Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1956, Síða 7

Fálkinn - 17.08.1956, Síða 7
FÁLKINN 7 hann við og sagði: — Pétur. þetta cr Eva Gabor. Ég rétti fram höndina og Pétur heilsaði. Hann starði á mig og þrýsti að hendinni á mér og svo roðnaði hann svo óskaplega að mér leið illa. Hvorl hið trúið mér eða ekki — ég roðnaði líka. Það létti yfir okkur öllum yfir matnum. Pétur fór að leggja fyrir mig ýmis konar varfærnislegar spurning- ar, sem enduðu með beinum yfir- heyrslum. Hann spurði mig um allt milli himins og jarðar, og spurði mig spurninga, sem jafnvel ekki bestu vinir minir hefðu þorað að leggja fyrir mig. Doktorinn reyndi ekkert að hjálpa mér — mér liggur við að hahla að honum hafi verið skemmt. Loks fór Pétur að lýsa sér út í æsar, fortíð sinni og framtíð. Hann lýsti öllum þeim stórvirkjum sem liann ætlaði að koma i framkvæmd, og það kom á daginn að hajin vóg salt um hvort hann ætti að verða vís- indamaður eða þrýstiloftsflugmaður. Eftir miðdegisverðinn stakk ég upp á að Pctur kærni með mér og sæi leik- ritið — foreldrar lians höfðu þegar séð það. Við fórum í leigubil i leik- húsið. Hann sneri sér að mér í bílnum og brúnu augun voru raunaleg. Ungfrú Gabor, sagði hann. — Hvað ertu gömul? Eg sagði honum það. Hann þagði við upplýsingunni. Svo muldraði hann: — Það er fjári mikið! Kannske hefir honum dottið í hug, að ég mundi bráðum komast á eftir- laun. —- Og þegar þú ert búinn í skól- anum ferðu að búa þig undir að fljúga til Mars, sagði ég — og þá verð ég orðin ennþá eldri ... Pétur stundi þungan. Þetta var at- riði, sem hann hafði ekki athugað i draumum sínum. Eftir sýninguna ók ég honum heim og kyssti hann á kinnina þegar ég bauð honum góða nótt. 'Þegar hann horfði á mig minnti svipurinn á hon- um mig á Pista og Evu litlu á skautum i Budapest. Ég vona að hann komist einhvern tíma til Mars. HVAÐ PÓLK HELDUR. Blaðamaðurinn: — Ungfrú Gabor, er það satt að þér liggið fimm tíma i haðkerinu á hverjum morgni og étið konfekt og lesið franskar skáldsögur? Gabor: — Nei, auðvitað er það ó- satt. Hvaðan hafið þér það? Blaðamaðurinn: ■— Ég gekk að því vísu. Allir sem hafa fengið á sig merki- scðilinn „Draumastúlka" verða að sætta sig við svona spurningar, án þess að depla augunum. Maður verð- ur jafnvel að láta, eins og þetta sé þýðingarmikil spurning. Ur því að ég er orðin „drauma- stúlka“ á annað borð, verð ég að sætta mig við, að fólk haldi að ýmislegt fleira sé athugavert við mig. Ég man að einu sinni hafði ég boðið nokkrum gestum upp á eitthvað i staupinu. Við sátuni og röbbuðum í nokkra klukku- tíma. Svo stakk ég upp á, að þeir sem væru svangir sky-Jdu fara fram í kæli- skápinn og sjá livort þeir fyndu ekki eitthvað ætlegt. Tveir gestirnir tóku mig á orðinu og hurfu fram í eld- hús. Þeir komu aftur tómhentir og sögðust ekki hafa fundið neitt í skápn- um nema orkídeur og salamibjúga. Þetta var undir eins túlkað sem tiktúrur úr mér. Svona væri sú sanna Eva. Eva Gabor getur lifað á brauð- skorpum, ef liún fær að horfa á eitt- hvað fallegt! Hún þarf engan mat ef hún hefir orkideur til a ð horfa á! Nú verð ég að játa að það er ein- kennilegt að fylla kæli skápinn sinn með orkideum og salamibjúga. En það er alveg satt, að mér fellur vel 1 að hafa eittlivað fal- legt kringum mig — hverjum j gerir það ekkií En mat- urinn kemur fyrst. Það var hrein til- viljun að ekkert var í skápnum nema orki deur og salami þetti a kvöld. EN mér er fullljóst, að þetla að vera „draumastúlka“ er þáttur í velgengni minni, hvort sem mér líkar það bet- ur eða verr. Þegar ég fer út að kvöldi dags Icgg ég mikla alúð við að ég líti sem best út. Og þegar ég loksins hefi gert mig eins félega og tiltök eru á, reyni ég að yfirganga sjálfa mi g. Það er skrítið, e n ég liefi það á tilfinning- unni að mér sé um að gera að hafa betur en „drauma- stúlkan“ og bola henni út ■ Ég get best útsl cýrt þetta með því að segja frá dál: itlu, sem hvað eftir annað kemur fyrir mig — og áreiðanlega held- ur áfram að koma fyrir mig. Ég er að leika í leikriti. Tjaldið er dregið upp. Ég stend úti á milli hlið- artjaldanna og bið eftir stikkorð- inu. Ég þykist viss um að ég líti vel út. Svo heyri ég orðið og geng inn á leiksviðið. Á þessu augnabliki finn ég viðhvarf hjá áheyrendunum. Það er að reyna mig. Þarna situr fjöldi karla og kvenna í mörgum röðum og segir við sjálft sig: — Gott og vel, draumastúlka, nú er best að þú sýnir hvort þú getur nokkuð meira en litið vel út! Og þá verð ég að reyna að bola „drauma- stúlkunni“ burt. Ég verð að reyna að fá áhorfendurna lil að gleyma henni — fá bá til að viðurkenna mig sem leikkonu. Ég finn hvenær mér tekst þetta — og hvenær mér tekst það ekki. En þegar jjað tekst finnst mér ég hafa unnið mikinn persónu- legan sigur. Ævi min hefir ekki alltaf verið dans á rósum. Ég veit hvernig sópur litur út og hvernig ryksuga starfar. Ég hefi notað hvort tveggja — að vísu ekki með eldmóði, en með mikilli leikni. Ég vil ekki látast elslca vinnu- konustörf, og ég hefi illan bifur á konum, som segjast gera það. Mér er engin ánægja að því að liggja á hnján- Samkvæmisklædd Eva að stíga inn í Cadillac-bílinn sinn, sem hún selur eftir árið. um og skúra gólf. Ég vil heldur tennis- spaða. Ég held að fegurð sé talsvert tengd metnaði. Hafið þið nokkurn tima séð standmyndina af egyptsku drottning- unni Nefertitu? Ef liver andlitsdrátt- ur hennar er skoðaður fyrir sig, upp- gölvar maður að allt er skakkt. En Nefertitu hefir verið fræg fegurðar- drottning í mörg þúsund ár. Athugið þessa mynd og þá skiljið þið samhengið. Nefertita segir: „Ég er drottning. Þið getið sýnt mig, þið getið tekið af mér allt sem ég á, þið getið látið mig hlusta á glymskratta- músik ■— þið getið gert livað sem þið viljið — en ég er drottning. Ég vil gjarna vera hreykin af sjálfri mér sem leikkonu. En ég verð líklega ein um það. Fyrir nokkrum nóttum kom hann afi minn lil mín í draumi. — Eva, barnið mitt, sagði hann. — Ég sé að þú hefir gert eins og ég sagði þér. Þú hefir skrifað bók. — Já, afi, sagði ég. — Og þú kallaðir liana „Orkídeur og Salami“ alveg eins og' ég sagði þér að þú skyldir gera. — Ég gerði það sem betra var, afi. Ég fann ástæðuna til þess að kalla hana það. Afi brosti og strauk mér hárið. — Barnið mitt, hvenær ætlar þú að skrifa næstu bókina? Ég var sem steini lostin. — Næstu? spurði ég efins. — Ég hefi alls ekki hugsað mér að skrifa fleiri bækur. — Það er afbragð, sagði afi og skellti á lærið. — Nú er best að þú snúir þér að því sem þú varst að gera áður, og ég skal gefa þér gott ráð. — Hvað er það, afi? spurði ég. Hann svaraði með ungversku Iieil- ræði: — Láttu ekki grasið vaxa þér yfir höfuð. Látum okkur öll fara að því ráði hans afa. * E n d i r . SKEGGIÐ. — Fyrrum daga voru það sérréttindi tiginna manna að fá að ganga með alskegg. Þrælarnir voru nauðrakaðir, til að sýna hve lágt þeir stæðu í mannfélaginu. Á miðöldum var það siður þjóðhöfðingja að hafa nokkur skegghár í vaxinu, sem þeir innsigluðu bréf sín með, til þess að innsiglið yrði enn meira virði. — Það er sérstaklega hjá gömlum Tyrkj- um og Aröburn, sem skeggið er í heiðri haft nú á dögum. Ástæðan til þessa er sú, að Múhameð spámaður hafði haft ljómandi fallegt alskegg. — Sann- anir hafa fengist fyrir þvi að Assyríu- konungar fléttuðu gullþræði í skegg- ið á sér þegar þeir vildu halda sér til. Og hjá sumuni austurlandabúum var það siður að heilsast með því að kyssa hvers annars skegg, í stað þess að takast í hendur. — Rússar voru fyrrum daga mjög skeggprúðir ménn. En þegar Pétur mikli tók við völdum vandaðist málið hjá þeim skeggjuðu. Pétur lagði nefnilega háan skatt á skeggin, til bess að þvinga menn til að raka sig og líkjasl vesturlanda- búum. George Argentin, sem er bóndi skammt frá Los Angeles, var að pæla upp kálgarðinn sinn og sá þá að ein- hver þykk leðja vall upp úr jörðinni. Argentin sá strax að hér var um stein- olíu að ræða og hljóp inn til konunn- ■ar sinnar til þess að segja henni að þau væri orðin rík. — Þegar liann kom út aftur voru margir menn komnir í garðinn. Það voru viðgerðarmenn frá Standard Oil, sem höfðu verið sendir til að gera við olíuleiðsluna, sem lá um garð bóndans. Enska upplýsingastofan viðvikjandi hjónabandsheill hefir komist að raun um, að sjötta hjúskaparárið sé erfið- ast. Þá fer „hinn maðurinn" og „hin konan“ að láta á sér bera, og afleið- ingin verður oft sú, að hjónabandið fer í hund og kött. Aldur brúðurinn- ar er Hka mikilsvert atriði í þessu sambandi. Sé hún 23—27 ára þegar hún giftist eru likindin aðeins 4:1. Ef hjónabandið hefir loðað í tíu ár eru likurnar til þess að ekki slitni upp úr því 93:1. Amedeo Prioni, 78 ára, fékk fyrir nokkru gullúr með fesli að gjöf frá kaþólskum manni i Bandarikjunum. Gjöfin var send sem þakkarvottur fyr- ir hringinguna, sem daglega heyrist i útvarpinu í Páfagarði. Amedeo hefir verið hringjari í Páfagarði síðan 1905, og tók við embættinu eftir föður sinn.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.