Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 10.08.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN — Eg er hræddur um að það þýði ckkert, frú. Hér er alls staðar fullt á gistihúsunum. — Ó, frænka ... í sama bili kom sá rauðhærði inn og gekk til ármannsins. — Ég heiti Robert Nixon, sagSi hann. — Ég hefi pantaS herbergi. — Já, stendur heima. — Þér fáið númer 29. Robert leit við og sá að Kata stóð viS hliSina á honum. Hún leit upp. Nú hló hún ekki. Hún var eymdin uppmáluð. — Er eitthvað að? spurði hann. — Æ, ekki neitt sérstakt. — 'Þér hafið lent í einhverjum ó- göngum aftur? — Já, líklega. Ég gleymdi að setja bréfið til gistihússins i póst, svo að nú erum við húsnæðislausar. — Já, einmitt, sagði hann. ÞaS hlakkaði í honum. Kata roðnaSi. — Það er ljótt af yður að glotta svona. — Þér hlóguð að mér. — Það er allt annað mál. — Jæja, er það annað mál. HvaS ætlið þið nú að gera? — Ég veit ékki. Sofa hérna niðri í fjöru, hugsa ég. Hann horfði á raunalega andlitið og sneri sér svo að Helen frænku. — Þér getið fengið herbergið mitt. Ég reyni að koma mér fyrir einhvern veginn öðruvísi. Það varð úr að Nixon fékk súðar- herbergi og aukarúm var sett inn í nr. 29. — Þetta var fallega gert af yður, sagði Helen frænka, sem hafði feng- ið annað álit á þeim rauðhærða en áður. En Robert Nixon var montinn af göfuglyndi sínu. Hann varð eins og nýr maður. Og nú skein sólin og sjór- inn var blár og lokkandi. í rauninni var þessi Kata skrambi nett stelpa. ÞAU hittust á svölunum öll þrjú, i tedrykkjunni. Kata hafði fariS i gulan bómullar- kjól, þröngan að ofan en með felldu pilsi. Líkamsvöxtur hennar naut sín vel í þessum umbúðum. Robert komst á þá skoðun aS hún væri einstaklega nett, og tilgerSarlaus var hún. — Hann fór aS hugsa um hvernig mundi vera aS kyssa hana. HvaSa bull er þetta, hugsaSi hann svo, og fór að tala um býflugnarækt við Helen frænku. Næstu dagarnir liðu rólega í sól og sjó. Robert stóð í ársalnum á hverj- um morgni og beið eftir Kötu, sem kom alltaf æðandi á siðustu stundu, í græna baðsloppnum flagsandi. Á hverjum degi ætlaði hann sér að fara út einn, en á hverjum morgni var hann þó með Kötu i f jörunni. Og á Ivöldin lentu þau venjulega i ein- hver.jum gildaskála, sem dansað var í. Kötu fannst tilveran óþolandi yndis- leg þessa daga. Henni var unun að finna arminn á honum um mittið á sér þegar þau voru að dansa, og hún þráði að hann smellti á hana kossi, en hann sýndi aldrei snið á sér til þess. Hann talaSi mikið um skepnur og sveitasælu, en allt í einu varS hann aS taka sig a og stara á munninn á henni. Nei, hún er ekkert fyrir mig, sagSi hann viS sjálfan sig. Hún er al- veg eins og allar hinar, og ég vil ekki púkka upp á hana. Eftir tvær vikur afréð hann að fara heim. Hætta að slæpast. Og nú var að segja þeim að hann ætlaði heim daginn eftir. Þegar hann kom inn í ársalinn stóð Kata þar, og var að tala við ungan jarphærðan mann. Robert varð jafn rauSur hárinu á sér og var rétt aS segja dottinn um stól er hann gekk hjá. — Gondæinn, Robert, sagSi Kata. — Hver var þetta? spurSi sá dökk- hærði. — Vinur minn sem býr hérna á gistihúsinu, sagði Kata. — Gleymdu honum og skrepptu upp og náðu i garmana þína. Billinn stend- ur hérna fyrir utan. Kata horfði á hann, á báSum átt- um. Hún þekkti varla þennan unga mann, sem hafði komið þarna um morguninn, og sem þúaSi hana þegar í stað. Hann hafði komið aS borSinu þeirra eftir hádegisverSinn og kynnt sig sem Arnold Blake. Eftir að hafa talað lengi við Helen hafði hann tekið Kötu að sér. Er þau óku af stað leit hann á liana frá 'hlið og hugsaði með sér: Hún er ekki sem verst! — Þú ert yndisieg, sagði hann svo. — Er ég það? sagði Kata. — Þetta verður gaman. — Já, það byrjar vel, sagði Kata og fór að hugsa sér bragS, sem mundi verka á Robert. En Robert hafði þotið upp í her- bergið sitt, látið dót sitt i töskuna og rokið niður aftur — opnað munn- inn til að segja úrslitaorðið við ár- manninn — en snerist hugur og hljóp út á svalirnar og hristi grindurnar, hamslaus af reiði. Hann róaðist eftir dálitla stund. Nei, hann ætlaði ekki að fara. Hann ætlaSi aS kyrkja þennan freka flag- ara :— eða drekkja honum við fyrsta tækifæri. HANN fór inn i salinn og settist og fór að lesa i blaði. Rétt á eftir heyrði hann sagt með mjúkri rödd: — GóSan daginn! Robert leit viS og sá ljómandi fal- lega ljóshærSa stúlku. Hann starði á hana og kom ekki upp nokkru orði. Fyrir stuttu hafSi hann veriS frjáls maSur, en nú gat hann ekki þverfótaS fyrir brettunefjurn og fallegum Ijös- hærSum stúlkum. Haun hugsaði til töskunnar sinnar og óskaSi aS hann hefði aldrei farið i sumarfrí. Unga stúikan settist hjá honum og brosti til hans eins og þau hcfðu þekkst alla ævi. — Ég er hérna i frii, sagSi hún brosandi. — Mér finnst hljótt og leiðinlegt hérna, en ég varð að fara úr bænum. Kannske þér viljið sýna mér hérna i kring? Hann horfði á fallega andlitið og nú hljóp gikkur í hann. Nú skyldi hann sýna Kötu ... Sú ljósa hét Lill, og næsta klukku- tímann gerði hann sitt besta til að vera skemmtilegur og fræðandi. Hann var að hjálpa Lill til að ná steini úr skónum hennar þegar billinn kom brunandi að gistihúsdyrunum með Kötu og Arnold Blake. Kata var ekki lengi að sjá aS Lill var falleg. Hún heilsaSi þeim kulda- lega og hljóp upp í herbergiS sitt. Ro- bert starði á Arnold eins og mannýgt naut. Þegar Kata kom upp í herbergið var Helen að hafa fataskipti undir miðdegisverðinn. En Kata fleygði sér á rúmið og sagðist ekki vilja mat. Helen settist á rúmstokkinn. — Viltu ekki segja mér hvað amar að þér? Ég var einu sinni ung líka. — Helen frænka, ég er ástfangin. Þú mátt ekki hlæja að mér — ég titra öll þegar hann kemur nærri mér og ég veit að ég dey af harmi, því að nú er hann að dufla við aðra stelpu. — Hver er þessi „hann"? spurSi Helen frænka. — Robert, vitanlega — og hún ranghvolfdi augunum til hans og sagSi aS hann væri að kitla sig á ilinni. Ég drep hana! —; Hægan, hægan, Kata. LagaSu þig nú til og komdu i matinn. — Nei, vældi Kata. — Ég get þaS ekki. — Jú, þú getur þaS vel. FarSu nú í baS og burstaSu liárið ... — En hún cr svo girnileg, sagði Kata volandi. — Þá verður þú að bjóða henni byrginn. Farðu i rauðu blússuna og hvíta fellingapilsið — og ilskóna. Kata settist upp í rúminu. Henni óx hugur. Þegar hún hafði haft fataskipti var hún orðin bjarlsýnni. Hún andaði djúpt þegar hún kom út úr lyftunni, þar sem allur söfnuðurinn beið henn- ar — Heien og sú ljósa, með Robert á aðra hönd og Arnold á hina. Þau borðuSu öll saman og Robert tókst aS hella úr ananasskál í fangið á Lill, þegar hann avr að hjálpa henni. Arn- old duflaði við Kötu. — Við skulum fara og dansa á eftir, sagði hann. — Ég veit skemmtilegan stað skammt héðan. Hin tóku tillög- unni fagnandi og Arnold dró Kötu upp úr stólnum. Þau hlupu saman niS- ur dyraþrepin. Þegar Robert og Lill náðu þeim aftur voru þau sest saman frammi í bílnum og Kata brosti fram- an í Arnold. Lill sat aftur í, hjá Robert. Hann var fokreiður, að sjá Kötu við hliSina á þessum flagara. En ég er ekki ást- fanginn, sagði hann við sjálfan sig —' þetta kemur allt af því, að ég er óvanur kvenfólki. Hann sárlangaði til að faðma Kötu og kyssa hana. Hann titraSi af cftir- væntingu og Lill tók á enninu á hon- unl og spurSi: — Er skjálfti i þér, góSi minn? í sömu svifum leit Kata við og ætl- aði að segja eitthvað. Hana langaði til að gráta en tók sig á: Ég skal gera hann svo reiðan að hann springi, hugsaði hún með sér. Og von bráðar voru þau komin út á dansgólfið. Lill hékk á Robert, sem var i öng- um sínum að sjá Kötu i faðiminum á Arnold, en verða sjálfur að dansa við þá ljóshærðu. Kata vissi vel að Robert starði á hana — hún lagði kinnina að kinn Arnolds, lokaði augunum og brosti sælubrosi. Þá gekk fram af Robert. Þegar hljómsveitin þagnaSi togaSi hann Lill með sér út á svalirnar til að fá hreint loft. — Mér sýndist þú svo æstur, sagði hún. — Eigum við að koma og ganga dálitla stund. — Nei, sagði Robert önugur. Þau fóru inn í salinn aftur og Ro- bert fór að sviijast um eftir Kötu. Hún var enn aS dansa við Arnold — með sama sælubrosið. Robert hafði áttað sig. Hann elskaði Kötu, hann vildi eiga hana — hvers vegna gat hann ekki viðurkennt það fyrir sjálfum sér? Hann elskaði Kötu — og hún var aS dansa viS flagarann. Svo hljóp hann frá Lill úti á miSju gólfi og ruddist gegnum þvöguna þangað sem Kata var aS dansa. Hann ýlti Arnold frá, þreif Kötu og teymdi f KJAFTAKRÓKNUM. — Geitin og páfagaukurinn eru aldavinir og eiga heima í sama dýragarðinum. Hérna á myndinni rabba þau saman í góða veðrinu, í hléi á milli máltíða. i HLAUPAGIKKURINN. — Það er Louis Mountbatten lávarður, sem er að óska ástralska hlaupagikknum John Landy tii hamingju eftir að hann hafði hlaup- ið enska mílu á 3.58,6 í Melbourne ný- lega. Þessi tími var 6/10 sek. yfir heimsmetinu, en það á Landy sjálfur. KONGULÓIN í NETINU. — Jafnvel regnhlífarnar' eru háðar tískunni. — Þessi regnhlíf er frá Bretlandi og er gegnsæ, en litur út eins og kongulóar- vefur, en kongulóin sjálf situr í miðju netinu. hana eins og sauðkind út i garðinn og bak við stórt tré. Þar sneri hann sér aS henni og þrýsti hana aS sér. Kata var föl þarna úti i tungisljósinu. HjartaS i honum hoppaði upp i kok um leiS og hann kyssti heitan munn- inn á henni. Hún titraði eins og laufblað. Hvor- ugt þeirra sagði orð lengi vel, en loksins stundi Kata upp úr sér: — Robert — mér þykir svo vænt um þig að mér finnst ég ætla að deyja! — Bjáninn minn! sagði hann og strauk hárið á henni. — ViS sem ein- mitt erum að byrja að lifa. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.