Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 10.08.1956, Blaðsíða 8
FÁLKINN *fT)BERT NIXON ranglaði um stétt- *V ina. Það var fullt af fólki, sem var að fara í sumarfrí, og sem blaðr- aði og hló og olnbogaði sig áfram. Hann óskaði að hann vœri kominn heim í sveitina; þar var kyrrð og ró og akrarnir breiðir kringum gamla húsið, sem fjölskylda hans hafði átt heima í, kynslóð eftir kynslóð. Það var sjálft lifið, hugsaði hann með sér og horfði á þvöguna kringum sig þangað til hann kom auga á unga stúlku með rauða húfu, stuttklippt jarpt hár og brettunef. Hún rogaðist með sex böggla, mismunandi stóra. Alltaf er kvenfólkið eins, hugsaði hann með sér. Hvers vegna býr hún ekki um þetta í einn böggul? Hann leit lauslega til hennar og konunnar, sem með henni var, og flýtti sér svo áfram. Á næsta augnabliki datt hann marflatur yfir koffort, og stúlkan fór að. skellihlæja. — Afsakið þér, sagði hún, — ég hefði ekki átt að setja koffortið þarna. — Ég vona að þér hafið ekki meitt yður. En hún hélt áfram að hlæja og hann horfði á hana með andstyggð. Líklega var hún kringum 18 ára. Þvilik ósvífni — að standa þarna og hlæja að hon um! Best að koma ekki nærri ungu stúlkunum, allra síst þessari, hugsaði hann meðan hann var að strjúka af sér rykið. Svo hélt hann áfram leiðar sinnar. — Það var Ijótt af þér að hlæja svona, Kata, sagði Helen frænka. — Þú verður að reyna að hegða þér skikkanlega. — Æ, svei því. — Það var ólund í honum, svo að hann hafði gott af þessu. Helen horfði á frænku sína og von- aði að sumarfríið yrði ánægjulegt. Kata var svo ung og hafði lag á að rata alltaf í einhverjar ógöngur. Þetta var í fyrsta skipti sem hún átti að dvelja á gistihúsi sem nppkomin stúlka, og hún hlakkaði til. Þegar þær voru komnar í sætin sín í lestinni og brunuðu út af stöðinni, hallaði Kata sér aftur í sætinu og fór að hugsa um unga manninn, sem hafði dottið um koffortið hennar. Hún sá hann enn fyrir sér, sólbrennt andlitið afmyndað af reiði og rauða hárið eins og fjaðrafok. Hún hafði ekkert á móti að kynnast honum, en líklega mundu þau ekki sjást framar. Helen frænka horfði út um glugg- ann og rifjaði upp fyrir sér 'þegar Kata var lítil og falin hennar umsjá. Helen hafði aldrei gifst, en hún hafði alið Kötu upp. — Ég held að bjallan sé að hringja fólk í hádegisverðinn, góða, sagði hún. — Ég held að ég borði ekki neitt, en þú getur farið inn í matvagninn, og ég ætla að blunda á meðan. — Ertu viss um að þú sért ekki svöng, frænka? Ég er glorhungruð — eins og vant er. — Já, vitanlega. LagaSu þig svolítið áður en þú ferS! Kata stóð upp og leit í spegilinn. Hún mélaði nefbroddinn, lagaði á sér húfuna og brosti svo til frænku. — Er ég góð núna? — Já, þú litur vel út. Þegar Kata kom inn í matvagninn var alsetinn bekkurinn við hvert borð. En þjónninn náði í tveggja manna borS handa henni og hvarf svo. í sömu svifum heyrSi hún gaura gang bak við sig. Hún leit við — og hvað sá hún nema rauðhærSa mann- inn! Hann hafSi rekist á þjóninn, sem Á hverjum degi ætlaði hann sér út einn, en á hverjum degi var hann samt með Kötu í f jörunni ... Hroklallobdlhurínn kom á móti honum með flöskubakka, og doltið. Hann staulaðist á fætur aft- ur, umsnúinn af vonsku. Honum var vísað á auða sætið á móti Kötu. Hún starði út um gluggann og kipraði sam- an varirnar til þess að kæfa í sér hláturinn. Nú, þarna var þá fliss-stelpan kom- in aftur! Hann leit á hana eins og mannýgur griðungur þegar súpan kom á borðið. Hún hrosti alúðlega til hans. — Sæl- ir! sagði liún. — Daginn! urraði hann og fór að borða. Löng þögn. — Mér — mér finnst bjórlykt hérna, sagði hún varfærin. — Það mundi vera bjórlykt af yður líka ef heilum bakka af öli hefði verið hellt ofan á yður. Kata brosti varlega. Og aftur varð löng þögn. — Hafið þér gaman af tennis? spurði hún. Hann leit hvasst á hana. — Hvað vitið þér um tennis? — Ekki mikið. En ég hefi séð mynd- ir af langa slánanum með stóra nefið. — Gerið þér yður ljóst, ungfrú, að þér eruð að tala um frægasta tennis- kappa heimsins, Bill Bradley? — Jæja, þér skilduð þá hvern ég átti við, svo að ég liefi lýst honum rétt. Hann leit manndrápsaugum á hana og svo borðuðu þau þegjandi upp úr súpudiskunum. Þau voru í miðjum fiskréttinum þegar hún kom með nýja spurningu: — Hafið þér gaman af hnefaleik? — Ja, sagði hanh stutt og bætti viS: — En þér hafiS líklega ekkert vit á honum. — Jú-jú, ég hefi séS hnefaleik í kvikmyndafréttunum. — Jæja. En það jafnast nú enginn á við Dempsey. — Einmitt. Ég hefi aldrei heyrt hann ncfndan. — Nei, það þykir mér liklegt. — Þér hafið kámað hálsbindið yðar meS fisksósu. — Mér er alveg sama um þaS. — Ég heiti Kata Wilson. — Robert Nixon. ViS sjáumst tæp- lega oftar. — Nei, sjálfsagt ekki. Hún borgaSi fyrir matinn og myndaSi sig til að fara. — Jæja, veriS þér sælir. Ég vona aS þér dettið ekki oftar næstu dag- ana. Hann tók upp vindlingahylkið sitt og fór að reykja. Þetta var meira stelpugæsknið! KATA gekk hlæjandi fram gangana. Þegar hún kom að fyrsta snyrtiklefa fór hún þar inn og læsti eftir sér. Hún skoðaSi sig í spegli til að ganga úr skugga um þaS sem henni fannst, að hún hefði fríkkað upp á síðkastið. Ég get aldrei órðið falleg, hugsaði hún með sér, en ég held að ég sé skraanbi „pikant". Hún þvoði hend- urnar, greiddi hárið og setti húfuna á skakk. Svo gretti hún sig i spegilinn og tók í lásinn. En hurðin var læst. Hún reyndi aftur — árangurslaust. Togaði í handfangiS og barSi. Hún svitnaði af angist. Lokuð inni í þess- um litla klefa — kanske marga khikku- tímaí Hún barSi og barði á hurðina. — Hjálp! hrópaði hún. Ég er læst inni! Vagninn liallaðist í beygju og húfán datt af henni. Svo heyrði hún rödd fyrir utan: — Er eitthvað að þarna? — Ég er lokuð inni! hrópaði hún skrækróma. — LokuS inni? Það er ekki hægt að loka sig inni, lásarnir eru þannig! — Þetta var sá rauðhærði! Þetta var stelpuskrattinn, hugsaSi hann meS sér og var skemmt. Sú skyldi fá fyrir ferðina. Hún liafði gott af því. Hann hló. — Eruð þér að hlæja að mér? — Já, en hann var hérna fyrir 5 legt? — Nei, þaS er allt annað. Það er hræðilegt. — Jæja, færið þér yður frá hurð- inni, ég skal brjótast inn. — Ég get ekki fært mig til í þessari kytru! tísti hún. — Jæja, — nú kem ég! Svo lagðist hann á hurðina með Öllum sínum bunga. Hún hrökk upp. — Hurðin var ólæst, sagði hann. — Kemur ekki til mála! — Þér hafið liklega þrýst i öfuga átt. Hann bcygði sig og tók upp húf- una hcnnar. Og þau voru að dusta af húfunni þegar Helen frænka birtist. — Hvað er um að vera hérna, Kata. Þetta lítur ekki fallega út. — Eg var læst inni. Og þessi maður braut upp hurðina. — Braut upp ... ? Helen starði með grunsemd á unga manninn. Svo þakkaði hún honum fyrir hjálpina, mjög stuttaralega og fór með Kötu inn í klefann þeirra. Loks voru þær komnar á áfanga- stað. Þær náðu í burðarmann og báðu hann um að ná í bifreið. Þegar þær komu að útgönguhliðinu sáu þær þröng kringum manninn, sem tók við farmiðanmn. Hjartað hoppaði í Kötu. Það var sá rauðhærði, enn einu sinni. Hann var að leita í vösunum sínum. Hafði týnt farmiðanum. — Því miður, sagði gæslumaðurinn. — Þér verðið að borga nýjan miða, en ef hinn finnst þá fáið þér hann end- urgreiddan. — Já. en hann var hérna fyrir 5 mínútum. Sá rauðhærði var orðinn kafrjóður og hélt áfram að leita. Hann ieitaði í öllum vösum einu sinni enn og meira að segja í buxnabrotunum. — Kannske þér hafið étið hann? sagði Kata blíðlega um leið og hún gekk framhjá honum. Hún skilaði brosandi miðanum sínum og hélt áfram með frænku sinni. Helen frænka gekk tignarlega inn í ársalinn á Imperial Hotel. — Hafið þér pantað herbergi áð- ur, frú? spurði ármaðurinn. — Við höfum pantað tvöfalt her- bergi fyrir þrjár vikur, sagði Helen. — Nafnið er Howard. Maðurinn leitaði lengi í bókinni. ¦— Því miður, frú. Það sést ekki að neitt hafi verið pantaS undir því nafni. — En, Kata ... þú ... — Kannske ég hafi gleymt að stinga bréfinu í póstkassann, sagði Kata mjóróma. — Hvaða vandræði, Kata. Þetta er hræðilegt! Hvað eigum við að taka til bragSs. ViS verSum aS síma á ann- að gistihús.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.