Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1956, Qupperneq 11

Fálkinn - 10.08.1956, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN 500 krónnr „ÞAÐ er svei mér mál til komið, að ég fái þessar 500 krónur, sem hann Einar skuldar mér,“ sagði ég. „Nú hefir hann skuldað mér þær í misseri; og mig vantar peninga. Eg síma til lians á morgun.“ „Ætli hann eigi ekki jafn erfilt með að borga þér peningana og þú átt með að borga honum Gunnari þessar 500 krónur, sem hann á hjá þér,“ sagði Elsa. „Gunnari liggur ekkert á, ég léði honum fjórar bækur fyrir tveimur árum. Það er blátt áfram stuldur að skila eklci aftur bókum, sem maður fær lánaðar. Það er engu betra að svíkjast um að skila bókum og að svíkjast um að borga skuld. Og svo er Gunnar ekki í peningavandræðum, svo að hann verður að líða mig.“ „Æ, hvað ég er syfjuð," sagði Elsa og geispaði, „í kvöld skal ég fara snemma að hátta, — æ, og nú hringir síminn. Viltu svara, Oddur! Ef það er Vigga þá er ég ekki lieima.“ Ég svaraði í símann, og það var Gunnar. „Heyrðu, Oddur,“ sagði hann, „hvenær hefirðu liugsað þér að borga mér þessár 500 krónur, sem þú skuld- ar mér?“ „Ég get ekki sagt þér það í bili,“ sagði ég. „Það er meira en ár síðan ég lánaði þér þetta,“ sagði Gunnar. „Já, ég man það,“ sagði ég, „en það eru meira cn tvö ár siðan ég léði þér fjórar bækur, svo að ekki er það betra." „Þú skalt fá bækurnar þegar ég fæ peningana,“ sagði hann stutt og sleit samtalinu. „Jæja, þetta var hann,“ sagði ég og lagði tólið á. „Já, ég heyrði það,“ sagði Elsa og stórgeispaði. Við höfðum háttað svo seint undanfarin kvöld, að bæði voru grútsyfjuð. „Nu hátta ég,“ sagði Elsa og stóð upp. Og ég gerði eins. Ég var kominn meira en hálfa leið inn í draumaland þegar síminn hringdi. Elsa lét auðvitað sem hún svæfi eins og steinn. Mér datt ekki í hug að fara á fætur til að svara. Ég lét símann hringja. Þvi miður er eng- in liurð milli stofunnar og svefnher- bergisins. Jæja, ég higðist á liina iilið- ina, sannfærður um að ég mundi sofna eftir tíu sekúndur. Langt frá því. Siminn fór að hringja aftur — meiri glymjandi en áður. Til þess að sýna betur að ég svæfi hraut ég nokkrar fallegar hrotur. Siminn hætti ekki. „Oddur, heyrirðu ekki að siminn er að hringja?" sagði Elsa. Ég svaraði með því að hrjóta betur. „Siminn er að hringja, Oddur,“ — hún kleip mig í handlegginn og ég varð að vakna. „Er að brenna?“ spurði ég. „Síminn, hcyrirðu ekki i siman- um?“ sagði hún. „Lofðu honum að hringja. Ég nenni ekki að svara. Ef ég á að svara hvenær sem síminn hringir, verð ég alveg svefnlaus.“ Nú þagnaði síminn, sem betur fór. „Ef hann hringir aftur þá látum við hann hringja," sagði ég. „Góða nótt!“ En friðurinn var ekki fenginn. Svona er það alltaf þegar maður ætlar sér að fara snemma að sofa. Þá kepp- ast allir kunningjarnir um að hringja. Síminn hringdi og hringdi, von úr viti, en loksins þagnaði liann, og svo sofnuðum við. Morguninn eftir þegar ég fór inn í strætisvagninn, áleiðis á skrifstof- una, tók ég eftir að Einar var þar. Nú skal hann fá að heyra í mér, hugs- aði ég með mér, en Einar varð fyrri til. „Ég hringdi livað eftir annað til þín í gærkvöldi,“ sagði hann, „mér datt i hug að skreppa til þin út af þessum 500 krónum, sem ég skulda þér. En þú varst ekki heinia." „Þú getur borgað mér þær núna,“ sagði ég uppglenntur og datt strax í hug, að nú skyldum við Elsa gera okkur dagamun. „Heyrðu, ég gafst alveg upp á að hringja ti! þín, en svo datt mér í liug að lita inn til iians Gunnars. Þeg- ar hann frétti að ég skuldaði þér 500 krónur, sem ég ætlaði að borga, sagði hann að þú skuldaðir sér 500 krónur, svo að það varð úr að ég tók við peningunum. Svo að nú er ég skuld- laus við þig og þú við hann. Ég kom ekki upjj nokkru orði. „Um leið og ég fór.“ hélt Einar áfram, „fékk Gunnar mér 4 bækur, sem þú hafðir lánað honum, og bað mig um að skila þeim við tækifæri. Hún cr góð þessi dragt sem Jean Patou hefir búið til úr þykku ullarefni. Hringskorna pilsið er kóngablátt. Það er bundið með linda í niittið og er með vösum. Blússan er dökkblá með vítt, bátlaga hálsmál og háan kraga lagðan með silkibandi sem hnýtt er í slaufu að framan. T.. h. sjáum við nýtísku skartgripi. Þeir eru sannkölluð listaverk — og verðið Þegar ég kom lieiin og leit á þær, sá ég að þetta voru sömu bækurnar sem þú fékkst lánaðar hjá mér fyrir rúm- um 'þremur árum.“ Dóttir Marlene Dietrich var i sam- kvæmi, þar sem allir kepptust um að sló móður hennar gullhamra. „Hún verður yngri og yngri með hverju árinu,“ sagði einn aðdáandinn. „Mað- ur skyldi halda að hún væri systir yðar.“ — „Já,“ andvarpaði dóttirin. „En það verður þó alltaf niu mánaða aldursmunur á okkur.“ Carl Nielsen, 72 ára söðlasmiður, auglýsir þannig í Kaupmannahafnar- hlöðununi: „Með þvi að skattstjórinn, þrátt fyrir háan aldur minn, gerir of miklar kröfur til mín, sé ég því miður neyddan til að loka verkstæðinu mínu og gerast ellistyrkþegi." Elizabetli Englandsdrottning hefir fengið tilsögn í raddbeitingu hjá ein- um af sérfræðingum enska útvarpsins. Það hefir verið fundið að þvi hvernig drottningin talar í útvarpi — röddin þykir of köld. Var hún látin heyra sjálfa sig á grammófónplötu, sem hafði verið tekin af einni útvarpsræðunni, og viðurkenndi að aðfinnslan væri réttmæt. En nú hefir hún lært að tala með dýpri rödd og mýkri og hlýrri. fer eftir því. Efst er skrautgripur úr fílabeini með simili hringum og til- heyrandi eyrnalokkar. — í miðið er mjög breitt armband og stór hringur sem hafður er á llitlafingri, hvort- tveggja úr gulli, skreytt mislitum steinum. — Neðst hefir hárgreiðslu- meistarinn Guillanne greitt þessari fallegu greiðslu og látið fallegt simili- chips við bæði gagnaugu. Vitið þér...? að það er hættulegt að drekka sig fullan í Ankara? Þvi að ef lögreglan rekst á góðglað- an mann á götum höfuðborgar hin-s tyrkneska ríkis, hirðir hún hann og ekur með hann 30—40 kílómetra út fyrir borgina. Þar tekur hún af honum peningana hans og hann verður að gera svo vel að fara labbandi heim til sín. Oftast nær er runnið af hon- um eftir gönguferðina. að fiski getur rignt? Það kemur ekki sjaldan fyrir, og stundum hér á landi, að sílum rignir niður yfir landið. Þetta atvikast þannig, að skýstrokkar soga sjó upp í loftið, og þá slæðist fiskurinn með. að hægt er að kvikmynda nær 2000 inyndir á sekúndu? Þessi geypihraði er eingöngu not- aður við visindalega könnun á mjög liröðum hreyfingum. Til dæmis má taka margar myndir af kúlu, sem kemur fram úr byssulilaupi.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.