Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 17.08.1956, Blaðsíða 6
FÁLKINN 4* 4" 4f 4* 4" 4* 4* 4* 4* 4* 4" 4» 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4" 4" 4* 4» 3< £va Qabor: 5 ORKIDEUR OG SALAHI 3ramháldssaga 4» 4* 4» 4* 414» 4* 4» 4* 4* 4» 4* 4» 4» 4» 4» 4* 4» 4» 4* 4* 4* 4* 4> 4» 4" 4* & Og jafnframt fór aS sjást drama- tisk undiralda í bréfunum. Á hverjum niorgni skulfu fingurnir á mér er ég var aS opna bréfin, og ég velti fyrir mér livar Ted mundi vera núna. Stundum liSu margir dagar án þess aS bréf kæmj frá Ted, og það þótti mér nœrri þvi ennþá verra. Þegar bréfin komu viási ég þó hvar hann var. En þegar ekkert bréf kom, hopp- aði hjartað alltaf upp í kok, ef ég leit út um gættina. Einn daginn fór ég niður í for- stofuna kringum klukkan 11, til að sækja póstinn. Ég man þennan dag vel. Það var snjór úti og kalt i húsinu. Eg iagði nokkra viðarkubba á eldinn og settist í góðan stól meS bréfin í keltunni og kaffibolia við hliðina á mér. Ég blaðaði í bréfahrúgunni. Þarna kom það. Frá Ted. Og það var stimpl- að í New York! Ég hríðskalf en reyndi að harka af rnér. — Rétt fyrír miðdegisverðinn þetta sama kvöld, hringdi síminn. — Eva? sagði rödd í símanum. Ég kann- aðist ekki við hana. — Já, svaraði ég, með lífið í lúk- unum. — Heyrðu, baby, ég get ekki komist inn i borgina fyrr en klukkan níu. Ég veit að þér leiðist að bíða svo lengi, en ég verð að ganga frá ýmsu hérna áður en ég kem. Ég tók andköf. — Ted? spurði ég mjóróma. IÞögn. Svo var svarað: — Já, auð- vítað er það Ted. Hann virtist forviða á að ég skyldi vera í vafa um það. Svo hélt bann áfram: — Þig skal ekki iðra þess að þú þarft að bíða, baby. Þetta skal verða kvöld sem þú gleymir ekki. Loks hafði ég jafnað mig svo, að ég gat talað í samhengi. — Ted! sagði ég til að vita vissu mína. — Er það maðurinn, sem hefir skrifað mér öll bréfin? — Já, vitanlega, sagði hann. — HeyriS þér, sagði ég, — ég óska ekki eftir að liitta yður i kvöld eða i annað skipti. Ég vil ekki að þér símið til mín. Ég vil ekki að þér skrifið mér. Og þér skuluð ekki dirfast að koma hingað og hringja dyrabjöil- unni! Ef þér takið upp á því skuluð þeir eiga það víst, að lögreglan hirðir yður. Og svo skellti ég heyrnartólinu á gaffalinn. Það voru gestir hjá mér í miðdegis- verðinum, þar á meðal tveir, sem ætl- uðu að gista, svo að ég var örugg. Ekkert gerðist. Og heldur ekki daginn eftir né næstu viku. Og mér létti og hætti að hafa áhyggjur af Ted. Svo liðu margir mánuðir þangað til ég heyrði frá Ted næst. Þá kom bréf, stimplað í Los Angeles. Það var þakkarbréf. Hann þakkaði mér fyrir skemmtilega kvöldið, sem við hefðum átt saman i New York. Honum hefði þótt miSdegisverSurinn afbragðs góður, og kjóllinn minn ver- ið svo einstaklega fallegur. Aldrei skyldi hann gleyma hve góð ég hefði verið við sig. Og hann fullvissaði mig um aS mynd mín mundi aldrei hverfa úr hjarta sínu. í bréfinu lá ljómandi fallegur knipplingaklútur. Með þessu bréfi skildum við Ted að skiptum fyrir fullt og allt. FRUMLEGT BÓNORÐSBRÉF. MaSur getur ekki tekiS bónorSs- bréfunum, sem ég fæ stundum, al- varlega. En eitt af þessum bréfum var með öðrum svip en öll önnur, sem ég hefi fengið. Ég set það hérna, i ofurlítiS lagfærSri mynd. Biðillinn skrifaði: „Kæra ungfrú Gabor: — Ég hefi séð yður í sjónvarpi, og ég hefi lesiS um yöur í vikublöðunum. Lengi hefi ég verið að hugsa um að skrifa yður. Og í morgun afréð ég að gera það. Ég ætla að biðja yður um að giftast mér. Ég verð að biðja yður afsökunar á þessu einkennilega bréfi. Ég legg það ekki í vana minn að biðja kvenna skrif- lega. Ég er heiðvirður maður og hefi feng- ist við kaupsýslu í sextíu og þrjú ár. Nú hefi ég dregið mig í hlé og er sest- ur í helgan stein. Ég hefi stóra íbúð, bifreið og þrjá þjóna. Ég á kringum JjSO.000 dollara % peningum. Bn þetta er ekki nœg ástæða til þess að þér giftist mér, né gefur skýringu á hvers vegna ég vil giftast yður. Ég er níutíu og þriggja ára, og þó ég sé hress og borubrattur, af svo göml- um manni að vera, geri ég mér þó fylli- lega Ijóst að ég hefi lifað mitt fegursta. 1 erfðaskránni ánafna ég þeim, sem hafa unnið fyrir mig, dálitla fjárupp- hceð. En allt hitt á að ganga til þeirrar stúlku, sem vill búa með mér og verða konan mín síðustu æviárin mín. Og þegar litið er á að ég er orðinn níutíu og þriggja ára, sjáið þér að kröfurnar sem ég geri til konunnar eru í raun og veru ekki nema núll. Þér farið kannske að velta fyrir yð- ur hvaða hag ég sjái mér í þessu. Ef til vill er það ekki nema flónsleg hug- detta. Það er alltaf gaman að horfa á æsku og fegurð — kannske enn meira gaman fyrir fjörgamlan mann, sem bráðum fer veg allrar veraldar. Vinir mínir og fjölskylda er allt komið í gröf- ina, og gamall maður eignast trauðla nýja vini. Ef þér svarið því að ég sé að kaupa mér konu, verð ég að játa að þér hafið alveg rétt fyrir yður. Þetta er állt og sumt. Ég hugsa að yður mundi finnast œvin hérna hjá mér auðveld og áhyggjulaus. Á hinn bóginn mundi ég ekki segja neitt við því, að þér vilduð halda áfram leik- starfi yðar. Ef ég fengi aðeins að sjá yður hérna hjá mér við og við, mv.ndi ég gera mig ánœgðan með það." Ég sendi honum mynd og vinsam- legt svarbréf. Löngu síðar, er ég var i leikferð á þeim slóðum, sem hann átti heima á, gerði ég mér ferð til aS skoSa húsiS hans i hæfilegri fjar- lægS. Ég fann húsiS. Þetta var ljóm- andi fallegt hús meS garði í kring. Ófir dyrunum var spjald með orðun- um „TIL SÖLU". Ég komst að því að gamli maðurinn vár dáinn fyrir nokkrum mánuðum. ÉG upplifði líka annað rómantiskt ævintýri af öðru tagi. Það gerðist ekki bréflega. Við skulum kalla hann Pétur. Pétursævintýri mitt hófst eftir ágæta sýningu á „Kveiktu á eldspýtu" i litl- um bæ. Ég var í fataklefanum mínum að skipta þegar leiksviðsvörðurinn drap á dyr og sagði að maSur væri úti, sem óskaSi aS tala viS mig. MaSurinn var á sextugsaldri, sköll- óttur og talsvert holdugur. Hann kynnti sig sem doktor það og það, og spurði hvort ég hefði tíma til að tala við hann dálitia stund. Ég var í vafa um hvers konar mann- kind þetta væri og svaraði játandi en hikandi þó, er hann bauð mér kaffi- bolla i veitingasal gistihússins, sem ég dvaldi í. Það var auðséð að dokt- ornum var mikið niðri fyrir. Þegar viS vorum sest sagSist hann vonast til að mér þætti ekki kjána- legt þó að hann bæði mig um að hjálpa sér til að ráða fram úr erfiðu máli. Ég spurði hann hvers konar mál það væri. Fram að þessu hafði .Draumastúlkan" var Eva Gabor kölluð, og myndin sýnir hvernig Ame- ríkumenn hugsa sér þessa stúlknategund. enginn maður yfir fimmtugt komið til mín til að leita ráða. — Það er viðvikjandi honum syni minum, sagði hann. — Sonur minn er ástfanginn af yður. — Þekki ég þennan son yðar? spurði ég. Hann brosti. — ÞaS efast ég um, ungfrú Gabor, sagSi hann. Hann hefir aldrei veriS aS heiman. Og svo er hann ekki nema þrettán ára. Eg hló dátt en hann hristi höfuðið. — Ungfrú Gabor. Þér vitið hvernig æskan er. Hún tekur sér svona hluli nærri. og þetta leggst þyngra á hann Pétur en flesta aðra. Hann hefir albúm, sem er fullt af myndum af ySur. Hann veit alltaf hvar þér eruð, þegar þér eruð í leikferðum — hann þekkir hér um bil hvern bæ, sem þér hafið verið í og hvern bæ, sem þér a;tlið að heimsækja. Hann skrifar bréf og yrkir kvæði, sem hann sendir ekki. Ég komst yfir þessi bréf fyrir tilviljun. Hann mundi fyrirfara sér ef hann vissi að ég hefði séð þau. Hann andvarpaði. — Ungfrú Gahor, það kann að þykja fruntalegt að segja, að mér finnist Pétur haga sér eins og fábjáni. En eftir aS ég hefi séS yður hlýt ég að vera á öðru máli. — Það var fallega sagt, sagði ég og gaf doktornum ágætiseinkunn í skjalli. — Drengurinn er óheimskur, hélt hann áfram. — Hann er tilfinninga- næmur, hraustur og heilbrigður, cn þó er þessi þrettán ára ást ólæknandi. Hann lítur hátíðlegar á þetta en drengir gera á hans aldri. Ég kinkaði kolii og hugsaði til bernskuástanna minni. — í gærkvöldi, hélt doktorinn íífram, — sá konan mín til hans þeg- ar hann var að laumast út um liu- leytið. Hún vakti mig og við stöðvuð- um hann. Hann fann sér eitthvað til afsökunar og fór inn til sín. Ég veit hvert hann ætlaði sér. — Hvert? — í leikhúsið. Til að sjá yður. Kon- an mín spurði mig hvað gengi aS drengnum. Ég sagSi henni að hann væri ástfanginn af Evu Gabor. — HvaS sagSi hún við því? spurði ég. Hún spurði hvort Eva Gabor væri ein af þessum börnum, sem væru ný- komin í nágrennið. Þegar ég sagði henni að hún væri stúlkan, sem Pétur safnaði myndunum af, sagði hún: — Hörmung er að heyra þetta! — Ég vil helst hlífa honum við óþarfa sorg og vonbrigðum, hélt lækn- irinn áfram. — Og ég verð að biðja yður að hjálpa mér. Ég spurSi hvernig ég gæti hjálpað honum. — Komið þér til okkar í miðdegis- i verS annað kvöld. Kynnist drengnum. Verið góS við hann. Þegar hann sér aS þér eruS venjuleg manneskja meS holdi og blóSi en ekki aðeins draum- ur, getur hugsast að hann komist of- an úr skýjunum aftur. Ég gat ekki neitað þessu og vildi það ekki heldur. Daginn eftir var ég á nálum, eins og verst undir frum- sýningu. Konan hans kom til dyra og bauð mér inn i stofu, og hún var fljót að segja mér, að afi hennar í móðurætt hefði verið Ungverji. Svo kom doktorinn niður stigann og á eftir honum kom Pétur, hár ljós- hærSur drengur meS brún augu og al- vörusvip. Doktorinn heilsaSi mér. Svo leit

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.