Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 31.08.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN /0*%**;. $uex-ráðstefifan Lundúnaráðstefnan um Suez-málið var aðalumræðuefni heimsblaðanna um nokkurt skeið. Henni er nú lokið, en samt er ekki ennþá séð fyrir endann á þessu þýðingarmikla máli. Ljóst er þó, að ólguna hefir lægt nokk- uð, og þykir nú síður ástæða til að óttast styrjöld heldur en áður var. — Þessi mynd er frá Lundúnaráðstefn- unni. Talið frá vinstri: John Foster Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þá rússneskur fulltrúi, síðan Dimitrij Shepilov, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og við hlið hans Jakob Malik í léttum samræðum við Selwýn Lloyd, utanríkisráðherra Bretlands. Nixoii í fSan Ffftifcisco Nú hafa báðir stærstu stjórnmálaflokkar Bandarikjanna, repúblikanar og demókratar, valið frambjóðendur sína við forsetakosningarnar í haust. f demókrataflokknum var Stevenson valinn forsetaefni með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða, þrátt fyrir stuðning Trumans, fyrrv. forseta, við Harriman, og Kefauver var kjörinn varaforsetaefni. I republikanaflokknum kom aldrei neinn til álita sem forsetaefni nema Eisenhower, sem virðist öruggur í sessi og vinsæll innan flokksins, eins og hjá þjóðinni. Hins vegar var búist við miklum átökum um það, hver ætti að vera varaforsetaefni. Harold Stassen, hægri hönd Eisenhowers í efnahagsmálum, snerist opinberlega gegn Nixon varaforseta, en að lokum lét hann þó af andstöðu sinni og þeir Eisenhower (Ike) og Nixon (Dick) voru kjörnir einróma til framboðs. Fréttir herma, að enginn stjórnmálaleiðtogi hafi fengið betri viðtökur á flokksþingi vestra, hvorki fyrr né síðar, en Nixon, þegar hann kom til San Francisco, þar sem republikanar völdu frambjóðendur sína. Fylgismenn hans fjölmenntu til að tjá honum hollustu sína. — Hér sést hann ásamt konu sinni við komuna til borgarinnar. FARUK vonar, að Nasser geri ein- hverja skyssu í sambandi við Súez- málið, svo að hann komist til valda á ný. Annars má hann ekki skipta sér opinberlega af stjórnmálum að fyrirskipun ítölsku stjórnarinnar. WILLY WILLIAMS nýi heimsmet- hafinn í 100 metra hlaupi. Hann hljóp vegalengdina á 10,1 sek. og bætti met Jesse Owens um 1/10 úr sek. SOPHIA LOREN leikur nú i mynd suður á Spáni ásamt Cary Grant og Frank Sinatra. Hér sést hún með asna, sem leikflokkurinn hefir sér til heilla.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.