Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.08.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Framhaldsgrein I. fyrir dst honungsins Pétur Jugoslava-konungur missti ríki sitt 1945. Síðan hefir oltið á ýmsu fyrir honum og Alexöndru drottningu hans, og mesta basl hefir verið á þeim. Loks skildu þau, en hafa þó tekið saman aftur. Skrifuðu heimsblöðin mikið um þetta, og lugu mörgu. — Þess vegna tók drottningin sig til og skrifaði ævi- sögu sína og hrakningasögu. Þessi saga byrjar hér á eftir og verður birt í næstu blöðum Fálkans. „HVAÐ ER AÐ VERA LAND- FLÓTTA?“ Dadda Jackson, nýja enska barn- fóstran mín, strauk yfir liárið á mér með burstanum. — Nú getur prinsess- an farið og lveilsað hennar konung- legu tign! sagði hún. Þetta var yndislegan morgun í Fir- enze og sólin fiæddi inn uni glugg- ana í litla húsinu, sem við áttum heima í. — Ég hljóp af stað og kall- aði: — Moozhee! Moozhe! — það var gælunafnið mitt á mömmu. Og hún svaraði og kallaði: — Poozlie! Poozhee! Ég þaut inn í svefnherbergið lienn- ar. Hún sat við snyrtiborðið við op- inn gluggann. Iiárið tók henni niður á mitti. Það var hrafnsvartur gljái á þvi í sólskininu. Ég fleygði mér í fangið á henni og hún tók á móti mér. Mér fannst liún fallegasta konan sem ég hefði nokk- urn tíma séð, og mig langaði til að vera lijá henni um aldur og ævi. í dag lá mér dálítið á lijarta, sem mig langaði til að spyrja hana um. — Hvers vegna hefi ég fengið nýja „döddu“, Moozliee? — Af því að döddu Foster langaði til Hellas og fór þangað. Ég heyrði þrána í rödd hennar. — Já, við eigum heima þar lika, sagði ég. — Hvers vegna getum við ekki farið þangað? — Vegna þess að við erum land- flótta, Poozhe, sagði mamma. Ég velti fyrir mér orðinu „land- flótta“. Ég hafði talað ensku þessi fimrn ár sem ég hafði lifað, en aldrei heyrt það orð fyrr. Alexander Jugoslavakonungur, sem var myrtur í Marseille 1934, og María drottning. — Hvað er að vera landflótta? spurði ég. — Það er erfitt fyrir litlar telpur að skilja það, sagði mamma. — Það þýðir að við megum ekki fara til Hellas um sinn, því að þeir vilja helst ekki hafa konung í landinu núna, og meðan konungurinn er ekki i ríki sínu má fjölskyldan hans ekki vera þar heldur. — Já, ég ætla að segja önnnu að Georg frændi verði að fara 'heim aft- ur, og þá skulum við fara með honum. Georg frændi var Georg II. kon- ungur i Hellas, sem hafði verið neydd- ur til að leggja niður völd árið 1923. — Hún amma getur gert allt, bætti ég við. Mömniu þótti mjög vænt um tengda- móður sína, Sophiu drottningu. Hún brosti og sagði: — Já, farðu og segðu ömmu það. En livorki amma né mamma reyndu að gefa mér neina skýringu á hinum sorglegu atburðum, sem voru þess valdandi að við urðum að vera í út- legð. Það var ekki fyrr en siðar, að ég fór að kynnast sögu landsins, að ég skildi hvernig í öllu lá. UPPÁHALDS BARNABARNIÐ. Amma mín hafði lifað í útlegð á heimsstyrjaldarárununi fyrri. Hún var systir Vilhjálms Þýskalandskeis- ara og vegna tengdanna óttuðust vesturveldin, að Konstantín konung- ur, maðurinn hennar, mundi hallast á sveif með Þjóðverjum. Vesturveldin kröfðust þess að liann legði niður völd og rikiserfinginn, Georg, líka. Alexander, annar sonur lians, varð þá konungur. Alexander var faðir minn. Hann dó 1920 af apabiti, fimm mánuðum áður en ég fæddist. Hann var þó 27 ára og mamma 24, og þau liöfðu ekki verið gift nema tíu mánuði. Mamma fór til Aþenu og lifði þar ein með raunir sínar. Bæði fjölskylda hennar og föður míns voru í útlegð. Fjörutíu dögum eftir að pabbi dó fóru fram kosningar í Hellas. Þjóðin krafðist að Konstantín kæmi aftur, og níu dögum síðar kom hann og Sophia drottning til Hellas. Mömmu varð sorgin léttbærari eftir að ég fæddist. Ég var lifandi eftir- rnynd föður iníns, langleit eins og hann, Ijósbrún augu og jarpt liár. Ég var skirð Alexandra, eftir bonum. Það var eina nafnið sem ég fékk þegar ég var skírð í höllinni í Aþenu. En árið eftir — 1922 — var Konst- antín konungur neyddur til að segja af sér, og nú kom elsti sonur hans, Georg, í hans stað. Árið eftir varð Hin landfiótta konungsfjölskylda: Alexandra drottning, Alexander prins og Pétur konungur. Alexandra var dóttir Alexanders Grikkjakonungs, sem dó af apabiti nokkrum mánuðum áður en hún fæddist, og Aspasíu drottn- ingar. Georg að flýja land og 1924 varð Grikkland lýðveldi. Skönmiu siðar fórum við móðir mín frá Hellas til Sophiu öinmu minnar, sem hafði sest að í Firenze í Ítalíu. Hjá mér var lífið dans á rósum. Mér leið vel hjá „ammömmu" sem ég kallaði ömmu mína, og hún lét allt eftir mér. Ég var uppáhalds barna- barnið hennar. Hún var há vexti, grönn og tignar- leg. Hún gekk alltaf sorgarklædd eftir að Konstantin dó og ekkjukjólarnir hennar fóru henni sérstaklega ve!. Ég kom til hennar á liverjum degi, en mótti aldrei gleyma að kyssa á höndina á henni áður en ég kyssti hana á kinnina. En ég sleikti stundum á henni bandarbakið á henni í staðinn og leit svo á hana. Og þá hló hún. Þegar hún kom upp til min á kvöldin til að lesa fyrir mig ævintýr var ég vön að toga hárið á henni niður yfir andlitið. Hún skammaði mig aldrei fyrir þetta. Hún vissi að ég gerði það svo að hún tefðist ofurlítið lengur og fóstran kæmi seinna til að slökkva ljósið. Á SKÓLA I ENGLANDI. Mamma sá fram á að ég mundi verða óviðráðanlega óþæg ef ég yrði nærri ömmu lengur, og fannst rétt- ara að senda mig í skóla í Englandi. Annna ætlaði til Englands líka, svo að við fórum allar. En þegar amma fór aftur til Italíu var ég ekki á marga fiska. Ég bjó hjá vinafólki niömmu. Horlick ofursta og konu hans, og var ekki nema sjö ára og alveg rugluð í þessu stóra liúsi og innan um alla þjónana. Horliek-hjónin áttu þrjú börn — tvær telpur á líkum aldri og ég og lítinn strák. Ég var í herbergi með þeim og við höfðum sömu fóstruna, og ég kveið alltaf fyrir að fara niður og borða hádegisverð með fullorðna fólkinu. En þegar frá Ieið fór ég að venjast þessu, og mér þótti vænt um hjónin. Ég hafði ýnisar kennslukon- ur, en svo lét mamma mig fara í skóla, ekki langt frá. I fyrstu bjó ég lieima og gekk dag- lega í skólann. Ég kunni ekki við mig þar og var feimin og klaufaleg og kunni hvorki að lesa né skrifa. Það var ekki það eina sem var ólíkt með mér og hinum börnunum. Ég hafði ekkert ættarnafn, eins og hinar telp- urnar. Ég var kölluð Alexandra af Hellas. Hinum telpunum þótti ég eitthvað skritin og þær þreyttust aldrei á að c-rta mig seint og snenima. Og þegar mamma afréð að ég ætti að fara í heimavist í skólanum varð ég bæði brædd og sorgbitin. Ég var of lítil til að skilja að við vorum fátækar, og að mamma lagði sig í framkróka um að lát'a mig fá gott uppeldi, sem prinsessu sómdi, með þeim litlu efnum sem hún hafði. Gríska konungsfjölskyldan var fátæk og þegar henni var steypt af stóli tók lýðveldið allar eignir liennar. Mamma hafði örlítil eftirlaun, sem voru greidd í svissneskum frönkum, auk þess sem faðir minn hafði látið eftir sig. Hún gat ekki háft mikið umleiks og haldið þjóna og kennara lianda mér, og þess vegna lét hún mig læra í skólanum. Mér var meinilla við að ganga i skólabúningnuin. Mér leið illa á hverju kvöldi er ég var að reyna að sofna i svefnsalnum og enginn kom og kyssti mig og bauð mér góða nótt, en hinir krakkarnir sögðu „Þegi þú“ þegar ég var að gráta mig í svefn. Hvenær sem mamma kom til að heimsækja mig bað ég 'hana grátandi um að mega koma heim aftur. En ég varð að vera í skólanum. 'En það var uppbót á öllum leið- indum í skólanum að ég skemmti mér vel i sumarleyfinu. Mainma átti marga vini víðs vegar um Evrópu, og við fór- um oft til Frakklands eða Sviss, og i vetrarleyfunum var ég í Sviss og lærði að ganga á skíðum. PHILIP OG ÉG. Ég er afkomandi Victoriu drottn- ingar. og þess vegna i ætt við flest konungafólk i Evrópu, og i skólaleýf- unum hitti ég sumt af frændfólki mínu. Þeir scm ég kunni best við voru Philip af Hellas og Michael af Rúme- níu, sem síðar varð konungur stutta stund. Philip, nú liertogi af Edinburgh, og ég erum þremenningar. Faðir Michaels var Carol Rúmena- konungur en móðir hans var systir föður míns, svo að við erum syst- kinabörn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.