Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 10.08.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN <¦<<<<<<<<¦<¦<<<<<<<<-;¦<¦<<<<<<<<<<<-<¦<<<<¦<<<-<-<-<<<<<<-<-<-<-«<¦<<<¦«-<-<-<-<<<<<¦<¦<<<<<<<< ROBERTA LEIGH Mdlamynda - hjónabandíð. 8 * FRAMH ALDSSAG A * »»->-»-> »»>>>>»:»»> »»¦»-»-»»-» >¦>-> > >»¦»>>> »»>¦>-»-»-»»-»»» >>¦»>-: og virtist svo ánægð með sjálfa sig. Hann vissi að hann mundi biðja hana fyrirgefningar, sjálfur vissi hann eiginlega ekki hvers vegna, en hann varð þó að afsaka bréfið, sem hann hafði skrifað í bræði. Lyndis gaf honum hins vegar ekkert tækifæri til þess, hún var kulda- leg og ókunnugleg, og vegna þess að klæða- burður hennar var svo óvenjulegur varð enn meira bil á milli þeirra. Lafði Carew lét þau vera ein og þau töluðu lengi saman, meðan þjónarnir hlustuðu á, en síðan þögðu þau bæði og daginn eftir vár Nicholas önnum kafinn við störf sín. Hann hafði óvenjulega mikið að hugsa um þessar mundir, en Lyndis vissi ekkert um það; hún hélt að hann væri öllum stundum með Carole. Var allt óbreytt? Hræðilega óbreytt? Nei, eitthvað hafði gerst. Eitthvað mikið — feiknarlegt! Eitthvað óskiljanlegt. Það var líkast og Lyndis gengi í svefni er hún fór frá Harleystreet-sérfræðingnum daginn eftir, með hamingjuóskir hans eins og bergmál fyrir eyrunum: „Lafði Hamilton, þér eigið barn í vonum!" Lyndis ók hægt heim. Henni fannst hún verða að hafa óendanlega langan tíma til.að hugsa um þetta, óendanlegan tíma til að skilja hvað komið hafði fyrir — hún var með barni. Þegar hún kom heim reikaði hún um húsið án þess að festa hugann við nokkurn hlut, hún var svo undarlega einmana og gat ekki talað við nokkra manneskju. Þessi dagur hefði eiginlega átt að vera mesti hamingjudagur á ævi hennar. Ef hún hefði verið önnur kona mundi hún hafa farið fagnandi til mannsins síns og sagt honum fréttina — en nú vissi hún ekki hvað hún átti að segja. Mundi hon- um finnast, að þetta væri fjötur, sem hún væri að reyna að leggja á hann — nýr og óvelkominn fjötur? Hún heyrði tifið í gömlu klukkunum í hús- inu, það var eina hljóðið sem rauf þögnina. Hún var ein, alein. Gegn vilja sínum hafði hún farið upp í herbergið, sem hún undi best i, bjarta herbergið á efstu hæð, sem einu sinni hafði verið leikstofa Nicholas. Og nú fann hún allt í einu til þess að hún var ekki ein- — hún bar líf undir belti! Hún mundi ávallt hafa eitthvað af Nicholas nærri sér, jafnvel þó að hann yfirgæfi hana. Eitthvað, sem hann gæti ekki tekið frá henni. Allt i einu datt henni í hug að flýja. Hverfa með barnið sitt til framandi lands, til dæmis Ástralíu, og byrja nýtt líf þar og vinna fyrir barninu sínu. Henni fannst þetta lokkandi tilhugsun. En var það rétt gagnvart barninu? Nú heyrði Lyndis aftur tifið í gömlu klukkun- um ... þær minntu hana á allt, sem tilheyrði Hamalton. Mundi frumburður hennar áfell- ast hana fyrir að hún hefði yfirgefið heim- ilið, sem tilheyrði honum að réttu lagi? Nei, hún hafði engan rétt til að ræna barnið arfi þess. Hún varð að vera kyrr. Og svo átti hún líka vin. 1 morgun hafði komið bréf frá John Masters, sem var ný- kominn heim og ætlaði að borða miðdegis- verð með henni í kvöld. Henni hlýnaði um hjartaræturnar er hún hugsaði um John. Já, hún ætlaði út með honum, og Nicholas hafði minni ástæðu en nokkurn tíma áður til að krefjast nokkurs af henni. Nú þurfti hún ekki að taka tillit til tilfinninga hans, því að hún vissi, að Nicholas hafði engar tilfinningar. Og Lyndis hafði varla séð Nicholas þessa viku, sem hún hafði verið heima og það var auðskilið hvað hann hafði fyrir stafni. Sú tilhugsun var eins og svíðandi sár í hjartanu, hjartanu, sem aldrei gat orðið hart og for- hert gagnvart Nicholas. En Lyndis þekkti varla Nicholas aftur og það gerði Carole ekki heldur. Carole tók ósjálfrátt eftir, að eitthvað ókunnugt var komið á milli þeirra, eitthvað ókunnugt og hættulegt. Hún reyndi eftir megni að verða en meira töfrandi en áður og fannst hún halda vel á spilunum, en samt fann hún, að vald hennar á Nicholas fór dvínandi. Hann forð- aðist að hitta hana, hann sendi afboð og hann var viðutan og sóttist ekki eftir að skemmta sér með henni. Og Carole vildi ekki skilja, fremur en Lyndis, að það var vinnan, sem hélt Nicholas frá skemmtunum og sam- veru. Það ókunna, sem komið var milli Carole og Nicholas, var Nicholas sjálfur. Hann var breyttur, og sá gamli Nicholas sem Carole hafði sigrað forðum og bundið á klafa, var ekki lengur til. Hinn eirðarlausi flughermað- ur var horfinn, maðurinn sem Carole hafði skemmt. Sem hún hafði lagt í læðing með því að halda honum í sífelldum spenningi og skemmt með ríkulegum tilbreytingum. Án þess að Carole tæki eftir, var annar Nicholas kominn í hans stað. Fullþroska maður, sem var allur í vinnunni, sem ekki var eirðarlaus heldur metnaðarfuliur og alvörugefinn, mað- ur sem vissi, að hagur þúsunda af verkafólki var undir dugnaði hans kominn, og jafnvel f járhagur þjóðarinnar líka. Hvorki Lyndis né Carole höf ðu skilið breyt- inguna, sem orðin var á Nicholas. Lyndis sá að hann var þreytulegur og orðinn breytt- ur þegar hún mætti honum í stiganum kvöld- ið sem hún ætlaði út með John Masters. Hún tók ekki eftir aðdáuninni, sem skein úr aug- unum á honum þegar hann sá þessa tígulegu konu, sem var konan hans, en samt svo f jar- læg. Lyndis var í einum af fallegustu frönsku kjólunum sínum, úr dýru silki. Mittið var al- sett glitrandi steinum, og dökka steina hafði hún fest í hárið. „Með hverjum ætlar þú út?" spurði hann byrstur. „John Masters kemur og sækir mig," svar- aði hún kuldalega og rétti Nicholas loðkáp- una, svo að hann gæti hjálpað henni í hana. Nicholas tók annars hugar við silkimjúkri kápunni og lagði hana yfir axlirnar á henni. Hann fékk óstjórnlega löngun til að kyssa hálsinn á henni og hann varð að leggja að sér til að stiila sig. Lyndis misskildi þögli hans og hélt að þetta væri andúð. Hann þolir ekki einu sinni að vera nærri mér, hugsaði hún með sér í örvæntingu. Nicholas fann að hann varð að tala við Lyndis, biðja hana um að fyrirgefa og skilja. Það var margt, sem þau þurftu að tala saman um. „Lyndis," byrjaði hann. „Mig langar til að . . ." En lengra komst hann ekki því að nú var dyrabjöllunni hringt og stúlkan kom inn og sagði að John Masters væri kominn. Lyndis leið út úr dyrunum án þess að segja nokk- urt orð. Það var John Masters sem fékk fyrstur að vita, að Lyndis ætti barn í vonum. Henni fannst ekkert athugavert við að ségja hon- um það, þó að hún vissi að hann mundi taka það nærri sér, og hún sá líka sársaukasvip- inn sem kom á andlitið. Svo tók hann í hönd hennar og bað hana enn á ný að fara burt með sér. Hann skyldi ganga barninu í föður stað, og þau mundu verða sæl í hjónabandinu eigi að síður. En Lyndis hristi höfuðið þreytu- lega. „Nei, ég má ekki bregðast barninu, sér- staklega ef það verður drengur. Hann er erfingi að metorðum og auði. Ég verð að verða á sama stað. Fyrst varð ég að vera kyrr vegna Nicholas, og nú vegna barnsins." Lyndis var þreytt og hún og Masters sátu ekki lengi. Lyndis heyrði að Nicholas var vakandi þegar hún kom heim og hún fór í morgunkjólinn, sem líka var meistaraverk frá París. Þá opnuðust dyrnar og Nicholas kom inn. Lyndis sá undir eins á honum, að honum var mikið niðri fyrir. „Var það ekki einkennileg tiiviljun að þið John Masters skylduð vera stödd í París um sama leyti?" byrjaði Nicholas formálalaust. „Ég vil ekki hlusta á neinar dylgjur," svar- aði hún áköf. Hún fann að hún gat ekki haft stjórn á sér, hún var þreytt og taugarnar í ólagi. „Þér er best að segja sem minnst! Ekki neitt! Þú vilt láta mig hýrast heima, bíðandi eftir þér þangað til þér þóknast að koma heim og taka þér hvíld frá ævintýrum þín- um stutta stund ..." „Ég vil ekki að nafn konunnar minnar sé á allra vörum," hrópaði Nicholas án þess að hlusta á Lyndis. „Ég vil komast burt héðan," sagði hún kjökrandi. „Ég giftist þér eingöngu vegna þess að Trupp var að nauða á mér að gera það og af þvi að ég vissi að það var heitasta ósk föður þíns. En mér er alveg sama þó að auð- ævi þin fari veg allrar veraldar. Ég hata þig! Ég hata þig!" Lyndis sló krepptum hnefanum í borðbrún- ina. Ailt varð rautt kringum hana og svo svart og hún hneig I yfirliði á gólfið. Nicholas lyfti henni ofur gætilega og lagði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.