Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 17.08.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 T Lskum.yn.dLr Lunga línan sem einkennir þennan fína rauða frakka eftir Jacques Heim er einkum falleg á litlar konur, þvi að þær sý'nast hærri í lionum. Frakkinn er einhnepptur og vasar hátt á barm- inum. Óvenjulegur frakki en þó skemmti- liegur er þessi kanaríguli frakki úr dúnmjúkri shetlandsull. Bakið er fellt á herðalistann og falla fellíng- arnar mjúklega niður. Frakkinn er óhnepptur en haldið saman eins og þægilegast er og hornin að framan eru ávöl. Fyrsti maðurinn, sem botnaði i livað rafmagn eiginlega er, var Grikk- inn Tliales. Fyrir kringum 2600 ár- um neri hann raf meS tusku og upp- götvaSi rafmagniS. Raf liét á grisku elektron, og það orð heyrist oft nefnt nú á dögum, siðan rannsóknum á raf- magni og kjarnorku fleygði fram. LITLA SAGAN uPP með henáuv Stundvíslega kl. 20.25 brunaði hrað- lestin frá Santa Fé inn á aðalstöðina i E1 Paso. Stöðin liggur við Monterey- strætið, sem er aðalumferðargatan í suðurborginni, svo að þaS var hægS- arleikur fyrir Juan Eldorado að hverfa i mannfjöldanum. Honum hafði tekist að tæma pen- ingaskápinn hjá stórfirmanu Richardo Gonzales & Co. þrátt fyrir allar var- úðarráðstafanir og allar þjófabjöllur. í gær hafði liann ekki átt nema 50 mexikanska dollara, en í dag var hann ríkur maður. í ljósbrúnu skjala- möppunni lians voru samtals 70.000 dollarar. Allt i einu leit hann við — var ein- hver að elta hann? HugboS hans vaknaði. Skammt fyrir aftan hann var maður, sem virtist vera aS skoða i búðarglugga. Juan fór að herða á sér. Maðurinn við gluggann stóð stutta stund, svo kom hann á eftir. Juan varð órólegur, hann fór að hlaupa við fót í áttina niður i skuggahverfið. Svo hljóp hann fyrir horn, og sá sér færi til að skjótast inn i port. Eftir dálitla stund heyrði hann fótatak manns sem fór fram hjá. Það varð daufara, maðurinn var kominn á burt. Juan létti. Svo hélt hann blístrandi fram götuna. Allt í einu heyrði liann: „StansiS! Upp með hendurnar!“ Hann leit við, reyndi að flýja, en það var orðið of seint — maðurinn þreif til hans og eitthvað kalt small að úlnliðunum á lionum. Handjárn! Hann missti skjala- möppuna en lögreglumaðurinn tók hana upp og klappaði Juan á öxlina og sagði brosandi: — Hægan, liægan, Juan Eldorado — þér vitið best sjálf- ur. hvers vegna ég liirði skjalamöpp- una. Svo náði hann í bifreiö og skömmu siðar stóðu þeir frammi fyrir lög- reglustjóranum í EI Paso. — GóSan daginn, herra lögreglu- stjóri, sagði leynilögreglumaðurinn brosandi. — Hérna kem ég með Juan Eldorado, sem auglýst liefir verið eftir vegna þjófnaðarins hjá Richardo Gonzales & Co. Ég heiti Pedro Norte, njósnari frá Santa Fé. Viljið þér taka þennan mann aS yður á meðan — ég l>arf að reyna að góma annan bófa, sem hefir verið með honum um þjófn- aðinn. Lögreglustjórinn ljómaSi eins og sól og sló Norte gullhamra fyrir veið- ina. Hann hafði unnið frábært þrek- virki og verið fljótur i snúningunum. Juan varð að sætta sig við orðinn hlut, fölur og fokreiður. Aldrei hafði hann verið tckinn svona fljótt — áður en hann hafði getað falið herfangið sitt. En hvað var orðið af Pedro Norteí spurði lögreglustjórinn þegar þrír tímar voru liðnir og ekkert lifsmark kom frá honum. Þetta hlaut að vera sérlega fær maður, að ná í innbrots- þjófinn aðeins fjórum timum eftir þjófnaðinn. \ Við yfirheyrsluna hélt Eldorado því fram, að liann hefði verið aleinn um þjófnaðinn, en enginn vildi trúa honum. Norte hafði sagst ætla að finna samverkamanninn hans. Lögreglustjórinn fór að verða óró- legur. Hafði njósnarinn orðið fyrir slysi? Þegar komið var fram á nótt sendi liann lögreglunni í Santa Fé skeyti um, að Pedro Norte væri horf- inn. Svarið kom rétt fyrir klukkan 7: „Njósnari sem heitir Pedro Norte kannast enginn við hér!“ Daginn eftir kom bréf til lögreglu- stjórans. Það hljóðaði svo: „Mér tókst að handsama liinn fræga þjóf Juan Eldorado. Ég sá hann á götu i Santa Fé eftir að ég hafði séð mynd af honum í blaði. Ég hefi ekki lögreglustörf að atvinnu. Og ég er hæverskur svo að ég vænti hvorki þakklætis né lofs fyrir verkið. En ég leyfi mér að halda þýfinu, sem Eldorado náði. Ég afsala mér öðrum launum. Yðar þjónustureiðubúinn, Pedro Norte.“ 1. janúar var talinn fyrsti dagur ársins milli ársins 700 og 450 f. Kr. En frá 450 til 46 f. Kr. var árið talið byrja 1. mars. Þá endurskoðaði Julius Cæsar tímatalið, og síðan 46 f. Kr. liefir 1. janúar jafnan verið talinn nýársdagur. Sumar kanínutegundir geta séð beint útundan sér — 180 gráður til liliðar við sig. Og brúni hérinn sér aftur fyrir sig — hann sér þá sem elta hann á flóttanum án þess að líta við. Það hefir verið siður elskenda i minnsta kosti 6000 ár, að krota nafnið sitt eða fangamark i trjábörk eða steina. Einn af stóru pýramídunum i Egyptalandi er alsettur slíkum fanga- mörkum. Fæst fólk sefur „eins og steinn“ sem kallað er. Einu sinni voru 150 sofandi menn kvikmyndaðir, og af þeim var aðeins einn, sem hrej'fði sig alls ekki alla nóttina. Og þessi eini var sjúklingur á geðveikrahæli. Ilin „tilraunadýrin“ byltu sér sitt á hvað alla nóttina. Fjölskyldufaðir í Cairo hefir beiðst lögregluverndar gegn syni sínum, sem hótaði að drepa hann ef hann fengi ekki peninga fyrir viskíi og eiturlyfjum. Sonurinn er sjö ára. í SuSur-Afriku eru 90.000 alkóhól- istar, og 80% af þeim eru með blá augu, stendur i læknatímariti einu'. Mjólkurbú í Rotterdam, sem fram- leiðir alls konar mjólkurafurðir, er farið að hraðfrysta klakapípur úr mjólk, sem það selur til hitabeltis- landanna. Mjólkin heldur óbreyttu bragði eftir frystinguna. Við stærsta knattspyrnuvöllinn i Mílano, sem rúmar 90.000 áhorfendur, hefir verið lögð hitaveita um áhorf- endaplássið, svo að fólki verði ekki kalt á fótunum. Sætasta efnið, sem visindamenn þekkja til þessa lieitir „stevioside" og er 300 sinnum sætara en sykur. Það fæst úr kjarrgróðri, sem vex villt- ur í Paraguay, Brasilíu og Argentínu, og er hægt að vinna sykurkrystalla úr blöðunum. Samsetning efnisins er einföld og frumefnin i þvi eru kola- efni, vetni og súrefni. Loftið sem við öndum að okkur inniheldur að jafnaði 77.08% af köfn- unarefni og 20.57% af súrefni. Auk þessa er í loftinu vatnsgufa, kolsýra, vetni, helium og fleira. Vitið þér...? að í Japan er hótel og efstu hæðir þess snúast með sólinni. Astæðan er sú, að eigandinn vill láta alla gestina njóta jafnt hins fagra útsýnis yfir flóann og höfnina, sem gistihúsið stendur við. En gistihúsið snýst svo hægt að gestirnir finna ekki til hreyfingarinnar. Hins vegar eru það aðeins herbergin sem snúast en ekki gangurinn fyrir utan dyrnar, svo að kannske kemst ruglingur á skóna gestanna, ef þeir eru lálnir út fyrir dyrnar að kvöldi. að í nýjustu flugvélamóðurskip- urn USA eru rennistigar? Þessir stigar (eskalatorar) ná neð- an úr kjalsogi og upp á þilfar og skulu notaðir hvenær sem áhöfnin er köll- uð á þilfarið. En þótt stigarnir séu not- aðir eiga menn að hlaupa lika, til þess að komast enn fljótar. að hvergi í Evrópu er borðað meira kjöt en i Frakklhndi? Þar er kjötneyslan 71 kíló á mann að meðaltali á ári, en í Danmörku og Bretlandi er hún 60 kiló. — En í öðrum heimsálfum er kjötátið miklu meira en þetta. I Argentinu, Astraliu, Nýja Sjálandi og Uruguay er kjötátið urn 100 kíló á mann. Hinsvegar borða Japanar ekki nema. 5 kiló yfir áriS og Indverjar aðeins eitt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.