Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 17.08.1956, Blaðsíða 8
FÁLKINN ÁKEFDIN skein úr augunum á Dirk er hann kom inn i herbergið og faðm- aði Ginny. Hún streittist á móti fyrst í stað og reyndi að líta framan í liann. — Hvað er um að vera, Dirk.. Þú munt þó varla . .. — Jú, einmitt. Ég hefi fundið hús, sem er alveg eins og það hefði verið byggt fyrir okkur. Það er lítið, en ekki of lítið. Stór garður i kring og engir andbýlingar. En það er góðan spöl fyrir utan borgina, hálfvegis úti í sveit. — Ó, Dirk, það var dásamlegt. En höfum við efni á þessu? Hve mikið kostar það? — Það er lygilegt, Ginny, en húsið kostar ekki nema tólf þúsund. Og ekki nema tvö þúsund i útborgun. Flýttu þér að búa þig út, við skulum fara og skoða það undir eins. Þetta var nærri því of gott til að vera satt. Þau höfðu átt heima i mat- söluhúsi síðan þau komu heim úr brúðkaupsferðinni fyrir viku. Þau höfðu ekki getað fundið sér neinn annan samastað áður en þau giftusl, því að þetta bar svo bráðan að. Húu hafði i rauninni ekki þekkt Dirk nema einn mánuð. En svo margt hafði gerst hjá þeim þessar fjórar viku-y að henni fannst þau hafa átt langa œvi saman. — Þau stigu út úr aimenningsvagn- inum og löbbuðu upp mjóan veg, og voru fáein hús þarna. Þegar þau voru komin fram hjá þeim benti Dirk og sagði: — Þarna er það, Ginny! Og þarna stóð iaglegt hús. Að minnsta kosti laglegt að utanverðu. Það var alveg út af fyrir sig, og drjúg- ur spölur að næsta húsi. Stór græn flöt var kringum húsið, og gulir hler- ar fyrir gluggunum. Fasteignasalinn hitti þau fyrir ut- an húsið og sýndi þeim. Augun i Ginny Ijómuðu af ánægju er hún kom inn og sá torjú stór, sólrik herbergi á neðri hæð. Og eldhúsið — það var nú samt best af þessu öllu. Hún hélt niðri i sér andanum. En það fannst henni merkilegt, að annað eins hús og þetta skykli ekki kosta nema tólf þúsund. Hafði Dirk ekki misskilið fasteignasaiann? Og hún spurði hik- andi? — Og hvað kostar húsið? — Tólf þúsund, og ég skal ábyrgj- ast yður góða borgunarskilmála ... FASTEIGNASALINN ræskti sig og honum virtist verða órótt. Hann leit snöggt til Ginny og sagði: — Þetta er vitanlega óvenju lágt verð ,en það eru ástæður til þess ... Hann ræskti sig aftur. — Þér munuð ef til vill þá raunasögu ... Jú, ég geri ráð fyrir að þér kannist við hana ... ? — Hvað er það? spurði Dirk tor- trygginn. — Er eitthvað athugavert við húsið? — Nei, húsið er óaðfinnanlegt ... En það gerðist atburður hérna. Blöð- in skrifuðu mikið um hann. Morð á fallega heimilinu ... hm., já, það var eitthvað svoleiðis, sem þau skrifuðu. Þið hafið eflaust lesið um það. Það eru ekki nema fáeinir mánuðir sið- an ... — Já, sagði Dirk hugsandi, — ég man eftir að ég ias eitthvað þvílíkt. En það fór inn um annað eyrað og út um hitt hjá mér. Var þetta morð framið ... hérna? Fasteignasalinn kinkaði kolli, þung- búinn á svip. Hann virtist áhyggju- fullur. Moróingi j húsinu — En ég fullvissa yður um að bað- kerið er alveg nýtt, sagði hann. — Baðkerið? endurtók Ginny for- viða. En allt í einu rif.jaðist upp fyrir henni. — Ó, sagði hún — ég las um þetta. Hann kyrkti hana, lagði hana í baðkerið og hellti lút yfir. Dirk hrökk við. — Það fer hrollur um mig, Ginny ... ! En Ginny sinnti því ekki. ¦— Dirk, sagði hún fastmælt. — Við kaupum þetta húsl — Er þér alvara? sagði Dirk. Hann varð kindarlegur á svipinn er hann ieit á hana. — Já, ef þú hefir ekki á móti því, þá ... ÞAU keyptu húsið. Og fluttu þangað fimm dögum síðar. í öllu annríkinu lá við að þau gleymdu því, sem hafði gerst þarna fyrir nokkrum mánuðum. En það minnti von bráðar á sig. Þó að húsið stæði eitt sér þá voru samt nágrannar þarna. Ginny kynntist von bráðar gömlu konunni, sem bjó ein í gula húsinu upp með veginum. — Ég heyrði alla söguna um húsið í dag, sagði hún við Dirk. Frú Platt, sem á heima í gula húsinu — hún er ekkja — sagði mér það. Dirk muldraði eitthvað til svars og Ginny leit á hann. — Langar þig ekki til að heyra það? Hann hristi höfuðið. — Ég held að það sé best að við tölum sem minnst um það. Ginny svaraði alvarlega: — Ég held að við ættum að tala sem mest um það. Maður óttast mest það, sem mað- ur veit minnst um. Dirk andvarpaði. — Jæja, segðu mér þá 'það, sem þú veist, sagði hann. — Já, sérðu, konan sem átti heima hérna, átti talsvert til. Og hún vildi ekki leggja peningana sína i sparisjóð, en geymdi þá hérna heima hjá sér. Hún var þrjátíu og sex ára. — Já, það hafa grannarnir náttúru- lega vitað, sagði Dirk. — Maðurinn hennar var miklu yngri, og ljómandi laglegur ... — Og hann giftist henni vegna peninganna hennar, sagði Dirk. Ginny kinkaði kolli. — En svo varð hann leiður á henni, eða þá að honum hefir skilist, að honum mundi ekki takast að komast yfir peningana. Og þá kyrkti hann hana og ... — Ojæja, sagði Dirk, — ég hefi heyrt það áður. — En hann hafði ekki hellt nógu af lút yfir líkið, hélt Ginny áfram. — Meðan hann var að fást við þetta, fór nágrannana að gruna, að ekki væri allt með felldu og gerðu lögregl- unni aðvart ... — Hvers vegna vaknaði grunurinn hjá nágrönnunum? — Ég veit það ekki með vissu. En svo mikið er víst að maðurinn varð hræddur og forðaði sér. Þegar lögregl- an kom fann hún ekki annað en bað- kerið ... — Jæja, þá veit ég það, sagði Dirk ólundarlega. — Og svo tölum við ekki meira um það. Hann Iiélt áfram að borða. Eftir dálitla stund sagði Ginny: — Dirk — Cartwright náðist aldrei ... — Hann næst einlivern tíma, sagði Dirk. Hann leit snöggvast á hana. — Er þér rórra núna, eftir að þú hefir sagt frá þessu? — Ég hélt að ég mundi líta á það frá öðru sjónarmiði, sagði Ginny. Neðri vörin á henni fór að titra. — Ég hélt að ef ég gæti talað út um þetta, mundi ég hætta að hugsa um það si og æ ... 0, Dirk! Hann stóð upp og gekk til hennar. — Viltu flytja héðan? spurði hann. Ginny þurrkaði sér um augun og andvarpaði. — Nei, alls ekki. En — en það verður mér mikill léttir, ef þeir ná í morðingjann. — Þú skalt ekki tala meira við frú Pratt, sagði Dirk með aherslu. — Ef hún vill segja þér eitthvað, þá skaltu svara að þú viljir ekki hlusta á það. Það er heimska að fara að brjóta heilann um þetta. Ginny kinkaði kolli. Auðvitað hafði Dirk rétt fyrir sér. Hann hafði allt- af rétt fyrir sér. Hún horfði á hann og gleymdi alveg að leiðrétta, að gamla konan héti Platt en ekki Pratt. Þetta samtal fór fram á þriðjudegi. Fimmtudagsnóttina vaknaði Ginny allt í einu við að rúmið við hliðina á hcnni var autt. Hún settist upp í skyndi. Það kom stundum fyrir að Dirk gerði sér ferð niður i kæliskáp- inn um miðja nótt til að fá sér bita. Hún sat og hlustaði eftir að heyra smellinn í skáphurðinni, en það eina sem hún heyrði var undariegt bank- hljóð. Hún varð hrædd. Hjartað barð- ist titt og ótt er hún fór fram úr og gekk niður i eldhúsið. Dirk stóð við eldhúsborðið og horfði á hvíta eldhússkápana. Hann leit snöggt við er hún kom inn. — Vakti ég þig? — Nei, en ég heyrði svo undarlegt bank-hljóð ... Dirk brosti vandræðalega. — Ég var að banka á skáphurðirnar. Ég hefi nefnilega tekið eftir, að þær eru dýpri öðru uiegin. Mér datt i hug að athuga þetta betur ... — Jæja, sagði Ginny hissa. — Viltu fá þér bita? Hann brOsti ti] hennar meðan hann skar brauðið með löngum, blikandi hnífnum. MORGUNINN eftir gekk Ginny fram hjá gula húsinu, er hún fór út að versla. Frú Platt var að reyta arfa á beðinu rétt við hliðið. Ginny neydd- ist til að nema staðar. — Góðan daginn, frú Platt. — Pratt, leiðrétti gamla konan hana og brosti vingjarnlega. — Hvern- ig líður yður i dag? — Ágætlega, sagði Ginny. — Af- sakið þér, en ég þóttist viss um að þér hétuð Platt. Þá hefir maðurinn minn haft rétt fyrir sér ... Ég vissi ekki að hann þekkti yður. — Það gerir hann ekki heldur. sagði frú Pratt. — Ég hefi aðeins séð hann álengdar. Komið þér einhvern tíma með hann hingað til mín. — Þakka yður fyrir, sagði Ginny. Frú Pratt tók af sér vinnuvettling- ana. — Nú læt ég þetta duga í garð- inum í dag, sagði hún glaðlega. — Komið þér inn og drekkið kaffibolla. — Þakka yður fyrir, en ég hefi eiginlega engan tíma til þess, sagði Ginny hikandi. En samt fór svo að hún varð með henni inn, og áður en hún vissi af voru þær farnar að tala um morðið. — Heyrið þér, góða mín, sagði frú Pratt. — Haflð þið rannsakað húsið? Lögreglan fann auðvitað ekkert, en ég finn einhvern veginn á mér að . .. — Hvað? spurði Ginny forviða. •— Að hverju ættum við að leita? — Vitanlega að peningunum. Hann varð hræddur og gat ekki ná neinu með sér þegar hann fór. Allt i einu rann unp Ijós fyrir Ginny. Peningarnir! Það voru pening- arnir, sem Dirk var að leita að í eldhúsinu. Þá hlaut hann að vita meira um morðið en hún hafði hald- ið. En hvers vegna hafði hann ekki minnst neitt á það?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.