Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 24.08.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 NIAGARA. Niagara er einn af tignarleg- ustu fossum veraldar og er i fljóti, sem rennur úr Erievatni norður í Ontariovatn. — Niagara- fljót fellur úr austurenda Erie- vatns fram á klettabrún, en hólmi sem heitir Geitarey er á brúninni og klýfur fljótið í tvennt. Foss- inn sem verður austan við hólm- ann heitir Ameríkufoss, en mest- ur hluti af vatnsmagninu rennur vestan við Geitarey og heitir Skeifufoss. — Hellir hefir mynd- ast undir Skeifufossi, sem heitir Vindhellir. Þar getur maður komist inn og séð undir fossinn. — Rétt fyrir neðan Skeifufoss er mikil rafmagnsstöð, sem frámleiðir 1.280.000 hestöfl. Allt þetta rafmagn er notað til hita og ljóss og verksmiðja i borgunum i nágrenninu. — Niðurinn í fossunum heyrist margra kílómetra leið. Fólk sem gistir í gistihúsunum í nánd við fossana, kvartar undan því að það geti ekki sofið fyrir fossaniðinum. En fólk sem lengi hefir átt heima við fossana vill helst ekki vera án niðsins. Lyndis vissi vel að sú stund mundi koma, að John mundi spyrja hana hvort þau gætu ekki átt samleið. Henni gafst langur umhugsunarfrestur, og það var líkast og myndin sjálf gæfi henni svarið. John Masters hafði skilið hið innra sálarstríð hennar svo vel, áhyggjur hennar af því hvernig framtíðin mundi verða. Enginn hafði skilið hana eins vel og hann, enginn látið sér eins hugarhaldið um hana og hann — en það hefði verið yndis- legt ef það hefði verið Nicholas í staðinn! Var það ekki grimmd örlaganna og ranglæti, að hún skyldi ennþá og alltaf þurfa að elska mann, sem hafði sýnt svo greinilega að hann elskaði hana ekki? Mundi hún ekki, ef hún ætti að verða föru- nautur Johns um ævina alltaf hugsa sem svo: — Mikið væri ég farsæl ef þetta væri Nic- holas! Gat hún orðið John góð eiginkona undir þeim kringumstæðum? Það var spurn- ing, sem hann varð að svara sjálfur — og John svaraði þeim, þegar framtíð þeirra barst í tal. Hann talaði um hve lítils hann mundi krefjast, og allt í einu varð Lyndis hrædd: mundi hún kannske missa hann líka? Hún skildi að hún gat ekki án hans verið, því að það var hann sem stóð á milli hennar og tak- markalausrar einstæðingstilveru og örvænt- ingar. Hann var dásamlegur maður, og hún var háðari honum en hún hafði gert sér grein fyrir sjálf, það skildi hún best þegar hún fór að athuga, hvernig mundi verða að vera ein. ,,Já, John, þú sagðir alltaf að þú skyldir bíða eftir mér,“ sagði hún lágt. „Þú þarft ekki að biða eftir mér lengur. Ég skal giftast þér. Nicholas biður vafalaust um skilnað, úr því að ég flyt mig ekki heim til hans.“ Lyndis fann hve bágt hún átti með að segja „Nicholas". Nafnið brenndi hana í tunguna og minningarnar komu fram. Skyldi hún aldrei geta gleymt honum? En John tók ekki eftir neinu. Gleðin skein úr andlitinu á honum og hann dró Lyndis að sér og kyssti hana. Lyndis fann sterka arma hans þrýsta að, og reyndi að láta smitast af sælu hans. En það var ekki hægt. Hún átti ekki heima hjá honum. Lafði Carew lét ekki á neinum vonbrigðum bera þegar Lyndis sagði henni frá áformum sínum og John Masters. En Lyndis hafði þó hugboð um, hve annt lafði Carew lét sér um framtið og gæfu bróðursonar síns. Lyndis var að velta fyrir sér hvort lafði Carew mundi láta Nicholas vita um hvernig komið var. Það væri ef til vill best, en það lagðist í Lyndis að gamla konan mundi ekki gera það. Lyndis ætlaði að vera í London það sem eftir var vetrarins, og Nicholas bauð henni húsið sitt þar, og sagðist geta búið í klúbbn- um sjálfur. En Lyndis kaus fremur að búa á gistihúsi. Það hefði orðið til að vekja sárar endurminningar, að hún hefði búið í húsinu, og hún hafði sagt John, að fortíðin skyldi verða eins og læstar dyr. Sýningu Johns var ágætlega tekið, og Lyndis kunni illa við sig innan um allt fólkið, sem sneri sér við og góndi eftir henni er það þekkti hana sem fyrirmynd að einu málverk- inu, sem gagnrýnendurnir sögðu að væri besta myndin, sem John Masters hefði málað um ævina. Lyndis heyrði að fólk var að hvísla um hana. Loks hafði hún fengið sér sæti afsíðis úti í horni, þar sem hún sá yfir salinn án þess að aðrir sæu hana. Þá heyrði hún rödd, sem hún aldrei hefði getað villst á, rödd sem jafn- an dró mátt úr hnjáliðum hennar. Lyndis heyrði hlátur Caroles og sá hana koma inn ásamt ýmsum vinkonum sínum. „Þú verður að fara að breyta sér í kol- krabba, Carole, ef þú átt að geta komið öll- um fingurgullunum þinum fyrir. Nú hefir þessi með smaragðinum bæst við! Hvernig ferðu að þessu?“ „Það er enginn vandi ef maður heldur vel á spilunum," sagði Carole og hló yfirlætis- lega. „Ekki veit ég hvað hún móður mín segði, ef ég kæmi heim með smaragðhring,“ sagði ein unga stúlkan, dálítið hvöss. „Er nokkuð að athuga við það að maður þiggi gjafir af mannsefninu sínu?“ sagði Carole í sama tón. Og vinkonurnar spurðu aliar í einu: „Hver er nú það?“ en Carole svaraði drýgindalega: „Lítið þið í blöðin, þá getið þið lesið það. Núna einhvern næstu daga.“ „Við fáum að vita það einhvern næstu daga!“ Þessi orð bergmáluðu í eyrum Lyndis og gremjan læstist um hana alla. Ætluðu Carole og Nicholas að opinbera trúlofun sína áður en búið væri að ganga formlega frá skilnaðinum? Hafði Carole getað talið Nic- holas á það? Þetta kom allt heim — manns- efnið mitt, það gat enginn annar verið en Nicholas, og smaragðar. — Hann mundi hafa gefið henni nýjan smaragðhring. Lyndis fann að hún gat ekki verið þarna mínútu lengur. Hún varð að komast út, hún vildi ekki eiga á hættu að rekast á Carole — eða Nicholas. Hún ók heim á gistihúsið og fleygði sér á rúmið, úrvinda af harmi. Þá hringdi síminn. Það var John, og Lyndis var mikið niðri fyrir er hún sagði honum hvað hefið komið fyrir, og spurði hann hvort hann vildi að hún kæmi á sýninguna aftur. Rödd Johns var róleg og viðkvæm að vanda, og hann bað hana um að biða með að kóma þangað til allir væru farnir. En Lyndis fannst samt einhver óvenjulegur blær vera á röddinni. Gat hann ekki skilið tilfinningar hennar? „Ég skal afhenda dyraverðinum lykilinn, þá getur þú gengið upp á skrifstofuna, bak- dyrameginn," sagði John rólega. „Ég kem þangað og sæki þig, þegar ég hefi lokið því sem ég þarf að gera.“ Lyndis kom að skrifstofudyrunum ólæstum, hún gekk hljóðlega inn og kveikti á lampan- um, en maðurinn sem sneri sér við og leit til hennar var ekki John. Það var Nicholas. Lyndis var sem steini lostin. Hún var alveg óviðbúin því. að hitta Nicholas og hún fann að hún gat það ekki. Hana langaði mest til að hlaupa út, en gat ekki hreyft sig úr spor- unum. Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Keykjavik. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. — Póstbox 1411. HERBERTS prent. ADAMSON Óánægður áheyrandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.