Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 17.08.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 FLÓÐHESTA-HJUSKAPUR. Belgiskur vísindamaöur, Rene Verhayen hefir skrifaö bók um flóðhestana i Kongo. Menn héldu i gamla daga að það væri gamait karldýr, sem stjórnaði flóðhesta- rikinu. Þær hafa gát á börnun- um og þau eru látin vera í eins konar kvi inni i hringnum. Karl- dýrin fá sjaidan að koma nærri ungunum. — Karldýrin halda sig á grunnu vatni, og þar hefir hver um sig sitt riki, þar sem aðrir mega ekki koma. Þeir fljúgast oft á, stundum þangað til annai- er dauður. — Ungu karldýrin eru laflirædd við þau eldri. Og þau eru svo taugaveikl- uð, að ekki þarf nema garg í fugli til þess að þau hrökkvi í kut. Meðan þau eru í kvendýranna leika þau sér. Ungu kvendýrin hafa miklu meira frjálsræði, þau fá að kafa og stundum sést ekki annað en lappirnar fjórar af þeim upp úr vatninu, segir Verhayen. ,barnagarði“ og velta sér og konan mín,“ sagði hann og hvert orð var skýrt og hart. „Ekkert er mér fjær en að hafa nckkuð saman við þig að sælda. Hypjaðu þig burt! Ég skal hringja á Devon og láta hann vísa þér til vegar út.“ Carole rak upp óp og hljóp út um dyrnar og hvarf. Lyndis var enn í þokuheimi. Hún vildi ekki vakna, vildi ekki koma til veruleikans aftur. Hún hafði ekki þrek til að horfast í augu við raunveruna, hún vissi að hún var ill og dimm. Hún mundi vakna í martröð. Nei, hún vildi heldur liggja í dvala, liggja svona og hlusta á allt annað úr fjarlægð. Borða í leiðslu, svara spurningum læknisins og hjúkrunar- konunnar út í hött og láta snúast kringum sig. En þegar frá leið fór hún að hressast. Meðvitundin skýrðist og hún gat ekki leynt sjálfa sig sannleikanum. Eitt augnablik fyrir nokkrum stundum liðnum hafði hún lifað fullkomna sælu, feng- ið nasasjón af því hvað lífið gat gefið. En nú var litla lífið í henni sjálfri dáið, og lífið kringum hana líka. Hjúkrunarkonurnar gerðu sitt ítrasta til þess að telja kjark í hina ungu, geðslegu konu, sem var svo ískyggilega rænulaus. Þær töluðu við hana eins og hún væri lítið barn og sýndu henni öll fallegu blómin, sem henni höfðu verið send. Þegar stór, rauður rósa- vöndur kom frá Nicholas fór yfirhjúkrunar- konan inn með hann sjálf. Lyndis tók bréfið, sem hafði verið stungið inn á milli rósanna. „Rósirnar eiga að vera tákn þess hve heitt ég elska þig,“ stóð í bréfinu. „Farið þér burt með þessi blóm,“ sagði Lyndis og sýndi nú allt í einu viljaþrek. „Ég vil ekki sjá þau. Gefið einhverjum öðrum þau!“ Nú skildi hún hvernig Nicholas vildi hafa það. Hann vildi hafa hana heima, kyrra og rólega, þangað til hann fengi tækifæri til að skilja, en jafnframt mundi hann halda áfram uppteknum hætti hvað Carole snerti. Mikið hafði hún verið heimsk og barnaleg, að láta sér detta í hug eitt augnablik, að hún gæti komið Nicholas til að gleyma hinni hættu- legu cg glæsilegu konu! Nei, Carole mundi ávallt geta snúið Nicholas um fingur sér. Læknirinn var alls ekki ánægður með Lyndis. Það var auðséð að hún kærði sig ekkert um að ná heilsu aftur og að lífslöng- unin var horfin. Hún þverneitaði að taka á móti manninum sínum í heimsókn, og það var ekki heppilegt, því að lafði Hamalton þurfti að eiga einhvern að, sem hún gat talað við i trúnaði til að létta af sér farginu, sem á henni hvíldi. Yfirlæknirinn var fljótur að heyra um fyrstu heimsóknina, sem hún tók á móti. Það var lafði Carew, frænka manns- ins hennar. Og nú fékk Agathe gamla að heyra alla söguna. „Það var heppni að það var ekki bíll, sem ók yfir þig,“ var allt og sumt, sem hún sagði fyrst í stað. Hún hafði annað erindi, og það var að segja henni hvernig Nicholas tæki þessu. Að hann dikaði um gólfið eirðarlaus, eins og ljón í búri og bölvaði sjálfum sér. Að hann væri orðinn fölur og horaður á þessum fáu dögum og skeytti hvorki um störf sín né heilsuna. Að hann væri úrvinda af harmi yfir því, að Lyndis vildi ekki lofa honum að skýra málstað sinn og reyna að skilja hann. „Þú verður að reyna að líta á þetta frá sjónarmiði Nicholas líka,“ sagði lafði Carew rólega. „Ég hefi þekkt Nicholas síðan hann var lítil'l, alvörugefinn drengur. Ég hefi séð hann þroskast og verða viðfelldin mann, al- varlegan og mjög einmana, eiga heima á kyrr- látu heimili og snemma meðvitandi um hvað á sér hvíldi sem erfingja að verksmiðjunni, óðali og aðalstitlinum. Mér fannst alltaf hann bróðir minn léti hann fá of strangt uppeldi. Ég var viðstödd til að kveðja, þegar Nick fór í stríðið, og ég beið áhyggjufull eftir að hann kæmi heim aftur — ég átti engin börn sjálf. Ég sá hve mikið hann hafði breyst, er hann kom aftur, og ég skildi hvað það var sem heillaði hann hjá garminum henni Carole. Það var léttúðin, skemmtanafýsnin — allt það ,sem hann hafði farið á mis við í upp- vextinum. En ég hefi líka séð hvernig hann hefir breyst á ný og er nú orðinn svo líkur gamla Nick, alvarlegur maður þótt ungur sé, og ég veit að allt er búið milli hans og Carole Sheraton. Svo gersamlega búið, sem nokkur hlutur getur verið.“ „En ég sá þau kyssast," andæfði Lyndis og lafði Carew sá hvernig hvitar hendur hennar titruðu er hún fitlaði við yfirsængina. „Ég sá þau kyssast, og það var enginn mála- myndakoss. . . . Það var . . .“ „Vertu ekki að kvelja þig, barn,“ sagði lafði Carew byrst. „Þetta var ekki þannig. Ég hefi verið með Nick undanfarna daga, og hann elskar aðeins þig, og allt sem hann þráir er að fá að tala við þig.“ „Ætlar hann aldrei að hitta Carole fram- ar?“ spurði Lyndis hikandi. Hún fann sjálf hve mikið hana langaði til að fallast á það sem lafði Carew sagði. „Ég lofa þér þvi, að hann ætlar sér ekki að hitta hana framar,“ sagði lafði Carew á- kveðin. „Ég skal gefa þér drengskaparorð mitt upp á það! Hann hefir ekki verið mönnum sinnandi af harmi, og ég veit að kossinn, sem særði þig svo mikið var að honum nauðug- um. Það er örþrifatilraun Caroles til þess að ná honum á sitt vald.“ „Er það ekki of seint?“ spurði Lyndis lágt. „Nei, hann bíður hérna niðri — má ég sækja hann?“ „Já,“ svaraði Lyndis og lafði Carew sá að glampi var kominn í augun á henni. En það varð ekki úr því að lafði Carew næði í Nic- holas, þvi að nú kom rjóða hjúkrunarkonan cg sagði: „Nú er kominn tími til að búa um fyrir nóttina. Og lafði Hamalton verður að reyna að borða svolítið. Vonbrigðin voru auðsjáanleg á andliti Lyndis, en lafði Carew hughi’eysti hana og sagði að þau Nicholas mundu fara út og fá sér matarbita og koma svo aftur þegar Lyndis væri tilbúin. Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — A£- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. — Póstbox 1411. HERBERTSprent. ADAMSON Það tókst!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.