Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1956, Side 4

Fálkinn - 17.08.1956, Side 4
4 FÁLKINN lllplll wSÉrni lilll WMmmÉmmMi í: #|Í«Í«#5Íi|lfÍÍi Íwíííííww síðan það kom inn. Og broti úr sek- úndu áður vissi Luis Miguel hvað gerast niundi. En það var of seint. Hann fann sáran sviða og þeyttist hátt upp í loft. Og auðvitað kom liann niður rétt hjá nautinu. Aðstoðarmenn komu hlaupandi úr öllum áttum til að ginna nautið burt frá honum en það var of seint. Nautið setti undir sig hausinn og stangaði. Dominguin fann sáran sviða í lærinu og svo missti liann meðvit- undina. Hann raknaði ekki úr rotinu fyrr en í spítalanum löngu siðar. Læknarnir töldu honum ekki lífs von fyrst í stað, og síðar sögðu þeir að óhjákvæmilegt væri að taka af honum fótinn fyrir ofan mitt læri. En Luis frægasti nautabani heimsins Miguel þvertók fyrir það — og fékk að halda skankanum. En eitt vildu læknarnir sverja: að þessi maður mundi aldrei geta drepið naut fram- ar. Fóturinn yrði aldrei jafn góður. Og lengi vel var svo að sjá sem sú spá mundi rætast. Dominguin gekk við tvo stafi í nokkra mánuði. En einn daginn fleygði hann stöfunum í bræði. Hann datt er hann hafði gengið tvö skref og þjónar komu til að hjálpa honuni á fætur, en hann benti þeim að fara frá og loks tókst honum að komast á fætur og var þá orðinn kóf- sveittur. En hann var hróðugur yfir sigrinum, eigi síður en í Sevilla forð- um, er hann hafði drepið tvo vetrunga í fyrsta laginu. Hann datt oft næstu daga og vikur. En loks þóttist hann maður til að fara að æfa sig undir nautavíg á ný. Það gekk sæmilega og rúmu missiri eftir slysið fékk hann Pepe Ordóniz til að taka sig á skrá aðai nauta-atsins i Madríd. Það var eftirminnileg sneypuför. Þegar hann var kominn á sviðið and- spænis nautinu, stirðnaði allur fót- urinn. Aðstoðarmennirnir björguðu honuih út og annar var fenginn til að drepa nautið. Og áhorfendurnir höfðu sýnt honum sama ræktarleysið sem lækkandi stjörnur fá oft að reyna. Nú voru gömlu afrekin hans gleymd, en fólkið lét rigna yfir hann eggjum og skemmdum appelsínum. er þjóðhetja Spánverja, vinur Hemingways og Övu Gardner. Rita Hayworth, Lana Turner, Zsa Zsa Gabor og fleiri eru bráðskotnar í honum. Nú er hann sestur í helgan stein og hættur að drepa griðunga, þótt ekki sé hann nema 33 ára. — Hann hefir nóg fyrir sig að leggja, því að hann á um 50 mill'jón ísl. krónur og að auki stórar kaffiekrur, tvær hallir, einkaflugvélar og sjö bifreiðar. ÁTJÁN ára gamall hafði Luis Miguel Dominguin fengið eldskírnina, sem nautabani. Það var í Sevilla, en þar eru vandfýsnustu nautvígaáhorfendur á ölium Spáni. Siðan voru liðin fjór- tán ár. Og í kvöld átti Dominguin að berjast við naut á ný, eftir nær tveggja ára fjarveru frá „blóði og sandi“. Hann hafði slasast svo illa fyrir rúmu hálfu öðru ári, að lækn- arnir fortóku að hann gæti nokkurn tíma stungið í svæfingarholu á nauti framar. Aldrei liafði liann biðið nokkurs leiks með jafn mikilli eftirvæntingu, nema kannske fyrsta leiksins í Se- villa. Hann hafði um tólf ára skeið verið frægasti nautabani Spánar en jiá varð slysið. Hann hafði komist í æsing á hringsviði i Venezuela og gerst djarfari en rétt var. Hann hafði bókstaflega ögrað dauðanum með þvi að veifa rauðu skikkjunni sinni framan í nautið, ginnt það að óþörfu og sýnt svo mikla fífldirfsku að fólk sem var þaulvant hinni spönsku þjóð- aríþrótt stóð á öndinni og varð agn- dofa. Aldrei hafði jafn ferlegt nauta- víg sést í Venezuela. Fólkið trylltist og hann trylltist lílca og gleymdi hoð- orðinu, sem faðir hans hafði sett hon- um í æsku: „Ber þú virðingu fyrir dauðanum!“ En merín gleyma því stundum og Dominguin gleymdi livi þarna i Venezuela, þó að hann liefði 12 ára þjálfun að baki og hefði drepið yfir 2000 naut. Hann ætlaði að gera minnisverða sýningu þarna, svo að ef nokkrum áhorfenda hefði dottið í hug, að þeirra eigin goð, Fernandez væri honum fremri, skyldu Jieir verða að láta i minni pokann og breyta skoðun. Fyrst lagðist hann á linéð aðeins Jirem metrum fyrir framan glápandi griðunginn. Hann vissi að ef bola dytti i hug að gera árás, var þessi hnéstaða hans hættuleg. En hann hafði gætur á löppunum á tuddanum. Meðan gleitt var milli framlappanna mundi hann ekki stökkva á hann. Áhorfendurnir trylltust af Jiessari dirfsku og lófaklappið var eins og þruma. En hann var ekki ánægður saint. Hann vildi láta fólkinu renna kalt vatn milli skinns og hörunds. Og hon- um tókst 'það. Nautið stóð kyrrt á miðju hring- sviðinu. Horfði einkennilega á hann, eins og Jiað væri hissa. Og nú stóð Dominguin upp og færði sig hægt nær nautinu. Beygði sig fram og tók í hornin og kyssti bola á krúnuna. Þá fór brollur um fólkið og leið yfir marga. Amerísk stúlka, sem aldrei liafði séð nautaat áður ætlaði að sleppa sér og æpti svo, að allir hrukku við. Og nú baulaði nautið i fyrsta skipti Luis Miguel Dominguin er alltaf með skjálfta áður en hann kemur inn á sviðið til að drepa nautin. En þegar á hólminn er komið hverfur skjátft- inn. LUIS DOMINGIM - Dominguin hrópar „Uh toro!“ og nautið kemur æðandi og Dominguin leggur sverðinu í svæfingarholuna á bola. Þá dugir ekki að vera skjálf- hentur, því að holan er á stærð við fimmeyring. Hann var framlágur þetta kvöld og sór Jiess dýran eið að koma aldrci framar fram í nautaati. Nú fór hann að iðka samkvæmislífið. Hann var tíður gestur i Cannes, Nizza og Holly- wood og oftast með frægum kvik- myndadísum. Ava Gardner, Rita Hay- worth, Lana Turner og Zsa Zsa Gabor voru fylgifiskar hans og vihlu allar eiga hann. Á einu kvöldi hafði hann sólundáð meiru en hálfri milljón króna i spilavitinu og eftir eitt sam- kvæmið sem hann liélt fékk hann gest- unum að skilnaði ferðatösku, alfatnað og vasapeninga og fylgdi þeim út i flugvél, sem fór með þá til Róma- borgar. Hann munaði ekkert um þess konar. Hann átti sjö ameriska bila, kaffiekrur og nær 50 milljónir í banka! En 'liann gleymdi ekki nautavígun- um. Hann þráði að fá uppreisn fyrir ósigurinn í Madríd fyrir hálfu öðru ári. Og einn daginn tók hann ákvörð- un, sem ekki varð breytt. Hann var með Övu Gardner á viðhafnarsýningu í Madrid. Skrúðganga nautavígamanna gekk i fylkingu fram hjá stúkunni, sem þau Ava sátu í. Honum var litið til hennar og sá að hún var í þann veginn að standa upp. Hún var svo vön dálætinu að hún liélt að þetta væri gert til heiðurs sér. Hann brosti til hennar og studdi hendinni á öxl hennar og stóð upp sjálfur og svaraði kveðju fylkingar- innar. Og þá varð Ava hrifin, ])ó að hún yrði að sætta sig við að hverfa í skugga 'Luis. Upp frá Jjeirri stundu varð hún hrifnari af honum en nokk- urn tíma áður. Þó að ekki tækist henni að ná í liann. — En á sömu stundu liafði Dominguin heitstrengt að heyja einn leik enn. Og nú var dagur þessa leiks runn- inn upp. Eftir Ivo daga átti liann að standa andspænis dáuðanum og reka af sér slyðruorðið. Það lá ekki vcl á honum. Það var skjálfti í honum — enda hafði hann alla ævi verið órór undir nautadrápin. Hann hafði ekki dregið dul á betta við blaðamenn. Þeir spurðu alltaf: „Heyrið þér, Doming- uin, eruð þér aldrei hræddur þegar Jiér gangið móti bola?“ Hann hafði alltaf brosað og svarað að hann væri alltaf lafhræddur. Stundum beinlínis lamaður af hræðslu. Stundum liafði liann sagt

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.