Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1956, Qupperneq 13

Fálkinn - 10.08.1956, Qupperneq 13
FÁLKINN 13 hana upp í rúmið. Mikið var hún yndislega falleg! Hvernig gat hann fengið af sér að haga sér við hana eins og hann gerði? Og þessi löngun til að kvelja hana, hún kom af ást og afbrýði — það skildi hann nú. Hann skildi það núna, eftir að það var orðið of seint, og hann hafði misst ást hennar. Augnalokin opnuðust hægt og hún horfði beint í augun á honum. „Elsku Lyndis,“ sagði hann blitt. „Geturðu fyrirgefið mér? Getur þér nokkurn tíma þótt vænt um mig framar? „Ég get ekki annað en elskað þig,“ sagði hún þreytulega. „Þó að ég ætti að hata þig.“ Nicholas hallaði höfðinu að öxl hennar og Lyndis lagði aftur augun. Nærvera hans, iyktin af tóbakinu hans, sápunni hans vakti minningar hjá henni frá þeim tíma er hún hafði elt son húsbónda síns með augunum. „Hvers vegna leið yfir þig?“ spurði Nic- holas allt i einu upp úr þurru og órólegur, eins og hann myndi fyrst núna hvað komið hafði fyrir. „Ertu veik?“ „Nei, ég er ekki veik,“ sagði Lyndis. „En við eigum barn í vonum . . .“ Nicholas andaði djúpt .. . „Barn!“ hrópaði hann. „Barn! Ég er svo glaður, miklu glaðari en ég á skilið að vera — er það satt að þú ætlir að gleyma, og fyrir- gefa mér allt?“ „Já, það er satt,“ andvarpaði hún. Hún hefði átt að vera stolt og hörð, en til hvers var það? Hún vissi að hún var eins og vax miili handanna á Nicholas — að hún gat ekki staðist hann. — Nicholas dró hana að sér og kyssti hana. „Nú þarft þú að fara varlega með þig,“ sagði hann mjúkt. Þegar Nicholas kom út á götuna morgun- inn eftir fannst honum veröldin vera orðin gerbreytt. Það hafði rignt um nóttina og göt- urnar voru blautar, og þó hann væri staddur inni í miðri London fann hann angan af mold og blómum úr görðunum. Honum datt í hug að það væri orðið tímabært að hann og Lyndis færu á sveitasetrið hans í Cornwall. Frænka hans mundi verða glöð ef hún fengi heimsókn- ina og frétti um þann gleðilega atburð, sem í vændum var. Það var eins og hann hefði vaknað eftir martröð og framtíðin var nú skýr og björt. Hann átti meiri gæfu í vændum en hann átti skilið, hann fann það sjálfur. Hann hafði verið blindur og harðbrjósta að skilja ekki að það var Lyndis, sem hann elskaði. Það hafði verið heimskulegt stolt, krakkalegur þrái, sem hafði valdið því að hann hafði ekki viljað láta undan föður sínum og öllum hin- um, sem héldu því fram að Lyndis væri rétta EG-GJALEIKUR WASHINGTON-BARNANNA. Hvern 2. dag páska er börnum boðið að „velta eggjum“ á flötunum kringum „Hvíta húsið“ í Was- hington. Þar fá fullorðnir því aðeins aðgang, að þeir séu með börnum yngri en 9 ára. Börnin byrja að safnast á flatirnar klukkan 9 að morgni og hafa öll með sér körfu með harðsoðnum eggjum. Þegar leik- urinn byrjar eru eggin lögð í langar raðir og eigend- ur þeirra velta þeim svo að næstu röð á flötinni. Er um að gera að brjóta egg hinna, án þess að brjóta sín eigin. En að jafnaði er ekki hætt fyrr en öll eggin eru brotin. — Það er sagt að börnin hafi forðum iðkað þennan leik á tilteknum hól í borginni. En svo var farið að rækta blóm á þessum hól og börnin fengu ekki að koma þangað. Þau sneru burt, angurvær, en þá mættu þau gömlum manni. Þegar hann hafði fengið að vita hvað var að, sagði hann þeim að þau mættu koma í garðinn sinn, og velta eggjunum þar. Þannig byrj- aði eggjaleikurinn við hvita húsið. Því að maðurinn, sem hafði boðið börnunum að koma, var enginn ann- ar en Grant forseti. konan handa honum, en Carole væri hættu- legt kvendi. Smám saman hafði hann farið að sjá gall- ana á Carole, þó að hann hefði reynt að loka augunum fyrir þeim. Hann hafði í rauninni barist fyrir sinni blindu ást, en gramist kröf- ur og duttlungar Carole. Ergelsi hennar þeg- ar hann kom ekki með nógu dýra gjöf í hvert skipti sem þau hittust, gauragangurin í henni þegar hann hafði neitað henni um að leyfa henni að taka út vörur í hans nafni í versl- unum hafði vakið hjá honum grun um, að það væru peningarnir hans sem hún elskaði, fremur en hann sjálfur. En nú var allt þetta afstaðið. Sú sem hafði ef til vill fyrst tekið eftir breytingunni á Nic- holas var ritari hans, sem hafði orðið að púla eins og þræll undanfarið, til þess að hafa við húsbónda sínum. En í dag sagði hann henni að hún mætti eiga frí, og var annars hugar þegar hann leit á póstbréfin. Lyndis notaði fyrripart dagsins tii að fara í búðir og skoða hvítvoðungafatnað ... Að nokkur föt skyldu geta verið svona smá — svona yndisleg og heillandi! Sælan og von- gleðin söng í henni. Hún hafði símað til lafði Carew hvað eftir annað, því að hún vissi að fréttin mundi gleðja hana, en lafði Carew var ekki heima. En það gerði eiginlega ekkert til, úr því að hún hafði Nicholas til að sam- gleðjast með sér. Annað veifið fannst henni að þetta gæti ekki verið satt, að hamingjan gæti á svip- stundu breyst í örvæntingu! 1 gær hafði hjarta hennar verið þungt og framtíðin óviss, en í dag vissi hún, að með hverri stundinni mundi lífið verða sælla og dásamlegra. Nú átti hún hamingjuna sem sameign með manninum sem hún elskaði, og nú gat ekkert skilið þau að. Lyndis datt varla Carole í hug, og henni fannst á sér að keppinautur hennar væri horfinn úr tilveru hennar og Nicholas fyrir fullt og allt. Gamli Hamalton lávarður hafði sigrað. Sigrað fyrir hennar tilstiili. Hann hafði ekki trúað á Lyndis árangurslaust, og hún óskaði þess að garnli maðurinn væri enn á lífi og gæti samglaðst þeim. En Nicholas átti erfitt hlutverk óleyst, og reyndi að forðast að hugsa til þess. Hann varð að tala við Carole. Hana hafði eflaust grunað, að farið væri að draga sundur með þeim og að hann væri horfinn frá því að gift- ast henni, en sem heiðarlegur maður varð hann að tala hreinskilnislega við hana og segja henni hvernig komið var. Og best að slá því ekki á frest. Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og IV2—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. — Póstbox 1411. HERBERTSprent. Adamson hreinsar reykháfinn!

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.