Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.08.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN Anastasía dóttir zarsins, sem barn. meö demanti á á- kveðna rúðu í höll- inni á hverju gamla- árskvöldi. En samt voru þeir enn fleiri, sem töldu konuna vera svikahrapp. Hún var líka kærö fyrir fjársvik og fólk sagði aö lævísir hrappar heföu ginnt hana til aö ger- ast svikaprinsessa. Héldu þessir menn því fram aö hún væri pólsk og héti Anna Sclianzkor- oski. Lögreglan hafði auglýst eftir mági hennar og haft uppi á honum, en 'hann varöist allra frétta og aldrei varö upp- víst hvaö hafði orð- ið af barninu. En þeir sem töldu kon- una svikara gátu þó ekki mótmælt því, aÖ hún var með útvöxt á tánum al- veg eins og Anasta- sía, og fæðingar- blett á nákvæmlega sama staÖ og hún. Nú komu erfðamál til sögunnar. Það fréttist aö zarinn, sem ef til vill hefir grunað hvernig fara mundi, heföi lagt 20 milljón rúblur inn á banka í London, á nafn dætra sinna. Væri þetta satt og konan yrði viður- kennd sem Anastasía prinsessa, var hún einkaerfingi að miklum auði. Þetta vakti upp hjá ýmsum ættingjum keisarans. Það er sagt að Xenia, sem er elsta dóttir Dagmar Kristjánsdótt- ur Danakonungs og var gift Alexander II., hafi sent svohljóðandi skeyti til Olgu, yngstu systur sinnar, sem bú- sett er í Kanada: „Hverju sem tautar máttu ekki viðurkenna Anastasíu.“ Hins vegar höfðu ýmsir aðrir ætt- ingjar viljað viðurkenna hana með þvi skilyrði að þeir fengju hlutdeild í arfinum, segir hún. En hvað þessum arfi viðvíkur er best að geta þess, sem Michael prins sagði á áðurnefndri frumsýningu í París: — Ef Anastasía frænka mín er enn á iífi fær liún því miður engan arf, því að zarinn tók peningana úr enska bankanum árið 1917. XENIA SÆTTIST. Eitthvað hefir Xeniu furstafrú snú- ist hugur, því að 1928 bauð hún kon- unni heim til sín, og dveljast hjá sér i Ameríku. Hún hafði gifst miltjóna- mæringnum Williams Leeds. Þarna var konan nokkra mánuði í besta yfirlæti, sem „prinsessa". Og svo giftist hún amerískum arkitekt, en hjónabandið endaði með skilnaði og hneykslismáli, þvi að hún sakaði arkitektinn um að hafa stolið ýmsum rússneskum krúnugimsteinum frá sér. Einhverjir flóttamenn áttu að hafa laumað þeim út úr Rússlandi. Og þá var því ævintýri lokið. Eftir þetta vildi Xenia ekki sjá hana né heyra. Hún hröklaðist til Þýskalands aftur og átti um hríð lieima í Hann- over undir nafninu Anna Anderson. COLA VMKKUR Lifði hún i mestu fátækt og var nú orðin berklaveik og varð löngum að vera á hæli. Þegar stríðið kom flýði hún út í sveit og hafðist við í kofa, sem einhverjir vinir hennar létu hana fá, og Rauði krossinn sendi henni smáupphæð á hverjum mánuði, svo að hún þyrfti ekki að svelta. Hún fór einförum og talaði ekki við nokkurn mann, en samt spurðist að þetta væri Anastasía. En eftir striðið fluttist liún til Unterlengenhardt í Schwarzwald. Frændi hennar, Friedrich af Saxen- Altenburg gaf henni smáhús þar. EFNI í KVIKMYND. Þar lifði hún lengi í kyrrþei, en fyrrverandi sirkuskona, frú Rathleff, hjúkraði henni. En svo beindist at- hyglin að henni enn á ný. Fyrir þrem árum átti blaðamaður leið þarna fram- hjá og ralc augun í stórt „A“ yfir hlið- inu að garðinum. Og nú fóru blöðin að skrifa um Anastasiu á ný og kven- rithöfundur einn sá að efnið var upp- lagt í kvikmyndaleikrit og skrifaði ])að, en Fox kvikmyndafélagið keypti réttinn að ævisögu hennar fyrir 350.000 dollara, sem mún vera með þvi hæsta sem borgað hefir verið fyr- ir kvikmyndahandrit. Marcelle Maur- ette 'hefir grætt of fjár á leikritinu á leikliúsunum, en bráðum kemur það sem kvikmynd og er sagt að Ingrid Bergman eigi að leika aðalhlutverkið þar. Ýmsir aðrir höfundar liafa fengist við að skrifa bækur um hina hrotta- legu aftöku keisarafjölskyldunnar, m. a. frönskukennari keisarahirjðarinnar, Pierre Gillard. Hann átti miklar við- ræður við Anastasíu í Unterlengen- hardt áður en ’hann byrjaði, og segist ekki vera í vafa um að hún sé sú sem hún segist vera. Málaflutningsmaðurinn René Esca- ich í París, hefir safnað Öllum gögn- um, sem fram liafa komið í þessu máli frá öndverðu, en vill ekki leggja dóm á hvort þau séu fullnægjandi. Geta má þess að ljósmynd, sem tekin var af Anastasiu 1915 og ýmsar rnynd- ir, sem blöðin hafa birt af konunni, eru nauðalíkar. En það er engin fullnaðarsönnun. Stjörnulestur eftir Jón Árnason, prentara. Nýtt tungl 6. ágúst 1956. Alþjóðayfirlit. Föstu merkin eru yfirgnæfandi i áhrifum og því mun aðgætni áber- andi í heimsviðskiptunum. .Tafnvægi gæti og komið til greina í sama tilliti. — Venus við hádegismark hins is- lenska lýðveldis og hefir allar af- stöður góðar nema til Sólar, sem bendir á örðugleika nokkra hjá ráð- endum og stjórnendum. — Tölur dagsins eru: 6+ 8+ 5+ 6 = 25 = 7, sem bendir á að tilfinningarnar ráði frek- ar en heilbrigð skynsemi. Innsæi gæti þó komið til greina að ýmsu leyti. — Sex talan er þó tvöföld, sem gæti eflt innsæið og ábyrgðartilfinninguna og ef til vill dregið nokkuð úr áhrifum 8-tölunnar, sem mun frekar tefja framkvæmdir. Fimm talan styrkir liið liugræna ]if og eykur gildi þess og ýlir undir heilbrigða afstöðu. Lundúnir. — Nýja tunglið i 10. húsi. — Stjórnin og. verk hennar mjög á dagskrá og veitt athygli. Alvarleg fjárhagsmál gætu komið til greina. Plútó í 'húsi þessu. Saknæmir verkn- aðir gætu komið i ljós. — Satúrn i 2. húsi. Tafir og örðugleikar gætu átt sér stað í rekstri fjármála og banka. — Mars i 5. húsi. Barátta og vandkvæði í ieikhúsastarfscmi" og urgur, einnig í sambandi við trúmál- in. Venus i 9. húsi. Ágæt afstaða til utanlandssiglinga og utanríkisversl- unar. — N’eptún í 1. húsi. Góð afstaða til dulfræða lijá mönnum almennt og þeim ætti að vera veitt meiri athygli en áður. Berlín. — Nýja tunglið í 10. húsi. Lik áhrif og i Englandi. Stjórninni og aðgerðum hennar veitt mikil at- hygli og mjög á dagskrá. — Satúrn í 1. húsi. — Örðugleikar nokkrir gera vart við sig meðal almennings og tortryggni gæti komið i ljós. Köldu- sjúkdómar koma til greina. —1 Mars í 5. húsi. Örðugleikar meðal leikara og leikhúsastarfenda og tafir og hindranir koma í Ijós á skemmtistöð- um. — Úran i 9. húsi. Verkfall gæti átt sér stað á siglingaflotanum og sprenging gæti orðið í flutningaskipi. Moskóva. — Nýja tunglið í 9. húsi. Utanlandssiglingar og fiutningar mjög á dagskrá og veitt almenn athygli. Ætti að hafa frekar góð áhrif. — Satúrn í 1. húsi. Tafir nokkrar og örð- ugleikar gætu komið til greina meðal almennings og köldu gæti orðið vart er orsakar kvef, ef eigi er farið var- lega. — Mars í 4. húsi. Óánægja og barátta sýnileg meðal bænda og iand- búnaðarverkamanna og eldur gæti komið upp á bóndabæ. — Venus i 8. húsi. Bendir á dauðsfoll meðal liátt- settra kvenna. Tokyó. — Nýja tunglið í 6. luisi. Málefni verkamanna mjög á dagskrá og veitt athygli. Aðstæðurnar frekar hagstæðar. Lagfæringar koma lil greina. — Mars í 1. húsi. Urgur og barátta gæti átt sér stað meðal al- mennings. Ágreiningur um trúmál gæti og átt sér stað. Umræður ef til vill nokkuð hvassar. — Venus í 4. húsi. Afstaða bænda og búaliðs góð og heillarik. Framfarir í þeim starfs- greinum og friður um þær. — Úran i 5. húsi. Urgur og ágreiningur meðal leikara og starfsmanna skemmtistaða. Sprenging gæti átt sér stað í slíkri stofnun. — Neptún í 7. luisi. Atlmga- verð afstaða vegna utanríkisþjónust- unnar. Svik gætu komið í ijós og vak- ið glundroða. — Satúrn í 8. húsi. Gamlir iiáttsettir menn munu deyja og dauðsföll þeirra voveifleg. Washington. — Nýja tunglið i 12. lnisi. Sjúkraliús, vinnuhséli, fangelsi og góðgerðastofnanir mjög á dagskrá og veitt almenn athygli. — Heilsufar ætti að vera gott og kosningastarf- semin virðist frekar friðsæl. — Nep- tún í 3. liúsi. Óánægja og urgur eða verkföll gætu átt sér stað meðal flutningamanna, fréttaritara og út- varpsmanna, póstmanna og prentara. —- Satúrn í 4. húsi. Tafir í landhún- aðinum og stöðum í ýmsum greinum. Kæla í veðri. — Mars í 8. húsi. Dauðs- föll meðai hermanna og kirkjunnar manna frekar áberandi. — Venus í 11. húsi. Góð afstaða i löggjafarmál- um og framkvæmd laga undir góðum áhrifum. í S L A N D . 10. hús. — Nýja tunglið i húsi þessu ásamt Úran. — Stjórnin og verk henn- ar undir mikilli og nákvæmri athygli og hætt við að hún eigi í örðugieik- um ýmsum, einkum frá Atlantshafs- bandalaginu og ef til vill Noregi. Frá latnesku löndunum gætu komið að- varanir. Örðugleikar heima fyrir. 1. hús. — Venus ræður húsi þessu. — Hefir góðar afstöður og því ætti hagsæld að ríkja meðal almennings og góðæri að rikja, bæði til sjávar og sveita. Heilbrigði góð. 2. hús. — Neptún í húsi þessu. — Hætt við saknæmum verknuðum er koma í ljós í meðferð fjárliagsmála og rekstri bankastofnana. Fjármálin ótrygg. 3. hús. — Satúrn í húsi þessu. — Tafir og truflanir í rekstri flutninga og ferðalaga. Gæti orsakast af vatna- vöxtum. Dregur úr fréttaflutningi og útgáfu blaða og bóka. Urgur í útvarpi. 4. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Bændur og búalið undir slæmum áhrifum og óánægja og kröfur koma i ljós, sem örðugt mun að fullnægja. 5. hús. — Satúrn ræður liúsi ])essu. — Skemmtanafyrirtæki undir örðug- um áhrifum og tafir koma í ljós í framkvæmdum. Ditlræn verkefni gætu þó komið til greina. 6. hús. — Mars í húsi þessu. — Urg- ur og barátta á ferðinni meðal verka- manna og dulræn áhrif gætu komið í ljós og vakið athygli. 7. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Urgur í utanríkismálum og gæti England komið þar að einhverju leyti til greina. 8. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Kunnur áróðursmaður gæti látist. Voveifleg slys i aðsigi. 9. hús. — Venus í húsi ])essu. — Utanlandssiglingar undir góðum á- hrifum og ættu að ganga vel og gefa góðan ágóða. 11. hús. — Plútó, Merkúr og Júpiter í húsi þessu. — Óábyggileg afstaða i löggjafamálunum. Svik gætu komið í ljós, sem nú eru myrkvum hulin. Ritað í Túnsbergi 28. júlí 1956. Vinnukonan gægist inn í stofuna til frúarinnar, rétt fyrir háttatíma, og segir: — Maðurinn yðar verður inni i nótt. — Já, vitanlega. En ég hefi ekki heyrt hann koma ennþá. — Nei. Það var lögreglan sem sim- aði og lét vita af þvi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.