Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 24.08.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Keisdrfldóttirin Andstdsíd er hún rfnud eðn (ifondi? Nokkru eftir að bolsévikar tóku rússnesku keisarafjölskyl'duna af lífi í Jekaterinburg eða Sverdlovsk árið 1918 kom óstaðfest fregn •um að ein af dætrum zarsins hefði komist undan. Síðan hafa hvað eftir annað komið fram fullyrðingar um, að yngsta zarsdóttirin, Anastasía sé enn á lífi, og kona ein fullyrðir, að hún sé prinsessan. Enginn veit hvort hún segir satt eða ekki, en þó þykir líklegra, að þetta sé „fölsk prinsessa“. Hún hefir skrifað ævisögu sína og kvikmyndafélögin liafa verið ólm í að gera myndir af „ævi Anastasíu prinsessu". Þetta er nýleg mynd af konunni, sem segist vera Anastasía prinsessa og lifir einmana í Unterlengenhardt í Schwarzwald. EGAR rússneska keisarafjölskyld- an, Nikulás II. og Alexandra Fodorowna og börn þeirra, voru inyrt fyrir 38 áruni, var Anastasía dóttir þeirra 17 ára. Enginn veit nieð vissu hvort hún er lifandi eða dauð, en svo mikið er vist að í Schwarz- wald á heima kona sem segist vera Anastasía, dóttir zarsins. Margir trúa að hún segi satt, en enginn veit það. Fyrir nokkrum árum gerði franski rithöfundurinn Marcelle Maurette sér ferð til hennar og skrif- aði margar greinar um liana, og varð svo hugfanginn að efninu, að hann bjó til leikrit um konuna. Enginn leikhússtjóri í París þorði þó að sýna leikritið, því að allir voru hræddir um málshöfðun af hálfu ætt- ingja zarsins, Romanovanna, en þeir eru flestir búsettir í París. En Ame- ríkumenn voru frakkari. Leikritið var sýnt á Broadway í New York, með sænsku leikkonunni Vivecu Lindfors í aðalhlutverkinu og á St. James-Ieik- húsinu i London var það leikið sam- tímis. Síðan hefir það verið sýnt víða um heim — einnig í París, og með fullu samþykki Romanovanna. Þar lék söngkonan Juliette Greco aðal- hlutverkið. Tókst henni það svo vel, að eftir frumsýninguna — en þangað hafði prins Michael Romanov verið boð- inn — sagði hann þetta: „Af öllum þeim, sem hafa látist vera frænkur mínar, finnst mér Juliette Greco vera líklegust til þess.“ Anastasía er nefnilega ekki sú eina, sem þykist vera dóttir keisarans og ihafa komist lífs af. Suður í Ítalíu er kona, sem segist vera Olga systir hennar, sem var fædd 1895. Sumir trúa henni en flestir ekki. Nú hefir hún seit ítölsku vikublaði endurminn- ingar sínar og þar ætlar lnin að sanna að hún segi satt. En nú víkur sögunni til Anastasíu. í febrúar 1920 reyndi stúlka, 20—25 ára, að fremja sjálfsmorð og fleygði sér i Landwehr-skurðinn í Berlín. Henni var bjargað og flutt á geð- veikrahæli í Dalhoff, skammt frá liöf- uðborginni. I.æknarnir sem skoðuðu hana sáu að liún liafði ör eftir áverka á liökunni og höfuðkúpunni, að hún var taugabiluð og hafði misst minnið. Hún vildi ekki tala og skilriki liafði hún engin. Lögreglan birti myndir at henni í blöðunum til að reyna að komast að hver hún væri, og nú gáfu sig fram margir rússneskir flótta- menn, sem fullyrtu að þetta væri Olga keisaradóttir. Þeir fengu að tala við liana og spurðu hvort það væri ekki rétt að hún væri Olga, en liún svaraði: Nei, ég er ekki Olga. Ég er Anastasía systir hennar. Nú komst allt í uppnám. Þýskir herfangar höfðu komið frá Rússlandi árið áður og sagt frá því, að þeir hefðu víða séð auglýst eftir Anastasíu. Lik hennar hafði ekki fundist eftir morðin. Fleiri Rússar kornu til Berlín á næstunni. Margir þeirra vildu ekki trúa henni, því að hún talaði hvorki rússnesku né ensku. Drottningin hafði jafnan talað ensku við börn sín. En aðrir gáfu þá skýringu á þessu að Anastasía hefði misst minnið eftir höfuðhögg er hún fékk af byssuskefti. Var mjög deilt um þetta og ekki rén- aði deilan er stúlkan var svæfð vegna uppskurðar og talaði þá bæði málin fullum fetum, meðan liún svaf. SAUMAKONA SEGIR FRÁ. Svo liðu tvö ár og fólk var farið að gleyma þessu. En þá kemur sauma- konan Kolar-Peutherte, sem fyrrum hafði starfað við rússnesku hirðina, til skjalanna. Hún hafði legið í sömu sjúkrastofu og stúlkan, og þóttist strax sjá að þetta væri Anastasía. Og í spítalanum hafði hún sagt Kolar- Peutherts þessa sögu: Hinn 17. júlí 1918 komu bolsévikar í lnisið, sem keisarafjölskyldan hafð- ist við í Jekaterinburg og skipuðu öll- um ofan i kjallarann. Þar var fólkið drepið, ýmist með skotum eða byssu- stingum eða rotað með byssuskeftun- um. Svo var líkunum fleygt á vagn og þeim fleygt í gömul námugöng. Á leiðinni þangað tók annar flutninga- maðurinn — þetta voru pólskir bræð- ur — eftir því, að yngsta prinsessan hreyfði sig. Hún var mikið særð, hak- an brotin og hendurnar með stungum eftir byssustingi. Nóttina eftir hirtu bræðurnir það sem þeir fundu fémætt á líkunum og saumuðu það inn í kjól prinsessunnar, vöfðu hana í ábreiðu og lögðu hana á kerru, sem stóð ferðbúin fyrir utan. Svo höfðu bræðurnir lagt af stað með hana suður á rússnesku stepp- urnar og. í lúarga mánuði gátu þau lifað á því er þau fengu fyrir skart- gripina prinsessunnar, sem þau seldu smátt og smátt. Ferðinni var heitið til Rúmeníu. Þar segist hún liafa gifst eldri bróðurnum, Alexander Tsja- kovski. Eignuðust þau eitt barn, en skönnnu siðar var Alexander skotinn á götu í Bukarest. Hún taldi vist að það hefðu verið bolsévikar, sem skutu liann. Flýði hún þá til Þýskalands með mági sinum en ]iar skildi með þeim. Hún hafði ætlað sér að leita uppi móðursyslur sína, Henry prins- essu, en vogaði það ekki, því að luin fór hjá sér vegna þess að hún hafði gifst óbreyttum sveitamanni. Og í staðinn afréð hún að fyrirfara sér, og fleygði sér í Landwehr-skurðinn. MÁLIÐ FLÓKNAÐI sí og æ. Ýmsir þeir helstu í zars- ættinni komu og heimsóttu hana, m. a. hertoginn af Leuchtenberg, sem er barnabarn Nikulásar I., André stór- hertogi, bræðrungur myrta keisarans og sonur liflæknis keisarans, sem hafði verið leikbróðir Anastasiu í bernsku. Þeir voru allir sannfærðir um, að konan væri Anastasía prins- essa. Stórhertoginn af Saxen-Weimar vildi ekki láta álit sitt i Ijós opinber- lega, en eigi að síður lét hann hana lialda barni sinu undir skírn. Einn af fyrrverandi þjónum zarsins, sem hafði verið i vafa, sannfærðist alveg, er konan sagði frá ýmsu við hirðina, sem aðeins fáir vissu um. Til dæmis að zarínan var vön að skrifa nafnið sitl Æskumynd af konunni, sem segist vera Anastasía prinsessa. Michael Romanov og Juliette Greco eftir frumsýn inguna í París.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.