Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 31.08.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN Hallarhlið hjá indverskum fursta. Fílamyndir eru mikið notaðar til skrauts og fílarnir til ferðalaga áður en bílarnir komu. ríki sínu. Devi var hindúi, en samkvæmt lögmáli þeirra má kona ekki skilja við mann sinn. Nú voru góð ráð dýr, en þau fundust. Devi gekk af trúnni og tók múhameðstrú, föður sínum til mikillar skapraunar, því að hann var sanntrúaður bramini. Fékk Devi nú skilnað. Síðan gekk hún af múhameðstrúnni og gerðist bramatrúar aftur. En Baroda- furstinn tók það ráð að gefa út tilkynningu um að sjálfur væri hann hafinn yfir lögin, og gæti þess vegna gifst Devi sinni. Og það gerði hann. Nizaminn af Hyderabad heyr- ist oft nefndur þegar talað er um auðlegð indverskra fursta. Lík- lega kemst hann einna næst Haruna Rasjkit. Fursti þessi, sem nú er sjötugur, ber 33 tignarheiti, en venjulega er hann kailaður Osman. Enginn veit með vissu hve miklar eignir hans eru, ekki einu sinni sjálfur hann. En fyrir nokkrum árum var giskað á að hann mundi hafa kringum 700 milljón króna árstekjur af þess- um eignum, og vitanlega voru þessar tekjur skattfrjálsar. Og til að „létta af sér fjárhagsáhyggj- um“ lagði hann kvaðir á ýms framleiðslufyrirtæki og fékk ó- keypis hjá þeim vindlinga, fatnað, snyrtivörur o. s. frv. Eigi að síð- ur fannst honum hann verða að spara og flutti því fyrir nokkrum árum úr hinni stóru höll sinni, Falaknuma, í aðra miklu minni. Er hún rammlega víggirt og þar situr Osman með alla gimstein- ana sína. Fyrir 25 árum datt honum í hug að reyna að grennslast um hve mikils virði gimsteinar hans væru, og fékk hollenska mats- menn til að virða þá. Þeim kom ekki saman um matið, en það lægsta var kringum fimm mill- jarð krónur. Þarna lá gull, mótað og í stöngum eins og hráviði í öll- um kjöllurum, göngum og hallar- sölunum. Bilskúrarnir voru fyllt- ir með gulli og allt fylltist. Þegar Prinsinn af Berara, elsti sonur niz- amsins af Hyderabad, í einkennis- búningi. síðasta bílhlassið af gulli kom, var hvergi rúm fyrir það, og stóð það á bilnum í tuttugu ár. Loks afréð Osman að selja þennan gullfarm. Osman skilur aldrei kjallara- lyklana sína við sig, og sagt er að hann geri sér daglega ferð í kjallarann til að athuga hvort hann sjái þar ekki spor manna á rykföllnu gólfinu. Þessi einkennilegi þræli Mamm- ons fer jafnan á fætur klukkan 5.30 á morgnana, svo stundvíslega að hirðin getur sett klukkuna eftir þvi. Hann byrjar daginn með því að þamba átta bolla af tei, en kl. 8.30 kemur forsætisráð- herrann í áheyrn. Síðan athugar hann póstinn sinn fram að há- degisverði. Síðdegis les hann blöð og bækur á ensku, arabisku, persnesku og hindustansku máli en fyrir háttumál gengur hann jafnan að gröf móður sinnar. Hann lifir sem einbúi og sinnir iítt þeim 3 konum, 42 hjákonum og 33 börnum sem hann á. I báðum heimsstyrjöldunum Framhald á bls. 14. WKW S .v<^ .v<^ Vei5ifdlhflriir - iroru honungsgersemi ÞAÐ er orðið langt síðan mönn- um hugkvæmdist að nota fálka til fuglaveiða, og telja menn að það hafi fyrst verið tíðkað á steppunum i Asiu. I Babylon hafa fundist myndir sem sýna fálkaveiðar, og eru þær að minnsta kosti 3000 ára, og í jap- anskri bók er sagt frá fálkavéið- um í Kina um 700 f. Kr. Mongólski herkonungurinn Djengis-kan, sem var uppi fyrir 750 árúm hafði heilan her mánna, sem not- uðu fálka til veiða, og Kublai-kan sonarsonur lians hafði um 10 þúsund fálkaveiðimenn. . Arabar stunduðu líka fálkaveiðar og arabiskt máltæki segir: „Góður hundur, hleypinn hestur og sér- staklega góður veiðifálki er meira virði en 20 konur.“ Þéss er vert að geta, að Indíánar notuðu fálka til veiða, er Spánverjar kynntúst þeim, um 1520. En Grikkir og Rómverjar iðkuðu litið þessa veiðiaðferð. í Bnglandi voru fálkaveiðar tiðkaðar frá því á 0. öld og í hámarki voru þær á 17. öld. Þá var það alsiða að aðalsmenn og klerkar höfðu veiðifálkana með sér til kirkju og voru þeir látnir stánda á altarinu undir mess- unni, en að lokinni messu héldu jafnvel biskupar og kardinálar beint úr kirkjunni á veiðar, og þótti áíþýðu manna það skrítin guðrækni. í Frakkiandi var veiði þessi i mestum blóma i tíð Lúðviks XIII. (1610—-’43). Hann átti 300 fálka. Góðir fálkatamningamenn voru hálaunaðir og frægur skóli fyrir þá var i Falkenwerth í Flandern. Sá bær lifði marga mannsaldra á fálkunum. Þaðan fóru menn til fjarlægra landa til að veiða fálka og tömdu þá síðan og seldu kon- ungum og furstum þá dýrum dómum. Síðasti fálkatemjarinn í Falkenwerth dó 1936. íslenskir og grænlenskir fálkar þóttu bestir til veiða og jafnframt þóttu þeir fallegri en aðrir. Var sótst mikið eftir hinum ljósgráu fálkum og því ljósari sem þeir voru því betra. En smyrlar voru einnig notaðir til veiða, það gerði t. d. Ivatrín hin mikla í Rússlandi. Auðveldast var að ná í fálkana með þvi að taka þá sem ófleyga unga í hreiðrinu. En þessir fálk- ar þótlu ekki eins góðir veiði- fálkar og hinir, sem höfðu alist upp frjálsir og lært íþróttina af sjálfu sér. Til þess að ná í upp- komna fálka reisti veiðimaðurinn sér hreysi sem hann faldi sig í, eða gróf sér gröf og þakti yfir, þannig að mannvirkið væri sem líkast umliverfinu. Skammt frá rak hann niður tvo staura með snærum i toppi og rann á þeim lina, en enda hennar hafði veiði- maður lianda á milli í fylgsni sínu. Við línuna var festur lif- andi fálki til að hæna aðkomu- fálka að, og sömuleiðis var hafður fugl við hreysið til að lokka. Þegar fálkinn kom aðvif- andi var þessi lifandi fugl dreg- inn undir net, svo að fálkinn lenti i netinu er liann ætlaði að hremma fuglinn. Danakonungar sóttust mikið eftir íslenskum fálkum og notuðu til að gefa þjóðhöfðingjum. Mesta fálkasendingin frá íslandi sem um getur fór liéðan 1764. Þá voru sendir út 210 fálkar og margir þeirra hvítir. Æti handa fálkunum liafði fálkaskipið með- ferðis, og þurfti 772 naut, 339 sauði og 65 lömb handa þessum fuglahóp frá því liann var af- hentur og þangað til hann kom til Kaupmannahafnar. Danakonungur ráðstafaði þess- um fálkum þannig: 60 gaf hann Portúgalskonungi, 50 Frakka- konungi, 30 Þýskalandskeisara, 20 landgreifanum af Hassen, 2 franska sendiherranum, en sjálf- ur hélt konungur þremur eftir en lét drepa 45. Æ sér gjöf til gjalda og Dana- konungur þáði góðar gjafir í staðinn. Til dæmis fékk hann tvo fálka frá soldáninum í Marokkó og fyrirheit um að ævarandi frið- ur skyldi haldast milli landanna. Eftir að skotvopnin föru að fullkomnast rénaði áhuginn á veiðifálkanum. Fállcabú Dana- konungs var lagt niður 1806. En á siðustu árum hafa verið stofn- aðir fálkaveiðaraklúbbar, t. d. í Hollandi. Árið 1869 gerði kon- ungurinn i Punjab út leiðangur til íslands til að veiða fálka, og náðust 33. Sköminu fyrir heims- styrjöldina gerði Göring út menn til að kaupa íslenska fálka. * ■3 V í 3 % % 3 % í •3 € I %

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.