Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 17.08.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Ginny var eins og slytti þegar liún kom heim. Þegar Dirk kom fór hún undir eins að tala um, að þau þyrftu að hafa skannnbyssu á heimilinu. Morðinginn gæti komið þá og þegar til að reyna að ná í peningana. — Ég hefi einmitt verið að liugsa um þetta sjálfur, sagði Dirk. — Ég hefi meira að segja minnst á það við kunningja minn, sem á tvær skannn- byssur. Hann sagðist geta léð mér aðra. Eg skal fara til hans í dag og sækja hana. — Verðurðu lengi burtu? spurði hún. Hún var hrædd við að vera ein. — Ég verð ekki nema klukkutíma, svaraði Dirk hughreystandi. Hún fór að þvo upp í eldhúsinu eftir að iiann var farinn. Og svo gljáði hún eldhús- gólfið. Eingöngu lil þess að hafa eitt- hvað fyrir stafni. En þegar þessu var lokið var ekki liðinn nema hálf- timi. Það var langt ennþá þangað til Dirk kæmi. En hver var annars þessi Walter Mills, sem ætlaði að ijá hon- um byssuna? HÚN fór inn í stofuna og settist í uppáhaldsstól Dirks og fór að liugsa um hvar líklegast væri að leita að peningunum. Lögreglan hafði leitað og Dirk hafði leitað — ætti hún ekki að reyna að leita líka? Hún var kona, og það var kona, sem hafði falið pen- ingana. Hvar mundi Ginny liafa geymt peningana sjálf, ef hún hefði verið i hennar sporum? Allt í einu stóð hún upp og fór fram í eldhúsið. Dyrnar að kjallaranum voru frammi í forstofunni, rétt við eldhúsið. Hún kveikti á kerti og fór að feta sig niður brattan stigann. Ekki mundu þeir vera nálægt katl- inum að gassuðuvélinni — það hefði verið of áhættusamt. En í hillunum þarna? Þar stóðu margar krukkur. Kannske voru peningarnir í einhverri þeirra? Nei, hugsaði hún með sér, að minnsta kosti hefði ég aldrei falið þá þar. Hún gægðist inn í hillurnar. í einni krukkunni var litur. Önnur var tóm. í eirini voru ryðgaðir naglar. En þarna stóð alveg ný krukka! Ilvernig gat hún verið komin hingað? Það hlaut að vera Dirk, sem ... Lok- ið var laust og hún tók það af. Á næsta augnablik var hún sem steini lostin og starði á hvíta duftið í krukk- unni. Það var lútarduft! Til hvers ætlaði Dirk eiginlega að nota lútarduft? Hún stóð agndofa og braut heilann um þetta ... Jú vitan- lega .. . Dirk hafði þvegið allan kjall- arann og hafði vafalaust keypt lútina til þess að hreinsa frárennslið. Þann- ig hlaut að liggja i þessu. Og hann liafði auðvitað ekki viljað minnast neitt á það við hana úr því að það var lút ... En svo varð hringiða í hugsun hennar á ný, er hún var að leita í hillunum, að peningafelustaðnum. Hvað var bak við gasmælinn þarna í horninu? Hann var ekki fast við þilið. Ginny rcyndi að stinga fingr- unum bak við mælinn. En bilið var of þröngt. Hún fann að einhvers kon- ar pappír var þarna inni, en henni var ómögulegt að ná honum. Svo fór hún að leita sér að stiga og setti hann upp að bilinu. Nú varð auðveldara að komast bak við mælinn. Hvað var þetta? Óhreint umslag með einliverju í? Þykkur bunki af ])úsund króna seðlum! EINMITT í þessu mundi hún að hún var alein í húsinu. Með titrandi fingr- um stakk hún umslaginu á sama stað aftur og hljóp upp kjallarastigann. Dirk hlaut að fara að korna. Ó, Dirk, komdu heim! Úr eldhúsglugganum var hægt að sjá til bílsins þegar hann kæmi. Hún þrýsti andlitinu að rúð- unni og starði út. BíH stóð kyrr niðri á veginum, miðja vcgu milli hennar og húss frú Pratts. Það var einkennilegt! Hann stóð í skugganum af stóru trjánum. Og hann var líkur bíl Dirks. En það gat ekki verið hann! Hvers vegna hefði Dirk átt að leggja bílnum þarna? Kikirinn! Hann lá á bókahill- unni. Hún hljóp og náði í liann. Þetta var bíll Dirks. Ginny varð agndofa. Nú skildi Iiún allt. Kannske ekki allt — en þó svo mikið, að Dirk hlaut að vcra morð- inginn. Henni fannst fæturnir kikna undir sér er hún gekk að símanum. Og það leið langur tími þangað til iienni skildist að síminn var í ólagi. Eng- inn svaraði hinu megin. Dirk hafði slitið simann úr sambandi. Hún missti heyrnarótlið á gólfið. Hún hrökk við er hún lieyrði skell- inn, og aftur minntist hún þess að hún var alein í húsinu. Eða — var hún kannske ekki ein? Dyrabjöllunni var hringt. Ef hún læddist út um balcdyrnar og hlypi á burt ... hlypi — hlypi . . . En fæturnir bátu hana út að eldhús- glugganum i staðinn. Hún gægðist út. Svo flýtti hún sér, hikstandi af luigar- léttinum, til dyranna og opnaði. ÞAÐ var ekki Dirk. Það var lögreglu- þjónn, og aldrei á ævinni hafði hún orðið jafn glöð af að sjá lögreglu- þjónsbúning og núna. Hann heilsaði og sagði: —• Frú Rogers? Mér var skipað að hringja hjá yður. Er maðurinn yðar ... Hún gaf honum ekki ráðrúm til að ljúka setningunni. — Ég hefi fundið peningana, hróp- aði hún. — í kjallaranum. Komið þér með mér ... ég skal sýna yður ... Hún skalf af ákafa er hún hljóp niður kjallarastigann. Þungt fótatak hans var að baki henni. Hún náði í umslagið og rétti honum ... Á næsta augnablik skein hræðslan úr augunum á henni. Þvi að lögreglu- þjónninn var hár vexti og tígulegur. Og því lengur sem hún horfði á hann, því minna fannst henni liann líkjast venjulegum lögregluþjóni. Hann stóð beint undir lampanum og hún sá græðgina brenna i augum hans, er hann læsti fingrunuin að umslaginu. Hann kreisti það, leit hægt upp og horfði á hana. Ginny andaði djúpt. Hún liörfaði undan en liann kom á eftir. Hann króaði hana upp við þil- ið. Við beltið hafði hann skammbyssu, en sýndi ekki á sér snið til að nota hana. En hann teygði fram báðar hendurnar að hálsinum á henni ... Nú nam bakið á lienni við þilið. Nei, það voru hillurnar, sem hún stóð upp við. Hillurnar með krukkunum! Fingur hans læstust að hálsinum á henni í sama augnabliki sem hún sveigði sig til að ná í lútarkrukkuna. Með orku beirri sem örvæntingin gef- ur, sleit hún sig af honum og skvetti duftinu úr krukkunni framan í liann. Beint i augun á honum. Hann öskraði eins og óargadýr og riðaði aftur á bak með liendurnar fyrir andlitinu. Ginny elti hann með hálfum huga, og tókst að ná skamm- byssunni úr hylkinu. Konungleg dstormdl Ástarævintýri Carols Rúmenakonungs cru ekki gleymd enn. Og nú liafa Englendingar gert þau „ódauðleg“ með kvikmynd. ÁBID 1922 kynntist Carol, þáverandi Rúmenakrónprins, fríðri frú, sem hét Magda Lupescu. Þótt hann væri harð- giftur grísku prinsessunni Helenu féll liann fyrir töfrum Mögdu, sem skildi við mann sinn og tók saman við Carol og fóru þau ekki dult með ástir sínar. Varð þetta frægt hneykslismál, og olli vandræðmn í Rúmeníu því að það kom brátt i Ijós að Magda Lupescu reyndi að hafa áhrif á stjórnmál landsins. Carol fór með hjákonu sína í hixus- flakk, var staddur í Veriezia er Bratianu þáverandi forsætisráðherra hófst handa gegn Mögdu, vegna af- skipta hennar af stjórnmálunum. KLUKKAN var nær tvö að nóttu, og hún sat við rúm Dirks á sjúkrahús- inu. Hann hafði fengið meðvitundina aftur en var með miklar kvalir í höfð- inu. Lögregluþjónn — ófalsaður lög- regluþjónn — hafði sagt henni hvað gerst hafði. Dirk var á leiðinni frá Mills og var nærri þvi kominn heim, þegar lögregluþjónn gekk í veginn fyrir Iiann og sagði honum að nema staðar. Dirk stöðvaði bilinn og skrúf- aði niður rúðuna og lögregluþjónn gekk i veginn og gaf honum rothögg áður en hann gat sagt eitt einasta orð. Síðan hafði Cartwright bundið Dirk og sett bitil í munn honum. Og að svo búnu hafði hann gengið heim að hús- inu og hringt. Auðvitað í þeirri von að Ginny hfeypti honuni inn. Þá mundi hann geta slegið hana i rot og haft álla nóttina til að leita í hús- inu. Hann hafði elcki þorað að hætta á leitina meðan húsið var mannlaust og lögreglan hafði umsjón með því. En eftir að Dirk og Ginny voru flutt þangað var áhættan minni ... Ginny gat sagt Dirk niðurlagið á sögunni. Dirk var mjög hugsandi er hún liafði lokið máli sínu. — Elskan mín, sagði hann. — Þú varst dugleg — þú ert sannkölluð hetja. En ruglarðu ekki einhverju saman núna? Fyrst sagðir þú, að þú hefðir undir eins séð að þetta var ekki venjulegur lögregluþjónn, og að þú hefðir ginnt hann með þér ofan i kjallarann því að það hefði verið eina undanfærið þitt ... En áður sagðir þú að þér hefði þótt vænt um að sjá hann ... Ginny tók fram í: — Læknirinn hefir sagt að þú meg- ir ekki tala mikið. Ligg þú nú róleg- ur, Dirk. Aldrei mátti hann fá vott af grun um það hræðilega, sem henni liafði dottið í hug. Hún ætlaði að gera yfir- bót fyrir það til æviloka, og hann mátti aldrei gruna það. Hún skyldi verða besta besta eiginkonan i veröld- inni! Elsku Dirk ... Hún laut niður og kyssti hann. — Dirk, sagði luin blíðlega, — nú skulum við ekki tala meira um þetta! Aldrei framar. Hann ætlaði að segja eitthvað en þá lagði hún fingurna á varirnar á honum. Svo beygði hún sig og kyssti liann fast og lengi ... Hann fékk foreldra Carols, Ferdinand konung og Maríu til að skipa Carol að koma sem fljótast til Bucurest —- Mögdulaus! Carol neitaði að hlýðnast skipuninni og Bratianu fékk þvi framgengt að hann var sviptur erfða- rétti til krúnunnar. Þegar Ferdinand dó, 1927, varð því Carol ekki konung- ur heldur Michael sonur lians, sem þá var sex ára. En Carol og Magda héldu áfram slarkinu erlendis. En Carol átti ýmsa vini í Rúmeniu. einkum yngri liðsforingja, sem reru að því öllum árum að hann kæmist til valda aftur, og þeir sameinuðust bændaforingjanum Maniu. Bratianu, mesti óvinur Carols, dó sama árið og Ferdinand konungur. Og um hvíta- sunnu 1930 kom Carol heim og tók völdin af syni sínum og gerði eins konar sætt við Helenu drottningu sina. Þótti nú vel horfa, en fólk hafði ekki gleymt því að Magda Lupescu hafði Carol enn á sinu valdi. Eftir nokkrar vikur var lnin komin til Rúmeníu og náði nú meiri áhrifum cn nokkru sinni áður. Carol og hún lifðu saman og réðu mestu í Rúmeníu þangað til 5. sept. 1940, er Þjóðverjar létu Antonescu hershöfðingja neyða Carol til að leggja niður völd. Nóttina eftir flýðu þau Magda úr landi og settust að í Portúgal. Árið 1943 reyndu þau að komast til Bandaríkjanna, en var neitað um landgönguleyfi og fóru þá til Brasilíu og fylltu þar flokk ýmissa landflótta Flvrópuhöfðingja, svo sem greifans af París, Felixar erkihertoga af Habs- burg og Nuno Dúarte, sem gerir kröfu til rikiserfða í Portúgal. í stríðslokin séttist Carol að í hinu fræga gistihúsi Copacabana í Rio með alla hirð sína. Þar borgaði hann yfir 3000 krónur á dag fyrir gistinguna, en uppihald átta hunda sem hann liafði með sér kostaði rúmar þúsund krónur. Þarna drap liann tímann með bridge og út- reiðartúrum eða hann stytti sér stund- ir í náttkhibbnum „Midnight Room“. Ávallt bar hann lílið rúmenskt flagg í jakkahorninu, og heimtaði að allir ávörpuðu hann „Yðar hátign“! og skyldu karlmenn kyssa hönd hans en konur hneigja sig hirðhneigingu. Hann talaði fátt en lét öll erindi ganga um hendur kammerherra síns. En eftir stríðið fór vegur hans dal- andi í Brasiliu. Þegar utanrikisráðu- neytið hélt dansleik tii heiðurs Eisen- howcr forsela var Carol ckki boðinn en kom samt. Ekki gat yfirþjónninn látið hann fá borð, en Carol tók sér autt sæti við bar-borðið. Innan skamms kom stór og mikill Brasilíu- maður til hans og skipaði honum að standa upp — þetta væri hans borð. „Við þjóðræðismenn í Brasilíu líðum ekki uppgjafakóngum að taka sætin okkar,“ sagði sá brasilianski. Og Carol stóð upp með föruneyti sinu og fór. Carol dó fyrir nær fjórum árum, en Magda Lupescu lifir enn og er nú komin til Evrópu. Hún er mjög farin að heilsu. Nú hefir enskt félag kvikmyndað sögu Carols og heitir myndin „Kon- ungleg ástamál“. Þar leikur Errol Flynn konunginn, en Anna Neagle leikur Mögdu Lupescu. Herbert Wilcox hefir annast leikstjórnina. Þarna koma einnig við sögu Maria Rúmenadrottn- ing, móðir Carols og ýnisir kunnir stjórnmálamenn Rúmena, sem voru viðriðnir deilur þær, sem urðu út af Carol í Rúmeníu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.