Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1956, Side 4

Fálkinn - 31.08.1956, Side 4
4 FÁLKINN lodversku furstarnir feigir Lýsingarnar í „1001 nótt“ eru enn í fullu gildi sums staðar í ver- öldinni. Til dæmis í Indlandi og Pakistan, hinum tveim ríkjum er mynduð voru úr Indlandi hinu forna, er Bretar slepptu yfirráð- um þar 15. ágúst 1947. Nú er Pandit Nehru, fornvinur þjóðhetj- unnar Gandhi, sá sem mestu ræð- ur í Indlandi og hefir haft stjórn- arforustu í níu ár. Eitt af stefnu- málum hans er að koma á meira jafnrétti í þessu mikla ríki, sem hefir um 370 milijón íbúa (Pak- istan hefir um 80 milljónir). En hér er við ramman reip að draga. Andstaðan kemur ekki aðeins frá forréttindastéttunum sjálfum heldurlíka frá hinum kúgaða lýð, sem sakir hjátrúar og vanafestu telur sjálfsagt að allt haldist í sama ófremdarástandinu. Þriggja manna nefnd hefir starfað að þessum málum í 21 mánuð. Samkvæmt tillögum hennar eiga indversku furstarnir — maharajaharnir — að hverfa úr sögunni, auðævi þeirra að renna til rikissjóðs og kvennabúr þeirra að leysast upp. Nefndin hef- ir kannað kringum 150.000 skjöl viðvíkjandi þessu máli og leitað munnlega álits 9.000 manna, og hún hefir ferðast 60.000 kiló- metra um landið til að kynna sér málið af eigin sjón og raun. Álit nefndarinnar gengur í þá I Indlandi ríkir meira misrétti en í nokkru öðru menningarlandi. Örfáir menn hafa safnað kynstrum auðæva en allur fjiildinn býr við kjör, sem alls ekki eru mannsæmandi. — Nú vill Indverska stjórnin ráða bót á þessu og útrýma blóðsugum þjóðféíagsins — furstunum, sem öldum sarnan hafa mergsogið þjóðina. átt að í stað þeirra 27 furstarikja, sem nú eru í Indlandi komi 16 umdæmi, auk þriggja nýrra og að hjálendunum í Indlandi verði framvegis stjórnað beint frá Nýju Delhi. En maharajaharnir og prinsarnir, er ríkt hafa einvaldir síðan 1947, verði settir af eftir- launalaust og sviptir tignarheitum sínum. Það er ekkert smáræðis- kaup, sem þeir hafa haft. T. d. hefir maharajahinn af Baroda haft 11—12 millj. króna árslaun. Nokkrir minni háttar maharaja- har og prinsar voru settir af undir eins og Indland varð sjálfstætt ríki. Fluttust þeir til N.-Dehli og lifa þar í höll eins hinna afdönk- uðu, og hafa þar klúbb. Enginn klúbbur telur jafn marga afsetta þjóðhöfðingja og þessi. Þar ræða furstarnir vandamál sín, einkum hvernig þeir eigi að koma eign- um sínum úr landi og losna við konur sínar og hjákonur. Fæstir þessara manna hafa þá menntun, að þeir geti unnið fyrir daglegu brauði. Þó er maharaja- hinn af Gondal læknir, og hefir nú sett upp lækningastofu. Sumir hafa fengið stöðu í þjónustu ríkis- ins og starfa í sendiráðum er- iendis. Margt einkennilegt mætti af þessu mindversku furstum segja, en hér verða nokkrar sundurlaus- ar glefsur að nægja. Þær eru flest- ar lygilegar og munu þó sannar samt. Rajahinn af Junnagar var einn mesti eyðsluseggur sinna stéttar- bræðra. Hann notaði til eigin þarfa um helming af öllum tekj- um ríkis sins og varð alræmdur fyrir bruðl. En mestur grimmd- arníðingurinn er rajahinn af Akwar talinn. Sumar konur hans dóu með grunsamlegum hætti og var talið að hann hefði stytt þeim aldur. Árið 1932 gerðu bændur uppreisn í ríki hans og er fært í frásögur hve níðingslega hann hafi bælt uppreisnina niður. Eitt sinn hellti hann bensíni yfir einn hestinn sinn og kveikti í. Þetta gekk svo fram af fólki að honum varð illa vært í landinu og hrökl- aðist hann þá til Frakklands og dó í París árið 1937. Maharajahinn af Kapurthala hafði mikla ágirnd á perlum og gimsteinum og var kóróna hans Karan Singh einkasonur maharajahsins af Jammu og Kashmir, og prinsessan Yashorajya Laxmi. nýlega gift. Þau Maharajahinn af Kashmir. Margar muntlu vilja eiga periufestina. alsett 3000 perlum og demöntum. Annars lagði hann sig aðallega eftir bifreiðum og hafði safnað að sér 250 til eigin nota. Kon- ungurinn í Kashmir keypti dýr- indis bát handa hundinum sínum. Og gimsteinarnir sem átján ára furstasonur frá Jaipur bar, er hann kom fram opinberlega, voru svo þungir að tveir menn urðu að styðja hann svo að hann kikn- aði ekki undir þeim. Voru þessir gimsteinar taldir kringum 16 milljón kr. virði. Þó voru furstarnir af Patiala, Travancore, Baroda og Hydera- bad enn rikari. Maharajahinn af Patiala átti fjölda ævintýrahalla og stúlkurnar í kvennabúrum hans skiptu hundruðum. Skemmtigarð- ar hans voru undurfagrir og í fuglagarði sínum hafði hann safn- að saman sjaldgæfum fugium víðs vegar úr veröldinni. g3 Furstinn eða „gækvarinn" af Baroda var frægur fyrir auðævi sín. 1 höll hans er frægt klæði, alsett perlum, turkísum, rúbínum, smarögðum og demöntum. Hann hafði nær 15 milljón krónur í árs- laun og eignir hans voru metnar á 2500 milljón krónur. I einni ferð sinni til London kynntist hann indverskri prins- essu, Devi að nafni og varð ofsa- lega ástfanginn af henni. En ýms vandkvæði voru á því að þau gætu náð saman. I fyrsta lagi voru bæði gift er þau kynntust. Og hann hafði nokkru áður gefið út tilskipun og bannað fjölkvæni í

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.