iil......------^--mis—^ l KARL MARX ÞVEGINN. — Minnis- varði Karls Marx í Highgate í London varð fyrir nokkru fyrir árás spell- virkja, sem máluðu brjóstmyndina er stendur á stalli minnismerkisins. Mun tilgangurinn með þessu athæfi hafa verið sá, að mótmæla komu þeirra Bulganins og Krustsjevs. Vitanlega var málningin þvegin af Marx í snatri og hér á myndinni sjast tveir menn frá borgarstjórninni vera að líta eftir að þvotturinn hafi verið vel af hendi leyst. DrekkiS^ COLA Spur) vnVKK

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.