Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 24.08.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Philip, Micliael og ég vorum á lik- ivm aldri og við undum okkur vel saman. Sérstaklega vorum við Philip miklir prakkarar, þegar svoleiðis lá á okkur. Við vorum óþekktarangarn- ir, sérstaklega sumarið sem við vor- um i 'Þýskalandi með önnnu og systur hennar, greifafrúnni af Hassen. Okkur datt snjallræði i hug meðan fullorðna fólkið sat við tedrykkju fyr- ir utan húsið. Nokkur hluti eignar- innar var búgarður, en okkur krökk- unuin var bannað að leika okkur nærri svínastíunni. í þetta sinn læddumst við þangað, hleyptum grís- unum út og rákum þá upp á flötina, þar sem fólkið var að drekka og lét- um þá stökkva rýtandi inn á milli borðanna og gestanna. Það var dásamlegt að sjá uppnámið, sem grísirnir vöktu, en ekki alveg eins dásamlegt á eftir, þegar allt komst upp. Það var líka gaman á kvöldin þegar við vorum að hátta, þvi að Philip þvertók fyrir að láta baða sig. Honum var meinilla við að þvo sér enda var hann alltaf skitugur. Hann var vanur að hlaupa á burt frá barnfóstrunni á skyrtunni og láta hana elta sig kringum húsið. Gestirnir stóðu gapandi er þeir sáu strákinn á harða spretti og fokvonda stúlkuna á hælunum á lionum, og svo kom ég á eflir, skellihlæjandi. Skólaleyfin liðu alltof fljótt, og sumarið sem ég varð níu ára kveið ég sérstaklega mikið fyrir að fara í skólann aftur. Tveimur árum áður hafði mamrna keypt fallegan garð í Venezia og nú hafði hún byggt hús í garðinum, svo að við höfðum loks eignast heimili. Þess hafði ég óskað mér lengi. Allar hinar telpurnar í skólanum áttu heimili, og í þvi tilliti var ólíkt með þcim og mér. Ég átti ekkert heimili. Eg var alltaf gestur einhvers eða ég var á gistihúsi með mönnnu. En nú áttum við yndislegt heimili í einum fallegasta garðinum í Venezia. Öðru megin við garðinn var siki og þangað kom maður á gondól á ákveðnum tima til að flytja okkur inn i borgina. Það var engin furða þó mig tæki sárt að yfirgefa þetta, en hér dugðu hvorki bænir né tár. Ég var send í skólann. STUNDARSIGUR. Tilveru okkar í skólanum réðu lög, sem áttu að gera okkur að siðprúðum stúlkum. Mér kom vel að mér tókst nokkurn veginn að halda mig innan reglugerðarinnar og vera hlýðin, þvi að ég lærði sama sem ekkert. Ég var alltaf svo hrygg að mér var ómögu- legt að læra, og fannst ég alltaf vera hornreka þarna. Ég upplifði stundarsigur þegar Sopliia amina mín kom í skólann. Þá var uppi fótur og fit og ég var alveg liissa. Einn morguninn var okkur til- kynnt að „Hennar hátign Sophia ekkjudrottning af Hellas“ ætlaði að heiðra skólann með heimsókn. Og þá urðu allir að standa „rétt“, og allir að vera hljóðir og allt í þeim dúr. En aldrei þessu vant giltu þessar reglur ekki um mig. Þegar amma kom sleikti ég handar- bakið á henni, eins og vera bar, áður en ég kyssti liana á kinnína. Svo leidd- umst við en allir stóðu í beinni röð. Ég skal játa að ég þóttist maður með mönnum þá stundina! Þennan dag sem ég var þarna með ömmu, varð ég enn slaðráðnari i að hætta í skólanum. Ég liafði lofað henni að ég skyldi reyna að gera mitt besta, ef hún vildi lofa því að verða hjá okkur um jólin heima í Venezia. En það varð aldrei neitt af því. Ég varð ellefu ára þennan vetur og við mannna vorum í Sviss um jólin. En allt í einu urðu við að fara lil Frankfurt, vegna þess að amma, sem var þar með systur sinni, var orðin veik. Þegar ég kom til hennar á spítalann sá ég að hún hafði látið setja lílið jólatré við rúmið silt. Hún brosti til mín þegar ég kom inn og hvíslaði: — Kveiktu á ljósunum fyrir ömmu, væna mín. Við ætluðum að verða sam- an um jólin. Ég kveikti á litla trénu fyrir ömrnu, og aldrei gleymdi ég loforðinu, sem hún hafði gefið mér. Þetta var i sið- asta sinnið sem ég .sá hana. Hún dó skömmu síðar. SVELTI. Mér fannst ég vera enn meiri ein- stæðingur eftir að hún dó, og skólinn varð enn óbærilegri. Ég átti aðeins eina vinstúlku þar — hún var dóttir Rothermere blaðakonungs. Hún var besta telpa, og gerði það sem liún gat til að fá mig til að gleyma heimþránni. Við höfum hvort okkar svefnherbergi og — þó það væri bannað — var hún vön að stelast inn til niín á kvöldin og reyna að liugga mig 'þegar ég var að gráta mig í svefn. Ég reyndi að finna einhverja átyllu, svo að ég gæti hætt í skólanum. Loks komst ég að ráðningu á málinu. Ég svelli mig. Eg liafði alltaf verið „erfið“ hvað matinn snerti, svo að þessu var ekki veitt sérstök athygli fyrst í stað — þó ég neitaði að borða. En ég lét elcki undan. Svo kom skólalæknirinn. Ég held að liann liafi skilið, að ég var ekki síður veik á sálinni en líkamanum. Loks varð forstöðukonan svo á- hyggjufull út af mér að hún afréð að biðja móður mina að korna. Þegar hún kom og sá mig hrökk lnin við. Ég var föl og guggin og augun þrútin af gráti. Hún fór með mig til Sviss og þar fundu læknarnir, að ég var með al- varlega brjóstveiki. En dvölin í Sviss hafði góð áhrif á mig og eftir sex mánuði var ég orðin albata. Einn morguninn sama liaust — i september 1934 — komu gríðarstórar fyrirsagnir i blöðunum og manmia varð hræðilega æst. — Alexander Jugoslavíukonungur myrtur í Mar- seille, stóð þar, og svo kom löng lýsing á því er maður hafði hlaupið fram úr þvögunni og skotið inn i konungsbílinn og drepið konunginn og franska utanríkisráðherrann. Næstu dagana voru blöðin barma- full af fréttum um þetta. Ég sá mynd- ir af Pétri af Jugoslaviu, sem nú var orðinn konungur, aðeins ellefu ára gamall. Það var skrifað um liann, að þegar hann var hylltur og kallaður „Yðar hátign!“ hafi hann farið að gráta og sagt: „Enginn getur verið konungur. Bara pabbi!“ Ég grét þegar ég las þetta, því að mér fannst það svo raunalegt. Við giftustum tíu árum síðar, en þegar þetta skeði höfðum við aldrei sést. FRÁ PARÍS TIL AÞENU. Vorið 1935 fór mamma með mig til Parisar. Ég átti að byrja í skóla aftur, og nú hlakkaði ég til, þvi að ég átti að verða hjá mömmu. Hún 'hafði leigt sér húsgagnalausa íhúð á 5. hæð i Hotel Crillon við Concorde- torgið. Skólinn var í skrautlegu litlu húsi rétt hjá Eiffelturninum, og þar voru engir skólabúningar. Við fengum að vera í okkar eigin fötum, og ég man að mér fannst sjálfri ég vera faliegast klædd af öllum skólastelpum í Par- ís, af því að mamma hafði látið sauma föt á mig hjá hin- um kunna tísku- listamanni Molyn- eux. Þetta ár — 1935 — komst konungs- stjórn á aftur i Grikklandi, og Gc- org föðurbróðir minn varð konung- ur. Eftir að hann var kominn heim aftur var ákveðið að þær þrjár kon- unglegu persónur sem látist hefðu í útlegð — Olga lang- amrna mín, Kon- stantín konungur og Sophia drottning — skyldu fluttar til Aþenu og fá legstað þar, og i nóvember 1930 fór öll fjöl- skyldan til Hellas til þess að vera viðstödd athöfnina. Allt Grand Hotel í Aþenu hafði verið tekið á leigu handa okkur, og kvöldið fyrir atliöfnina var stór veisla. Þar var Pétur fyrrum Jugoslavakonungur og Alexandra drottn- ing, sem skrifað hefir ævisöguna, sem hefst í þessu blaði. Pétur missti konungstign er Tito tók völdin í Jugoslavíu haustið 1945. Philip þremenningur minn, liann hafði komið frá Skotlandi með for- eldrum sinum. Þarna var borðaður humar, og lík- lega hefir hann vcrið eitthvað gall- aður, þvi að flestir voru veikir dag- inn eftir — ekki síst Philip, enda liafði hann borðað mikið. Við vorum öll sorgarklædd — ég var í svartri kápu, svörtum kjól og með svarta slæðu, og Philip var í svörtum fötum með pípuhatt. í grísku kirkjunni er það skylda að söfnuðurinn standi upp við og við og standi lengi, og unglingarnir eru oft látnir standa alla guðsþjónustuna. Hún var alveg nýbyrjuð þegar Philip varð allt i einu grænn i fram- an og hvíslaði að mér: — Sandra, Sandra! Ég hefi svo mikla velgju. Og það var satt að honum var óglatt. FYRSTA BÓNORÐIÐ. Fyrsta biðilinn fékk ég þegar ég var sextán ára. Einn góðan veðurdag kom bréf þess efnis, að konungurinn í ......... mundi sendi sendiherra sinn til Venezia og mundi telja sér heiður að því, ef hennar konunglega tign Aspasia vildi veita honum áheyrn. Hann hefði meðferðis bréf til hennar frá konungi sínum. Mamma varð hissa en átti sér einskis ills von. Sendiherrann kom heim til okkar. Þetta var hár maður, dökkhærður, fríður sýnum — hættu- legur maður. Hann sagði móður minni með hátið- legu málskrúði að konungur hans hefði hug á að giftast, en liefði ekki enn fundið konu, sem hann hefði get- að orðið ástfanginn af. En svo hefði hann séð myndir af hinni töfrandi dóttur hennar, Alexöndru þrinsessu. Hún væri yndislega fögur! Dásam- lega töfrandi! Sendiherrann var að springa af hrifningu. Og konungur- inn var — ástfanginn! Mamma varð ringluð og áður en hún gat áttað sig og byrjað að telja vandkvæði á þessu liélt sendiherrann áfram og bar nú óðan á: — Yðar konunglega tign — konungur minn hefir beðið mig að segja yður, að hann hafi sent mig til þess að ég geti orðið persónulegur lífvörður prins- essunnar og fylgt henni og yður á þann stað, sem þið getið hitt konung- inn. Þar geta þau fengið tækifæri til að vera saman iim stund, og eftir þá samveru gerir konungurinn sér von um, að prinsessan geti endur- goldið ást hans. — En ... byrjaði mamma. — Yðar konunglega tign, hélt sendi- herrann áfram. — Konnngurinn hefir lveyrt að prinsessunni þyki appelsín- ur góðar. Hann biður mig að segja yður, að hann liafi gert ráðstöfnn til að senda henni kassa af bestn appelsínum í heimi. Þó að þetta kæmi svo flatt upp á móður mína að lnin ætti bágt með að átta sig, sá hún að konunginum var þetta alvörumál, og erindi hans var flutt með virðuleik og skörungs- skap. Hún þakkaði sendiherranum fyrir, en gaf i skyn að sér jiætti prinsessan full ung til að giftast, en hún mundi ráðfæra sig við æðsta mann fjölskyldunnar, Grikkjakonung, viðvikjandi erindinu. Sendiherrann hvarf á burt við svo búið, og Georg frændi sagði auðvitað „nei“. Honum fannst líka, að ég væri of ung til að giftast ennþá. Framhald í næsta blaði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.