Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1956, Side 3

Fálkinn - 17.08.1956, Side 3
FÁLKINN 3 Ófríiarbliha við Miðjarðarhaf Mikil ófriðarblika er nú á lofti við austanvert Miðjarðarhaf. Sú ákvörðun Egypta, undir forystu Nassers, forseta landsins, um að þjóð- nýta Súez-skurðinn hefir orðið til ]>ess að skara eld að þeim glæðum, sem ekki hefir kulnað í, við botn Miðjarðarhafsins frá lokum síðustu heimsstyrjaldar. — Myndin efst til vinstri er af Benjamin Disraeli, hin- um kunna breska stjórnvitring (1804— 1881), sem Bretar eiga að þakka þá aðstöðu, sem þeir hafa liaft við Suez- skurðinn frá öndverðu. Árið 1875 keypti Disraeli 177 þús. hlutabréf í skurðfélaginu af Ismail kedíva, sem var mjög fjár þurfi, fyrir fjórar inill- jónir sterlingspundk, án þess að bera það undir þingið. Disraeli gerði þetta i óþökk landa sinna, sem voru því mjög mótfallnir, að skurðurinn yrði grafinn, en framsýni liins merka stjórnmáiamanns bjargaði málinu við fyrir komandi kynslóðir Breta. -— Að ofan til hægri er mynd frá flotahöfn- inni Valetta á Möltu, en þar hafa Bretar eitt traustasta vígi sitt í Mið- jarðarhafinu. Þýðing þessa herskipa- lægis mun vaxa mjög, ef til tiðinda dregur við austanvert Miðjarðarhaf, ekki sist, þar sem aðstaða Breta á Ivýprus er nú veik og þeir hafa yfir- gefið Súez-svæðið. — Myndin til vinstri er frá Kýprus, en fregnirnar þaðan liafa fallið nokluið i skuggann fyrir tíðindum frá Egyptalandi. Ný- lega voru þó nokkrir menn teknir af lifi ]>ar fyrir ódæðisverk. Á mynd- inni sést lík Edwards Charies Benicci. Hann var frá Möltu, en búsettur í Nicosiu, höfuðborg Kýprus, þar sem hann vann í stórverslun, en gegndi auk þess þjónustu i lögregluliði borg- arinnar. Hann var skotinn úr laun- sátri, er hann var á gangi úti á götu með unnustu sinni, sem sést einnig á myndinni. Hún situr á hækjum og starir sljóvum augum út í loftið. * Hneði(e0t nómu- slgs í Bel0iu Eitt mesta námuslys siðari tima varð í vikunni sem leið í Charleroi í Belgíu. Þar iokuðust hátt á þriðja hundrað manns niðri í námugöngum, er eldur kom upp í námunni. Engin von er talin til þess að námumenn- irnir náist lifandi upp, þótt björg- unarstarfinu sé haldið sleitulaust áfram. Um síðustu helgi hafði nokkr- um líkum verið náð og örfáum mönn- um, sem voru með Iífsmarki, en mjög limlestir. — Baudoin Belgíukonungur kom á slysstaðinn til þess að taka þátt í sorg íbúanna á staðnum. Hann sést hér á sjúkrahúsi, þar sem líkunum, sem náðst hafa, hefir verið komið fyrir. Þjóðarsorg var í Belgíu s. 1. mánudag.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.